Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
„Ekki við
fréttamenn
RUV að sakast“
Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur:
HANNES Ingólfsson fer mikinn í
orrahríð vegna EM og jarðskjálfta.
Ég vil mótmæla því að grein mín
hafi verið rætin og full af misskiln-
ingi. Mér sýnist Ingólfur Hannes-
son sjálfur misskilja hlutina dálítið,
mér sýnist á þessu að þeir skamm-
ist sín pínulítið þarna á RÚV, sem
er góðs viti. Ég sagði hvergi að
íþróttadeildin ætti sökina, heldur
vil ég kenna yfirmönnum sjón-
varpsins um. Ég bendi hins vegar á
að það er löngu orðið tímabært að
sjónvarpið stofni sér íþróttarás,
eða aflétt verði einokun á ríkis-
sjónvarpinu. Pað er alveg sama
hvernig menn snúa þessu dæmi við
og hvað hver segir, sannleikurinn
blasir bara við. Og hann er einfald-
ur, hver sem réð því þá rauf sjón-
varpið ekki útsendingar á bolta-
leikjum til að fylgjast með jarð-
skjálftum. Fólki sem hefur skrifað
um þessi mál hefur verið misjafn-
lega heitt í hamsi, en það sem það
er að mótmæla er fyrst og fremst
það að meðan landið skalf, var
varpað út fótbolta í sjónvarpinu.
Og það hneykslast á því að sjón-
varpið ver einokun sína með því að
það gegni öryggisþætti í hamför-
um. Fram hjá þessu komist þið
ekki, kæru RÚV-menn. Og að ykk-
ar menn skuli hafa átt þarna vini
og vandamenn og dugði ekki til,
sýnir bara hve mikilvægan þið telj-
ið boltann og ekkert - ekkert -
getur komið ykkur til að setja ann-
að ofar. Tveir úr ykkar hópi fóru
heim í talsverðu uppnámi, ég sam-
hryggist þeim, en þeir voru þó í
sambandi við það sem var að ger-
ast, eða svo tel ég vera, hvað um
alla hina sem ekki fengu neinar
upplýsingar, þeir aðrir út um land-
ið sem áttu vini og kunningja og
Guð veit hvað á svæðinu. Þeir hafa
kannski bara huggað sig við fót-
bolta? Og eitt að lokum ekkert í
grein þinni afsannar að frétta-
mönnum RÚV hafi ekki verið
hleypt að. Reyndar var ég þar að
verja þá vegna þess að einhver
sagði að þeir hlytu að vera miklu
svifaseinni en fréttamenn Stöðvar
tvö. Að yfirmenn og fréttastjórar
skyldu ekki hafa séð sóma sinn í að
rjúfa útsendinguna hvað sem á
gekk, sýnir bara að þeir eru líka
með bolta á herðunum. Svo óska ég
ykkur allra heilla í framtíðinni, og
vona að einhverntíma áttið þið ykk-
ur á því að það geta komið upp at-
vik sem kalla á að bein útsending
íþrótta sé rofin. Ég vil líka óska
þess að næst þegar þessi bolta-
hrina byrjar þá verði komin sér-
stök útsendingarrás fyrir íþróttir
hjá sjónvarpi allra landsmanna,
eða einokun þess rofin.
ÁSTHILDUR CESIL
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Seljalandsvegi 100, ísafirði.
Suöurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500
Það er sannkölluð lagerhreinsun þessa
dagana í Rafha. Þar færðu nú
sýningareintök, notuð eða lítið útlits-
gölluð heimilistæki á allt að 50%
afslætti!
WiH®
=. Eldavélar 24.900
Eldhúsviftur 3.990
rsg Steikarofnar 17.900
Kæliskápar 24.900
Uppþvottavélar 37.900
pgfl Þvottavélar 28.500
Þurrkarar 17.900
Fornsqla Fornleifs — aðeins á vefnum
Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499
Veffang:www.simnet.is/antique
I i s t a k o t
lista- og leikskóli
Innritun stendur yfir í 4 og 5 ára bekki veturinn 2000-2001.
Bekkjastarfið er hluti af 6 eða 8 tíma vistun barna í Listakoti
og fer fram á tímanum 10.00-15.00.
Leikskólinn er opinn frá 7.30-17.30.
Bekkjastarfið fellur niður í jóla- páska- og sumarfríum eins
og grunnskólinn.
Leikskólinn er opinn allan ársins hring fyrir utan venjulega
frídaga, milli jóla og nýárs og á starfsdögum.
Nánari upplýsingar í síma 551 3836
BJORK SICURÐARDÓTTIR
píanókennari og
myndlistarmaður
BRYNJA SCHEVINC
ballettkennari
frá ballettskóla Eddu Scheving
BIRNA BJORNSDOTTIR
tónlistarkennari
4 ára bekkur [fyrir börn faedd 1996] 5 ára bekkur [fyrir börn faedd 1995]
BALLETT 1 tími BALLETT 1 tími
MYNDLIST 3 tímar MYNDLIST 4 tímar
TÓNLIST* 3 tímar TÓNLIST * 5 tímar
LEIKLIST 1 tími LEIKLIST itími
STÆRÐFRÆÐI 3 tímar STÆRÐFRÆÐI 4 tímar
NÁTTÚRUFRÆÐI 1 tími NÁTTÚRUFRÆÐI 2 tími
ÍSLENSKA 4 tímar ÍSLENSKA 5 tímar
16 kennslustundir á viku, allar 40 mín. langar nema ballet 30 mín. »t>ar af a tímar í knrsknla| 22 kennslustundir á viku, allar 40 mín. langar nema ballet 30 mín. Einkatími á píanó 20 mín. * Þar af 2 tímar í kórskóla, 2 tímar í forskóla með
hlokkflaiitu ng ginkatími á píann í ?n rnín
M7*YHIíkl*M
leik- og grunnskólakennari
7W»M
myndlistarkennari
leiklistarkennari
listakot lista- og leikskóli holtsgötu 7 101 reykjavík sími 551 3836