Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 19 meirihluta sem fara í slíkar aðgerðir enda eru brjóstastækkanir hvað vinsælastar Allar fegrunar- aðgerðir fara fram á einka- stofum og eru sjúklingarnir yfirleitt sendir beint heim eftir aðgerð læknafélags íslands, tekur í sama streng. Hann segir aðspurður að dæmi séu um, þótt þau séu ekki mörg, að stúlkur undir átján ára aldri fari í brjóstastækkanir. Slíkar aðgerðir séu þó ekki gerðar á svo ungum stúlkum nema með sam- þykki foreldranna. Hann bætir því reyndar við að sjaldan sé því þó þannig farið, þegar stúlkan sé kom- in í samband við lýtalækni á annað borð, að foreldrar gefi ekki sam- þykki sitt. Stundum séu það jafnvel foreldrarnir sem setji mikinn þrýsting á lýtalækninn um að hann framkvæmi slíka aðgerð. Þess má geta að lýtalæknar neita stundum að gera fegrunaraðgerðir - ekki bara á einstaklingum yngri en átján ára heldur einnig á þeim sem eldri eru - þegar þeir telja að- gerðina ekki til bóta. Ólafur Ein- arsson tekur til að mynda fram í þessu sambandi að lýtalæknar reyni að varast það að gera fegrun- araðgerðir á fólki sem sé andlega sjúkt og mikli þar með fyrir sér ákveðin útlitseinkenni. „Við verð- um að passa að lenda ekki í þeirri gryfju að gera skurðaðgerðir á slíku fólki því það verður ekkert endilega ánægðara með sig eða hamingjusamara á eftir.“ Brjóstastækkanir vinsælastar Flestir þeirra lýtalækna sem Morgunblaðið ræddi við segja að skipta megi þeim konum sem koma í fegrunaraðgerðir í tvo hópa eftir aldri. Annars vegar í aldurshópinn frá rúmlega tvítugu upp í rúmlega þrítugt og hins vegar í aldurshóp- inn frá fertugu og upp í fimmtíu og fimm ára. Konur á öðrum aldurs- skeiðum komi að sjálfsögðu einnig í fegrunaraðgerðir en flestar falli í þessa tvo hópa sem hér hafa verið nefndir. Fegrunaraðgerðirnar sem þessir tveir hópar fara í eru ólíkar. Þær sem í yngri hópnum eru fara aðal- lega í brjóstastækkanir og eru þá í sumum tilfellum með lítil eða engin brjóst, þó ekki alltaf, en þær sem eru í eldri hópnum láta einkum laga húðfellingar eða augnpoka við augnlok. Þá er mikið um, að sögn læknanna, að yngri hópurinn fari í fitusogsaðgerðir en sömuleiðis er nokkuð um slíkar aðgerðir meðal þeirra kvenna sem eldri eru. Þegar rætt er um fítusogsaðgerðir taka læknarnir fram að fitusogið sé ekki megrunarkúr heldur sé verið að taka fitu af þeim stöðum líkamans þar sem hún hefur safnast upp í miklum mæli. Til dæmis á lendum, undir höku eða við hnakka. Á heildina litið hefur mesta aukningin í fegrunaraðgerðum á undanförnum árum verið í brjósta- stækkunum og augnlokaaðgerðum þar sem fjarlægðir eru pokar yfir eða undir augum. Þær eru með öðrum orðum vinsælustu fegrunar- aðgerðirnar um þessar mundir. Brjóstastækkanir meðal yngri kvenna en augnlokaaðgerðir meðal þeirra sem eldri eru. Næst á eftir koma fitusogsaðgerðir hér og þar um líkamann, til dæmis í þeim til- gangi að minnka undirhöku, and- litslyftingar þar sem strekkt er á allri húðinni í andlitinu og brjósta- lyftingar sem aðallega eru vinsælar meðal kvenna sem komnar eru á miðjan aldur. Einnig virðist nokkuð um aðgerðir til að draga úr ein- staka hrukkum og aðgerðir til að lagfæra nef og þá er eitthvað um að konur vilji þykkari varir. Við þá aðgerð er stundum notast við fitu úr líkama konunnar, til dæmis af maga, og henni síðan sprautað í „Yngra fólk í fegr- unaraðgerðir “ OTTÓ Guðjónsson lýtalæknir hefur stai’fað við lýtaskurðiækn- ingar í Bandaríkjunum í átta ár og rekur vinsæla lýtaskurðlækn- ingastofu á Long Island í Banda- ríkjunum ásamt ellcfu öðrum lýtaskurðlæknum. Heitir stofan Long Island Plastic Surgical Group. Hann segir í saintali við Morgunblaðið að fegrunarskurð- aðgerðir verði æ algengari í Bandaríkjunum og telur ástæð- una fyi-st og fremst þá að sífellt fleiri hafi ráð á slíkum aðgerð- um. Hann segir mikla samkeppni vera um viðskiptavini meðal fegrunarlækna og því séu fegr- unaraðgerðir ódýrari nú en áð- ur. „Og þá geta fegrunarlæknar boðið betra verð vegna þess að því fleiri aðgerðir sem þeir gera því betra verð geta þeir boðið,“ segir hann en sjúkrasamlagið ( Bandarikjunum tekur, eins og það íslenska, ekki þátt í því að greiða fegrunaraðgerðir. Eins og hér heima koma líka þeir Bem fara í fegrunaraðgerðir úr nán- ast öllum stéttum þjóðfélagsins. Konur eni þó, segir hann, í mikl- um meirihluta þeirra sem koma í slíkar aðgerðir. Senuilega sé hlutur þeirra vel yflr niutíu prósent. Ottó segir einnig athyglisvert að nú komi mun yngra fólk í fegrunaraðgerðir en fyrir nokkrum ánim. „Fólk er farið að láta gera aðgerðimar fyrr og halda sér síðan við í gegnum ár- in. Byija til dæmis á því að láta laga hrukkur eða poka í kring- um augun cn láta kannski síðar á ævinni lyfta kinnunum og fara svo enn síðar í andlitslyftingu. í gamla daga biðu konumar hins vegar - þetta em jú flestallt kon- ur - þar til þær vom orðnar eldri og létu þá gera á sér alls- heijar fegrunaraðgerð." Ottó segir þetta reyndar skynsamlega þróun vegna þess að hann telur að fólk vilji fremur njóta góðs útlits á síuum yngri ámm á meðan það er heilbrigt og fullt af orku. Auk þess telur haim að fólk ráði ijárhagsiega betur við það að láta gera á sér aðgerðir smám saman í stað þess að þær séu gerðar allar í einu á efri ár- um. Þegar Ottó er inntur eftir vin- sælustu fegmnaraðgerðunum á stofunni á Long Island segir hann að þær séu fitusog og brjóstastækkanir. Því næst komi lagfæringar á augum, and- liti og nefi. Hann segir ennfrem- ur aðspurður að svona sé þetta almennt í Bandaríkjunum, þ.c. að fltusog og brjóstastækkanir séu hvað vinsælastar en siðan komi aðgerðir á andliti. Meðal karla sé þó vinsælast að fara i nefaðgerðir, síðan komi lagfær- ingar á hmkkum eða pokum í kringum augun og einnig sé svolítið um að þeir fari í fltusog. Ottó segir að nóg sé að gera hjá lýtalæknum í Bandaríkj- unum og getur þess aðspurður að almennt auglýsi þeir starf- semi sína tnikið í fjölmiðluin. Helst í tfmaritum og blöðum en einnig nokkuð í sjónvaipi og í útvarpi. Þá telji þeir gjaman upp allar þær fegrunaraðgerðir sem þeir bjóði upp á og á stund- um fylgi þeim ákveðin greiðslu- kjör í leiðinni. „Við [Iijá Long Is- land Plastie Surgical Group] höfum þó sem betur fer sloppið við að taka þátt í þessari auglýs- ingamennsku enda hefur stöðin verið starfrækt lengi eða frá ár- inu 1948. Við erum því vel þekktir hér á þessu svæði." Aðspurður segir Ottó að í Bandaríkjunum sé það minna feimnísmál nú en áður að fólk hafi farið í fegrunaraðgerðir. „Fólk talar um það frekar en hitt," segir hann og bætir því við að það þyki ef eitthvað er fínt að fara í fegrunaraðgerðir í Bandaríkjunuin. Tannlæknar bjóða fallegra bros TANNSKEMMDIR og tannpína er ekki það eina sem dregur fólk til tannlækna því að á undan- förnum árum hefur það færst í vöxt að fólk leiti til tannlækna í þeim tilgangi einum að bæta cða fegra útlit tannanna. Ljósari og beinni tennur er meðai þess sem fólk sækist eftir að láta gera. Sjúkratry'ggingar greiða ekki fyrir slíkar fegninaraðgerðir fremur en fyrir fegrunaraðgerð- ir þjá lýtalæknum. Bjarni Elvar Pjetursson tann- læknir segir að lýsing tanna hafl t.il að mynda aukist ny ög mikið á síðustu fjórum til fímm árum. Lýsingin fer þannig fram að mót er tekið af tönnunum og plasthlff eða svokölluð skimia siníðuðu sem passar yfir tennumar. Að því búnu er sett sérstakt lýsing- arefni í skinnuna og hún notuð í fimm til sjö daga meðan tennurn- ar em að lýsast. Bjarni nefnir einnig að æ algengara sé að verða að fólk vilji losna við ganil- ar silfurfyllingai- í tönnum og fá hvftar fyllingar í staðinn. „Ef silfurfyllingar em framarlega f niunninum getur skinið í grátt þegar fólk brosir, og þá vill það gjarnan skipta silfrinu út fyi-ir hvítt fyllingarefni," segir hann. Tannréttingar meðai fullorð- inna hafa einnig aukist jafnt og þétt og segir Bjarni að svo virðist sem menn séu farnir að átta sig á þvf að tannréttingar eru ekki bara fyrir unglinga. Aðspurður hvort. þarna sé um að rœða fólk sem sé með nijög skakkar temiur segir hann svo vera en bætir því við að f þeim hópi sé einnig fólk sem eigi erfitt með tannhirðu vegna þrengsta í tannröðinni. „Þetta er yfirleitt fólk sem hefur ekki farið í tannréttingar sem táningar og hefur hummað það af sér fram yfir þrítugsaldurinn. Þá er það kannski komið með meira auraráð og lætur eftir sér að laga það við tennurnar sem hefur farið f taugarnar á þeim þangað til.“ Bjarni nefnir fleiri dæmi um fegrunaraðgerðir tannlækna sem færst hafl f vöxt að undanfömu. Til að mynda sé orðið æ algengara að fólk með mjög viðgerðar framtennur láti selja á þær postulínsskeljar. Til þess að koma postulfninu fyrir er tönnin slípuð, smíðuð á hana postulínskróna sem sfðan er límd á tönninaþannig að hún líti bet- ur út. Þá segir Bjami nokkuð um að fólk láti stækka tennur eða breikka þær til dæmis f þeim til- gangi að minnka svokallað frekjuskarð. Þetta er gert með því að bæta ákveðnu plastaefni við tennurnar. „Á þennan hátt er hægt að breyta forininu á tönn- unum og loka skörðum,“ segir liann. Að síðustu getur Bjarni þess að aukning hafí orðið í þvf að fólk láti setja nýjar tennur í tannlaus skörð en það er gert með því að smfða postulínsbrýr. Einnig er í þeim aðgerðum orðið algengara að sett sé rót. úr títan- fummálmi f beiuið og smfðuð á hana tönn eftir að hún hefúr gró- ið föst við beinið. varirnar til að gefa þeim meiri fyll- ingu. Eins og áður segir eru karl- menn í auknum mæli farnir að leita til fegrunarskurðlækna þótt fjöldi þeirra sé ekki nærri því eins mikill og kvenna. Karlmennirnir sem fara í fegrunaraðgerðir eru á öllum aldri en flestir eru þeir þó að sögn læknanna um eða yfir fimmtugt. Þeir sem yngri eru sækja aðallega í fitusog, einkum til að ná af sér keppum á síðum, en þeir eldri vilja helst láta draga úr pokum í kring- um augun. Þá eru dæmi um að eldri karlmenn fari í andlitslyft- ingu. Að sögn Sigurðar Þorvaldssonar eru karlmenn þó feimnari við að koma í fegrunaraðgerðir en konur. „Þeir eiga það til að koma til mín svolítið afsakandi og segja að kon- an hafi endilega viljað þetta!“ Skurðaðgerðum fylgir alltaf einhver áhætta Flestar fegrunaraðgerðirnar sem hér hafa verið nefndar eru gerðar með skurðaðgerðum. Undantekn- ingarnar eru aðgerðir til að draga úr yfirborðshrukkum en við þær er ýmist notast við leysitæki til lýta- og fegrunaraðgerða eða þá efni, til að mynda fjölsykursýrur, sem sprautað er undir húðina. f flestum aðgerðunum eru einstaklingarnar svæfðir, svo sem í fitusogsaðgerð- um, og geta þær viðamestu staðið yfir í tvo til þrjá tíma að sögn Guð- mundar M. Stefánssonar. Biðtími eftir aðgerðum er misjafn og getur verið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Öllum skurðaðgerðum fylgir ein- hver áhætta og sömu sögu má segja um svæfingar. Þeim fylgir ávallt örlítil áhætta að sögn lækna. „Tvenns konar hætta fylgir ölium skurðaðgerðum. Annars vegar blæðingar og hins vegar sýkingar," segir Olafur Einarsson en hann eins og aðrir lýtalæknar sem Morgunblaðið ræddi við segir að líkurnar á slíkum blæðingum eða sýkingum í kjölfar aðgerða séu ekki miklar. Þá bendir Sigurður Þorvaldsson m.a. á að í fegrunarað- gerðum sé ekki unnið nálægt þýð- ingarmiklum líffærum í brjóstholi eða kviðarholi mannsins. Hann ít- rekar þó að öllum skurðaðgerðum fylgi ávallt einhver áhætta og bendir sömuleiðis á að það sé mis- munandi hvernig sjúklingar koma til með að gróa sára sinna. Aðspurður segir Sigurður Þor- valdsson að viðamesta fegrunarað- gerðin sé andlitslyfting en í henni er húðinni lyft báðum megin frá eyrum og á henni strekkt en saum- arnir síðan yfirleitt faldir í hár- sverðinum, í kringum eyrun og aft- ur í hnakka. „Brjóstastækkanir eru einnig nokkuð stórar aðgerðir en þó ekki eins stórar og andlitslyft- ingar,“ segir hann en í brjósta- stækkunum eru brjóstapúðar, yfir- leitt silikonpúðar, settir í brjóstin. Þegar Sigurður er á hinn bóginn spurður um viðaminnstu fegrunar- aðgerðina nefnir hann augnlokaað- gerðina. „Það er tiltölulega lítil að- gerð þótt hún sé tæknilega krefjandi, einkum á neðri augnlok- um,“ segir hann og bætir við að árangurinn af slíkri aðgerð sé yfir- leitt góður. „Skurðimir eru lítt áberandi af því að þeir falla í skugga og fellingar við augun.“ Bendir hann á að ekki þurfi að svæfa sjúklinginn þegar augnloka- aðgerð fer fram heldur sé nægilegt að deyfa hann og gefa honum um leið kvíðastillandi lyf. Allar fegrunaraðgerðir fara fram á einkastofum, eins og fyrr segir, og eru sjúklingarnir yfirleitt sendir beint heim eftir aðgerð. „Stærstu aðgerðirnar eru yfirleitt gerðar snemma að morgni og eftir að fólk hefur sofið úr sér er það sótt og keyrt heim,“ útskýrir Ólafur Ein- arsson. Aðspurðir segja lýtalækn- arnir að það sé mismunandi hvað fólk sé fljótt að ná sér eftir fegrun- araðgerð. Það fari að sjálfsögðu eftir því hvaða aðgerð á í hlut en einnig sé það einstaklingsbundið. Sumir einstaklingar séu fljótari að ná sér eftir aðgerð en aðrir. Ai- mennt megi þó segja að það taki í mesta lagi tvær til þrjár vikur að ná sér að fullu eftir fegrunarað- gerðir á borð við þær sem hér hafa verið nefndar. „Glóðarauga er helsta vandamál- ið hjá því fólki sem hefur farið í augnlokaaðgerðir,“ segir Sigurður Þorvaldsson, þegar hann er beðinn um að nefna dæmi, og bendir á að erfitt sé að vita nákvæmlega fyrir- fram hvað glóðarauga sé lengi að fara. „Þessi hópur ætti þó að kom- ast í vinnu eftir viku svo framar- lega sem hann þarf ekki að mæta í sjónvarpsviðtal.“ Spurður um ann- að dæmi nefnir hann andlitslyfting- ar og segir að eftir aðgerðina geti stundum myndast smá bjúgur. Þeir sem fara í slíkar aðgerðir ættu þó að geta komist í vinnu eftir tíu til fjórtán daga. Þá segir hann að þær sem hafa farið í brjóstastækkanir ættu að geta verið komnar í létt skrifstofustörf eða í skóla eftir þrjá til fjóra daga. Svipaða sögu er að segja með þá sem hafa farið í fitu- sog. Eftir aðgerðina, sem fer þann- ig fram að fitan er soguð út með sérstöku tæki, lítur út fyrir að við- komandi hafi marið sig illa á því svæði þar sem fitan var soguð út og hann getur jafnframt fundið fyr- ir tilfinningu sem líkist miklum harðsperrum. Sá hinn sami ætti þó að komast í vinnu eftir þrjá til sex daga. „I þessu sambandi er svolítið gaman að geta þess að nú spyr fólk sem ætlar í fegrunaraðgerð að því hvenær það geti farið aftur í lík- amsrækt og í vinnu en áður hafði það frekar áhuga á því að vita hvað það gæti fengið langt veikindafrí út á aðgerðina," segir Sigurður og tel- ur þetta jákvæða viðhorfsbreyt- ingu. Læknar mega ekki auglýsa starfsemi sína Þegar Sigurður er spurður að því hvað fegrunaraðgerðir á borð við þær sem hér hafa verið nefndar dugi lengi segir hann að það sé ein- staklingsbundið. „Ef við tökum andlitslyftingu sem dæmi kemur fyrir að maður geri hana aftur eftir átta til tíu ár en sjaldgæfara er að það þurfi að endurtaka augnlokaað- gerðir. Shkar aðgerðir duga yfir- leitt vel. Þó er þetta alltaf tengt hrörnun líkamans. Hún er náttúru- lega hraðari hjá því fólki sem er eldra en það er sá hópur sem fer gjarnan í andlitslyftingar." Inntur eftir því hvort fitusogsaðgerðir séu varanleg lausn bendir hann á að fitni fólk aftur fitni líkaminn nátt- úrulega líka á þeim stöðum þar sem fitan var soguð burt. Fitu- dreifingin verði þó jafnari um lík- amann en setjist ekki eingöngu á þá staði þar sem fitan hafði verið soguð burt. Spurður um varanleika brjóstastækkana segir hann að brjóstapúðarnir eigi í sjálfu sér að vera varanlegir. Líkaminn skynji þó púðann alltaf sem aðskotahlut og í tíu til fimmtán prósentum til- fella geti hann myndað það mikinn bandvef um púðann að brjóstið verði óeðlilega stinnt eða sitji ekki eðlilega. Kostnaður við fegrunaraðgerðir er mismunandi eftir aðgerðum en eins og fyrr segir greiða sjúkra- tryggingar ekki fyrir fegrunar- skurðlækningar. Blaðamaður fór ekki út í að bera saman verð milli einstakra lækna en til að gefa les- endum einhverja hugmynd um hvað aðgerðir þær sem hér hafa verið nefndar kosta má nefna að brjóstastækkanir kosta eitthvað á bilinu 150 til 180 þúsund, andlits- lyfting kostar í kringum 100 þús- und, þó meira ef hún er gerð í svæfingu eða í kringum 150 þúsund og fitusog getur kostað frá fimmtíu þúsund krónum upp í yfir hundrað þúsund krónur eftir því hvað að- gerðin er umfangsmikil eða hvað hún er gerð víða um líkamann. Enginn ákveðinn verðlisti er í gangi um slíkar fegrunaraðgerðir enda er verðsamráð bannað með lögum og á Islandi er læknum sömuleiðis bannað, samkvæmt læknalögum, að auglýsa starfsemi sína nema með látlausum auglýs- ingum í blöðum sem birta má í mesta lagi þrisvar þegar hann hef- ur störf eða breytingar verða á starfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.