Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sorphirðumál í Stykkis- hólmi inn á borð ESA EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA hefur nú til umfjöllunar kæru á hendur StykMshólmsbæ vegna samninga um sorphirðu í bænum en Samkeppnis- stofnun sendi ESA kæruna 17. júlí síðastliðinn. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir málið storm í vatnsglasi, gerður hafi verið skamm- tímasamningur við tiltekinn verktaka, sem séð hef- ur um sorphirðu í StykMshólmi undanfarin ár, á meðan verið sé að leiða til lykta viðræður um sam- eiginlegt útboð vegna sorphirðu á Snæfellsnesi öllu. Óli Jón sagði að ekki hefði tekist í tæka tíð að undirbúa sameiginlegt útboð sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi vegna sorphirðu á svæðinu. Þeir í Stykkis- hólmi hefðu því þurft að leysa sín mál þar sem samningar um sorphirðu hefðu verið að renna út hjá þeim. Sú lausn sem þeir hefðu valið, að semja um það við Sigurð Júlíusson verktaka að hann héldi áfram að sjá um sorphirðu, hefði verið sú ódýrasta. Meginregla að bjóða út verk sem þessi Það var Baldur Bergmann hjá fyrirtækinu Berg- lín sem kærði samningsgerðina við Sigurð Júlíusson en hann mun hafa haft áhuga á að bjóða í verkið. Óli Jón leggur hins vegar áherslu á að þessi lausn sé að- eins til bráðabirgða, í versta falM til eins árs, og að það sé sannarlega meginregla hjá Stykkishólmsbæ að yerk sem þessi verði boðin út. Óli Jón sagði að þegar fram liðu stundir yrði væntanlega farið í stærra útboð vegna sorphirðu- mála á Snæfellsnesi, enda þyrfti ekki að velkjast í vafa um að það væri hagkvæmara fyrir sveitarfélög- in. Enn er reyndar ekki ljóst hvort öll sveitarfélög á svæðinu verða með í samstarfinu, að sögn Óla. Davíð Oddsson til Noregs og Eistlands DAVÍÐ Oddsson heldur utan um næstu helgi til Noregs. Hann verð- ur í opinberri heimsókn í Ósló 7. og 8. ágúst en áður en hann heldur þangað verður hann gestur á Björnsson-hátíðinni sem er alþjóð- leg bókmenntahátíð sem kennd er við norska skáldið Björnstjerne Björnsson. Knut Ödegaard, fyrr- verandi forstjóri Norræna hússins, er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður gestgjafi Davíðs Oddsonar í Molde. I Osló á Davíð fund með Jens Stoltenberg forsætisráðherra Nor- egs. I lok mánaðarins heldur forsæt- isráðherra síðan til Eistlands á fund forsætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna 28. ágúst. Síðan verður Davíð í opinberri heimsókn í landinu í boði Mart Laar forsætisráðherra landsins. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Þeir syntu Viðeyjarsund. F.v.: Fylkir Þ. Sævarsson, Kristinn Magnússon og Björn Ásgeir Guðmundsson. Ný þjónusta hjá mbl.is Fréttir með SMS FRÉTTAVEFUR Morgunblaðs- ins, mbl.is, býður í dag upp á nýja þjónustu fyrir eigendur GSM síma. Nú er hægt að fá sendar fréttir af mbl.is með SMS skilaboð- um. Engin sérstök kort þarf í sím- ann. Notendur verða þó að vera í GSM áskrift hjá Landssímanum. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka fréttaþjónustu með SMS skilaboðum á mblis. Kaup- endur geta skráð sig á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Á skrán- ingarsíðunni er hægt að velja milli fréttaflokka. Einnig er hægt að fá sendar svokallaðar stórfréttir sem berast öllum notendum GSM þjón- ustunnar. Stórfréttir eru yfirleitt sendar út sjaldan og margir dagar geta liðið á milli þeirra. Þá er hægt að ákveða tímamörk á SMS þjón- ustunni. Hver skilaboð kosta 6 kr. SMS þjónusta mbl.is er í sam- vinnu við Landssímann og Stefju. Lagstir til sunds í 12 gráðu heitum sjónum. Syntu frá Viðey til Reykjavíkur ÞRÍR sundmenn, Kristinn Magnús- son, Fylkir Þ. Sævarsson og Björn Ásgeir Guðmundsspn, lögðust til sunds við bryggjuna í Viðey klukkan 16.25 sfðastliðinn laugardag og þreyttu svokallað Viðeyjarsund inn til flotbryggjunnar við Ægisgarð. Mestalla leiðina, sem er á milli 2,7- 2,8 kílómetrar, syntu þeir skriðsund. Kristinn er sjúkraþjálfari að mennt og fyrrverandi landsliðsmað- ur í sundi. Fylkir kom alla leið frá Danmörku til að þreyta sundið en hann er í námi í rafmagnsiðnfræði í Sönderborg. Björn er yfir- matreiðslumaður hjá Radisson SAS Hótel íslandi. Það var norðvestan gjóla og talsverður sjör þegar sund- ið bófst og sögðu sundmennirnir að fyrsti áfanginn hefði reynst erfiðast- ur vegna sjógangs. Sautján menn höfðu þreytt Viðeyjarsund frá upp- hafi vega áður en þremenningarnir bættust í hópinn og hafa því nú 20 manns, svo vitað sé, unnið þetta af- rek. Kristinn hefur reyndar áður synt Viðeyjarsund árið 1998 og sama ár þreytti hann jafhframt Drangeyjarsund. Björn hefur áður þreytt Bessastaðasund, þ.e. frá Æg- issi'ðu að Bessastöðum. Björgunarsveitarmenn fylgdu sundgörpunum eftir á tveimur björgunarbátum alla leiðina og sáu um að gefa þeún næringu á sundi. Sundmennirnir komu í land um kl. 17.30 og höfðu þá verið á sundi í tæpar tvær klukkustundir í um 12 gráðu heitum sjóniini. Að sundi loknu sagði Fylkir að fyrsti áfang- inn hefði verið erfiður vegna brims en sjólagið hefði skánað strax þegar þeir komu inn fyrir Laugarnesið. „Það var ekki kuldinn sem var að kvelja okkur heidur öldurnar." Þeir félagar sögðu að mikil við- brigði hefði verið að synda úr opnu hafinu inn í Ke ykja víku rhöfn. Það hefði verið eins og að lenda inni í hitavegg. ---------?-?-«--------- Fundað í Sleipnisdeil- unni f dag FUNDUR verður í dag í deilu Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins. Verkfalli var sem kunnugt er frestað til 12. ágúst og skellur því á ef ekki semst fyrir þann tíma. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir að í sjálfu sér sé engin sérstök ástæða til að ætla að árangur náist á fundinum í dag. Staðan sé hin sama og þegar síð- asta fundi lauk. „Við höfum eina og hálfa viku til að semja," segir hann. Þjónusta númer eitt! Tíð umferðarslys við Akureyri 9 bflar skemmdir eftir árekstra Til sölu MMC Pajero sport 2500 diesel. 5 dyra, 5 gíra, ný- skráður 26.08.1999, ekinn 34 þ. km, leðurinnrétting, sóllúga, álf- elgur, spoíler. Ásett verð 2.890.000. Ath skipti á ódýrari. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 . BÍLAÞINGfEKLU Némer &'rff í nofvPvm bthml Laugavegi 174.105 Reykja vik. slmi 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is FRÁ föstudegi til sunnudags urðu 5 harðir árekstrar í umdæmi lög- reglunnar á Akureyri. EkM urðu al- varleg slys á fólki en alls skemmdust 9 bifreiðar í þessum árekstrum. Árekstrahrinan hófst á fóstudaginn þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman við Bægisá í Öxnadal. Jeppinn hafnaði utan vegar og báðir bfiarnir skemmdust talsvert. Þrennt var flutt á slysadeild en enginn slasaðist alvar- lega. Um kl. 13 á laugardaginn varð ann- ar árekstur jeppa og fólksbifreiðar, að þessu sinni við Sigluvfk á Svalbarðs- strönd. Ökumaður fólksbifreiðarinn- ar, sem var á leið til Akureyrar, var að taka fram úr öðrum bíl þegar hann ók á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn brotnaði aftari hjóla- búnaður fólksbifreiðarinnar af og hún stöðvaðist utan vegar. Báðar bifreið- arnar voru dregnar með kranabfl af slysstað. Ökumaður jeppans og dóttir hans voru flutt á slysadeild ásamt ökumanni fólksbifreiðarinnar. Á laugardagskvöldið var fólksbif- reið ekið á lágan vegg við bifreiða- stæði fjölbýlishúss. Ökumaðurinn sagði að líklega hefði hann blindast af sólskini. Hann fann fyrir eymslum í handlegg og báðir farþegarnir voru aumir í bringu eftir bílbelti. Bfllinn er mikið skemmdur. Skömmu eftir há- degi á sunnudaginn lentu kranabif- reið og fólksbifreið í ársekstri í Öxna- dal. Framúrakstur endaði með því að fólksbifreiðin lenti framan á krana- bílnum. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðarinnar tók fram úr kranabflnum en hefur að öll- um lfkindum beygt of snemma og lenti því á framhorni kranbifreiðar- innar. Við áreksturinn snerist fólks- bfllinn og lenti framan á kranabflnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.