Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsmenn Islandssíma luku við uppsetningu stöðvarinnar í gær. Ný jarðstöð Islands- síma tekin í gagnið ÍSLANDSSIMI hefur sett upp jarðstöð sem ætlað er að auka til muna öryggi viðskiptavina fyrir- tækisins. Jarðstöðin er með flutn- ingsgetu upp á 90 megabita á sek- úndu og tengist beint ljósleiðaraneti Íslandssíma. Stöðin, sem er búin tækni til að annast tal- og gagnaflutningsþjónustu, getur annað 1.400 símtölum samti'mis. Ari Jóhannsson, yfirmaður al- þjóðasamskipta Íslandssíma, segir að stöðin geti jafnframt annast sendingar og móttöku á sjónvarps- efni. „Við hyggjumst auka þjón- ustu fyrirtækisins og bjóða sjón- varpsstöðvum upp á mynd- sendingar og móttöku frá gervihnöttum um stöðina. Jafnvel er hugsanlegt að bjóða sjófarend- um upp á sjónvarpsútsendingar frá henni,“ segir Ari. Varasamband við útlönd Ari segir að stöðin sé þó fyrst og fremst hugsuð sem varasam- band ef upp koma bilanir á sæ- strengnum Cantat 3. „Þá er hægt að senda tal- og gagnaflutnings- umferð um jarðstöðina og gegnum gervitungl," segir hann. Kostnaður við bygglngu stöðv- arinnar, sem keypt er af banda- ríska stórfyrirtækinu Andrew, nam um 70 milljónum króna. Stöð- in er staðsett í nágrenni Veður- stofu Islands við Bústaðaveg og er tæplega sex metrar í þvermál. Morgunblaðið/Ásdís Jarðstöðin er nærri Veðurstofu íslands við Bústaðaveg. Um 51% i telur stöðu kvenna hafa batnað UM 51% landsmanna telur að staða kvenna samanborið við stöðu karla hafi batnað á síðustu fimm árum, samkvæmt könnun Gallup. Um 46% telja hana svipaða en næstum 3% telja hana verri en fyrir fimm árum síðan. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa máls, en rösklega 62% karla telja stöðu kvenna hafa batnað á síðustu fimm árum en rúm- lega 39% kvenna. Um 36% karla telja að staða kvenna hafi haldist svipuð síðustu fimm ár en næstum 57% kvenna. Fólk á aldrinum 35 til 44 ára sker sig úr í þessu málefni, en einungis um 35% þess telur að staða kvenna hafi batnað á síðustu fimm árum, en 51 til 59% fólks í öðrum aldurshóp- Gallup spurði einnig viðmælendur sína hvort þeir telji að konur og karl- ar hafi sömu atvinnutækifæri á Is- landi og svöruðu um 34% því játandi. | Um 66% telja hinsvegar að konur | hafi færri tækifæri en innan við 1% f telja að karlar hafi færri tækifæri. Sem fyrr telja konur stöðu sína verri en karlar. Þannig telja næstum 77% kvenna að konur hafi fæm tækifæri en karlar, en rúmlega 54% karla. Samvinnuferðir-Landsýn flytja í nýtt húsnæði SAMVINNUFE RÐIR-Landsýn fluttu í nýtt húsnæði í gær að Sætúni 1, eftir að hafa starfrækt ferðaskrif- stofu í tuttugu og þrjú ár í Austur- strætinu. Að sögn Helga Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra, var gamla húsnæðið allt of lítið, en stans- laus aukning hefur verið í sölu á ut- anlandsferðum á vegum skrifstof- unnar síðustu fimm ár. Helgi sagði aukninguna vera 35% frá því í fyrra og að tæplega fímmtíu þúsund far- þegar hefðu flogið utan á vegum Samvinnuferða það sem af er árinu Einnig sagði Helgi aukningu á netviðskiptum vera verulega. Nýja húsið er 1500 fermetrar og nýtist mun betur en það gamla. „Við vorum á sjö hæðum og það var þröngt um okkur,“ sagði Helgi, en starfsemin í nýja húsinu er öll á einni hæð. Helgi sagði mikla hagræðingu felast í því. í tilefni flutninganna hafa Morgunblaðið/Kristinn Helgi Jóhannsson í nýja húsnæðinu í Sætúninu. Samvinnuferðir skipulagt ferð til Indlands og gefst viðskiptavinum þeirra kostur á því fara til Indlands með forsteta íslands sem fer þangað í obinbera heimskókn í október næstkomandi. Um þrjú hundruð sæti verða seld í ferðina. Starfsemi Samvinnuferða er nú í Sætúni 1. SVR felldi niður ferðir sjö vagna Vantar rumlega 10 bflstjóra í ÞRIÐJA skiptið í sumar þurftu Strætisvagnar Reykjavíkur að fella niður ferðir vegna manneklu en á sunnudaginn voru felldar niður ferð- ir sjö vagna sem aka leiðir 2, 4, 8,14, 15, 111 og 115. Að sögn Lilju Ólafs- dóttur, forstjóra SVR, voru þessar leiðir eknar á klukkutíma fresti í stað hálftíma. „Eins og hjá flestum fyrirtækjum í þjóðfélaginu vantai' okkur sumar- fólk,“ sagði Lilja. „Þegar það vantar einn mann á vaktina þá situr einn vagn eftir heima og því verður fólk mjög vart við það ef það vantar fólk hjá okkur.“ Vantar rúmlega 10 bflstjóra Hjá SVR starfa um 180 bifreiða- stjórar og á sumrin þarf að ráð um 50 tímabundið. Lilja sagði að samanbor- ið við önnur fyrirtæki hefði SVR gengið ágætlega að ráða í þessar stöður en að enn vantaði rúmlega tíu bílstjóra til að koma ástandinu í samt lag. „Við þurfum það marga að í þess- ari þenslu sem nú ríkir hefur okkur ekki tekist að manna alla stóla.“ Lilja sagðist búast við því að fyrir- tækið myndi komast yfir þessa erfið- leika í lok ágúst þegar sumarleyfun- um yrði að mestu lokið. Hún sagði að síðasta sumar hefði verið fjrsta sumarið í meira en áratug sem það hefði verið skortur á sumarfólki. Lilja sagði að manneklan stafaði ekki af lélegum launum. „Laun og vinnuaðstaða hér eru fyllilega sambærileg við það sem ger- ist hjá bifreiðastjórum annarsstaðar þannig að það er ekki orsökin." I Einungis tæp 25% upphlaðinnar spennu á Suðurlandi leyst úr læðingi í júní Stór skjálfti austast á svæðinu ekki ólíklegur JARÐSKJÁLFTAFRÆÐINGAR segja ekki ólíklegt að jarðslqálfti af stærðinni 7 á Riehter eða þar um bil muni leysast úr læðingi á næstu ára- tugum á austasta hluta Suðurlands- skjálftabeltisins. Er það mat þeirra Ragnars Stefánssonar, Gunnars B. Guðmundssonar og Páls Halldórsson- ar, sérfræðinga á Veðurstofunni, að einungis tæpur fjórðungur af upp- hlaðinni spennuorku hafi leyst úr læð- ingi við Suðurlandsskjálftana tvo, 17. og 21. júní, og líklegast sé að það sem eftir er af hinni uppsöfnuðu spennu- orku sé fyrst og fremst austast á svæðinu. í grein sem birt hefur verið á heimasíðu Veðurstofunnar gefa þeir Ragnar, Gunnar og Páll yfirlit yfir jarðskálftana miklu, sem urðu um miðjan júm, og horfa einnig til fram- tíðar. Þeir taka fram að útreikningar séu ekki öruggir, vegna þess hvers eðlis þekkingu á skjálftum fyrr á öld- um er háttað, en segja margt benda til að meira sé eftir af spennuorku á Suðurlandsbrotabeltinu en það sem þegar hefur verið leyst úr læðingi. Segja þeir eðlilegt að líta svo á að upp- bygging spennuorku í Suðurlands- skjálftabeltinu frá því um 1900 og þar til nú hafi ekki verið orðin nægilega mikil til að hún dygði til að leysa út skjálfta á austasta hluta svæðisins, þ.e.a.s. skjálfta af stærðinni 7 eða þar um bil. „Það er ekki ólíklegt að slíkur skjálfti muni leysast úr læðingi á næstu áratugum, vegna þeirrar spennuorku sem enn er eftir á því svæði, og sem mun halda áfram að byggjast upp með tímanum," segir í greininni. Hægt að gefa út viðvaranir um stóra skjálfta í framtíðinni? Þremenningamir fara í grein sinni yfir aðdraganda skjálftanna miklu í júní. Þeir reka einnig áhrif skjálft- anna, m.a. þá staðreynd að Geysir hafi orðið virkur aftur eftir að gos höfðu að mestu legið þar niðri í meira en hálfa öld. Segja þeir ástæðuna vafalaust þá að í kjölfar stóru skjálft- anna hafi orðið miklar spennubreyt- ingar og hnik á stóru svæði, sem m.a. hafi komið fram í smáskjálftahrinum nálægt Geysissvæðinu. Ennfremur er farið yfir spár um Suðurlandsskjálfta, m.a. í skrifum Páls Einarssonar fyrir 15 árum og í grein sem Ragnar og Páll skrifuðu 1988, en þar var nokkurn veginn sagt fyrir um staðsetningu og áhrifasvæði jarðskjálftanna nú í sumar. Taka þre- menningamir fram að ekki hafi verið unnt að gefa út viðvörun fyrirfram um að skjálftinn 17. júní væri að bresta á. Engu að síður sé hægt að segja, þegar litið er til baka yfir mæligögn og at- huganir, að ýmislegt hafi komið fram á undan skjálftanum sem eftir á að hyggja verði að telja líklegt að tengja megi því að hann hafi verið að nálgast. Hér em þeir Ragnar, Gunnar og Páll að vísa til þess að eldfjallavirkni hafi verið mikil í Heklu á undanföm- um áratugum, óvenjulegar hreyfing- ar, púlsar, hafi einnig sést á þenslu- mælum í borholum u.þ.b. viku fyrir skjálftann, landbreytingar umhverfis Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul hafi átt sér stað tíu dögum fyrir skjálftann og aukning hafi orðið í svokölluðum S- bylgjuklofningi fyrir skjálftann. Stór skjálfti vestar á svæðinu á undan skjálfta austast? „Hugsanlegt er að frekari rann- sóknir eigi eftir að sýna fram á að all- ar þessar breytingar og hugsanlega fleiri sem urðu á undan jarðskjálftan- um séu tengdar honum og sambæri- legar breytingar geti þannig haft for- spárgildi í framtíðinni," segir m.a. í greininni. Alyktanir sínar um skjálfta austast á svæðinu einhvem tíma á næstu ára- tugum byggja þremenningamir á lík- ani af því hvemig spennuorka byggist upp á svæðinu. Gera þeir ráð fyrir að um plötuskil Ameríkuplötunnar og Evrópuplötunnar sé tiltölulega stöð- ug rekhreyfing og sveigi einsleita plötu, sem þó sé þykkari og sterkari austan til en vestar. Hrinur stórra jai'ðskjálfta ættu þannig að byija með stærsta skjálfta austast og fara til vestm-s. Fram kemur í grein þeirra að sú til- gáta hafi komið fram að spennu- upphleðsla fyrir skjálfta á þessu svæði sé ekki eingöngu vegna jafns og samfellds reks platnanna hvorrar frá annarri hér í nágrenni íslands, heldur að spenna byggist að hluta til upp staðbundið. „Það er m.a. þess vegna sem enn er hugsanlegt að jarðskjálfti af svipaðri stærð og nú hefur verið leystur úr læðingi geti orðið vestar á svæðinu, í framhaldi af skjálftunum nú, jafnvel áður en stór skjálfti yrði austast á svæðinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.