Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 32
I i 1 32 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 LISTIR t MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÁTÍÐ í Reykholti var haldin um helgina í fjórða sinn. Á sama tíma var Snorrastofa vígð í Reykholti og fjöldi gesta mikill, bæði íslendingar og Norðmenn að meðtöldum kóngi þeirra og drottn- ingu. Það var því mikil hátíð á þessu forna menningarsetri og vissulega gleðjandi að hugsa til þess að þessi staður hefur öðlast endurnýjaða reisn sem aðsetur fræða og lista. Óneitanlega varð manni hugsað til orða Jónasar Hallgrímssonar um búð Snorra goða Þorgrímssonar á Þingvöllum: „Nú er hún Snorrabúð stekkur" (ísland) því búðir nafna hans Sturlusonar eru allar að ganga í endurnýjun lífdaga; meira að segja er verið að moka ofan af híbýlum hans frá 13. öld. Það var síst til að draga úr hughrifunum og stemmn- ingunni á Reykholtshátíð hversu blítt veðrið lék Reykhyltinga. Það var sannarlega nautn að setjast inn á tónleika eftir langa heita daga, til þess eins að koma út aftur og sjá Borgarfjörðinn baðaðan bleikfjólu- blárri birtu og Baulu tróna eins og drottninu undir stórkostlegu litrófi skýjanna í kvöldhúminu. Þetta samspil menningar og náttúru var sterk upplifun. Kynngimögnuð sköpun í leik kvennanna Það er varla hægt að segja að Vertavo strengjakvartettinn frá Norgei sé ungur kvartett, þótt konurnar sem skipa hann séu varla mikið eldri en liðlega þrítugar. Þær hafa æft saman í heil sextán ár, og hafa frá upphafi skipað sér í röð fremstu kvartetta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Afrekaskrá kvartettsins og löng og í hand- raðanum eiga konurnar verðlaun og viðurkenningar af öllum sortum. Orðsporið gerði tilhlökkunina því talsverða, að heyra Vertavo-kvart- ettinn spila í Reykholti. Enginn eymdarbragur var heldur á pró- gramminu, Itölsk serenaða Hugo Wolfs, Kvartett nr. 6 eftir Bartók og Kvintett í C-dúr eftir Schubert, þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir lék með Vertavo. Itölsk serenaða Wolfs er ljóðrænn einþáttungur, skyldur og saminn samtímis ljóða- söngvum Wolfs við ljóð eftir Eichendorff. Það var einsýnt af leik Vertavo að þar eru miklir listamenn á ferð. Leikur kvartetts- ins í glaðlegri serenöðu Wolfs var stórkostlegur og gæddur lífi og þrótti. Á allt annan og dapurlegri streng var slegið í Strengjakvart- ett nr. 6 eftir Béla Bartók sem saminn var um það leyti sem var að bresta á með stríði í Evrópu. Undirrituð átti þess kost nýverið að heimsækja heimili Bartóks í Bú- dapest. Þar var innbúi hans haldið við eins og hann skildi við það, persónulegir munir, blekpennar og nótnapappír lá á borðum og andi tónskáldsins var nærri. Sjötti strengjakvartettinn var einmitt síðasta verkið sem Bartók samdi í þessu húsi áður en hann flúði stríðsátök og hélt til New York- borgar. Verkið er nánast harm- þrungin kveðja til gömlu Evrópu, og yfirskrift þess Mesto, eða Hryggð. Fyrstu þrír þættir verks- ins hefjast á þessu hryggðarstefi sem leiðir okkur svo inn í þættina Pesante, Marcia og Burletta, en fjórði þátturinn er allur Mesto. Það eru sterkar tilfinningar sem þetta verk vekur. Depurðin er þeirra sterkust. Fyrsti þátturinn er sem þungur niður, hádramatískur og kraftmikill. Marsinn, er sömuleiðis þungstígur. Þótt Bartók haldi sig að mestu innan veggja dúr og moll- kerfisins í verkinu, er ómstríðan þreytt til hins ítrasta í þessu hljómræna þrammi. Búrlettan er eins og paródía, - ýkt gleði með „úmm-pa-úmm-pa“ undirtón sem smám saman verður að hálfgerðum tryllingi eða örvæntingu með sáry um tvíundum sem skera í gleðina. I lokin er ekkert eftir nema sorgin. Mesto-þátturinn er lamandi þung- ur og dapur og það er kenndir tón- skáldsins og þar sem hann semur síðustu í föðurlandi sínu eru naktar og naprar. Það var gífurlegur kraftur leystur úr læðingi í flutn- ingi Vertavo kvartettsins á þessu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hanna Dóra Sturludöttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á kvöldtónleikum Reykholtshátíðarinnar. 5 nr ■ ■ j Reykholtshátíð haldin í fjórða skipti Samspil menning- ar og náttúru var sterk upplifun Tónlistarhátíð var haldin í Reykholti um helgina í fjórða sinn. Bergþóra Jónsdóttir fór á tónleikana og segir tónlistarhátíðina hafa verið á háu listrænu plani, og hafí hún ef til vill tekið forystu í þeim efnum hér á landi. magnaða verki. Hárfín skerpa, djúp íhygli og kynngimögnuð sköp- un einkenndi leik kvennanna og maður var sem festur upp á þráð og heltekinn af augnablikinu. Þvílík spilamennska er sjaldheyrð. Kvintett Schuberts var lokaverk- ið á efnisskrá fyrstu tónleikanna, og þar lék Bryndís Halla Gylfa- dóttir á selló með Vertavo konun- um. Þetta verk Schuberts er sann- ur ljúflingur sem alltaf er gaman að heyra. Lýrík og unaðslegar lag- línur; fuglasöngur og dans; nost- algía og sætur rómantískur tregi einkenna verkið. Þættirnir eru fjórir og hefðbundnir í uppsetn- ingu. Flutningur þessa verks var hreinn unaður. Fallegt dúó í fyrsta þætti, þar sem sellóin fá að njóta sín saman var feiknarvel leikið, og annar þátturinn sem er að mestu byggður á syngjandi stefi fyrstu fiðlu yfir plokkuðum bassa selló- anna og þýðum hljómum annarrar fiðlu og víólu var einstaklega fall- egur. Skertsóþátturinn er óvenju tregablandinn af slíkum þætti að vera, en í lokaþættinum brestur á með fuglasöng og dansandi gleði, og gæti þátturinn staðið einn sem lítið divertimento eða gleðimúsík. Þessir fyrstu tónleikar Reykholts- hátíðar voru sannarlega ánægju- legir og til marks um þá listrænu reisn stjórnandi hátíðarinnar Steinunn Birna Ragnarsdóttir hef- ur skapað henni. Sönglög með nýju og fersku svipmóti Laugardagskvöldið var íslenskt kvöld, þar sem sönglögin okkar voru í aðalhlutverki. Einsöngvari var Hanna Dóra Sturludóttir, sem skapað hefur sér gott orð sem óperusöngkona úti í heimi. Stein- unn Birna Ragnarsdóttir lék með Hönnu Dóru á píanó, en Steinunn Bima heyrist ekki oft spila með söngvurum. íslensku lögin voru Þú ert, eftir Þórarin Guðmundsson, Lindin og Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson, Erla og Þú eina hjart- ans yndið mitt eftir Sigvalda Kaldalóns; tvö Vögguljóð eftir Sig- urð Þórðarson, Gígjan og Drauma- landið eftir Sigfús Einarsson og svo tvö óþekkt lög sem komu á óvart, Hanna eftir Guðbjart Björgvinsson og Ég vaki eftir Hall- dór Þórðarson. Bæði lögin voru út- sett fyrir rödd og píanó af Árna Harðarsyni en tónskáldin munu vera sveitungar og skyldmenni Hönnu Dóru úr Búðardal. Hanna Dóra Sturludóttir hefur stórkost- lega söngrödd; - algjöra drauma- rödd. Það er fátítt að heyra svo heilsteyptar og heilbrigðar raddir; - jafnar og fallegar á öllum radd- sviðum, með breitt litróf blæ- brigða. Hanna Dóra hefur líka til að bera mikla túlkunarhæfileika og skilning á orðsins list. Steinunn Birna er frábær píanóleikari. Að heyra hana leika með söngvara er alveg ný upplifun fyrir undirritaða, og það má heita ótrúlegt að Stein- unn Birna skuli ekki gera þetta oftar en raunin er. Samspil þeirra tveggja var afburðagott, - rétt eins og þær hefðu æft saman árum saman og Steinunn Birna hefur fínt næmi fyrir söngnum og því hvemig söngvar mótar línur og hendingar. Islensku lögin í flutn- ingi Hönnu Dóra og Steinunnar Bimu voru feiknar skemmtileg. Það sem þær gerðu öðru vísi en margir aðrir, var að velja lögunum tempó í röskara lagi; þær skám af þeim alla tilgerð og væmni og fluttu þau af einlægni og látleysi. Fyrir bragðið fengu sum þeirra nýtt og ferskt svipmót eins og Þú eina hjartans yndið mitt, þar sem flæðið í brotnum hljómum píanós- ins var meira en gengur og gerist og var eins og ólgandi aldan í haf- inu sem aðskilur ljóðmælandann frá ástinni sinni „í örmum villtra stranda". Lítið listrænt „trix“ sem breytir miklu. Söngur Hönnu Dóra var dásamlegur og mikil nautn að heyra í þessari glæsilegu söng- konu. Hljómburður kirkjunnar er einstaklega góður og hæfir vel bæði kammermúsík en ekki síður söng. Þrjú lög eftir Grieg voru frá- bærlega sungin, best þó To brane ojne, sem vart verður betur gert. Lög Strauss, Du meines Herzens Krönelein og Zueignung vora eins og annað á þessum tónleikum, - flutt af miklu listfengi. Söngvar Mendelssohn einn af stóru punktunum Lokatónleikar Reykholtshátíðar á sunnudag voru tónleikar „útsetn- inganna". Þeir vora að hluta með tónlist frá laugardagstónleikunum. Einnig stóð til að flytja á þeim nýtt verk Þorkels Sigurbjörnssonar sem var frumflutt við vígslu Snomastofu fyrr á laugardaginn og var flutningur þess auglýstur í efn- isskrá sunnudagsins, en því miður var hætt við flutning verksins. Um- fjöllun um verk Þorkels verður því að bíða þess tíma er það verður flutt í þriðja sinn. Þá voru fluttar útsetningar á sönglögum eftir Mendelssohn og loks tvær ópera- aríur. Nýmælið í flutningi íslensku lag- anna á sunnudagstónleikunum var tvær útsetningar eftir Árna Harð- arson fyrir strengjakvartett, píanó og söng á lögunum Þú ert, eftir Þórarin Guðmundsson og Drauma- landinu eftir Sigfús Einarsson. Ekki er óalgengt að sönglög séu útsett á nýjan hátt. Sá sem líklega mest hefur iðkað þetta hér, er Atli Heimir Sveinsson, sem hefur útsett íslensk sönglög bæði fyrir lítinn sa- lonkvintett og fyrir fiðlu og píanó. Útsetningar Árna eru ólíkar inn- byrðis. Þú ert, er í „salon“-stíl, létt og glaðleg með svolitlu flúri og gef- ur laginu vissulega annan svip. Draumalandið er hins vegar ekki alveg eins vel lukkað; fyrst og fremst vegna þess hve útsetningin er lík píanóhluta lagsins og því lítil frávik í kvartettleiknum. Það er lítið nýtt í útsetningunni og hefði Draumalandið örugglega þolað meiri tilþrif, úr því verið var að eiga við það á annað borð. Að öðra leyti var þetta smekkleg gert og virkilega vel spilað og sungið af Hönnu Dóru, kvartett og píanóleik- ara. Ljóðaflokkur allra ljóðaflokka, Vetrarferð Schuberts, hefur verið útsettur fyrir söngvara og litla hljómsveit, og því kemur ekki á óvart að lög Mendelssohns fái svip- aða meðferð. Tónskáldið virta Ai'i- bert Reimann, sem var meðal kennara Hönnu Dóru Sturludóttur í Berlín, hefur útsett syrpu af söngvum eftir Mendelssohn við ljóð eftir Heine fyrir söng og strengja- kvartett. Þessi listilega útfærsla Reimanns kom vel út og var mjög áhrifarík. Reimann mótar lögin inn í ramma eigin tónsmíðar, og sam- spil nýs tónmáls hans og gamals og rómantísks tónsmáls Mendelssohns verður mjög skemmtilegt. Rei- mann leyfir sér einnig að skeyta lögum inn í hvert annað; til dæmis er laginu Neue Liebe (Ný ást), - sem Jónas Hallgrímsson þýddi sem Stóð ég úti í tunglsljósi - eða Álfa- reiðinni skeytt inn á milli annars og þriðja erindis lagsins Was will die einsame Trane (Hvað vill hið einmana tár?). Utkoman verður sú að ljóðið um Álfareiðina kemur eins og útskýring á tárinu ein- mana; saga sem gerir okkur kleift að skilja hvað olli ástarsorginni í fyrra ljóðinu. Þetta er snjallt hjá Reimann; gerir meira úr ljóðinu og býður upp á skemmtilega mögu- leika í útsetningunni sjálfri. Hanna Dóra og strengjakvartettinn fluttu þetta með afbrigðum vel og þetta var sannarlega einn af stóru punkt- um hátíðarinnar. I tónleikalok söng Hanna Dóra tvær óperaaríur með Steinunni Birnu: Donde lieta usei úr La Boheme eftir Puccini og Gimsteinaaríuna úr Faust eftir Gounod. í fyrri aríunni sýndi Hanna Dóra hæfni sína í að syngja lýrík; - langa boga og línur, en í þeirri seinni reyndi meir á spinto söng; kraftmikinn og dýnamískan. Það þarf ekki að orðlengja það að þetta var stórkostlega gert, og þarf engan sem heyrði að undra hve eft- irsótt óperasöngkona Hanna Dóra er orðin. Dagskrá Opnunartónleikar föstudag kl. 21 Vertavo-strengjakvartett- inn lék ftalska serenöðu eftir Hugo Wolf, Strengjakvartett nr. 6 eftir Béla Bartók og Strengjakvintett í C-dúr eftir Franz Schubert. Bryndís Halla Gylfadóttir lék með í síðastnefnda verkinu. Kvöldtónleikar laugardag kl. 21 Hanna Dóra Sturludóttir og Steinunn Birna Ragnars- dóttir fluttu íslensk sönglög, þrjú lög eftir Grieg og tvö eftir Richard Strauss. Lokatónleikar sunnudag kl. 16 Hanna Dóra Sturludóttir, Steinunn Birna Ragnarsdótt- ir og strengjakvartett skipað- ur Gretu Guðnadóttur, Sigur- laugu Eðvaldsdóttur, Guðmundi Kristmundssyni og Bryndísi Björgvinsdóttur fluttu íslensk sönglög, þar af fjögur í nýjum útsetningum Árna Harðarsonar, lagafiokk eftir Mendelssohn í útsetn- ingu Ariberts Reimanns og óperuaríur eftir Puccini og Gounod.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.