Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/KVM Almenn ánægja var með helgina í Grundarfirði sem tókst afar vel og var aðstandendum til sóma og Grundfirðingum og gestum til gleði. Á góðri stund í Grundarfirði Hátíðahöldin á Góðri stund í Grundarfírði heppnuðust mjög vel Grundarfjörður - Hátíðahöldin stóðu frá föstudegi til sunnudags og voru hundruð manna þar saman komin þegar mest var. Veður var hið fegursta, sérstaklega á föstudegin- um og laugardeginum, þá skein sól í heiði og lygnt var um allan fjörðinn. Tjaldstæði staðarins fylltust fljótt og þurfti að tjalda á öðrum stöðum og koma upp aðstöðu sem tókst ágætlega. Dagskráin, sem hófst á föstudeginum, var margþætt. Mynd- listarsýningar, íþróttir, leikir, dans og margt annað var á boðstólnum. Á íþróttasviðinu var keppt í leir- dúfuskotfimi, hjólreiðum, kappreið- um, dorgveiði, knattspyrnu, hlaupi og golfi. Að þessum mótum stóðu ýmsir aðilar í Grundarfirði eins og gefur að skilja. Margir myndlistarmenn og tvær leirlistarkonur komu líka við sögu því nokkrar sýningar á verkum þeirra voru á nokkrum stöðum í Grundarfirði. Erla Huld Sigurðar- dóttir og Magnús Álfsson mynd- listarmenn ásamt Ingibjörgu Rán Guðmundsdóttur leirlistarkonu riðu á vaðið með því að opna sýninigu á verkum sínum á Hótel Framnesi á föstudeginum, en síðar um kvöldið bættust þrjár ungar grundfirskar myndlistakonur í hópinn með verk sín það voru þær Dögg Mósesdóttir, Elsa Fanney Grétarsdóttir og Marsibil Guðmundsdóttir. í Veitingahúsinu Krákunni opnaði Þiðrik Hansson myndlistarsýningu á föstudeginum, en þar gat einnig að líta myndir eftir Hrafnhildi Jónu Jónasdóttur og ýmsa aðra. Á laugardeginum opnaði Inga Björnsdóttir sýningu á leirlistaverk- um sínum í Verkalýðshúsinu. Áslaug Pétursdóttir opnaði á sunnudeginum sýningu á 98 mynd- um eftir sig en það eru myndir af gömlum húsum í Eyrarsveit og við hverja þeirra var merkt hverjir bjuggu þar fyrr á öldinni. Þá skal þess getið að í safnaðar- heimilinu var lækningaminjasýning ásamt sýningu á gömlum ljósmynd- um Magnúsar Antonssonar af hús- um manna í Eyrarsveit. Sjóferðir Siguijóns buðu upp á kvöldsiglingu á bátnum Ásgeiri SH 150. Verslunin Tangi hélt upp á tveggja ára afmæli sitt með því að bjóða fólki til grillveislu á föstudeg- inum og börnum að leika sér í upp- blásnum köstulum. Allt var þetta við undirleik Dixielandbands Grundar- fjarðar. Þá stóð verslunin einnig fyr- ir bryggjuballi á laugardagskvöldinu sem tókst afar vel. En fleiri dansleikir voru því Fíla- penslamir frá Siglufirði stóðu fyrir skemmtun á föstudagskvöldinu og dansi þar á eftir. Og á laugardagskvöldinu lék hljómsveitin Skítamórall fyrir dansi, en fyrr um daginn hafði hljómsveitin verið með tónleika fyir utan veit- ingahúsið Kristján IX. Þá var einnig dansað á veitinga- húsinu Krákunni bæði föstudags- og laugardagkvöld og á Hótel Fram- nesi var hljómsveitin Sex í sveit með söngatriði. Á veitingahúsunum Krákunni, Kristjáni IX og Hótel Framnesi voru öll borð setin í kvöldmat og aðra matmálstíma var mikið að gera. Hollvinasamtök Gmndarfjarðar komu einnig við sögu því þau héldu ársfund sinn í Grunnskólanum. Dagskránni lauk síðan með franskri hátíðarstundu á Gmndar- kampi með tónlist og kynningu á frönsku eldhúsi og þar var einnig af- hjúpað sögustaðaskilti. Leit að göngumanni Mývatnssveit - Fjórar björgunar- sveitir vora kallaðar út á sunnudags- kvöld til leitar að göngumanni sem átti að vera á Biskupaleiðinni fornu norðan Herðubreiðarfjalla. Tveir göngumenn frá Akureyri höfðu lagt af stað frá Bláfjallshölum á sunnu- dag austur á bóginn og hugðust þeir merkja GPS-punkta af leiðinni. Mennirnir urðu viðskila og tilkynnti annar um það til lögreglu í gær- kvöldi. 30-40 menn leituðu á svæð- inu í nótt og flugvél Mýflugs flaug yfir leitarsvæðið um kvöldið og aftur í gærmorgun. Sást maður í morgun úr flugvélinni og var í Hafragjá, var varpað til hans miða og hann beðinn að staðfesta hver hann væri. Maður sá hélt áfram för sinni og var göngu- flokkur ekki búinn að ná til hans um kl. 10.30. Leit var síðan aflýst um kl. 11 þar sem ljóst þótti að maðurinn væri fundinn. Land er þarna mjög erfitt yfirferðar, miklar gjár og úfin hraun og erfitt að koma við bílum til leitar. A sunnudag var hægviðri og alskýjað en í fyrrinótt létti til og var fegursta veður í Mývatnssveit í gær. Biskupaleiðin svonefnda er forn leið Skálholtsbiskupa um Odáða- hraun, Suðurárbotna, Heylagsdal, austur um Grafarlönd og þaðan í Morgunblaðið/BFH Leitarmenn komnir út í morgunsólina við stjómstöð í Reykjahlíð. Möðradal í Austfirðingafjórðungi. Leið þessa hefur Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði og flokkur hans endur- fundið og skrifaði Jón um hana merka grein sem sérprentuð var í ritflokki Náttúraverndarráðs fyrir allmörgum áram. Ljósmynd/Davið Pétursson Heimsóttu Borgá Grund - Á heimleið frá Reykholts- hátíð komu norsku konungshjónin, forseti íslands, ásamt fyigdarliði, að Borg og áttu þar, ásamt heima- fólki, ánægjulega stund í einu feg- ursta veðri sem komið getur í Borgarfirði. Um kl. 21 óku hinir tignu gestir í hlaðið á Borg. Á móti þeim tók prófastur Borgfirðinga, sr. Þor- bjöm Hlynur Áraason, sveitarsljóri Borgarbyggðar, Stefán Kalmans- son, og forseti Borgarbyggðar, Guðrún Jónsdóttir. Eftir stutt spjall var gengið í kirkju. Þar talaði sr. Þorbjörn Hlynur Árnason til gestanna og rakti í stuttu máli sögu staðarins. Sagði frá harmi Egils og Sonar- Mýrum torreki sem stytta Ásmundar Sveinssonar minnir á. Taldi hann að Snorri Sturluson hefði ekki yfir- gefið Borg og flutt í Reykholt vegna útsýnisins, því hvergi er víðsýnna en á Borg. Er Þorbjörn hafði lokið máli sínu söng kammer- kór Vesturlands undir stjórn Dag- rúnar Hjartardóttur þrjú Iög við undirleik Jóns Björnssonar. Að lok- inni athöfn var gengið út að styttu Ásmundar Sveinssonar, Sonar- torreki, og dvalið þar góða stund og spjallað saman án þess að nokk- ur maður liti á klukku, að séð varð. Kammerkórinn söng síðan eitt lag við góðar undirtektir gestanna. Um kl. 22.15 kvöddu svo gestimir og eftirminnilegri heimsókn var lokið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kirkjan stendur við mestu íbúagötuna á Húsavík. Flestir búa við Garð- arsbraut Húsavík - Nýverið kom út árs- skýrsla Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 1999 og þar kennir ýmissa grasa. Ef litið er á ýmsar tölur um íbúa bæjarins kemur í ljós að þeir voru 2.429 hinn 1. desember 1999 og er það fækkun um 51, sem er mesta breyting á íbúafjölda í mörg ár. Undanfarin ár hefur íbúafjöldinn verið í kringum 2.500 og var t.d. 2.503 árið 1990. Kynjaskiptingin er kven- þjóðinni í óhag því konurnar voru 1.188 en karlar 1.236, munurinn 48. Mesti munur var hjá 15 ára íbúum, karlar 29 en konur einungis 15, það þýðir að karlarnir eru 66% en kon- urnar 34%. I aldurshópnum 0-6 ára era stúlkurnar fleiri og í 67 ára og eldri era konurnar fleiri, annars eru karlamir fleiri í öðrum aldurshópum. Ef litið er á hvar fólk bjó í bænum 1. des sl. þá bjuggu flestir við Garðarsbraut eða 239 og í öðra sæti var Baughóll með 179 íbúa. Þær götur sem vora með fæsta íbúa vora Mel- gerði og Skólastígur með tvo íþúa hvor um sig. í Tungu og Árholti bjó einn íbúi á hvoram stað. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Lúðrasveitin Skjern Garden frá Danmörku kom við í Stykkishólmi á leið sinni um ísland og hélt þar tónleika. Lúðrasveit frá Danmörku heimsækir Stykkishólm Stykkishólmi - Unglingalúðrasveit frá bænum Skjern á vesturströnd Jótlands heimsótti Stykkishólm í síðustu viku. Hér var ferðinni mjög öflug lúðrasveít með 40 fé- lögum á aldrinum 10-16 ára. í fylgd með hópnum voru for- eldrar. Ástæðan fyrir komu lúðrasveit- arinnar til Stykkishólms er að Daði Þór Einarsson, skólastjóri tónlistarskólans, dvaldi eitt ár í Danmörku og stjórnaði þá þessari lúðrasveit. Hann er nú á förum aftur til Danmerkur og kemur til með að stjórna krökkunum næsta vetur. Meðlimir lúðrasveitarinnar gistu á heimilum í Stykkishólmi á meðan hópurinn dvaldi hér. Síðasta kvöldið hélt lúðrasveitin konsert fyrir bæjarbúa. Gengið var frá ráðhúsinu og lék lúðra- sveitin göngumarsa á leiðinni upp á íþróttavöll. Á íþróttavellinum lék lúðrasveitin Skjern-Garden nokkur lög og var með göngusýn- ingu. Krakkarnir sýndu þar flókn- ar skiptingar og snúninga og var sýningin öguð og falleg. Margir komu til að horfa á lúðrasveitina og var nýja áhorfendastúkan við íþróttavöllinn nánast fullsetin Hópurinn dveldur á íslandi í tvær vikur. Héðan fylgja Daða Þór Einarssyni góðar óskar á nýjar slóðir og þakkir fyrir samveruna í Stykkishólmi síðustu 20 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.