Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 44

Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 44
44 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Fella- og Hólakirkja í Reykjavík. Sunnudagur Sunnudagurinn er helgi- og hvíldardag- ur flestra kristinna manna. Stefán Friðbjarnarson staldrar við frásagnir um helgihald á sunnudegi í frumkristni. ÍSLENZKRI orðabók Arna Magnússonar er orðið sunnudagur skýrt svo: „Drottinsdagur, al- mennur hvíldar- og helgidagur, sjöundi hver dagur (á Norður- löndum og víðar talinn fyrsti dagur vikunnar)". Sunna merkir sól og sunnudagur dregur því nafn af sólinni, þeim bjarta líf- gjafa á plánetunni okkar, Jörð. En hvers vegna er sunnudagur- inn kallaður Drottinsdagur í ís- lenzkri orðabók? Jú, það er vegna þess að þann vikudag reis Kristur, frelsari mannanna, upp frá dauðum. Hann hefur síðan verið hin bjarta sól á trúarhimni mannkynsins. „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár - og þúsund ár dagur, ei meir,“ segir í lofsöngi Matt- híasar Jochumssonar til skap- ara himins og jarðar, sem jafn- framt er þjóðsöngur íslendinga. Þau orð er vert að hafa í huga þegar lesin er frásögn helgrar bókar um sköpun heimsins: „Og Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, oghvíldist hinn sjöunda... “. En hver er ástæða þess að sunnu- dagur en ekki laugardagur, sjöundi dagur vikunnar að skiln- ingi norrænna manna, er helgi- og hvíldardagur í hinum kristna hehni samtímans? I leit að svari við þeirri spurn- ingu skulum við glugga lítið eitt í gagnmerkt rit dr. theol Sigurð- ar Pálssonar, vígslubiskups: Saga og efni messunnar (Bóka- útgáfan Þjóðsaga -1981). Bókin sú er mikill fróðleiksbrunnur, sem eykur til muna skilning þeirra er lesa hana á messu- formi kirkjunnar, sem hún er sem betur fer íheldin á. Sigurður Pálsson, vígslubisk- up, segir í bók sinni að tvö mikil- væg atriði hafi mótast þegar á fyrstu öldinni: vikulegt messu- hald og sunnudagshelgin. Orð- rétt: „A fyrstu öldinni fékk fyrsti dagur einnig nýtt nafn, „Drottinsdagur", sem er sama og Krists dagur. Þetta nafn kemur einu sinni fyrir í Nýja testamentinu Op. 1,10. Þar seg- ir: „Ég var hrifínn í anda á Drottins degi...“. Síðan var þetta hið kirkjulega heiti fyrsta dags vikunnar og hann helgaðist af upprisunni, sem endurlifuð er í sakramentinu. Ljóst er því að dagurinn var haldinn helgur með sakramentinu, þó hann væri ekki almennur frídagur..." fyrr en síðar. A öðrum stað segir bókarhöf- undur: „í Postulasögunni 20,7 segir frá heimsókn Páls postula til Tróju. Þar segir: “...og á fyrsta degi vikunnar, þegar vér vorum saman komnir til að bijóta brauðið...“. í I. Kor. 16,2 segir postulinn: „Hvem fýrsta dag vikunnar skal hver yðar taka frá heima hjá sér og safna í sjóð, eftir því, sem efni leyfa, til þess að ekki verði fyrst farið að efna til samskota, þegar ég er kominn." Hér kemur fram sérstaða fyrsta dags vikunnar, og þó það sé ekki tekið fram að þetta sé í tengslum við messuna, verður það augljóst af öðru sem vitað er um hana frá nálægum tíma. Af þessu má ráða að helgi sunnudagsins hefur verið orðin fost venja þegar um miðja öld- ina, a.m.k. í söfnuðum Páls, og engin ástæða er til að ætla að svo hafí ekki líka verið í Jerús- alem. Engar heimildir mæla því í gegn, að helgi sunnudagsins hafi hafizt strax eftir upprisuna. Vitað er, að postularnir komu saman á áttunda degi eftir hana og varla hefur það verið tilvilj- un, að postulamir vóra allir saman komnir á hvítasunnudag, sem einnig var fysti dagur viku“ I bók vígslubiskupsins er einnig vitnað til trúarvarnar Jústiníusar píslarvotts frá því um 140 e.Kr. Þar segir Jústiníus m.a.: „Vér höldum þessar sam- komur vorar allar (þakkargerð- ir) á sunnudegi, af því að það er sá dagur, sem Guð ummyndaði efnið og myrkrið og skapaði heiminn, og líka af því, að það var á þessum sama degi, sem Jesús Kristur, frelsari vor, reis upp frá dauðum. Hann var krossfestur á deginum fyrir Sat- ursdag (þ.e. laugardag), og dag- inn eftir þann dag, þ.e.a.s. á sunnudegi, birtist hann postul- um sínum og lærisveinum og kenndi þeim þann lærdóm, sem vér höfum lagt undir rannsókn yðar.“ Sunnudagurinn varð snemma í kristnisögunni vikulegur helgi- og hvíldardagur, sem setur svip sinn á kristnihald um víða ver- öld í endaða 20. öld. Hvenær ná- kvæmlega skiptir ekki megin- máli. Meginmálið er að Rristur stofnaði til heilagrar kvöldmál- tíðar með fyrirmælunum: Gjörið þetta í mína minningu (Lúk. 22,19). Hann bauð og að skíra í nafni föðurins, sonarins og heil- ags anda. Það er og á sinn hátt einnig meginmál að allir viku- dagar, helgir og virkir, era Guðs gjafír, eins og líf sérhvers manns, ungs og aldins. Ailir dagar era, eins og mannsævin, efniviður til að vinna úr. Og allir renna ævidagarnir og æviskeið- in að ósi eilífðarinnar þar sem allir dagar eru Drottins dagar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Að lokinni kristnihátíð ÉG ER einn þeirra þjóðfé- lagsþegna sem heima sátu meðan kristnihátíð var haldin á Þingvöllum. Ég naut hennar samt í ríkum mæli, þökk sé ríkissjón- varpinu. Við fengum yfír- sýn yfír Þingvöll, sáum og heyrðum flutning allra þeirra listamanna sem þar komu fram, að ég minnist ekki á að allt var þýtt yfir á landsmálið sem fulltrúar annarra þjóða höfðu fram að færa. Það sem herra Sigur- björn Einarsson biskup lét frá sér fara hvað snertir lík- ingu við nasisma, kommún- ista, trúleysingja sem ann- ars konar trúarhópa, því vissulega er trúleysi trú út af fyrir sig, er ég ekki svo vitlaus að taka til mín frem- ur en þeir sem vildu koma en gátu það ekki sökum þess að bæturnar frá Tryggingastofnun fengu þeir ekki fyrr en á mánu- dag. Það safna ekki allir skuldakortum. í mínum huga deildi biskup á antikrist, þá sem fundu kristnihátíð allt til foráttu með greinaskrifum. Fólk sem flykktist í útilegu um sama leyti, til að mynda Húsafellsskóg og veltist þar um blindfullt í guðs- grænni náttúrunni sjálfu sér og öðrum til skammar, líkt og í miðborg Reykja- víkur um helgar, skemmd- arvargar sem skilja eftir sig útötuð strætisvagna- skýli, brotnar flöskur, ælur, skít og ónáttúruleg öskur sem síðan mætir hreinsun- ardeild borgarinnar á fögr- um sunnudagsmorgnum. Oj. Biskup deildi á þann antikrist þegar hópur fólks ræðst á lögreglumann þeg- ar hann er að gegna skyldu sinni að koma ölóðum manni úr umferð. Það eru ekki rónar Reykjavíkur sem berja mann og annan, það eru ómenni sem þora ekki að mæta manni við mann eins og í hnefaleika- hring heldur þokkalega ásigkomnir piltungar sem í hóp ráðast á vamariausan vegfaranda, samanber Sví- ann í Laugardal. Guðrún Jakobsen, Bergstaðastræti 34. James Bond- akstur SVR ÞAÐ er alveg hræðilegt hversu erfitt það er að komast leiðar sinnar með SVR þessa dagana um borgina. Þegar ég hringdi til þess að kvarta bera þeir því við hjá SVR að þá vanti bílstjóra og það er kannski vegna lágra launa. Ibúar i Arbæ og Selási hafa bara einn vagn á kvöldin og um helgar og vagninn var látinn fara nið- ur í Víðidal en þar var hald- ið landsmót hestamanna, þar af leiðandi fór vagninn lengri leið en venjulega og var allt of seinn. Þurfti fólk í Árbæ og Selási að bíða i hálftíma eða meir i Artúns- holtinu eftir að geta skipt um vagn, þar sem engin bið á að vera. Bílstjóramir voru stressaðir og keyrðu mjög hratt til þess að reyna að halda tímaáætlun. Kona ein sagðist hafa verið kom- in með magann upp í háls og þakkaði Guði fyrir að hafa komist lifandi niður í bæ. Sífelldan niðurskurð og hækkun gjalda höfum við mátt þola á meðan SVR auglýsir þetta fyrirmyndar ferðamáta. Það gengur ekki að bílstjórar þurfi að keyra eins og James Bond um borgina og það er illa farið með þá að vera í slík- um kappakstri. Krafa okk- ar er í framtíðinni, fleiri ferðir og meira öryggi. Fólk er dauðhrætt í strætisvögnum borgarinn- ar. Guðrún. Hvar er góðærið? AFGANGUR á fjárlögum er meiri en nokkru sinni fyrr eða á bilinu 16 til 20 milljarðar króna sem hefur verið notaður tii að greiða niður skuldir ríkisins. Em ekki vangoldnar elli- og ör- orkubaetur líka skuldir rík- isins? A að leyfa olíufélög- um og tryggingafélögum að hækka að sínum geðþótta. Er það ekki til að auka á þensluna í þjóðfélaginu? Forsætisráðherra hastar fulltrúa launþega í ASÍ, Ara Skúlason, og segir að hækkun bensínverðs, hækkun trygginga muni ekki leiða til kauphækkana. Hann hastar ekki á fulltrúa atvinnulífsins, Ara Edwald. Allar verðhækkanir munu fyrr eða síðar leiða til þess að samningar eru brostnir. Hvar er þessi stöðugleiki? Hvar er góðærið margum- talaða? Svo mikið er víst að það hefur ekki skilað sér nema til þeirra sem eru rík- ari fyrir. Mikið er búið að skrifa til að vekja athygli á kjörum aldraðra og öryrkja en ekkert þokast í málefn- um þessara hópa. Gunnar G. Bjartmarsson. Dýrahald Köttur í óskilum KÖTTUR hefur verið í kringum hús að Reynimel 25 síðan á mánudag. Hann er grá- og svartröndóttur með hvíta bringu, smávax- inn og hefur tvær bjöllur og lítinn silfurhólk í ólinni. Nafn og heimilisfang katt- arins virðist hafa týnst úr hólknum. Þeir sem kannast við köttinn hafi samband í síma 551-4866 eða 861- 4879. Víkverji skrifar... LÍTIL frétt á baksíðu Morgun- blaðsins á fostudaginn vakti at- hygli Víkverja. Þar sagði frá því að Samband dýraverndunarfélaga hefði gert Dýraverndunarráði aðvart um að ekki hefðu verið fengin tilskilin leyfi fyrir sýningu á smalahundum og kindum á sýningunni Búi 2000 um síðustu helgi. Ennfremur kom fram að sambandið hefði gert athuga- semdir við illa meðferð á kindum á sýningunni. Haft er eftir formanni Sambands dýraverndunarfélaga að sérstakar athugasemdir hafi verið gerðar við það að alltaf hafi sami kindahópurinn verið notaður við sýningamar. „Kindunum hafi verið þvælt fram og til baka á klukkustundarfresti þá þrjá daga sem sýningin var.“ For- maðurinn segir ennfremur að kind- urnar hafi verið orðnar ringlaðar og ráðvilltar og það hafi verið þessi meðferð á kindunum sem Sambandi dýravemdunarfélaga hafi ofboðið. Víkverji vissi varla hvort hann átti að hlæja eða gráta við lestur fréttar- innar. Hann var í sveit mörg sumur á sínum tíma, umgekkst mikið kindur, hunda og ýmis fleiri dýr og velti því fyrir sér við lestur fréttarinnar hvort einhverjir hjá Sambandi dýravemd- unarfélaga hafi nokkurn tíma farið í göngur að hausti. Slæm meðferð á kindunum! Ringlaðar og ráðvilltar! Getur fólki virkilega verið alvara? Ætli það næsta verði ekki að krefjast þess að bæði hestar og hundar sem fara í göngur fái skjá-pásur í fimm mínútur á hverri klukkustund, eins og mannfólkið sem vinnur við tölvur, eða hreinlega að ærnar verði sóttar á fjall í flugvélum. Það hlýtur að vera allt of erfitt að ganga alla leið af fjalli í réttimar... XXX YÍKVERJI er mikill íþrótta- áhugamaður og fylgist vel með flestum greinum. Alltaf er jafn gam- an þegar þeir, sem margir telja „litla manninn" í íþróttaheiminum, standa sig vel - eins og gerst hefur með úr- valsdeiidarlið Fylkis í knattspyrnu karla í sumar. Fylkir hefur nokkram sinnum komist upp í efstu deild í knattspymu í gegnum tíðina, en ætíð fallið rakleiðis niður aftur. Ekki er mikið af aðkeyptum leikmönnum í Fylkisliðinu og flestir liðsmenn era enn ungir að áram. Ljóst er að mjög gott starf hefur verið unnið hjá knattspymudeild Fylkis hin síðari ár, aðstæður era allar mjög góðar í Árbænum og greinilegt að Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, og aðrir aðstandendur - og leikmenn, vita- skuld - geta borið höfuðið hátt. Raddir era farnar að heyrast þess efnis að Fylkir geti orðið íslands- meistari, og ekki skal gert lítið úr því. Stuðningsmenn Fylkis ættu samt ekki að setja slíka pressu á sína menn, því það er algjör óþarfi. Liðið kom upp í efstu deild fyrir þessa leik- tíð og hugsar fyrst og fremst um að festa sig í sessi. Víkverji er reyndar sannfærður um að liðið er nógu gott til að verða í toppbaráttu allt þar til deildinni lýkur í haust. xxx AÐ hefur ekki farið framhjá íþróttaunnendum að „íslend- ingaliðið" Stoke City er statt hér- lendis í æfingabúðum. Liðið mætti ÍA í æfingaleik á föstudagskvöldið, spilar við KA í dag á Akureyri og gegn Víkingum á morgun á Laugar- dalsvelli. Liðið er nýbyrjað að æfa, þannig að ferðin er farin í þeim tilgangi að koma mönnum í æfingu og stilla saman strengina - en athyglisvert er að lesa ummæli Kristjáns Sigurðs- sonar, eins íslendinganna hjá félag- inu og bróður Lárasar Orra lands- liðsmanns, í Morgunblaðinu á fóstudag. Hann er spurður hvort hann finni mikinn mun á því að vera í Stoke síðan Guðjón Þórðarson tók við liðinu. Og Kristján svarar: „Já, við æfum allt öðravísi og ég hef tekið þátt í tveimur undirbúningstímabil- um áður en Guðjón kom og það er mikill munur á því. Hér áður fyrr hlupum við þangað til menn duttu niður af þreytu en núna er þetta gert á annan hátt.“ Nú era vinnubrögðin sem sagt markvissari, enda Guðjón þekktur fyrir að hafa tileinkað sér nútímaþjálfún. xxx TTVAÐ eiga Stoke City í Englandi Xl og ítalska stórliðið Juventus sameiginlegt - annað en að leika í röndóttum búningum? Víkverji var spurður að því í vikunni og getur því upplýst þessa skemmtilegu gátu: Bæði hafa nú selt um sex þúsund ársmiða á leiki sína fyrir komandi keppnistímabil í knattspymunni! Ótrúlegt en satt. Salan hjá Stoke er meiri en nokkru sinni áður en hið sama verður ekki sagt um Juventus. Einhver óánægja virðist ríkja meðal stuðningsmanna félagsins vegna hugsanlegrar sölu leikmanna og kaupa á öðram skv. fréttum fjöl- miðla. xxx HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspymu 2006 verður í Þýskalandi. Það var ákveðið í sögu- legri kosningu 24 manna fram- kvæmdanefndar á vegum FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, fyrir rúmri viku. Mjótt var á munum í kosningunni og úrslitum réð að fulltrúi Nýja-Sjá- lands sat hjá í síðustu umferð at- kvæðagreiðslunnar. Margir era ósáttir við þá ákvörðun hans, sem vitað er að kom í veg fyrir að Suður- Afríkubúar fengju keppnina - og raddir hafa heyrst um að standa verði öðra vísi að staðarvali í fram- tíðinni. Víkverji sá á Netinu að Tony Banks, fyrrverandi íþróttamálaráð- herra Englands, sem fór fyrir þeim hópi sem sótti um keppnina fyrir hönd landsins, sagði að allt eins væri gott að kasta upp um það hvar keppnin væri haldin. Ánnað sjónarmið sem Víkverji rakst á var það að einfaldlega yrði kosið um keppnisstað hverju sinni, og fyrirkomulagið yrði þannig að hvert aðildarríki innan FIFA hefði eitt atkvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.