Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 45 I DAG BRIDS UmNjón: Giiðniundiir 1‘áll ArnarNon. ÞAÐ er alltaf sama gamla sagan: Þegar illa er meldað þarf að spila vel. Norður fékk mörg tækifæri til að stýra spilinu í þrjú grönd, en valdi að setja makker i þyngra spil - fimm tígla. Vestur gefur; AV á hættu. Nordur *ÁK ¥ AK ♦ 65432 + D432 Vestur * D1094 » D1097 ♦ - * ÁKG109 Suður + G86 ¥ G854 ♦ ÁKDG + 65 Austur + 7532 ¥632 ♦ 10987 + 87 Vestur Norður Austur Suður llauf Pass! Pass 1 tígull Pass 21auf Pass 2hjörtu Pass 5 tíglar Allirpass Vestur Jekur fyrstu tvo slagina á ÁK í laufi og spilar gosanum í þriðja slag. Sagn- hafi setur upp drottninguna, austur trompar og suður yf- irtrompar. Tromplegan kemur í ljós í næsta slag og nú er rétti tíminn til að skipuleggja framhaldið. Sagnhafi má þakka fyrir að hafa stungið upp lauf- drottningu, því ella hefði hann gefið slag á tromp. En nú er verkefnið fyrst og fremst að gera gull úr gos- unum í hálitunum. Það er sjálfsagt að taka ÁK í báð- um hálitum, fara svo heim á tromp og stinga hjarta. Ekki kemur drottningin, en það er ástæðulaust að örvænta: Norður * - V - ♦ 65 * 4 Vestur Austur + D + 7 ¥ D ¥ - ♦ - ♦ 10 + 10 Suður 4 G vG ♦ D * - + - Suður á út í stöðunni og tekur síðasta tromp austurs. Og í leiðinni vill svo vel til að vestur þvingast í þremur lit- um. Hann þarf að hanga á drottningunum í spaða og hjarta og lauffjarkinn í borði gerir tíu vestur ómissandi. í svona stöðum er aðeins ein vörn til: Að neita að spila nokkru spili! Arnað heilla P A ÁRA afmæli. í dag, Ovf sunnudaginn 16. júlí, er sextugur Guðmundur Marinósson, Hjallavegi 4, ísafirði, skrifstofumaður hjá Skattstofu Reykjaness. Eiginkona hans er Þorgerð- ur Einarsdóttir. Guðmund- ur verður að heiman á af- mælisdaginn. Ljósmyndastofan Mynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júm' sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur Anna Halla Halisdóttir og Jó- liannes Eiðsson. Heimili þeirra er í Bæjargili 51, Garðabæ. SKAK UmNjón llelgi Ásn Grétarsson Sigurvegari svæðamóts- ins í Jerevan, armenski stór- meistarinn Smbat Lputian (2.605) stýrði svörtu mönn- unum í stöðunni gegn georg- íska kollega sínum Georgi Kacheishvili (2.554). 23. ... Hel+! 24. Hdl Hvítur verð- ur mátaður ef hann þiggur hrókinn: 24. Rxel Dxb2+ 25. Kdl Rc3 24. ... Hxdl+ 25. Kxdl Rxb2+ 26. Rxb2 Dxb2 27. Rg4 Þetta jafn- gildir uppgjöf, en engu að síður var hvfta staðan erfið eftir t.d. 27. Rf5+ Kg8 28. Dxf6 Dbl+ 29. Ke2 d3+! 30. Kxd3 Ddl+ 31. Ke4 gxf5+ 27.... Rxg4 28. fxg4 d3! 29. cxd3 Dbl+ og hvítur gafst upp enda fátt til varnar eftir 30. Ke2 He7+. Staða efstu manna á svæðamótinu í Jerevan varð þessi: 1. S. Lputian, Arm., 7,0 2. A Minasian, Arm., 6Vz, 3. K. Asrian, Arm., 6, 4. R. Vaganjan, Arm., 6, 5. T. Gelashvili, Georgíu, 6, 6.-8. I. Nikolaidis, Grikkl., V. Kotronias, Kýpur, og H. Banikas, Grikkl., 5Vz o.s.frv. Fjórir fyrstu þátttakendum- ir unnu sér rétt á HM, sem haldið verður í lok ársins. Svartur á leik. LJOÐABROT LANDIÐ Þegar ljósið kemur til mín gegnum myrkur langra daga og ég vakna og ég horfi yfir land mitt er það kemur og ég horfi á land mitt rísa gegnum myrkur langra daga sé það rísa landið hvíta Og það rís með opinn faðminn og ég heyri rödd þess segja Eg sem hélt ég ættí að deyja Og það rís í nýju ljósi og ég heyri í nýju ljósi rödd þess hvísla morgunbjarta Nú slær aftur fjallsins hjarta. Jón Óskar. - - -T&aiJouJSki ORÐABOKIN í Mbl. mátti eitt sinn lesa eftirfarandi málsgrein í myndatexta: „Fuglunum er troðið í selsbelgi, sem hafa verið fláðir (Leturb. hér.) þannig, að spiklagið fylgir húðinni." Er það beyging sagnarinnar að flá, sem hér verður staldr- að við Hún beygist upp- haflega eftir svonefndri sterkri beygingu (sb), 6. hljóðskipti, á þessa leið: flá - fló - flógum - flegið. Önnur aigeng sögn í þess- um flokki er so. að slá - sló - slógum - slegið. So. Flá að flá er enn í gildi eftir sb., a.m.k._ í ýmsum sam- böndum. Ég hygg, að enn sé almennt talað um, að kindin hafi verið flegin, en ekki fláð. Þó hef ég grun um, að einhver mállýzku- eða beygingarmunur _sé eftir landshlutum. Ég þekki t. d. mætavel af austanverðu Suðurlandi veiku beyginguna: flá - fláði - fláð. í OM (1983) er getið um báðar beyging- armyndir. Þó held ég menn noti oftast sb. í rit- máli. Altaf er talað um, að flík (með víðu eða þröngu hálsmáli) sé mikið eða iítið flegin. Kjóllinn er fleginn, ef hálsmálið er vítt. Engum dytti hér í hug að tala um, að flíkin væri fláð eða kjóllinn fláður. Betur hefði farið á því í ofan- greindri máisgrein að tala um, að selsbelgirnir hefðu verið flegnir o. s. frv. Ekki kæmi mér á óvart, að fleiri en ég hafi hnotið um þetta orðalag, Því vek ég máls á þessum beygingar- mun. - J.AJ. STJ ÖRJVUSPA eftir FranceN llrakc KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert skjótur til hjálpar öðrum og leggur þig sér- staklega fram, þegar þér fmnst á einhvern hailað. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Ef þú gengur of hart fram kann svo að fara að þú lendir í aðstöðu, sem getur reynzt þér ofviða. Haltu þig þvi innan þeirra marka sem þú ræður við. Naut (20. apríl - 20. maí) Mundu að þótt allt gangi þér í haginn eina stundina, er lánið fallvalt og betra að vera við öllu búinn. En sjálfsagt er að njóta góðra sigra. Tvíburar (21. maí-20.júní) Art Ekki bregðast illa við, þótt samstarfsmenn þínir hafi uppi efasemdir um verklag þitt. Gefðu þeim tíma til þess að sjá það sigra í framkvæmd. Krabbi (21. júní-22. júlí) Þær aðstæður eru nú uppi sem ýta á eftir því að þú takir ákvörðun í persónulegu máli. Láttu ekki villa þér sýn held- ur taktu þann tíma sem þú þarft. Ljón (23.júlí-22. ágúst) Þótt útlitið sé ekki gott er engin ástæða til að örvænta. Þú hefúr séð hann svartan fyrr og alltaf sigrazt á vand- anum. Svo mun einnig verða nú. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) tiDSL Það þarf mikla ákveðni til þess að standast þrýsting annarra, þegar þeir telja mik- ið vera í húfi. En öllu máli skiptir að þú sért sjálfum þér samkvæmur. (23. sept. - 22. okt.) m Mikið návígi getur verið þreytandi til lengdar og sjálf- sagt að leita sér einhvers stað- ar skjóls til þess að geta hug- leitt mál án afskipta annarra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft að beita öllum þínum hæfileikum til þess að koma málstað þínum á framfæri og vinna aðra til fylgis við hann. Ekki vera með leikaraskap. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) tltJi Nú getur þú ekki dregið það lengur að fara í gegn um fjár- málin og horfast í augu við stöðuina. Hertu upp hugann; hún er kannski ekki svo slæm. Steingeit ^ (22. des. -19. j anúar) 4MP Gefðu þér tima til þess að njóta þess að sjá störf þín hafa áhrif og setja hlutina af stað. Það bæði gleður og hvetur til frekari átaka. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) €£& Vertu hughraustur þótt eitt- hvað kunni að bjáta í móti. ÖIl él birtir upp um síðir og þetta er spurning um að halda haus á meðan stormurinn geisar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft ekki á neinum láta- látum að halda til að vekja at- hygli annarra. Vertu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir. Stjömuspána á ad lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. JARÐVATNSBARfC Stærðir 50-80 og 100 mm Lengd rúllu 50 mtr Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. VATNS VIRKINN ehf \J Armúla 21,533 2020. IX=3< FORMICA HARÐPLAST LITIR 0G MUNSTUR í HUNDRAÐA TALI ARVIK ÁRMÚLA 1 • SlMI 568 7222 • FAX 568 7295 Vantarþig tösku? Hjú okkur er útsala Töskur frá kr. 1.000- Gríptu tœkifœríð Laugavegi 58 sími 5513311 INNRA JAFNVÆGI MEÐ SJÁLFSDÁLEIÐSLL Einkatímar/námskeið, sími 694 5494 Nvtt námskeið hefst 19. júlí Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafhvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. 1965U/ 2000 c GLERAUGNABÚDIN HdmootKnHdlcr D 35% afmælisafsláttur af gleraugum í júlí Gleraugnabúðin, Laugavegi 36, s: 5511945. Brúðhjón Allur borðbúnaður - Glæsileg gjafavara - Brúðhjönalistar VFPST 1IAÍIM VERSLUNIN Langttvegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.