Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 28
28 r>R!1)JUl)AG0K 1. ÁGÚST 2000 ERLENT MOkGO'NTBLADÍÚ Vinstnmaðurmn Hugo Chavez endurkjörinn forseti Yenesúela Fékk skýrt umboð til að halda „byltingunni“ áfram Caracas. Reuters, AFP. Reuters Hugo Chavez fagnar kosningasigri sínum á sunnudag með dóttur sinni. Kóreuríkin Samstarfs- skrifstofur opnaðar Seoul. Reuters. KÓREURÍKIN komu sögu- legri yfirlýsingu frá því íyrr á árinu í framkvæmd í gær með því að undirrita samning um að opna samstarfsskrifstofur við landamæri ríkjanna. Skrifstofumar voru fyrst opnaðar árið 1992 en Norður- Kóreumenn lokuðu þeim fjór- um árum síðar. Samkvæmt samningnum verða þær opnað- ar að nýju 15. ágúst og einnig er stefnt að því að koma á lesta- samgöngum milli landanna. Ráðherrar sameiningarmála ríkjanna tveggja undirrituðu samninginn í Seoul og ráðgert er að næsta lota samningavið- ræðnanna verði 29.-31. ágúst. Viðræðumar eiga að einskorð- ast við efnahagsleg og félagsleg málefni fyrst um sinn og síðar verður tekist á við deilur ríkj- anna um hermál sem búist er við að taki lengri tíma að leysa. Nýr Israelsforseti segist vilja stuðla að sáttum Jenísalem. AP. VINSTRIMAÐURINN Hugo Chavez var endurkjörinn forseti Venesúela á sunnudag og fékk skýrt umboð frá kjósendum til að halda áfram „friðsamlegri bylt- ingu“ sinni næstu sex árin. Þegar 77% atkvæðanna höfðu verið talin var Chavez með 59,5% fylgi og helsti keppinautur hans, Francisco Arias, fékk 37,6%. Arias játaði sig þó ekki sigraðan og ve- fengdi kjörtölurnar. „Þær tölur sem hafa verið kynntar til þessa eru ekki í samræmi við tölur okk- ar. Við ætlum að bíða eftir því að yfirkjörstjórnin ljúki starfi sínu,“ sagði hann. Samkvæmt fyrstu tölum fengu stuðningsmenn Chavez meirihluta á nýju þingi landsins í kosningun- um á sunnudag. Þeir fengu einnig um helming 23 ríkisstjóraembætta sem kosið var til. Chavez er 46 ára fyrrverandi herforingi og var kjörinn forseti fyrir einu og hálfu ári með miklum meirihluta atkvæða. Hann knúði fram breytingu á stjómarskránni sem gerir honum kleift að vera við völd til 2012 nái hann endurkjöri eftir sex ár, leysti upp þingið og rak hundruð dómara sem voru sakaðir um spillingu. Hann er eld- heitur þjóðernissinni og nýtur mikillar hylli meðal lágstéttar- fólks. Hann hefur lofað að rétta hlut þeirra sem hafa ekki notið góðs af olíuauði Venesúela, sem er þriðja mesta olíuútflutningsríki heims. Hann hefur hins vegar fordæmt kapítalismann í landinu, sem hann segir einkennast af spillingu og fá- keppni, og hefur það vakið ugg meðal auðugra Venesúelamanna og valdið miklum fjármagnsflótta. Áætlað er að andvirði 630 millj- arða króna hafi streymt úr land- inu, einkum til Bandaríkjanna. í fangelsi fyrir valdaránstilraun Mikill efnahagssamdráttur hefur verið í Venesúela frá því að Cha- vez komst til valda og er þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem efnahagurinn dregst saman á sama tíma og heimsmarkaðsverðið á olíu er hátt. Þjóðarframleiðslan minnk- aði um 7% í fyrra og hagvöxturinn var aðeins 0,3% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Alias var áður bandamaður for- setans en sneri baki við honum fyrr á árinu og sakaði hann um að hafa svikið „byltingu" þeirra. Chavez og Alias voru dæmdir í fangelsi eftir að hafa stjórnað blóðugri valdaránstilraun 4. febr- úar 1992. Þeir voru leystir úr haldi tveimur árum síðar eftir að for- setinn veitti þeim sakaruppgjöf. Chavez stofnaði þá nýja stjórn- málahreyfingu sem skírskotaði einkum til kenninga frelsishetj- unnar Símons Bolívars er fæddist í Venesúela og stjórnaði baráttunni gegn yfirráðum Spánverja í Róm- önsku-Ameríku. Stuðningsmenn Chavez líta á hann sem hetju á borð við Hróa hött en í augum andstæðinga hans er hann djöfullinn holdi klæddur. Hann er einn af litskrúðugustu stjórnmálamönnum Rómönsku Ameríku og hefur virt samskipta- reglur forsetaembættisins að vett- ugi. Hann á það til að laumast frá lífvörðum sínum til að ræða við flækinga og vændiskonur á götum höfuðborgarinnar og hefur stjórn- að símaspjallþáttum í útvarpi. Áhrif hersins að aukast Chavez hefur skipað gamla sam- starfsmenn sína í hernum í æðstu embætti landsins og látið hermenn mála skóla og selja matvæli á úti- mörkuðum. Aukin áhrif hersins og harðvítugar árásir forsetans á andstæðinga hans, sem hann hefur m.a. kallað „eiturnöðrur" og „rýt- andi svín“, hafa orðið til þess að andstæðingar hans óttast að hann hyggist breyta Venesúela í einræð- isríki með fulltingi hersins. Hefur hann meðal annars beint spjótum sínum að fjölmiðlum, frammámönnum í viðskiptalífinu og kaþólsku kirkjunni. Chavez hefur vingast við Fidel Castro Kúbuleiðtoga og aukið tengsl Venesúela við Kúbu og Kína. Samskipti hans við Banda- ríkjastjórn hafa hins vegar verið stirð og hefur hann t.a.m. meinað bandarískum flugvélum að fljúga yfir Venesúela til að fylgjast með eiturlyfjasmyglurum. NÝKJÖRINN forseti ísraels, Moshe Katsav, var Mtt þekktur stjómmála- maður þótt hann hafi gegnt ýmsum ráðherraembættum á ferli sínum. Kom mjög á óvart að þingið skyldi velja hann forseta fremur en Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og fríðarverðlaunahafa Nóbels. í óformlegum skoðanakönnunum með- al almennings hafði Peres tvöfalt fylgi á við keppinaut sinn. Niðurstaðan er einnig lítt glæsilegur endir á ferli Per- es sem hefur um hálfrar aldar skeið verið einn af framámönnum Verka- mannaflokksins og einn af virtustu leiðtogum landsins þótt hann yrði oft að sætta sig við ósigur í kosningum. Katsav hlaut 63 atkvæði í annarri atkvæðagreiðslu á þinginu, Knesset, en Peres 57. Frambjóðandi þurfti 61 atkvæði til að ná kjöri. Katsav er 55 ára gamall, fæddur í íran og af fátæk- um kominn. Fjölskylda hans bjó um hríð í bráðabirgðabúðum sem settar voru upp fyrir gyðinga frá Miðaustur- löndum og Norður-Afríku eftir stofn- un ríkisins og fyrsta stríðið gegn arabalöndunum árið 1948. Ráðamenn fsraels voru fyrstu áratugina lang- flestir af evrópskum gyðingaættum, svonefndir ashkenazim, en eftir stofn- un ísraels fluttust fjölmargir austur- gyðingar, sephardim, sem eru aðal- lega frá arabalöndunum og íran, til landsins og voru lengi eins konar lág- stétt, fátækir og menntunarsnauðir. Sephardim-gyðingur Aðeins einn forseti ísraels, Yitzhak Navon, hefur verið af sephardim-ætt- um þar til nú. Katsav vísaði því samt sem áður á bug að hann væri sérstak- ur frambjóðandi sephardim-ísraela og lagði áherslu á vilja sinn til að sætta óMka hópa í landinu, hægri og vinstri, trúaða og guðlausa, gyðinga og araba. Hann segist þó stoltur af því að búa í Kiryat Malachi, einni af nýju borgunum sem áður voru aðallega byggðar fátækum innflytjendum. Katsav var kjörinn borgarstjóri í Kii-yat Malachi aðeins 24 ára að aldri árið 1969 og síðan á þing árið 1977 fyrir hægriflokkmn Likud. Hann var m.a. ráðherra samgöngu- og ferða- mála og um hríð aðstoðarforsætisráð- herra. Peres hafði treyst á að fá stuðning meðal 22 þingmanna flokka bókstafs- trúaðra gyðinga en það brást. Katsav er sjálfur trúhneigður og því er taUð að sumir bókstafstrúarmenn hafi taUð hann sinn mann. Fráfarandi forseti, Ezer Weizman úr Verkamanna- flokknum, hefur oft valdið deilum vegna afskipta sinna af stjómmálum en samkvæmt stjómarskrá er forset- inn nær valdalaus. Weizman var ein- dreginn stuðningsmaður friðarsamn- inga við Palestínumenn og þótti ljóst að ef Peres næði kjöri myndi hann í því tilUti feta í fótspor Weizmans. Katsav hefur sagt að hann muni ekki verða pólítískur forseti en hann er á hinn bóginn samstíga flokkssystkin- um sínum í Likud varðandi friðarmál- in: Óslóarsamningai-nir 1993 hafi ver- ið mistök og harmleikur fyrir ísrael. Concorde verði í banni i »». i ií ’ :■■■, ■. ■. ________________________________________ Farþegar yfirgefa Concorde-þotu British Airways í Gander á sunnudag. París, New York, Montreal. AFP. STÉTTARFÉLAG flugmanna í Frakkfandi hvatti til þess í gær að franska flugfélagið, Air France, framlengdi flugbann á Concorde- þotur félagsins uns gerðar hefðu ver- ið ráðstafanir sem koma ættu í veg fyrir að harmleikurinn í París fyrir réttri viku endurtæki sig. Rannsakendur í París tilkynntu í gær að 113 hefðu farist í slysinu, eins og lengst af var talið, en fyrir helgi höfðu þeir hækkað töluna um einn. En í Ijós kom að lík, sem talið var að hefði ekki verið áður talið, vai- í upp- haflegu tölunni. Rannsakendur telja nú að einn eða tveir hjólbarðar undir bakborðsvæng þotunnar hafi sprungið í flugtakinu og hafi það sett af stað keðjuverkun er endaði með því að eldur kom upp og þotan varð stjórnlaus og fórst. Komu sérfræðingar saman til fundar í París í gær til að ræða til hvaða ráð- stafana skuli gripið í ljósi þessa og hvenær Concorde-þotur Air France geti flogið á ný. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á slysinu benda til þess að tætlur úr sprungnum hjólbarða hafi gert gat á yfirborð vængsins og komið af stað miklum leka úr einum eldsneytis- tankinum í vængnum. Eldur hafi komið upp í bensíninu þegar það hafi komist í snertingu við hita frá hreyfl- unum. Segja rannsakendur að fund- ist hafi á flugbrautinni brak sem virð- ist vera úr bensíntanki vélarinnar. Grunur um eldsneytisleka Boeing 737 þota kom í gærmorgun til New York með farþega og áhöfn Concorde-þotu British Airways sem varð að lenda í Gander á Nýfundna- landi á sunnudag vegna gruns um eldsneytisleka. Að sögn flugfélagsins var vélin á leið frá London til New York þegar ákveðið var að lenda í Gander eftir að áhöfnin fann lykt af eldsneyti í véMnni. Var þetta eitt þriggja atvika sem tilkynnt var um í sambandi við flug Concorde um helgina. 57 farþegar og níu manna áhöfn var í þotunni. Að sögn tals- manns British Airways í Kanada var lendingin í Gander, sem var næsti flugvöllur, varúðarráðstöfun af hálfu áhafnar þotunnar. Væri vélin nú í farbanni. Er enn verið að rannsaka hvað olli eldsneytislyktinni. Jósef o g bræður hans eftir Amos Oz © Anios Oz. UM leið og Katzav forseta er ósk- að til hamingju með að hafa náð kjöri sem nýr forseti ísraels er erfitt að óska [þinginu] Knesset til hamingju með að hafa snúið baki við hinum frambjóðandanum, Shi- mon Peres, einum merkasta stjórnmálaskörungi sem nú er uppi í heiminum. Um leið og úrslit atkvæða- greiðslunnar í þinginu voru kunn sagði einn af hægri-öfgamönnun- um þar glaðhlakkalega að Peres hefði orðið undir vegna þess að ísrael vildi hvorki þessar „vinstri- sinnuðu friðarumleitanir11 hans né „alla hans vinstri nútímahyggju." Það er nokkuð til í þessu hjá manninum. Peres beið ósigur - ekki í fyrsta sinn - fyrir þjóðernis- sinnuðum harðlínumönnum, trúarofstækissinnum og öðrum hugleysingjum; hann beið ósigur einfaldlega vegna þess að hann er á undan sinni samtíð og of langt á undan of mörgum af þjóð hans; hann beið lægri hlut líkt og svo margir aðrir spámenn og mótend- ur nýrra tíma. Kannski beið hann ósigur fyrir þess konar hatri og ótta og öfund sem gerði að verk- um að bræður Jósefs létu bróður sinn, „draumameistarann“, detta ofan í þann sama pytt. Katzav forseti er hvorki skil- yrðislaust ábyrgur fyrir þeim samtökum sem komu honum til valda, né mun hann þurfa að standa skil gjörða sinna gagnvart þeim. Vera kann, að hann verði forseti sem undirritar marga um- bótalöggjöf í ísrael, auk væntan- legra friðarsáttmála milM ísraels og Palestínu, Sýrlands og Líban- ons. Ef og þegar það gerist munu ýmsir þingmenn sem greiddu honum atkvæði naga sig í hand- arbökin. Höfundur er ísraelskur rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.