Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 64
Ö4 ÞRIÐJUDAGUR l.ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llmsjón Arnór G. K a g n a r s s o n Sumarbrids 2000 Úrslit síðustu kvölda í Sumarbrid- ge 2000 má sjá hér á eftir (efstu pör): Mánudagur 24.7. Vilhjálmur Sigjr. - ísak Öm Sigurðss. 185 Páll Pórsson - Ómar Olgeirsson 184 Eggert Bergsson - Pórður Ingólfss. 172 Alfreð Kristjánsson - Halla Ólafsd. 165 Ásmundur Ómólfss.- Gunnl. Karlss. 161 Þriðjudagur 25.7. , N's Ómar Olgeirsson - ísak Öm Sigurðsson 242 Gylfi Baldursson - Steinberg Ríkarðss. 241 Magnús Porsteinss. - Guðm. Pórðars. 226 Kristján Blöndal - Hjördís Sigurjónsd. 226 Vilhjálmur Sig. jr. - Bjöm Friðriksson 226 ' A-V Hlynur Tr. Magnúss. - Magnús Torfas. 277 Leifur Aðalsteinss,- Valdimar Sveinss. 261 Hafþór Kristjánss. - Haraldur Ingason 255 SigurðurBÞorsteinss.-Annaívarsd. 233 Skor Hlyns og Magnúsar setur þá í fyrsta sæti Sandgerðisleiksins, enda rúmlega 64% skor. Hæsta prósentuskorið gefur frítt keppnis- gjald í Sandgerðismótið í haust. Miðvikudagur 26.7. Júlíus Snorrason - Eiður Júlíusson 194 Leifur Aðalsteinss. - Unnar Atli Guðm. 187 Friðjón Þórhallsson - Hrólfur Hjaltas. 173 Stefán G. Stefánsson - Ómar Olgeirss. 173 Guðm. Baldurss. - Hallgrímur Hallgr. 166 Fimmtudagur 27.7. Hallur Símonarson - ísak Örn Sig. 189 Gylfi Baldurss. - Sigurður B. Porsteinss. 188 Unnar Atli Guðm. - Stefán G. Stefánss. 184 Runólfur Jónss. - Steinberg Ríkarðss. 182 Kristinn Kristjánss. - Valdimar Sveinss. 175 Föstudagur 28.7. N-S Gylfi Baldursson - Steinberg Ríkarðss. 231 Siguijón Tryggvas. - Guðlaugur Sveinss. 231 Daníel Már Sigurðss. - Vilhjálmur Sig.jr.227 Pétur Steinþórsson - Úlfar Kristinsson 226 A-V Arni Hannesson - Halldór Tryggvason 246 Þórður Jörundss. - Vilhjálmur Sigurðss. 242 Ólafur Ingvarsson - Friðrik Jónsson 231 Eggert Bergsson - Þórður Sigfússon 228 Sveitakeppni fór að venju fram að loknum tvímenningi og tóku sjö sveitir þátt í henni. Sigurvegari varð sveit Sigtryggs Sigurðssonar, en auk hans voni Hrólfur Hjaltason, Sig- urður B. Þorsteinsson og fsak Örn Sigurðsson í sveitinni. Sunnudagur 30.7. Ómar Olgeirsson - Kristinn Pórisson 132 Leifur Aðalsteinss. - Jón V Jónmundss. 123 Viihjálmur Sig. jr. - Sigurbjöm Haraldss.121 Guðbjöm Þórðarson - Hrólfur Hjaltas. 120 ísak Örn Sigurðsson varð viku- meistari í annað sinn! Stríðsgæfan elti ísak svo sannarlega í vikunni, því hann sigraði þrisvar sinnum í tví- menningi, og alltaf með eins stigs mun!! Isak hlapt 82 stig í vikunni, sem er met. ísak fær í verðlaun gjafabréf á Þrjá Frakka hjá Úlfari. Hann hefur einnig tekið forystu í Borgamesleiknum, en þar er spilað um að ná sem flestum stigum á fjór- um samliggjandi spilakvöldum. Fjöldi leikja er í gangi í Sumarbrid- ge 2000, upplýsingar um fyrirkomu- lag þeirra má finna á íþróttasíðu mbl.is., slóðin þangað er <http:// www.mbl.is/sport/sumarbrids/>. Þar má einnig finna öll úrslit úr Sumarbridge 2000. Nýjustu úrslit eru sem fyrr á síðu 326 í textavarpi Sjónvarpsins. Spilað er í Sumarbridge 2000 öll kvöld nema laugardagskvöld og hefst spilamennskan alltaf klukkan 19. Á föstudagskvöldum er boðið upp á stutta Monrad-sveitakeppni að loknum tvímenningi. Allir eru hjart- anlega velkomnir, skráð á staðnum og hjálpað er til við myndun para. SúrefnLsvönir Karin Herzog Oxygen face FÉLAG HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJAFNARA Nám Höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun www.simnet.is/cranio S. 699 8064 og564 1803 ÍSVAI-30RGA EHF HÖf-ÐABAKKA 9. 1 12 RTYKJAVÍK SÍMI 987 8/90 FAX 98/ 8/51 UTSALA Góðar vörur 15% aukaafslóttur ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þökk sé Ingólfí ÉG hef lesið mest af því sem sagt er um Bach og hans stórkostlegu tónverk í Morgunblaðinu í dag. Þakkir til Páis ísólfssonar fyrir það að kynna Bach fyrir Islendingum á sínum tíma. En ég saknaði mjög eins nafns, sem ég tel að hafi kynnt Back á Islandi ekki síður og það er Ing- ólfur Guðbrandsson, ferðafrömuður, kórstjóri og unnandi alls sem lýtur að klassískri tónlist. Ég hygg að fjöldi ís- lendinga hafi fyrst kynnst Bach á tónleikum Póiífón- kórsins, sem Ingólfur stofnaði og stjórnaði um áraraðir. Aldrei gleymi ég þeim fögnuði sem gagn- tók mig og ég tel alla sem voru í Háskóiabíói þegar Mattheusarpassían var flutt þar fyrst. Þar kynnt- umst við Bach. Þökk sé Ingólfi. Við skulum ekki gleyma að þakka þeim sem vörð- uðu veginn. Ef Ingólfur hefur ekki enn fengið fáikaorðu fyrir frumkvæði sitt á kynn- ingu klassískrar tónlistar þá er tími til þess kominn. Ég vil þakka Ingólfi Guðbrandssyni fyrir ógleymanlega tónleika með fjölda höfuðverka tónlistarsögunnar frá upphafi. Ingibjörg. Fækkun á Austurlandi FÁTT eitt heyrist nú rætt um álver í Fjarðabyggð, sátt virðist hafa náðst um gang mála í því máli. Þrátt fyrir þá ákvörðun að reisa álver í Fjarða- byggð þá hefur fækkað mest á Austuriandi. Fólksflutningar af lands- byggðinni til höfuðborgar eða suðvesturhornsins eru mestir af Austurlandi. Ál- ver á Austurlandi er kannski ekki sá kostur að laða að fólk nema síður sé. Það þarf að huga að öðrum atvinnumálum, það þarf að efla menningu og ýmislegt annað sem þarf að huga að. Þessari fólks- flóttaþróun af iands- byggðinni verður ekki snúið.við með einu risaál- veri. Álver og virkjun skapa mörg störf á meðan uppbygging á sér stað, eftir það blasir veruleik- inn við. Fiskvinnslan er alltaf að verða tækni- væddari, þá þarf færri og færri til að starfa við þá atvinnugrein, svo eru allt- af að verða færri íslend- ingar sem vinna við fisk- vinnslu, þannig að það þarf að huga að annarri atvinnustarfsemi við hlið- ina á fiskvinnslunni og ál- veri, ef það rís. Fólk- fsfækkun á lands- byggðinni má skrifast á ýmsa þætti. Það er slæmt til þess að hugsa að ráða- menn vakni þegar allt er komið í óefni. Menn hafa einblínt einum of mikið á áiver, að það muni bjarga öllu. Ef menn líta raun- hæft á málin þá er álver ekki lausnin á vanda landsbyggðarinnar. Gunnar G. Bjartmarsson. Hugleiðingar á bjórstofu NÚ er komin önnur öld. Bjórinn flæðir yfir Iandið, þjóðin þyngist, margir orðnir sællífislegir af bjórdrykkju og góðum mat. Grillveislur standa sem hæst, þar má sjá rauðvín fljóta með - lax- veiðimenn bera viskíkass- ana út í bílana og verslun- armannahelgin er framundan. Nóg er af auglýsingum um tuga- fmæii sem boðið er til oft- ast milli kl. 5 og 7, þá má fara út að borða á eftir. Ef fólk er timbrað næsta dag er hægt að fá sér bjór um hádegið. Þá gefst aft- ur heilsa á ný. Nú er hægt að fara að hlakka til desembermán- aðar. Þá byrja jólaglöggin á vinnustöðum og jóia- hlaðborð á veitingahúsun- um (helst um hádegið). Á jólunum borða og drekka fiestir heima. Eftir mikiar flugeldasýningar á gam- lárskvöld styttist í þorra- blótin, góugleði, sam- ræmdu prófin og stúdentsprófin. Margt bendir því til þess að þjóðin sé á fylliríi. Nú á að fara að loka bjórstofunni. Ég held ég gangi heim. Ragnheiður K. Baldursdóttir, 201019-4359. Tapað/fundið Armbandsúr og dem- antshringur töpuðust SPAN GAR-armbandsúr og demantshringur töpuð- ust í Siglingaklúbbi Kópa- vogs, þriðjudagskvöldið 25. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Óla Þór í síma 897-2425. Fjögurra laufa smára hálsmen tapaðist FJÖGURRA laufa smára hálsmen í gullfesti tapað- ist annaðhvort fyrir utan Hótel Eddu á Akureyri eða Hrafnagili í Eyjafirði, sunnudaginn 23. júlí sl. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 557-8709 fyrir.hádegi. Fundarlaun. Dýrahald Gulur og grænn páfagaukur f óskilum GULUR og grænn páfa- gaukur í óskilum í Kópa- vogi. Upplýsingar í síma 554-2065. Blár páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur flaug inn um gluggann á Pizza- Hut á Suðurlandsbraut, laugardaginn 29. júlí sl. Hann er núna í góðu yfir- læti hjá einum starfs- manna staðarins. Vinsam- legast hafið samband í síma 694-7990 eða 568- 5144. Róbert er týndur RÓBERT er grár og hvít- ur köttur og hefur ekki sést heima hjá sér í um það bil hálfan mánuð. Hann er ólalaus en eyrna- merktur. Hann heldur sig oft í nánd við golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Róbert er mjög gæfur og blíður við fólk. Ef einhver veit um ferðir Róberts, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Irisi í síma 561-1885. Grá kanína týnd á Skólavörðuholti SEINT sl. miðvikudags- kvöld 26. júlí týndist ljós- gráleit og falleg kanína nálægt gatnamótum Kárastígs og Frakkastígs. Kanínan er ómerkt. Þar sem hún var í kvöldgöngu með eiganda sínum er hún með 1,10 sm langa ól. Kanínan, sem heitir Katrín Sigríður og kölluð er Dúsa, er 4ra ára og gegnir stundum nafni. Hún er algjörlega óvön því að vera ein utandyra, hvað þá svona yfirgefin úti í hinum stóra heimi. Því er líklegt að hún hafi fundið sér skjól í ein- hverjum húsagarðinum á þessu svæði. Ibúar í hverfinu og í efri hluta Þingholtanna eru vinsam- legast beðnir að svipast eftir kanínunni í görðum sínum þar sem hún kemur til með að skríða úr skjóli sínu bæði til að afla sér matar og einnig vegna forvitni. Þetta ferli gæti jafnvel tekið nokkrar vik- ur. Þakklátir eigendur kan- ínunnar bíða etir að heyra frá ykkur á Kárastíg 9, jarðhæð. Annars í síma 569-4128 á vinnutíma eða í rafpóstfangi: gunnar@caa.is Góðum fundarlaunum heitið. Víkverji OFLUG þátttaka íslendinga í hátíðarhöldunum vegna af- mælis landafunda og kristni á Grænlandi hafa áreiðanlega styrkt samband landanna tveggja. Það kom fram í ræðum manna við há- tíðarhöldin og það fann Víkverji sem var á Grænlandi þessa daga. XXX ISTARFI sínu lagði íslenska landafundanefndin upp með það að vekja athygli á nútímasamfélag- inu á Islandi árið 2000 með því að rifja upp sögu Leifs heppna, Eir- íks rauða og annarra víkinga og sérstaklega landafundanna fyrir þúsund árum. Greinilegt er að vel hefur tekist til að mörgu leyti í samvinnu við Grænlendinga, Kanadamenn og Bandaríkjamenn. Sú athygli sem vaknað hefur við ferð víkingaskipsins íslendings vestur um haf, hátíðarhöldin í Grænlandi og Nýfundnalandi og víkingasýninguna í Smithsonian- safninu í Washington bendir til þess að þeir miklu fjármunir sem varið er til verkefna tengdum landafundunum geti skilað sér til baka í almennri kynningu á land- inu og fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku. Það er auðvitað skrifar... aðaltilgangur starfsins. Og við höf- um endurheimt Leif Eiríksson enn einu sinni. XXX I^SLENDINGAR lögðu mikið af mörkum við byggingu skála Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð við Eiríksfjörð en þessi mannvirki voru afhent heima- mönnum við hátíðarhöldin. Þótt margir hafi lagt hönd á plóginn hefur Víkverji rökstuddan grun, ef svo má að orði komast, um að hug- myndin hefði ekki orðið til og verkið enn síður verið framkvæmt ef Árni Johnsen alþingismaður hefði ekki borið það fram og barist fyrir því. Árni notar stundum óhefðbundnar aðferðir við það sem hann tekur sér fyrir hendur og er ekki ólíklegt að það hafí riðið baggamuninn í þessu verki. Var honum sérstaklega þakkað fyrir framgönguna þegar húsin voru tekin í notkun. Árni hefur lengi haft áhuga á Grænlandi, ferðast mikið um landið, vakið á því at- hygli hér á landi og sýnt íbúum þess ræktarsemi á ýmsa lund. Hefur það ekki einungis komið fram í byggingu þessara ágætu mannvirkja í Brattahlíð. UM verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Unglinga- landsmót er eins og olympíuleikar unglinganna á landsbyggðinni. Ibúar staðanna hafa unnið mikið starf að undirbúningi mótsins og vonandi njóta þeir góðs veðurs sem auðveldar mjög framkvæmd svona stórs móts og ræður kannski úrslitum um það hvernig þátttakendurnir minnast þess. Sá mikli undirbúningur sem unninn hefur verið á Vestfjörðum fyrir mótið sannar fyrir Víkverja ágæti þeirrar stefnu UMFÍ að gefa fámennum byggðarlögum kost á að spreyta sig á mótshald- inu. Að þessu sinni er gerð sú djarfa tilraun að halda Unglinga- landsmótið um verslunarmanna- helgina. Hefur sá tími ekki þótt gæfulegur til íþrótta, menn hafa líklega talið að unglingarnir vildu nota helgina til annars. Til að gera mótið samkeppnisfært við hefð- bundnar útihátíðir er skemmtidag- skrá og dansleikjum bætt við hina hefðbundnu íþróttakeppni. Vík- verji dagsins styður eindregið þessa tilraun og vonar að hún heppnist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.