Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 39

Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 39
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JTÍlÍ 2000 39v AFMÆLI SIGURÐURÞ. TÓMASSON Hví skyldi beðið til skilnaðarstundar með að túlka virðingu og þökk? Ég ætla mér ekki að falla í þá gryfju, sem er líka ónauðsyn- leg, þegar tengdafaðir minn fyllir níutíu ár og segja nú þegar hversu framlag hans til fjöl- skyldu okkar hefur verið mikið og vel met- ið. Hann er fylginn sér og ákveðinn, veit ævin- lega hvað hann vill og fer ekki í launkofa með skoðanir sínar. Enda eru þær yfirleitt reistar á traustum grunni góðrar yfirvegunar. Hann er ekki allra og kýs títt að fara eigin leiðir og sneiða hjá samfélagi og samskiptum við fólk sem örlög skipa í nánd hans. Hann unir sér betur við bók eða blað fróðlegrar fræðslu en sitja á skrafi í hópi sem þó væri þess fyllilega verður að kynnast nánar og miðla ekki síður en þiggja frá þeim sem að góðri reynslu búa. En ein- staklingshyggja hans er slík, að hon- um er það fjarlægt þeirri leið sem hann hefur valið sér, að leita eftir samfélagi sem hann hefur ekki tök á að velja sjálfur. Fer þess vegna frek- ar eigin leiðir en setjast í dagstofu þar sem annað fólk leitar félags- skapar. Tel ég vafalaust að rekja megi skýringar á þessari afstöðu til uppruna hans og mótunar skapgerð- ar. Sigurður er fæddur norður á Miðhóli í Sléttuhlíðinni í fógrum Skagafirði. Þar ólst hann upp í góð- um hópi systkina við síhlýja umönn- un móður sinnar, Ólafar Þorkels- dóttur, og forystu föður sem var þó títt fjarri búrekstri og fjölskyldu sökum starfa sinnar að félagsmálum og forystu í verslun bænda. En Tó- mas Jónsson varð kaupfélagsstjóri og stýrði fyrirtæki bændanna af mikilli röggsemi og var laginn við að finna leiðir til að auka verðmæti af- urða og gera þau innkaup sem mestu skiluðu á heimilin í sveitinni. Hann flutti því fjölskyldu sína frá Miðhóli er ekki var lengur unnt að hafa þau járn bæði í eldinum sem fyrr reyndist mögulegt, það er búsýsla og verslunarrekstur. Á Hofsósi sleit Sigurður unglingsskón- um og fór snemma að láta muna um sig í kaupfélaginu þar sem fjölskyld- an bjó en núna hefur verið breytt í hið myndarlega Vesturfararheimili og þar á vegg hangir mynd af kaup- félagsstjóranum, föður Sigurðar. Fingur tannbursti Heildsöludreifing, s. 897 6567 Hann var sjálfur reiðu- búinn til þess að taka til hendi og bar ekki fáa poka á herðum sér frá fjöruborði upp í lager kaupfélagsins. Er hann ekki efins um það, að þetta álag á lík- ama sem ekki var full- harðnaður né fullvax- inn hafi ekki verið gott faraimesti til framtíð- ar. Þó minnist Sigurð- ur þessara ára á Hofs- ósi með gleði og virðir minningar um föður sinn umfram aðra þá sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni. Tómas kaupfélagsstjóri fórst á sigl- ingu frá Siglufirði heim á Hofsós og kynntumst við hjónin því, er við vísiteruðum í þessum héruðum löngu síðar, hve minnisstæð fólki er fregnin um kaupfélagsstjórann ötula sem ekki fékk náð landi og virðist hafa varðveist í miðlun ættliða. Sigurður settist í Samvinnuskól- ann enda ekki óeðlilegt fyrir kaupfé- lagsstjórasoninn. Minningar hans þaðan eru ferskar og síveitular. Hann man Jónas og virðir Eystein og getur skýrt frá ýmsu því í löngu máli sem þeir báru fram og kynntu. Og þegar námi hans lauk í þeim skóla fékk hann styrk til frekari kynna af fræðum og sýslan sam- vinnumanna og sigldi til Svíþjóðar. Var það meira ævintýri en nú þykir fyrir ungan mann að horfast í augu við þann heim sem aðeins var kunn- ur af bókum og frásögnum ferða- langa. Hann nam ekki aðeins sænsku, svo að hún varð honum sem annað móðurmál, heldur öðlaðist hann þann skilning á þessari frænd- þjóð sem ekki fellur á. Er honum það þess vegna ekki lítið gleðiefni að dóttursonur hans og fjölskylda eru horfin til Gautaborgar til starfa þar. Er afa prests íslendinga í þessari góðu borg það eitt til að draga úr gleði, að hann mun varla treysta sér til þess að vitja þeirra þar og rifja upp góðar minningar frá dvöl hans sjálfs þegar hann ungur maður hleypti heimdraganum. Heimkom- inn tók Sigurður til við þau störf sem menntunin hafði eðlilega búið hann undir. Hann réðst til starfa á Siglufirði og varð þar kaupfélags- stjóri og stýrði fyrirtæki í anda föð- ur síns sem hann hafði margt lært af. En hann sótti ekki aðeins starfs- frama í síldarbæinn þekkta heldur einnig konu sína, Maggý Ingibjörgu OTTO pöntunarlistinn , Laugalækur 4 • S: 588-1980, Flóventsdóttur. Þar gengu þau í heilagt hjónaband og áttu þar heima uns þau stjómarskipti urðu í kaupfé- laginu, að Sigurði með sínar ákveðnu skoðanir varð ekki lengur vært eftir að þeir tóku völdin sem honum þótti sækja hugmyndir og stefnu allmiklu austar en hann hafði sjálfur numið, eða alla leið til Moskvu. Sigurður flutti því fjölskyldu sína til Reykja- víkur eftir að hafa verið þar sjálfur einn og undirbúið móttökur. Starfaði hann á skrifstofu SÍS og kynntist mörgum góðum félögum en síðar réðst hann í að stofna eigið fyrirtæki enda stóð hugur hans frekar til eigin reksturs en starfa hjá öðrum. Rak hann fyrst prjónastofu en stofnaði síðan Efnagerð Laugamess og sér- hæfði sig í þjónustu við bakara og náði mjög góðum árangri og kynnti nýjungar. Húsnæðisskortur var mikill í Reykjavík og ekki auðvelt fyrir Sigurð að koma fólki sínu fyrir. Voru það mikil viðbrigði að flytja úr rúmgóðu húsnæði kaupfélagsstjór- ans fyrir norðan í kjallara í Laugar- nesi. En það bætti úr skák, að hús- ráðendur voru slíkir öðlingar, að traust vinátta myndaðist og féll aldrei á. Og ekki leið á löngu uns úr rættist fyrir mikinn dugnað Sigurð- ar og hann flutti konu og böm í nýja íbúð við Hraunteiginn. Fjölskyldan hafði tvöfaldast á Siglufirði með fæð- ingu barnanna, Ebbu Guðrúnar og Brynhildar og heitir hún eftir móð- ursystur sinni sem andaðist ekki löngu fyrr en frænka hennar fæddist en sonurinn var Tómas, verkfræð- ingur sem fórst í hinu hörmulega þyrluslysi á Kjalarnesi í ársbyrjun 1975. Gleymi ég seint ferð minni til Sigurðar á skrifstofu hans í efna- gerðinni þar sem hann sagðist síðar þegar hafa gert sér grein fyrir að al- vara fylgdi heimsókn er ég sat og beið þess, að hann lyki því að sinna erindum manns sem fyrir var. Sig- urður settist þögull er ég skýrði hon- um frá andláti einkasonarins. í þögn tókumst við á við þessi þungu örlög, síðan gekk Sigurður afsíðis en kom skömmu síðar til mín aftur og við ræddum um skástu leiðina að bera Maggý þessi tíðindi. Hún hefur alla tíð borið svo hag bama sinna og síð- an barnabarna fyrir brjósti, að minnsta hætta varð að stórmáli hjá henni. En þegar ég kom til hennar í fagra heimihð þeirra við Laugarás- veginn bað ég hana um að setjast og þurfti raunar ekki fleira, hún vissi sem bóndi hennar, að ekki var heim- sókn tengdasonarins tengd hvers- dagslegu efni. Og svo er hún stór og hefur ætíð sýnt það, að sé eitthvað mikið lagt á herðar hennar ber hún sína byrði og bognar ekki. Grét hún eðlilega einkasoninn og þau hjón bæði hörmuðu góðan dreng sem ekki hafði þó fengið að ganga þær farsælu leiðir sem gáfur hans og geta hefðu átt að trygga án þess ágjöf fylgdi. Sigurður og Maggý hafa verið samhent um alla hluti. Ekki aðeins forsjá heimilis og um- hyggju barna heldur stóð hún hon- um einnig við hlið í fyrirtækjum hans og gekk þar að starfi af miklum ötulleik. Hygg ég að frá þeim tíma stafi það fyrirkomulag hvað fjármál áhrærir, að hvort um sig gætir eigin fjár og greiðir þá reikninga sem taldir verða til hans eða hennar. Höfum við ekki sjaldan hent gaman að því, að vel fylgjast þau með því, að eftir þessari reglu sé farið og dugar ekki annað en gæta aðskilnaðar þeg- ar bankar eru heimsóttir. Enn halda þau ákveðið í þessa hefð, þótt all miklu minna sé umleikis hjá þeim en fyrr. Þau voru miklir höfðingjar heim að sækja, héldu vinum og ætt- mennum boð og sóttum við hjá þeim fyrstu þorraveislumar með fornum siðum og mat. Ferðalög höfðuðu einnig mjög til þeirra og getur Sig- urður enn sett á frásagnir af ævin- týrum þeirra og þá ekki sjaldan með systur hans Þórnýju og manni henn- ar Jóni heitnum Kjartanssyni. Sóttu þau mörg lönd heim og nutu ferða, þótt heimkoman væri ætíð best. Eft- ir slys fyrir tveimur árum hefur Sig- urður orðið að rifa mjög segl þau sem fyrr voru þanin og tryggðu góða yfirferð. Hann berst þó við laskaða mjöðm og er í engu tilbúinn að gef- ast upp. Enda ber hann fá einkenni Elli kerlingar, beinn í baki og svipur sem á margfalt yngri manni. En sárt þótti honum að verða vegna stirðs fótar að missa af hátíð þjóðarinnar á Þingvöllum er kristni var lofuð og fyrir hana þakkað. En þó bætir það úr, að fyrr en slysið hefti för sótti hann dótturdóttur sína heim í Hol- landi meðan hún bjó þar með fjöl- skyldu sinni og var ekki til að draga úr ánægju að lykkja var lögð á leið- ina og komið við í London en sú borg er meðal þeirra byggða sem Sigurð- ur metur hvað mest. Og nú dvelja þau Maggý og Sigurður á hjúkrun- arheimilinu Ási í Hveragerði. Maggý hefur ekki alltaf fótavist en nýtur^ þeirrar umönnunar starfsfólks í mikilli hlýju og skilningi, að á betra verður ekki kosið. Sigurður styttir sér stundir við heimsóknir í íbúð þeirra við Bólstaðarhlíð þar sem þau höfðu komið sér svo vel fyrir. Hann tók til við að mála þegar um hægðist og sýna verk hans gott auga fyrir lit- um og uppbyggingu, fyrr lærði hann bókband og hefur einnig mótað í leir og unnið fagra gripi. Þykja honum sKkar heimsóknir yndisauki hinn mesti og ekki er það síður ef hann kemur því við að sækja fundi í Kiwanisklúbbnum Kötlu þar sem hann hefur verið ötull félagi og þegið að launum allar þær vegtyllur sem veittar eru í þeim góða félagsskap. Á afmælinu fer Sigurður í Bólstaðar- hlíðina eftir að hafa drukkið kaffið með konu sinni fyrir austan en nýtur síðan kvöldsins með dóttur, tengda- syni og dætrum þeirra, Guðrúnu Ebbu og Sigríði en Skúli Sigurður er bundinn við störf sín í Gautaborg. Og ekki mun það draga úr ánægju ættföður að safna á þessum heið- ursdegi í kringum sig langafaböm- unum sjö og leggja hönd á höfuð þeirra yngri og taka utan um axlir þeirra sem fleiri ár eiga að baki. Öll þökkum við Sigurði Þ. Tómassyni fyrir framlag hans til heilla fjöl-'" skyldu sinni og jók það mjög fögnuð hans þegar fjölgaði frændaliði og sýnir mynd tekin í Biskupsgarði eftir fermingu elstu bamabarnanna þau hjónin Sigurð og Maggý í miðju hópsins alls og leynir sér ekki stolt þeirra. Löng er leiðin hans Sigurðar, mörgu hefur hann kynnst og þá hefur hann einnig frá mörgu að segja. Er eins og atburðir löngu liðins tíma í Skagafirði nálgist hann þeim mun meir sem fjarlægð þeirra vex frá samtíma. Fer svo oft, þegarV aldur færist yfir, en vel heldur hann sinni andlegu reisn og fylgist með því sem hann kærir sig um en hitt lætur hann hjá líða án afskipta. Góður drengur fagnar níu áratugum og með honum gleðjast þeir allir sem hafa kynnst mannkostum kaupfélagsstjórasonarins frá Hofs- ósi. Ólafur Skúlason. .............................^ Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!" „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.