Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 37

Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 37 LISTIR Margræður einfaldleiki Verk eftir Elinu Brotherus. Sýnendurnir í Gula húsinu Morgunblaðið/Halldór Björn Runólfsson , þau Kristín Elva, Magnús Amason, Magnús Sigurðarson og Þúrdís Aðalsteinsdúttir. Reglubundin list MYNDLIST G a 11 e r f i 8, Ingólfsstræti ELINA BROTHERUS LJÓSMYNDIR Sýningin er opin frá 14-18, fimmtu- dag til sunnudags. Til 7. ágúst. FINNSKA listakonan Elina Brotherus er ekki gömul, fædd 1972 og hefur nýlokið námi nú á þessu ári. Engu að síður hefur hún þegar haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í allmörgum sam- sýningum síðustu tvö árin. Það má segja að sýningin í Gallerí i8 sé eins konar yfirlit yfir það sem El- ina hefur verið að fást við á þess- um tíma, en þar má sjá annars vegar sjálfsmyndirnar sem hún hefur orðið þekktust fyrir, en hins vegar eins konar landslagsmyndir. Það sem heillar við hinar sér- stæðu sjálfsmyndir Elinu eru ekki, eða að minnsta kosti ekki bara, fagurfræðilegu þættirnir, bygging, dýpt og litameðferð, þótt þær séu vissulega vel unnar. Það er um- fram allt ímynd hennar sjálfrar sem grípur athygli áhorfandans og það hvernig hún kýs að mynda sjálfa sig. Flestar myndirnar hafa á sér tragískt yfirbragð. Elina birt- ist okkur standandi úti í skógi, um- komulaus með hendurnar niður með síðum í stellingu sem virðist tjá fullkomið hlutleysi og uppgjöf. Við sjáum hana líka grátandi án þess að hún virðist fær um að berj- ast á nokkurn hátt gegn því sem grætir hana. Myndirnar draga áhorfandann inn í veruleika þar sem aðstæður eru greinilega alveg óbærilegar en manneskjan getur ekkert við því gert. Henni er að- eins áskapað að bera sínar þjáning- ar og taka því sem að höndum ber án þess að mögla. Aðeins þögul tárin tjá okkur sársaukan sem hún líður. Það er síðan sérstaklega sláandi að sjá slíkar myndir eftir svo unga manneskju og það hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. Er veröldin virkilega svo þrágandi að listakona sem ekki er enn orðin þrítug finnur til slíks sársauka og fær ekki túlk- að tilfinningar sínar öðru vísi en í þessum myndum? Eða er sársauk- inn kannski sviðsettur, ekki einlæg tjáning heldur eftirmynd eða simu- lacrum, sem er þá ætlað að lýsa þeirri tilfinningalegu firríngu sem vissulega hrjáir þær kynslóðir sem ólust upp á síðustu áratugum ald- arinnar? Hvort heldur sem er eru myndirnar ákaflega áhrifamiklar. Myndir Elinu af borgarlandslagi bera ekki sama tilfinningalega þunga og sjálfsmyndir hennar en þó virðist mega greina í þeim sömu lífssýnina. Þær eru blátt áfram og lausar við tilgerð. Viðfangsefnið er ekki sérlega eftirminnilegt en bygging og Ijóshrif mjög vandlega hugsuð og myndirnar vel unnar að öllu leyti. Ef maður skoðar þessar myndir í samhengi við sjálfsmynd- irnar fær maður á tilfínninguna að ljósmyndarinn vilji gjarnan taka fallegar myndir af veröldinni en finni einfaldlega ekkert myndefni sem sé öðru merkara. Þannig fá þessar myndir á sig sama þung- lyndislega tómleikablæ og hinar. Þótt Elina sé ung eru myndir hennar sláandi og hún er sam- kvæm sjálfri sér í allri framsetn- ingu þeirra. Það verður því að segjast að sýningin í i8 staðfesti að hún sé vel að þeirri miklu athygli komin sem hún hefur fengið fyrir sýningar sínar. Jón Proppé MYJVDLIST G u I a li ú s i ð, L i n d a r g ii t u 4 8 b BLÖNDUÐ TÆKNI KRISTIN ELVA, MAGNÚS ÁRNASON, MAGNtíS SIGURÐARSON & ÞÓRDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR Til 6. ágúst. Opið fimmtudaga- sunnudaga frá kl. 15-18. GULA húsið, eða hústökuhúsið eins og það hét eitt sinn hefur nýst ótrúlega vel á þeim fáeinu mánuðum sem það hefur verið starfrækt. Nú er þar skyndisýning, impróvíseruð að miklu leyti, þar sem fjórmenning- arnir Kristín Elva, Magnús Árna- son, nafni hans Sigurðarson og Þór- dís Aðalsteinsdóttir leggja saman í gúkk. Að vísu var verk Magnúsar Árnasonar bundið við opnunina sjálfa, enda tónlistarflutningur sem ekki varðveitist nema á því augna- bliki sem hann er framinn. Kristín Elva hefur hins vegar komið fyrir víravirki yfir stigagang- inum í efra og leiðir vírinn, sem auk- inn er dúnmjúkum fjaðurhnoðrum, inn um stofuna uppi. Verkið mundi auðvitað falla undir textíl þótt það sé í eðli sínu tímanlegt verk þar eð það sést ekki allt í einu heldur fer úr einu rýminu yfir í annað. Eilítið sunnar í skotinu í efra tekur við myndband Þórdísar Aðalsteinsdóttur þar sem hún dansar um í galsa undir laginu What the World Needs Now is Love, með Dionne Warwick. Myndskeiðin í þessu fjöruga bandi eru stöðugt endurtekin meðan höfundurinn svífur um hlæjandi eða dreymandi í skóglendi með stöðu- vatn í bakgrunni. Á miðhæðinni er að finna verk Magnúsar Sigurðarsonar, gosbrunn í bala með ljósi. Magnús er hreinasti snillingur í frumlegri endursköpun gosbrunna. Hann sver sig þannig í ætt við Lorenzo Bernini í beinan karllegg. Það er einmitt eitthvað glaðlegt og barokkst við list Magn- úsar sem tengir hann gamla Rómar- stílnum þó svo að nú sé það allt sam- an-tengt stórkallalegri stöðum, en gluggarnir á miðhæðinni eru þaktir heimatilbúnum skýjakljúfum úr dagblaðapappír sem Magnús er þekktur fyrir að flétta saman í tíma ogótíma. í kjallaranum hafa sýnendur kom- ið fyrir endalausum röðum af ljós- myndum úr sameiginlegu reynslulífi sínu, og lýsa þær kjötkveðjuhátíðar- stemmningunni sem ríkir í herbúð- um þessara fjögurra listamanna. Á miðhæðinni er stór mynd af þeim fé- lögum, framkvæmdastjórum þess sem þau kalla reglubundna list, þótt fátt sé bundið lögmálum í verkum þeirra í Gula húsinu. Haildór Björn Runólfsson. Það vex úr djúpinu Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Ævisögumálverk Olav Christopher Jenssen, frá 1998 -1999. Bæði verk eru 95 x 105 cm. að stærð. MYJVDLIST S k a f t f e 11, Seyðisfirði málverk & TEIKNINGAR OLAV CHRISTOPHERJENSSEN Til 6. ágúst. Opið þriðjudagatil sunnudaga frá kl. 14-18 NORSKI málarinn Olav Christ- opher Jenssen er meðal fjölmargra landa sinna sem létu að sér kveða í byrjun níunda áratugarins. Snemma á ferii sínum settist Jens- sen að í Berlín og hefur starfað þar síðan. Leiðarstefið í gifturíkum ferli hefur ætíð verið sú vissa hans að málaralistin hefði ákveðið gildi í sjálfu sér en væri ekki endilega háð ákveðnum fyrirframgefnum hug- myndum. Segja má að Jenssen vinni ekki ósvipað Paul gamla Klee, sem lét myndir sínar gjarnan vaxa út frá dútli og hugdettum - allir kannast við hálfhugsunarlaust símakrotið - og elti síðan vöxtinn með því að bæta nýjum útúrdúrum við uns allt var komið sem hann vildi að rúm- aðist í einni mynd. Önnur ástæða þess hvers vegna mönnum verður hugsað til Klee frammi fyrir verkum Jenssen er kæruleysi hans gagnvart andstæð- um hlutbundinnar og óhlutbundinn- ar listar. Hann kærir sig kollóttan um stíl eða stefnu í orðanna þrengstu merkingu. Flest málverk hans verða til við þróun sem ekki er ósvipuð uppeldi krakkaskara á barnmörgu heimili. Jenssen vinnur nefnilega að mörgum málverkum í einu og lætur verkin vaxa samhliða þótt sum þeirra þroskist hraðar en önnur. Vinnubrögð listamannsins taka þó stöðugum breytingum. Áður fyrr notaði Jenssen fremur panel en striga til að mála á vegna þess að hann gerði mikið af því að skafa og skrapa og því var harður grunn- flötur hentugri en eftirgefanlegur. I Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfjarðar - en listahátíðin Á seyði á sér fastan miðpunkt í hinni vinalegu og heimilislegu miðstöð þar sem angan af kaffi og reykur af gómsætum réttum setja ljúfan svip á umhverfið - hefur Olav Christop- her Jenssen komið fyrir tveim ólík- um tegundum af málverkum á striga. Annars vegar eru tvö afar litrík og frjálslega máluð verk úr mynd- röð frá 1998 til 1999 sem hann kall- ar Ævisögur eða Biographies. Þetta eru expressjónísk abstrakt- verk sem lýsa vel hve létt og leik- andi Jenssen reynist oft að bregða upp skyndihrifum, en jafnframt hve gjörla hann þekkir miðil sinn. Þessi verk byggja á köflugerð þar sem lóðrétt pensilför liðast yfir lárétt litbönd. Hin syrpan er dökk, nánast svört og þykkt smurð. Ofan í mjúkan lit- inn hefur listamaðurinn skafið spíralmótíf með litlum þverstrikum. Þessi verk frá 1995 kallar Jenssen einu nafni Since We All Come from the Same Place - Úr því við erum öll frá sama stað. Við fyrstu sýn virðast þessi verk vera rist í tré, en síðan dettur áhorfanda í hug kopar- plata með mjúkum grunni, tilbúin til ætingar. Þetta eru einmitt ein- kenni á mörgum verkum Jenssen, að þau virka sem kameljón. Aðnjót- endum dettur eitt og annað í hug áður en þeir komast að hinu sanna. Ef til vill segir listamaðurinn satt þegar hann neitar að slík vinnu- brögð séu að yfirlögðu ráði. Ef marka má orð hans þá eru verk Jenssen byggð á öllu og engu, öld- ungis mark- og tilgangslaus. Þau vaxa bara svona úr djúpi tækninn- ar vegna þess sem í þau er borið. Dulúðin er áhorfandans, ekki ósvipuð þeirri reynslu sem hann verður fyrir þegar hann horfir inn í myndir súrrealistans Yves Tanguy og telur sér trú um að þar sé að finna mögulegt landslag. Reyndar sannast það best á vaxlitateikning- unum og textamyndunum sem hann kallar The Path Leading to Nietzschés House - Leiðin að húsi Nietzsche - hve laus verk Olav Christopher Jenssen eru við allar óþarfa flækjur. Eins og annað sem er á boðstólum Á seyði, er þessi sýning langferðarinnar virði. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.