Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Ljóska Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vonandi er yfír- stéttin ánægð Frá Birgi Hólm Björgvinssyni: ÞAÐ er von að þeir sem stóðu að kristnihátíðinni séu sælir og glaðir að loknum herlegheitunum. Það minnsta sem hægt er að ætlast til er að þeir sem fremstir fóru séu glaðir og kátir. Hafi þeim ekki tekist að fá nægju sína af veisluhöld- um meðal al- mennings, það er þeirra sem sóttu Þingvelli, er von til að í einhverj- um þeim lokuðu veislum sem hið op- inbera hélt sínum uppáhaldssonum og -dætrum í dýrustu veitingahúsum borgarinnar hafi þeim tekist að fá nægju sína. Svo mikið er víst að ekki er hægt að ætlast til þess að samfé- lagið geri meira til að gleðja biskupa, presta, ráðherra, þingmenn og aðra þjóna okkar en gert var fyrstu helg- ina í júlí árið 2000, bæði á Þingvöll- um og í Reykjavík. Fyrir opnum tjöldum á Þingvöllum en bak við gardínur og gosbrunna í Reykjavík. Ekki tókst að fá fólk til að vera með í veislunni stóru en hins vegar held ég að endanlega hafi tekist að mynda hér í eitt skipti fyrir öll yfirstétt. Eg veit ekki hvað almenningur í þessu landi getur lært af ofláti yfir- stéttarinnar en vissulega er von til að einhver í hópi gullkálfanna geti lært eitthvað, það er það minnsta sem við getum ætlast til, það er að einhverjum þyki nóg um. Reyndar virðist það vera óbrigðult þegar efna á til dýrra veisluhalda að bjóða andstæðum fylkingum í stjórnmálum, í trúnni og svo fram- vegis. Það virðast allir vera eins, allir vera vinir, allir vera eins svangir, eins þyrstir og hugsa nánast eins ef allir fá að eta og drekka á kostnað samfélagsins. Þá gleymast allar erj- ur, deilur, fyrri átök og reyndar allur skoðanaágreiningur. Það er fleira sem yfirstéttin gleymir meðan hún undirbýr veislu- höldin, meðan hún er í veislunum og í þynkunni á eftir. En það er sú stað- reynd að um land allt er fatlað fólk og aðstandendur þess sem bíða og bíða eftir að fá pláss á sambýli, sumir hafa beðið í áraraðir, deildir eru lok- aðar á sjúkrahúsum og biðlistar lengjast og virðast sjálfsagðir þrátt fyrir sársauka margra, veikt fólk sætir æ meiri álögum og verður að borga stærri og stærri hlut í lyfja- kaupum þar sem samfélagið hefur ekki efni á að taka sama þátt í kaup- unum og áður og þannig er að hægt að telja upp endalaust. Þetta ágæta veislufólk ætti að vita að um allan heim er þörf fyrir hjálp. Eg held til dæmis að biskupnum sé vel kunnugt um þrælabörn á Ind- landi og annað fólk sem er í neyð. Það er vissa mín, að allt það sem ég hef talið hér upp er betur komið að þeim peningum sem varið var í veisluhöldin fyrstu helgina í júlí 2000 en að verja þeim til veisluhalda fyrir yfirstéttina. Ekki vantar örlætið hjá íslensku yfirstéttinni þegar ákveðið var að gefa einar 500 milljónir af tilefni kristnitöku. Getur verið að þeir sem ákvörðunina tóku hafi verið þess fullvissir að gjafmildin og rausnar- skapurinn hafi ekkert með þeiira fjárhag og afkomu að gera. Það er ekki merkilegt að vera svona gjaf- mildur á annarra fé. Það er vonandi að þeir sem hæst létu og mest fóru á Þingvöllum séu hreinir í sálinni eftir syndaaf- lausnina. Hitt er með eindæmum. Æ ofan í æ verðum við vitni að hinu rétta hug- arfari yfirstéttarinnar og að samt skulum við skipti eftir skipti stökkva til og kjósa þetta yfir okkur. BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSON, í miðstjórn Frjálslynda flokksins og í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Smáfólk 1T*5 A 600P THIN6 8ECAU5E MY PKACTICE 15 A5 TRIFUN6 A5THEY COME..^ ^ \ (0 n 1 Lád o|ébi 7-17-00 “Lögin líta fram hjá lítilræði” Það er ágætt því starfi minn er eins lítill og hugsast getur. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. - Gœðavara Gjaíavðra — matar- og kaífislell. Allir veröílokkar. Heimsírægir hönnuðir in.a. Gianni Yersare. VERSLUNIN Ldugnvegi 52, s. 562 4244. 11» HUGSKOT Brúðkaupsmyndatökur Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.