Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKINGAHATIÐ A NYFUNDNALANDI Hefðbundinn Nýfundnalandsbátur reri með Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóra og smið íslcndings, í land á Víkingahátíðinni við L’Anse aux Meadows þegar skipinu og öðrum víkingafleytum sem fylgdu því hafði verið komið fyrir við sljóra. I víkingaskálanum á L’Anse aux Meadows, sem byggður er með hliðsjón af rústunum við hliðina, sýnir fólk klætt sem víkingar gestum hvernig hinir norrænu landkönnuðir bjuggu. Ferðir norrænna sæfara settar í samhengi Stjórnvöld á Nýfundnalandi hafa síðan gert vel í að skýra frá þætti hinna norrænu sæfara á eyjunni; eft- irlíking af einum skálanna stendur við hafið, nokkur hundruð metra frá rústunum, þar sem víkingaklætt fólk útskýrir lífshætti norrænu land- könnuðanna fyrir gestum. Sunnan Meðan víkingar samtímans sýndu börnum sverð sín og indjánar stilltu sér upp í myndatöku í víkingabænum Norstead á Ný- fundnalandi skoðaði Einar Falur Ingdlfsson bæjarrústir sæfara sem námu land á L’Anse aux Meadows fyrir 1000 árum. Víkingar nir snúa aftur / INORSTEAD, nýbyggðum víkingabæ við hafið nyrst á Nýfundnalandi, er á annan tug þúsunda manna að upp- lifa siði og menningu nor- rænna sæfara sem komu upp að þessum ströndum fyrir þúsund ár- um. Á grasvelli beijast alvopnaðir stríðsmenn víðs vegar að úr heimin- um, við tjöld elda konur á hlóðum, spinna og prjóna, verið er að smíða víkingaskip og þarna eru líka indján- ar sem eru myndaðir í gríð og erg þar sem þeir standa stoltir með fjaðraskraut á höfði. í sölutjöldum er hvers kyns víkingavamingur á boð- stólnum; hyrndir plasthjálmar, út- skorin skip og fatnaður með verki hátíðarinnar: Víkingar! 1000 ár. Gestir njóta þess að vafra um og bíða þess að hátíðardagskráin hefjist og að nokkrir heiðursgestanna komi siglandi á Islendingi. Tvo kílómetra vestur af Norstead stendur örlítið þorp við haflð. Það er L’Anse aux Meadows; íbúar 44. Þeg- ar gengið er suður frá þorpinu er far- ið um grænt og grösugt land, fram hjá grafreitum með máðum legstein- um og skilti sem segir að veiðar séu bannaðar, og út á sléttlendi sem fal- legur laxgengur lækur rennur um. Það var þessi leið sem norðmaðurinn Helge Ingstad gekk árið 1960 undir leiðsögn heimamannsins George Decker, að rústum sem vart mótaði fyrir undir grasi og sandi. Helge var að ljúka langri leit að bústað nor- rænna manna í Vesturheimi. Sjö ár- um síðar var lokið alþjóðlegum upp- greftri sem eiginkona hans, Anne Stine Ingstad, stýrði, og búið að sýna fram á að í raun hefðu norrænir menn búið á L’Anse aux Meadows í kringum árið 1000. Bæði menn og konur, því meðal þeirra brota af grip- um sem fundust voru næla sem þótti benda til að konur hefðu verið í hópi sæfaranna sem reistu þessi átta hús sem þama stóðu og bjuggu í þeim í nokkur ár. Tvær rústanna við L’Anse aux Meadows. Nær er lítil smiðja eða verk- stæði en fjær allstór skáli, þar sem meðal annar fannst næla sem sýndi fram á að konur hefðu verið í hópi hinna norrænu manna. Fjærst er safn og sögusetur. Horft yfír gróin engin við L’Anse aux Meadows, sem Helge Ingstad sannfærðist árið 1960 um að Vinland væri nefnt eftir, en hann hafði talið að Vin sagnanna væri ekki vín heldur engi. I forgrunni eru rústir smiðju en fyrir miðri mynd eru hinar sjö húsarústimar, þar af fjögur íveruhús. við rústu-nar stendur safn og sögu- setur þar sem ferðir víkinganna eru settar í samhengi við menningu svæðisins, útskýrt hverjir þeir voru og hvert þeir fóru. Rústirnar eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna og em sagðar með mikilvæg- ustu fornminjum sem fundist hafa. Þetta eru einu ummerkin sem fund- ist hafa um búsetu norrænna manna í Vesturheimi á þessum tíma. Fyrr í sumar var víkingaþorpið í Norstead vígt, en það er hluti af við- leitni stjórnvalda til að beina athygl- inni enn frekar að þætti víkinganna í sögu eyjarinnar og vonast er til að ferðamannastraumurinn aukist verulega til svæðisins, því víst er norðuroddi Nýfundnalands að mörgu leyti afskekktur og ekki í al- faraleið. En meðan þjóðlagasöngvarar sungu á sviðinu í Norstead og skellir sverðanna ómuðu yfir nýbyggðum skálunum ríktu kyrrð og friður á engjunum þar sem rústirnar era. Þær láta lítið yfir sér; grasið er snöggslegið á veggjabrotunum og umhverfis þau, við hverja rúst er út- höggvinn steinn sem segir hvert hlutverk hennar var. Bæjarstæðið er fallegt, húsin standa sitthvora megin við lækinn, og þarna finna gestirnir sterkt iyrir nálægð löngu horfinna tíma. Gestirnir fá þó að heyra af Leifi og Þorfinni, Guðríði og Snorra og öðrum víkingum íslendingasagn- anna sem þarna gengu um grandu. Þeir fræðast einnig um það hvernig Helge Ingstad var sannfærður um að Vinland þýddi ekki vínland heldur engjaland og að það hefði verið nyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.