Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 47 MINNINGAR GESTUR PÁLSSON + Gestur Pálsson fæddist í Mýrar- koti á Álftanesi 5. nóvember 1911. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Páll Stefánsson, sjómað- ur í Mýrarkoti og Iljallakoti á Álftanesi og síðar í Reykjavík, f. 26. júní 1863, d. 10. ágúst 1935, og Ólöf Jónsdóttir, f. 24. júní 1873, d. 8. október 1948. Systkini voru alls sjö auk fósturbróður og er aðeins ein systra hans á lífi, Guðbjörg. Látin eru Þjóðbjörg, Ingveldur, Guð- mundur, Guðný, Jóhanna og fóst- urbróðirinn Július. Gestur kvæntist 6. mars 1936 Jórunni Ellu Ólafsdóttur frá Vest- mannaeyjum, en hún lést 15. aprfl 1942. Þau eignuðust eina dóttur, Ólöfu, f. 24. júní 1937. Gestur kvæntist aftur 6. nóv- ember 1943 Elínu Vilborgu Jó- hannsdóttur, f. 30. júní 1911, en hún lést 14. ágúst 1986. Börn þeirra eru Páll, f. 4. júní 1944, og Fríður, f. 4. október 1950, en fyrir átti Elín son af fyrra hjónabandi, Jóhann Löve, f. 30. júlí 1935. Gestur hóf prentnám í Félags- prentsmiðjunni 1. jú- lí 1926, lauk sveins- prófi 1930 og öðlaðist meistara- réttindi 1936. Hann vann í Félags- prentsmiðjunni til 1942 þegar hann gerðist setjari og síðar verkstjóri í prentsmiðunni Hól- um. Árið 1966 var honum falið að taka við rekstri prentsmiðjunnar og gegndi hann því starfí til ársins 1975. Frá 1975 starfaði hann í Borg- arprenti, en lét af störfum 1990 vegna aldurs. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum á starfsferl- inum og má þar nefna; í stjóm Hins íslenska prentarafélags 1946-1948 ásamt að sitja í fast- eignanefnd félagsins sama tíma. Prófdómari í setningu 1946-1965 og fulltrúi í Iðnráði 1962-1966. Útför Gests fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, um leið og ég kveð þig í hinsta sinn langar mig að þakka þér íyrir það sem þú varst mér, bæði góður faðir og vinur. Þau voru ófá skiptin sem við fór- um saman í bíó, einkum þegar mamma var á spítala. Mér er minnisstæður einn dagur þegar ég var tíu ára gömul. Við fór- Nú samvist þinni ég sviptur er - ég sé þig aldrei meir! Ástvinimir, sem ann ég hér, svoallirfaraþeir. Ég felldi tár - en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Því minning hún er sæl og sæt ogsömuleið égfer. Hann lést á Elliheimilinu Grund föstudaginn 21. júlí síðastliðinn eftir langvarandi veikindi, hniginn að aldri. Mér er í fersku minni er ég hitti hann fyrsta sinni. Þáverandi yfir- maður minn í Landsbankanum, ein- stakur nákvæmnismaður og kröfu- harður um vönduð vinnubrögð, sendi mig í Prentsmiðjuna Hóla vegna prentunar á sparisjóðsbókum. Hann lagði ríkt á við mig að tala við Gest Pálsson, verkstjóra í setjarasal. Honum væri best treystandi til að verkið færist vel úr hendi. Eg fór sem leið lá í Hólaprent í Þingholts- stræti og spurði eftir Gesti Pálssyni. Mér var vísað á góðlegan mann, þéttvaxinn, meðalháan á vöxt. Hann tók erindi mínu ljúfmannlega og verkinu var skilað með ágætum á til- settum tíma. Þetta segir nokkuð um það álit sem Gestur naut í sínu fagi. Hann var álitinn einstaklega fær og smekkvís setjari og voru fáir sem stóðu honum þar á sporði. Hann lærði setningu í Félagsprentsmiðj- unni, en vann lengstum í Prentsmiðj- unni Hólum. Fyrst sem setjari, þá sem verkstjóri og að lokum sem for- stjóri prentsmiðjunnar. Að loknu starfi í Hólaprenti vann hann um nokkurt skeið í Stimplagerðinni hjá öndvegishjónunum Aðalheiði Maack og Óðni Geirssyni. Luku þau miklu lofsorði á störf hans. Er fundum okkar bai- saman fyrst grunaði mig ekki að þar hitti ég fyrir tengdaföður minn tilvonandi, pabba hennar Lóu minnar. En svo varð, og vil ég er leiðir skiljast þakka honum fyrir lífsblómið. Gestur ólst upp í Reykjavík með foreldrum sínum í fjölmennum systkinahópi, við gott atlæti þótt ekki væru efnin mikil. Af systkinum hans er nú aðeins eftirlifandi systirin Guðbjörg. Ungur giftist hann Jór- um niður í bæ eftir að hafa heimsótt mömmu, við enduðum í Hafnarbíói, og það var ákveðið að sjá mynd með Sherlock Holmes kl. 17. Eftir sýn- inguna gengum við niður Laugaveg og litum við í Gamla bíói til að þú gætir séð hvaða mynd þeir væru að sýna, það var að byrja sýning á Borgarljósunum með Chaplin, hann var þitt uppáhald, þú hafðir séð þessa mynd áður, en þegar ég sá færast bros á andlit þitt, vissi ég að við færum inn hvað sem tautaði, sem við og gerðum, og sáum við þá sýn- ingu kl. 19. Að lokinni þeirri sýningu vildir þú ganga framhjá Nýjá bíói, á leiðinni heim, aðeins til að sjá útstill- ingarnar, það varð ekki aftur snúið, viti menn, þeir voru að byrja að sýna mynd með James Bond kl. 21., annað uppáhald, og við inn. Svona varst þú, ekkert að velta hlutunum of lengi fyrir þér, lifðir einn dag í einu, og ég lifði á poppi og kóki. Það var ekki bara, elsku pabbi, að þú hefðir áhuga á kvikmyndum, þú vissir nafn á hverjum einasta leik- ara, framleiðanda, stjómanda, höf- undi o.s.frv., þú varst ótrúlegur í þessum efnum svo og öðrum. Þessi saga er bara brot af því hvernig þú varst og þetta var bara eitt af þínum mörgu áhugamálum. Elsku pabbi minn, ég hefði ekki getað hugsað mér betri föður. Takk fyrir allt. Formáli mirming- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upp- lýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Já, sömu leið! En hvert fer þú? Þighyljasééggröf - þar mun ég eitt sinn eiga bú of ævi svifinn höf. Enerþínsálasigrikætt ogsæiabúinþér? Eg veit það ekki! - sofðu sætt! En sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson.) Þín Fríður. Nú er genginn til hinstu hvílu öð- lingurinn Gestur Pálsson prentari. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir i Eitiarsson Sverrir útfararstjóri, Olsen sími 896 8242 1 útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is J Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst aila þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins meg þjónustu allan sólarhringinn. .7* Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja \ 'GAUÚ" ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. unni Ellu Ólafsdóttur frá Strönd í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust saman dótturina Ólöfu. Fljótlega veiktist Jórunn Ella af berklum og dvaldist löngum á Vífilsstöðum eftir það. Dótturina ungu urðu þau að setja í fóstur til foreldra Jórunnar Ellu í Vestmannaeyjum. Jórunn Ella andaðist árið 1942. Nokkru síðar giftist Gestur Elínu Vilborgu Jó- hannsdóttur ættaðri úr Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Saman ejgnuðust þau tvö böm, Pál og Fríði. Ólöf fluttist til föður síns og stjúpmóður og fyrir átti Elín Vilborg soninn Jóhann Löve úr fyn'a hjónabandi. Elín Vilborg átti löngum við vanheilsu að stríða og dó árið 1986. Eins og fyiT er getið var Gestur álitinn með færustu mönnum í sinni stétt. Hann var maður prýðilega gef- inn, glaðlyndur og dagfarsprúður, gjarnan með glettniorð á vörum þótt á móti blési. Að leiðarlokum þakka ég honum fyrir samverustundir okkar og óska honum blessunar á eilífðarbraut. Ragnar Gunnarsson. Elsku afi Gestur, nú kveðjum við þig og minnumst margra góða stunda með þér, þú varst stór þáttur í lífi okkar á æskuárum. Þú varst alltaf kátur og skemmtilegur og allt- af var jafn gaman þegar þú komst í heimsókn, sem var oft. Við minn- umst þess hversu duglegur, drífandi og lífsglaður þú varst. Þú hafðir aldrei tekið bílpróf og fórst flestra þinna ferða fótgangandi. Það kom oftar en ekki fyrir að við systurnar hittum þig á röltinu í bænum þar sem þú bjóst lengst af. Við fórum með þér á hinar ýmsu skemmtanir og í ferðalög, sem er okkur mjög minnistætt. Þegar aldurinn færðist yfir þig fórum við systurnar að þrífa heima hjá þér. Við urðum fljótt varar við hversu nákvæmur og skipulagð- ur þú varst, þú vildir hafa alla hluti á sínum stað. Við hentum oft gaman að þessari nákvæmni þinni, en kom- umst svo seinna að því að við erum ekki ólíkar þér í þessum málum. Þú varst alltaf hjá okkur á jólunum, þá var mikið spilað og hlegið svo ekki sé minnst á allar mynda- og krossgátS umar sem þú réðst yfir hátíðamar. Þú varst sérfræðingur í þeim efnum. Þetta vora bæði yndislegar og ógleymanlegar stundir. Eftir að þú fluttir á Gmnd og heilsu þinni hrak- aði fækkaði komum þínum til okkar. Fyrstu jólin án þín vom tómleg því það fylgdi þér alltaf góður andi og gleði. Minningarnar um þig og stundirnar með þér fylgja okkur alla tíð. Guð geymi þig, elsku afi okkar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Dyljá, Eva og Eyþór. TILKYNNINGAR RSK RÍKISSKATTSTJÓR! Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á árinu 2000 í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með aug- lýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 200i er lokið á alla einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. Álagning tryggingagjalds og álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður aug lýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðarfram í öllum skattumdæmum mánudaginn 31. júlí 2000. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattum- dæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagingarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2000, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjaldendum hef ur verið tilkynnt um með álagningarseðli 2000 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðs- manni hans eigi síðar en miðvikudaginn 30. ágúst 2000. Reykjavík, 31. júlí 2000. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Sigríður B. Guðjónsdóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.