Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 21

Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 21 þú ferð í veiðiferð. Svo þegar þú kem- ur til Islands ertu með stöngina með þér, þótt ferðataskan hafi óvart farið til Afríku.“ Svona stangasett er hægt að fá í ýmsum öðrum lengdum og línu- þyngdum, t.d. sjö og níu feta stöng í setti. Töskumar utan um stangirnar eru sérstaklega smíðaðar fyrir Clan Fishing Rods. Sígildur korkur Harry Jamieson segir að gler- trefjastangimar hafi útrýmt bambus- stöngunum á fáum ámm og svipað hafi gerst þegar koltrefjastangirnar raddu glertrefjastöngunum af mark- aði. Eitt hefur þó h'tið breyst og það er efnið í handfangi stanganna. „Það er merkilegt að hugsa um þróunina. Þarna hefur þú bambusstangir smíð- aðar með hefðbundnum aðferðum og með handfangi úr korki,“ segir Harry og handleikur stöng. „Korkurinn er stórkostlegt efni. Hann er vatnsheld- ur og auðvelt að móta hann með sandpappír. Menn hafa reynt að nota alls konar gerviefni en það hefúr ekk- ert komið í staðinn fyrir korkinn. Og hér stöndum við árið 2000 með há- tæknilega grafítstöng með kork- skaftí!" Tryggir viðskiptavinir Harry Jamieson skráir alfa við- skiptavini sína í sérstaka bók, hvernig stöng þeir fengu og hvenær. Nöfnin era víða að, frá Evrópu, Bandaríkjun- um og Japan, svo nokkur lönd séu nefnd. „Oft sé ég sama nafnið á pönt- un tveimur eða þremur áram eftir fyrstu afhendingu," segir Harry. Stundum kemur viðskiptavinur með vin sinn og spyr hvort hægt sé að smíða fyrir hann stöng. Nýlega sendi Harry þrjár bambusstangir til jap- ansks taugaskurðlæknis sem ætlaði að eiga eina sjálfur og gefa góðum vinum sínum hinar. Hver stöng kost- aði um 100 þúsund íslenskar krónur. Sjálfur þyfdr Harry afburða flugu- veiðimaður og er eftirsóttur kennari í svokölluðu Spey-kasti, sem hann hef- ur útfært á sinn hátt. En hvaða flugur skyldu vera í uppáhaldi hjá honum? „Flestir veiðimenn era með full box af flugum og eiga erfitt með að ákveða hvaða flugu skuli velja. Svo enda þeir með því að nota ekki nema tvær eða þijár sígildar flugur. Því er eins farið með mig. Eg nota yfírleitt silungsveiðiflugur sem era með mikilli gyllingu eða appelsínugulum lit. Annars má ég varla vera að því að veiða. Ég er ekki búinn að fá nema einn og hálfan lax í ár og var tvo daga að því. Náði einum og sá hálfi slapp.“ Þegar Harry er að veiðum segist hann sífelit vera að hugsa um hvemig megi betrumbæta veiðistöngina. „Líklega þarf ég að skipta um áhuga- mál, fara til íslands að skjóta hreindýr - eða kindur," segir hann og hlær. Miklar veiðitekjur Auk stangasmíðinnar er Harry Jamieson í stjóm veiðifélags, Abern- ethy Angling Association, sem annast hluta árinnar Spey, frá Broomhill til Aviemore. Ain er um 150 km löng og ræður Abemethy-veiðifélagið yfir um 14 km kafla þar sem eru sextán veið- istaðir. A þessu svæði veiðast 150-180 laxar á ári og mikið af sjóbirtingi. „Hvert jiorp við ána lítur eftír hluta árinnar. I gamla daga verðlaunuðu landeigendur vinnufólk sitt á ýmsan hátt, sumir fengu kind, aðrir fisk eða veiðiréttindi. Þessi veiðiréttindi yfir- færðust svo á veiðifélög sem nú ann- ast hluta árinnar. Sumir landeigend- ur héldu veiðiréttinum, ekki síst þeir sem bjuggu í sveitunum og áttu bestu svæðin. Nú era þar dýrastu veiðistað- ir árinnar. Sumir þessara landeig- enda leyfa einungis fluguveiði og aðr- ir vilja að veiddum fiski sé sleppt. Við höfum áhyggjur af því að ef einungis verður leyfð fluguveiði í Spey, líkt og í sumum ám, þá lendum við í vanda. Þá værum við að reka í burtu 700-800 veiðimenn á ári, aðeins á okkar veiðisvæði. Margir þeirra nota beitu eða spúna. Þetta fólk kaup- ir hér gistingu, mat, veiðivörur og ýmsa þjónustu og er því mikilvæg tekjulind. Ef fluguveiði yrði áskilin myndu þúsundir veiðimanna hætta veiðum eða flytja sig annað.“ Harry segir að fleiri fiskar veiðist á maðk og spún í ánni Spey en á flugu. Gæsla við ána Að sögn Harrys hefur ekki dregið úr laxagengd í Spey á borð við það sem gerst hefúr í ánum á vestur- strönd Skotlands. „Það dró hér hægt úr veiði fyrir um áratug, en síðan hef- ur veiðin jafnað sig. Nú virðist sem henni sé nokkuð misskipt. Einn hlutí árinnar gefur vel eina vikuna og á sama tíma er engin veiði á næsta kafla. Næstu vikuna getur þessu ver- ið þveröfugt farið. Fiskurinn dreifist ekki jafnt, það er eins og hann gangi í torfum upp ána.“ Á svæði Abemethy-veiðifélagsins er áin vöktuð nótt og dag. Vaktmenn- imir kanna veiðileyfi, skoða afla og ganga úr skugga um að ekki sé stund- aður veiðiþjófnaður. Harry telur það af hinu góða að menn verji fé og fyrirhöfn til að rannsaka laxinn og vemda hann. Hann þekkir til starfs Norður-Atl- antshafs-laxasjóðsins og er með skjal frá sjóðnum uppi á vegg í búðinni. Hann telur að einnig þurfi að gefa urriðastofninum í ánni gaum. Eldra fólk segi sögur af því þegar vænn urr- iði veiddist í lækjum og litlum ám en það sé liðin tíð. Silungurinn sé einnig mikilvægur því þúsundir silungsveiði- manna fáist ekki við neinar aðrar veiðar. Almennt segist Harry vera hlynnt- ur fiskivemd, því ef fiskveiðar leggist af verði lítil þörf fyrir veiðistangir! svan) Viðlegubúnaður á tilboði Panasonic GD90 Dualband GSM Klukka/vekjari Titrari 20 hringitónar Innbyggt módem 200 klst rafhlaða NEC DB4000 Dualband GSM Klukka/vekjari Titrari 14 hringitónar 300 klst rafhlaða Snúra í eyra Með frelsispakka og SOO kr. inneign Með frelsispakka og 500 kr. inneign Svar hf. StMINN Bæjarlind 14-16 200 Kópavogur S.510-6000 Ráðhústorgi 5 600 Akureyri S. 460-5950 VICHYi LABORATOIRES SUMARTILBOÐ' Vönduö snyrtitaska, með 30 mi ferðapakkningu af 3in1 hreinsimjólk og 50 ml úðabrúsa af VICHY vatninu, fylgir kaupum á andlitskremi frá VICHY.* Söluhæstu húövörur Evrópu sem eingöngu eru seldar í apótekum. VICHY. HEILSULIND HUÐARINNAR mbl.is aðeins 1.200 kr. [ Moggabúðinni getur þú keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komia við hjá okkur f MorgunblaSshúsinu, Kringlunni 1, og keypt vörurnar þar. MOGGABÚÐIN Á Allir bolir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.