Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.07.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ „Ánægður viðskiptavinur lætur spyrjast hvernig tekið var á móti honum." alltaf vel fyrir kallaður, léttur og gefa viðskiptavininum tíma. Spjalla við hann og laða að og þá sérstak- lega börn og eldra fólk.“ Stefán segist leggja áherslu á að veita persónulega þjónustu. Það komi fyrir að bílstjórar hringja undir lokun og segjast vera á leið- inni. „Þá bíðum við eftir þeim,“ sagði hann. „Eg man eftir einum sem hringdi og var þá staddur í Hvalfirði á leið í bæinn og bað okk- ur um að bíða. Hann var að flytja stórt hús og komst hvergi inn á bensínstöð í Reykjavík. Við biðum eftir honum fram yfir miðnætti. Öðru tilviki man ég eftir og það var þegar formaður í starfsmannafé- lagi kom hér við á hraðferð til að taka bensín. Hann var með grillmat og stórt sjónvarp í bílnum og var á leið austur til að hitta samstarfs- fólk sitt og var ætlunin að horfa þar saman á heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Ekki vildi betur til en að díselolía var sett á bílinn í flýtinum. Við sáum svo á eftir svörtum strók eins og úr kolatogara í átt að Draugahlíð en hann komst ekki langt. Nú voru góð ráð dýr en við ákváðum að lána honum bílinn okk- ar sem hann svo skilaði daginn eft- ir. Þá vorum við búin að láta gera við bílinn hans.“ Öll flóran Litla kaffistofan á sér fjölmarga fasta viðskiptavini og koma sumir þeirra við á hverjum degi og oft tvisvar á dag. Boðið er upp á kaffi og heimabakað meðlæti og svo er súpa í hádeginu. „Hingað kemur öll flóran í þjóðfélaginu," sagði Stefán. „Að öðrum ólöstuðum þá eru dygg- ustu viðskiptavinirnir langferða- og flutningabílstjórar og ef þeir eru ánægðir með þjónustuna, meðlætið og verð þá eru þeir fljótir að láta það spyrjast út. Það má því segja að þeir séu okkar sendiherrar. Svo eru það þeir Indriði G. Þor- steinsson sem alltaf kemur við hér og setur svip á kaffistofuna. Eg kalla hann síðasta farandskáldið. Það sópar alltaf að honum. Eða Garðar Cortes og hjónin Sveinn Einarsson og Þóra Kristjánsdóttir sem oft líta hér við. Ég er alveg klár á því að þetta fólk kemur hing- að vegna góðu vættanna sem hér eru á sveimi." En það eru ekki eingöngu at- vinnubílstjórar sem hafa það fyrir reglu að koma við í kaffistofunni. Þangað koma sumarbústaðareig- endur, hestamenn, veiðimenn og aðrir útivistarmenn auk þess al- þingismenn sem eiga leið hjá enda er Hellisheiði fjölfarnasti fjallvegur landsins. „Margir halda því fram að hér sé Alþingi götunnar við þjóðveg núm- er eitt,“ sagði Stefán. „Hingað koma menn með ýmsar skoðanir á þjóðmálum og þá getur gustað um salinn þegar rætt er um fiskveiði- stjórnun og verðlag að ekki sé minnst á veginn yfir heiðina sem auðvitað er kolvitlaust lagður eða staðsetning Litlu kaffistofunnar. Hún ætti auðvitað að vera á allt öðrum stað. Menn vita oft betur en helstu ráðamenn þjóðarinnar hvernig hlutimir eiga að vera.“ 500 bollar á dag Stefán segist ekki gera sér grein fyrir hvað margir komi við hjá hon- um á dag. Oft sé stanslaus traffík langt fram á kvöld. „Ég er þó klár á að hér fara um 500 kaffibollar á dag og af þeim er helmingurinn seldur," sagði hann. „Hitt fer í föstu kúnn- ana og það borgar sig. Menn mega ekki gleyma að ánægður viðskipta- vinur lætur spyrjast hvernig tekið var á móti honum.“ Björgunarskýli Mjög fallegt er til fjalla séð frá gott en í vondu veðri og þá sérstak- lega að vetrarlagi kemur fyrir að Litla kaffistofan gegni hlutverki björgunarskýlis. Þeir eru ófáir vegfarendur sem hafa nánast skrið- ið í hlað, sumir illa búnir og á lélega búnum bílum en komist í skjól og fengið aðstoð. „Við fengum mjög margar kveðjur fá þakklátum við- skiptavinum þegar kaffistofan átti fjörutíu ára afmæli,“ sagði Stefán. „Við vorum snortin yfir hvað marg- ir mundu eftir okkur. Svona staður verður að vera manneskjulegur að mínu mati. A þessari tölvuöld eru menn of mikið í kennitölum en hjá okkur er mannlegi þátturinn í fyrsta, öðru og þriðja sæti.“ Stefán sagði algengt að hringt væri til að spyrjast fyrir um veður og færð þegar eitthvað væri að veðri. „Við erum alltaf með bestu upplýsingar um ástandið því við fá- um þær beint frá þeim vegfarend- um sem líta inn til okkar á leið sinni um þjóðveginn. Okkar bestu veður- fræðingar eru samt hrafnarnir sem hafa hér vetursetu fram á vor ásamt smáfuglunum og nú síðast í vetur bættust tvær tófur í hópinn en við höfum tekið eftir því að rétt áður en illviðri skellur á hverfur hrafninn og leitar sér skjóls. Það er eins og hann skynji á hverju er von,“ sagði hann. „Ég dreg ekki af því að hér er oft eitt alversta veður á landinu á vet- urna. Síðastliðinn vetur var sá al- versti sem ég hef upplifað. Ég man ekki eftir jafnlöngum og hörðum óveðursköflum og snjó var lengi að taka upp. Við lentum í svakalegri uppákomu í febrúar sl. eins og menn muna þegar skall á glóru- laust veður um miðjan dag sem stóð fram til kl. tvö um nóttina og svo aftur seinna veðrið sem gekk yfir þegar Hekluhátíðin var, eins og við köllum það, sem sagt þegar gaus í Heklu og bílar sátu fastir í SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 27 Þrengslunum. Þá dvöldu hér milli 1.400 og 1.500 manns frá miðjum degi til hádegis næsta dag. Á tíma- bili voru 200 manns hér inni í þessu litla húsi. Þá var bekkurinn þröngt setirin en þetta fólk var sumt búið að sitja fast í bílum í hálfan sólar- hring. Þetta var sú versta uppákoma sem við höfum lent í en við lendum í því á hverjum vetri að fá inn illa búið fólk á lélegum og bensínlaus- um bílum. Þá þykir mjög gott að komast í kaffi. Fólk er mjög þakk- látt þegar það kemst hér í skjól og sendir okkur kveðjur. Sérstaklega eftir áhlaupin í vetur.“ Stefán sagði að þrátt fyrir að oft væri þröngt þá yrði húsnæðið ekki stækkað, að minnsta kosti ekki á næstunni. „ Ég held að í huga allra verði Litla kaffistofan lítil," sagði hann. „Hún hefur sál eins og hún er sem gæti týnst ef hún verður stór.“ Verdsamanburdur í fhi^stöðvum Vefflhftnnnn fmmkvæmd íjonúof 1999 Vnrflfcnnnun fmmkuæmd í jounúour o^fcbrúar aooo 110% 100% 90% 80% 70% 60% Leifsstöð Kastrup Hamburg 1M% 100% 90% 80% 70% 60% Leifsstöð Schiphol Heathrow ísland vann! Skv. verðsamanburði PricewaterhouseCoopers kom Flugstöð Leifs Eiríkssonar best út - annað árið í röð. Tvö ár í röð hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar komið betur út en flugstöðvar annars staðar í Evrópu í verðkönnunum á vegum PricewaterhouseCoopers. í samanburði við Schiphol og Heathrow var Leifsstöð með hagstæðasta vöruverðið í 56% tilfella og í samanburði við Kastrup og Hamborg var Leifsstöð með hagstæðasta verðið (88% tilfella. Leitaðu því ekki langt yfir skammt, heldur gefðu þér tíma og gerðu góð kaup í þægilegu umhverfi í Leifsstöð. FLUGSTÖÐ LEIFS ElKtKSSONAR -gefdu þér tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.