Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristínn Hjónin Stefán Þormar Guðmundsson og Jóna Gunnarsdóttir hafa sóð um rekstur Litlu kaffistofunnar undanfarin ár og gengið vel því viðskiptin hafa 10-12 faldast síðustu sjö ár. ALÞINGIGÖTUNNAR VIÐ ÞJÓÐVEGINN eftir Kristínu Gunnarsdóltur Það var Ólína Sigvaldadótt- ir matráðskona sem setti niður Litlu kaffistofuna fyrir fjörutíu árum. Hún hafði starfað með vegavinnuflokkn- um sem lagði núverandi veg yfir Hellisheiði og fékk þá hugmynd þegar vegalagningunni var lokið að setja niður áningarstað við þjóð- veginn. „Ég held að margir hafi verið svartsýnir á þetta hjá henni,“ sagði Stefán Þormar Guðmundsson sem nú rekur Litlu kaffistofuna ásamt fjölskyldu sinni. „Það eru ekki nema tuttugu kílómetrar héð- an og til Reykjavíkur en þeir menn sem hafa ferðast hér yfir þekkja hvernig veðurfar er hér undir Þórs- hamri sem sumir kalla „Drauga- hlíð“ þegar veðrið er vont. Ég dreg ekki af því að hér er oft eitt al- versta veður á veturna." Og víst er að Litla kaffistofan er ekki fyrsti áningarstaðurinn sem staðið hefur við veginn yfir heiðina. A Kolviðarhóli rétt fyrir ofan Þórs- hamar var boðið upp á gistingu og þar var rekin greiðasala í 68 ár. Lestarferðir lágu þar um og sagði Stefán að sagt væri að hvergi hafi jafnmargir menn orðið úti en á þeirri leið. í minningu þeirra hefur Stefán látið ramma inn þetta ljóð Gríms Thomsen og hengt upp á vegg í Litlu kaffistofunni: Þótt fógur séu fjöllin vor, feiknþaumargageyma, um fannir liggja freðin spor, feigðin á þar heima. Ljóðið orti Grímur eftir að hafa komist við illan leik að Kolviðarhóli. VEDSKIPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Stefán Þormar Guðmundsson fæddist í Vík í Mýrdal 25. mars árið 1946. Að loknu gagnfræðaprófí frá Skógaskóla var hann einn vetur á lýðháskóla í Danmörku og seinna lauk hann prófi frá Bankamannaskólanum. Stefán var starfsmaður Búnaðarbankans í 27 ár og gegndi meðal annars stöðu útibússtjóra í Vík í Mýrdal. Hann tók við starfi innheimtustjóra OIís árið 1988 og starfaði þar fram til ársins 1993 er hann tók við rekstri Litlu kaffistofunnar ásamt konu sinni Jónu Gunnarsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Fjöldi þeirra sem leið eiga framhjá Litlu kaffistofunni koma þar við og þiggja kaffisopa og heimabakað meðlæti. „Það má vel vera rétt sem margir halda fram að mjög reimt sé í kringum Litlu kaffistofuna þó ég hafi aldrei orðið var við neitt slíkt. En fólk sem hefur unnið hérna seg- ist hafa orðið vart við ýmislegt. Eitt get ég þó sagt og fullyrt að hér í kring er eitthvað gott á sveimi sem ég get ekki skýrt frekar. Það er fullt af fólki sem gerir grín að þessu og kannski geri ég það líka en það er eitthvað hér sem heldur yfir okkur verndarhendi," sagði Stefán. Hætti eftir 35 ár En hvað kom til að bankamaður- inn og innheimtustjórinn ákvað að snúa sér að greiðasölu? Stefán sagði að þjónustustörf hefðu ávallt átt við sig og að hann hefði alltaf haft áhuga á að reka veitingastað. „Þegar Óli Kr. Sigurðsson tók við Olís þá plataði hann mig til að hætta hjá bankanum eftir 27 ár og réð mig sem innheimtustjóra en við Óli vorum búnir að vera góðir vinir og kunningjar í mörg ár,“ sagði hann. „Ég var þá búinn að gegna ýmsum störfum í bankanum, var meðal annars forstöðumaður og síðan útibússtjóri Búnaðarbankans í Vík í Mýrdal. Ég var búinn að nefna við Óla að ég hefði áhuga á að hætta skrifstofuvinnunni og taka við veit- ingastað. Eftir rúmlega 30 ár í bók- haldsvinnu og fyrir framan tölvu vildi ég breyta til. Óli benti mér á að hann væri að hugsa um að opna vegasjoppu og bensínstöð við Kúagerði, á leiðinni út á Reykjanes, sem hann vildi að ég tæki við en honum entist því miður ekki aldur til að ráðast í þá framkvæmd. Þeir sem tóku við hjá Olís vissu um þennan áhuga minn og bentu mér á að Litla kaffistofan væri laus.“ Maður er manns gaman Stefán sagði að í fyrstu hafi hann haldið starfinu sem innheimtustjóri og verið kominn upp eftir eld- snemma á morgnana til að opna kaffistofuna og var kominn aftur strax eftir vinnu og var svo auð- vitað að alla daga um helgar. „Þetta var því langur vinnudagur því við erum með opið frá hálfsjö að morgni fram til níu á kvöldin alla daga vikunnar allan ársins hring nema núna á síðustu tveimur árum þá hefur verið lokað á jóladag og nýársdag,“ sagði hann. „Ég fékk dætur mínar til að reka kaffistof- una á daginn og síðan hefur fjöl- skyldan öll meira og minna komið að rekstrinum. Þannig gekk þetta fyrstu árin. Reksturinn stóð ekki vel þegar við tókum við. Maður hrökk við þegar einhver gekk inn. Ég gleymi held ég aldrei fyrsta deginum þeg- ar ég átti að hita pylsur í fyrsta sinn. Það tókst en mér fannst það skondið. Ég held að það sé ekkert karlagrobb þó ég segi að þetta hafi gengið mjög vel. Við höfum aukið viðskiptin verulega og síðustu sjö ár hafa þau 10-12 faldast. Ég held að þeir verði að muna eitt sem ætla sér að vinna við þjónustu og vilja ná til sín viðskipatvinum og það er að maður er manns gaman. Ég hef sjálfur lagt mig eftir því að vera

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.