Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 39 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VINARÞEL OG RÆKTARSEMI NORÐMANNA SEGJA MÁ að síðastliðin helgi hafí verið dagar Norðmanna á íslandi. Þeir sýndu þá í verki vinarhug sinn í garð Islendinga og ræktarsemi við sameiginlegan menn- ingararf þjóðanna. Konungur Nor- egs, Haraldur V og Sonja drottning, voru viðstödd tvo merkisviðburði, af- hendingu Snorrastofu og vígslu stafkirkjunnar í Vestmannaeyjum, sem er þjóðargjöf Norðmanna til Is- lendinga í tilefni kristnihátíðar - þús- und ára kristni í landinu norður við Dumbshaf. Sameiginleg saga íslendinga og Norðmanna spannar milli ellefu og tólf hundruð ár eða allt frá því fyrstu Norðmennirnir héldu út á víðfeðmt Atlantshafið á knörrum sínum í leit að nýju landi, þar sem þeir ætluðu að nema land og búa sem sjálfs sín herr- ar - og urðu íslendingar. Allt frá þeim tíma hafa Islendingar átt bágt með að þola afskipti erlends valds af sínum málefnum - andi fyrstu landnemanna hefur ávallt blundað með þeim. Áýmsu hefur gengið í ald- anna rás og Islendingar misstu sjálf- stæði sitt, fyrst til Norðmanna og síð- ar Dana. Saga norrænna þjóða er saga átaka og styrjalda, en vegna fjarlægðar og einangrunar flæktust Islendingar lítið í átök frændþjóð- anna. Þótt samskiptin við Noreg hafi alltaf verið nokkur frá því formlegt samband landanna rofnaði jukust þau fyrst aftur að ráði á nítjándu öld en hafa margfaldast á þeirri tuttug- ustu. Þar ber sjávarútveg hæst, en menningarsamskiptin hafa blómgast því lengra sem liðið hefur á öldina. Hversu Islendingar eru nátengdir Norðmönnum kom berlega í ljós við hernám Noregs í síðari heimsstyrj- öldinni. Það nísti Islendinga í hjarta að sjá norska frændur sína, og reynd- ar einnig Dani, undir járnhæl nazismans. Samskipti Islands og Noregs hafa alla tíð verið mikil og náin frá stofnun lýðveldisins og nægir þar að nefna aðild beggja landa að Atlantshafs- bandalaginu. Að sjálfsögðu hefur snurða hlaupið á þráðinn í samskipt- um landanna stöku sinnum, eins og t.d. Smugudeilan, en allar deilur hafa verið leystar að lokum í vinsemd eins og vera ber frænda í millum. Norðmenn hafa sýnt mikla ræktar- semi við sameiginlega menningararf- leifð þeirra og Islendinga. Þeir hafa verið örlátir í stuðningi sínum og gjöfum og má þar nefna uppbyggingu Skálholts og stuðning við skógrækt. En höfðingsskapurinn hefur ekki sízt beinzt að Reykholti, bæ Snorra Sturlusonar, sem Norð- menn, og norska konungsættin sér- staklega, láta sér mjög annt um og hafa stutt uppbygginguna þar, nú síðast Snorrastofu. Á sunnudag var og vígð stafkirkjan í Vestmannaeyj- um, sem Norðmenn hafa gefið Is- lendingum. Þeir lögðu allan sinn metnað í smíði og endurgerð kirkjunnar. Það sýnir bezt, hversu mikið Norðmenn meta menningar- arfleifð sína og Islendinga, að kon- ungur þeirra og drottning voru við- stödd athafnirnar í Reykholti og Vestmannaeyjum. Islendingar eru þakklátir sínum norsku frændum fyrir vináttu þeirra og ræktarsemi og atburðir helgarinn- ar verða enn til að styrkja þau nánu bönd, sem tengja þjóðirnar saman. VERNDUM ÍR-HÚSIÐ Það er mikil saga bundin við ÍR-hús- ið við Túngötu, ekki sízt íþrótta- saga. Það var upphaflega kaþólsk kirkja en vegna náins samstarfs for- ystumanna ÍR og forystumanna safn- aðarins sýndi biskup þann stórhug að gefa þessu unga íþróttafélagi kirkju- húsið undir íþróttastarfsemi sína. Sú ákvörðun réð áreiðanlega miklu um velgengni félagsins, svo mikilvæg sem umgjörð slíkrar starfsemi er. Gömlu IR-ingarnir mátu ætíð mjög þennan vinarhug kaþólska safnaðarins og fór ekki hjá því að þeir bæru hlýjan hug til þeirra sem stjórnuðu Landakoti. Þús- undir ungmenna eiga rætur í þessu merka húsi þar sem þau hafa stundað íþróttir á ungdómsárum sínum; marg- ir urðu þjóðfrægir og enn aðrir hafa haldið uppi orðstír íslenzkrar íþrótta- hreyfíngar með meiri metnaði og sóma en flestir aðrir. Má raunar segja að á stórveldisdögum sínum hafi íþróttafé- lag Reykjavíkur verið alþjóðlegt félag þar sem vel var búið að upprennandi stórstjörnum sem áttu eftir að setja mikinn svip á okkar litla samfélag. Fyrsti íslendingurinn sem stóð á verð- launapalli á Ólympíuleikunum var ÍR- ingurinn Vilhjálmur Einarsson svo að éinungis einn sé nefndur úr þeim glæsilega og mannvænlega hópi frá- bærra íþróttamanna sem hafa unnið sigra sína á vegum ÍR. En saga ís- lenzkra íþrótta verður ekki sögð án þess umhverfis sem segja má að IR- húsið sé tákngervingur fyrir. Nú er svo komið að þetta gamla sögulega hús við Túngötuna er orðið að einskonar vandræðabarni í Vestur- bænum og er þá illt í efni. Sú tillaga hefur jafnvel komið fram að rífa eigi húsið en það er að sjálfsögðu villi- mannleg afstaða með tilliti til menn- ingarsögulegrar arfleifðar okkar. Það getur varla verið ástæða til að rífa svo merka umgjörð um íþróttasögu okkar. Borgin hefur af myndarskap endur- byggt Isafoldarhúsið og nú setur það fallegan svip á Aðalstræti þó að vel hefði mátt endurbyggja þar hið fallega norska hús sem þar stóð frá því fyrir aldamót en brann fyrir margt löngu. Það er að sjálfsögðu fáránlegt að rífa jafn gamla arfleifð og ÍR-húsið er og einföld lausn að flytja það í Árbæ þar sem það getur sinnt margvíslegu hlut- verki í því sögulega umhverfi. Því verður a.m.k. ekki trúað að óreyndu að niðurrifsmenn hafi síðasta orðið um þessa merku geymd á Landakotshæð- inni í vesturbæ Reykjavíkur. HEIMSÓKN HARALDS V. NOREGSKONUNGS OG SONJU DROTTNINGAR Morgunblaðið/Sigurgeir Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta á sunnudaginn. Heimaklettur gnæfir hér yfir Stafkirkjunni og víkingaskipinu Hvítserk. Minnismerki um sameiginlega menn- ingu landanna Norsku konungshjónin heimsóttu um helgina staði sem tengjast menningararfi s __ Islands og Noregs. Sigríður B. ______Tómasdóttir blaðamaður og______ ljósmyndararnir Árni Sæberg og Sigurgeir Jónasson fylgdust með. ESTMANNAEYJAR heilsuðu norsku kon- ungshjónunum í sól og blíðu. Tilefni heimsókn- arinnar þangað var vígsla norsku stafkirkjunnar sem norska þjóðin gaf þeirri íslensku í tilefni af þús- und ára afmæli kristnitökunnar á íslandi. „Kirkjan mun standa sem minn- isvarði um þá kirkju sem Ólafur Tryggvason [Noregskonungur 995- 1000] lét reisa og ekki síður um sameiginlega menningu land- anna tveggja," sagði Trond Giske, kirkjumálaráðherra Noregs, í ræðu sinni er hann, fyrir hönd Nor- egs, afhenti kirkjuna. Haraldur V og Sonja lentu í Vestmannaeyjum um tíuleytið. Þau flugu þangað ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, frú Dorrit Moussaieff og fylgdarliði. Þar tóku á móti þeim Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri Vestmanna- eyja, Árni Johnsen alþingismaður, Kristján Björnsson sóknarprestur, Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, formaður bæjarstjórnar. Þau fylgdu konungshjónunum og föruneyti í skoðunarferð um Vest- mannaeyjar þar sem m.a. var litið á hraunið sem rann í gosinu 1973. Vestmannaeyjabær bauð síðan til hádegisverðar. Laust fyrir tvö komu konungs- hjónin á Skanssvæðið og gengu niður að kirkjunni sem stendur við innsiglinguna við Hörgaeyri. Fjöldi Vestmanneyinga hafði safnast saman til að fylgjast með afhend- ingu og vígslu kirkjunnar og má með sanni segja að sannkölluð há- tíðarstemmning hafi ríkt. Allt svæðið í kringum kirkjuna og Skansinn, virkið í Vestmannaeyj- um sem þar hefur staðið frá því eft- ir Tyrkjaránið, var gert upp af til- efninu og Vestmannaeyingar með réttu stoltir af. Afhending kirkjunnar fór fram fyrir utan kirkjuna. Sú athöfn hófst með ræðu Árna Johnsen, þing- „SAMVINNA Islands og Noregs er mjög mikilvæg fyrir okkur og von- andj ykkur líka,“ sagði Haraldur V. Ólafsson Noregskonungur í ör- stuttu spjalli sem konungshjónin og forseti íslands áttu við fulltrúa norsku fjölmiðlanna og Morgun- blaðsins áður en haldið var í báts- ferð um Vestmannaeyjar. manns og formanns bygginga- nefndar stafkirkjunnar. Árni rakti aðdraganda byggingu stafkirkj- unnar en hugmyndin að henni kviknaði fyrir fimm árum. Fyrir tveimur árum samþykkti norska ríkisstjórnin svo tillögu norska þingsins um að kirkjan yrði gjöf norsku þjóðarinnar til Islendinga í tilefni af kristnitökuafmælinu. Fjölmargir hafa komið að bygg- ingu kirkjunnar og gerð muna í hana og þakkaði Árni þeim fyrir þann starfa. Það gerði Trond Giske, kirkju- málaráðherra Noregs, einnig. Gis- ke tók sérstaklega fram að leitast hefði verið við að gera kirkjuna sem best úr garði. Færustu smiðir og fínasti efniviður notaður til verksins. „Mikil vinna var lögð í bygginguna þannig að hún á að þola veður og vind,“ sagði Giske. Hann sagði komu norsku konungs- hjónana til vígslunnar undirstrika mikilvægi gjafarinnar. „Þjóðargjöfin stendur sem minn- isvarði um það sem tengir þjóðirn- ar saman,“ sagði Giske. Hann af- henti síðan Davíð Oddssyni Forseti íslands tók undir með honum. „Samvinnan er mjög mik- ilvæg og koma konungshjónanna er vitnisburður um það.“ Kon- ungshjónin sögðust hafa átt mjög ánægjulegan tíma á Islandi. Sonja drottning sagði islenska náttúru stórbrotna og fólk sem þau hefðu hitt vera mjög indælt. forsætisráðherra kirkjuna. Davíð sagði kirkjuna merki um þann hlýhug er Norðmenn bæru í garð Islendinga. Hann afhenti síðan Karli Sigur- björnssyni, biskupi Islands, lykla kirkjunnar til varðveislu. Biskup bauð gestum að ganga inn til vígslu kirkjunnar. í tilefni dagsins hafði verið sett upp hljóð- kerfi til að allir viðstaddir gætu hlustað á hana. Að vígslunni lokinni fylgdust konungshjónin, forseti Islands og frú Dorrit með hátíðardagskrá þar sem lúðrasveit Vestmannaeyja flutti lög, hátíðakór Vestmanna- eyja söng og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona las ljóð. Um fjögurleytið fóru konungs- hjónin og föruneyti í bátssiglingu um Vestmannaeyjar. Á leiðinni út úr höfninni stoppuðu þau til að fylgjast með bjargsigi Freys Vals- sonar við Dönskutó í Heimakletti. Laust fyi-ir sex flugu þau til Reykjavíkur þar sem forseti Is- lands kvaddi þau. Haraldur V kon- ungur og Sonja drottning flugu frá landinu í gærmorgun. Aðspurður hvort hann hefði í hyggju að koma og renna fyrir lax á Islandi eins og hann gerði fyrir þrjátíu árum sagði konungur að ekkert slíkt væri á stefnuskránni. „Það vonum við,“ sagði forseti fs- lands. „Við reynum að gera það sem við getum til að skipuleggja það.“ s Samvinna Islands og N oregs mikilvæg Snorri Sturluson mikilvægur Norðmönnum „ÞAÐ leikur enginn vafi á því að Snorri Sturluson hefur verið mjög mikilvægur í sjálfsmeðvitund norsku þjóðarinnar," sagði Har- aldur V. Noregskonungur í ræðu sinni við formlega opnun Snorra- stofu í Reykholti á laugardag. Það var laust fyrir kl 14 á laug- ardag að norsku konungshjónin, Haraldur V. og Sonja, ásamt for- seta Islands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, frú Dorrit Moussaieff og fylgdarliði, renndu í garð í Reyk- holti. Séra Geir Waage, sóknar- prestur í Reykholti, og Bjarni Guðráðsson formaður sóknar- nefndar tóku á móti gestunum. Reykholtskirkja var þéttskipuð gestum víða að enda hafa margir lagst á eitt til að koma Snorra- stofu á laggirnar. Fjölmargir norskir sveitarstjórnarmenn voru á staðnum enda styrktu norsk sveitarfélög Snorrastofu verulega. Heimamenn fjölmenntu einnig enda uppbygging Snorrastofu þeim mikið kappsmál. Athöfnin hófst með ávarpi séra Geirs Waage. Hann rakti aðdrag- anda nýbygginganna í Reykholti allt til dagsins í dag. Líkt og aðrir ræðumenn dagsins lagði séra Geir áherslu á þau bönd er binda ís- lendinga og Norðmenn saman. Þar skipar Snorri Sturluson stór- an sess enda hefur enginn íslend- ingur haft jafnmikla þýðingu fyrir Norðmenn, sagði Geir. Að loknum söng kirkjukórsips flutti Arne Holm, ræðismaður ís- lendinga í Bergen, ávarp og sagði frá söfnun fjár í Noregi til styrkt- ar Snorrastofu. Hann afhenti síð- an Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra bók með nöfnum norsku gefendanna. Þá tók til máls Björn Framtak heima- manna stórkost- legt ÞAÐ úði og grúði af norskum fslandsvinum á laugardag enda margir þar í landi sem studdu við Snorrastofu. Fáir hafa þá fylgst jafn-vel með framgangi mála í Reykholti og Ole Didrik Lærum prófessor í læknisfræði við Björgvinjarháskóla og höf- undur fjölda bóka á sviði lækna- vísinda og menningar. Ole Didrik hefur, ásamt konu sinni Reidun Horvei Lærum, komið á hverju ári í Reykholt í fjöld ára. „Ég er mjög hrifinn af fram- taki fólksins hér í sveitinni og finnst það stórkostlegt. Ég hef fylgst með þessu verkefni í fjöl- mörg ár og séð hvernig það hef- ur þróast,“ sagði Ole Didrik þeg- ar Morgunblaðið tók hann tali. Á laugardagskvöld var undir- ritaður samstarfssamningur Snorrastofu og Björgvinjar- háskóla. Ole Didrik er fyrrum rektor háskólans sem studdi myndarlega við uppbyggingu Snorrastofu. „Það er líka mjög mikilvægt að við höfum undirrit- Bjarnason sem í sinni ræðu þakk- aði sérstaklega Norðmönnum fyr- ir ræktarsemi í garð Islendinga. Björn hrósaði einnig stórhug Reykholtssafnaðar fyrir sitt framtak. Verk Snorra hafa staðist stefnur og strauma Þá ávarpaði forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, sam- komuna. Hann talaði um Snorra Sturluson og hvernig verk þessa örlagavaldar í íslandssögunni hafa lifað allar hugmyndastefnur og strauma. Haraldur V. Noregs- konungur sagði frá því hve nærri Snorri hefur alltaf staðið Norð- mönnum enda ómetanleg heimild um sögu þeirra. „Án Snorra hefð- um við vitað minna um sögu okk- ar,“ sagði konungur og þakkaði íslendingum fyrir framlag sitt til sögu Noregs. Bergur Þorgeirsson forstöðu- maður Snorrastofu sagði frá þeim hugmyndum sem eru á lofti um notkun Snorrastofu í framtíðinni en hugmyndir eru um að standa fyrir ráðstefnu og sýningahaldi í framtíðinni. Að athöfninni lokinni ahjúpuðu forseti íslands og Noregskonung- ur áletrun yfir dyrum Snon-a- stofu sem var þá formlega tekin í notkun. Séra Geir Waage blessaði Snorrastofu og Voces Thules sungu úr Þorlákstíðum. Heiðursgestir skoðuðu síðan Snorrastofu í fylgd stjórnarfor- manns Snorrastofu, Bjarna Guð- mundssonar, og Bergs Þorgeirs- sonar. Síðdegis horfðu gestir á leikritið Kristnikonungar eftir Johannes Heggland. Konungs- hjónin skoðuðu síðan Reykholt í að þennan samning því það er svo mikilvægt að samstarfið verði ekki eingöngu í orði heldur einnig á borði.“ Ole Didrik segist vonast til að Snorrastofa verði norræn mið- stöð rannsókna, ekki eingöngu á Snorra sjálfum heldur á mið- aldafræði almennt, norrænni bókmenningu, menningarsögu og sambandi Islands og Noregs. Hversu mikilvægur er Snorri Norðmönnum? „Hann skipar al- veg ótrúlega stóran sess hjá okk- ur og er mikið lesinn. Nafnið Snorri hefur líka táknræna fylgd séra Geirs Waage og Guð- rúnar Sveinbjarnardóttur forn- leifafræðings. Björn Bjarnason menntamálaráðherra bauð til kvöldverðar í Reykholti en að merkingu og er notað til að auðkenna norræna menningu og allt frá nöfnum fyrirtækja til olíuborpalla," sagði Ole Didrik sem sjálfur skírði yngsta son sinn í höfuðið á Snorra. En hyggja þau hjónin á að koma í heimsókn í bráð nú þeg- ar Snorrastofa hefur verið opn- uð. „Já við komum næsta ár,“ segja þau bæði. „Við ætlum til Ilóla en komum örugglega við í Reykholti. Draumurinn er reyndar að koma hingað ein- hvern tíma og vinna við fræði- störf,“ segir Ole Didrik Lærum. honum loknum var haldið til Reykjavíkur. Á leiðinni var stoppað á Borg á Mýrum þar sem séra Hlynur Árnason tók á móti gestunum. Sterkar taug- ar til Islands í V-Noregi ARNE Holm, ræðismaður íslands í Bergen, var sannarlega ánægður með daginn þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Reykholti á laugardag. „Þetta hefur verið al- veg stórkostlegur dagur og at- höfnin í kirkjunni mjög vel heppn- uð, “ sagði Arne sem við athöfnina færði mennta- málaráðherra bók með nöfn- um allra norsku styrktaraðila Snorrastofu. Alls söfnuðust um 2,6 milljónir norskra króna í V-Noregi. Hvernig kom þessi söfn- un til? „Það er nú þannig að það eru mjög sterkar taugar til Islands í V-Noregi og þegar þúsund ára afmæli kristnitökunnar á íslandi var í vændum vildum við styrkja eitthvert verkefni. Þá lá Snorra- stofa beint við vegna sögulegra tengsla. Markmiðið var sett á að safna einni norskri krónu á hvern íbúa í fylkjunum fimm í V-Noregi og tókst það með hjálp allra sveit- arfélaganna í þeim sem eru alls 75 að tölu. Þannig að viðbrögðin voru mjög góð,“ sagði Arne. Hann bætti við að Snorrastofa væri fyrirtaks tilefni til samstarfs meðal Norðurlandaþjóðanna í rannsóknum. „ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ole Didrik Lærum og Reidun Horvei Lærum í Heims- kringlu í Reykholti. Arne Holm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.