Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ ^50 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN Sumarstarf fyrir fötluð ungmenni Kristinn Sverrir Ingvarsson Óskarsson ÞEGAR sumra tek- ur skunda ungmenni út úr skólum í önnur verkefni. Þá gefst þeim tækifæri á að breyta til og takast á við krefjandi hluti. Sumarstarf unglinga Rr mikilvægur þáttur í þroska og sjálfstæðis- þróun ungs fólks. Sumarstarfið er einn af þeim mörgu þáttum sem byggja einstakl- inginn upp til fram- búðar. Því miður hafa ekki allir staðið jafnfætis gagnvart möguleikum á að þroskast og fá laun fyrir erfiði sitt. Fatlaðir unglingar hafa minni möguleika á sumarúrræðum en jafnaldrar þeirra. Að frumkvæði nokkurra aðila ásamt góðum ábendingum foreldra var sett í gang tilraunaverkefnið Regnboginn sumarið 1999 og þvi v framhaldið í sumar. Að Regnbog- anum standa Vinnuskóli Reykja- víkur, fþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Miðgarður fjölskyldu- þjónusta í Grafarvogi, Félagsþjón- ustan í Reykjavík og Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra í Reykjavík. Vegna alvarlegra fatlana, skertr- ar vinnugetu, hegðunarþátta, veik- inda eða annarra ástæðna hefur sumum unglingum ekki boðist full vinna eða tómstundir við sitt hæfi. Þannig var búin til ný úrlausn sem byggist á skapandi og frjósömum krafti unglinganna sjálfra. Regnboginn er tilboð um sumar- starf og tómstundir fyrir hóp 14 til 16 ára fatlaða unglinga, þ.e. at- vinnutengd tómstundaúrræði. Þeim unglingum var boðin þátttaka í starfinu sem ekki höfðu hæfni eða getu til að starfa allan daginn í verkefnum hjá Vinnuskóla Reykja- víkur, þ.e. úrræði fyrir þá einstakl- inga sem ekki höfðu möguleika á almennu starfi eða tómstundum. Markmiðið er þannig jafnt aðgengi unglinga til vinnu og tómstunda, heilsdagsúrræði í tvo mánuði yfir sumarið og viðfangsefni við hæfi hvers og eins. Sumarið 1999 fór starfið fram eftir hádegi. Þá unnu unglingarnir hjá Vinnuskólanum á morgnana og voru í Regnboganum eftir hádegi. Þátttakendur voru 21 fyrsta sumarið. I sumar hefur umfangið aukist þannig að einn hópur er á morgnana og annar hópur eftir há- degi auk þess sem starfið stendur í níu vikur. Nú taka 34 einstaklingar þátt í verkefninu. Eins er ánægju- leg þróun að nokkrir einstaklingar sem höfðu ekki tækifæri síðasta sumar, vegna veikinda og alvar- legrar fötlunar, taka núna fullan þátt í sumarstarfi. Regnboginn Regnboginn er tilboð, segja þeir Kristinn Ingvarsson og Sverrir Oskarsson, um sumar- starf og tómstundir fyrir hóp 14 til 16 ára fatlaða unglinga. Dagleg skipulagning og umsjón Regnbogans er í höndum verkefn- isstjóra og aðstoðarmanns hans. Einnig starfa þar liðsmenn sem hjálpa til í daglegum verkefnum og ungir stuðningsaðilar, þ.e. jafnaldr- ar þátttakendanna, sem eru til að: stoðar og sem félagsskapur. í Regnbogann hefur tekist að fá gott fólk til starfa, hæfileikaríka ein- staklinga með óþrjótandi hug- myndir og elju. Verkefnavalið er fjölbreytt, háð getu og vilja ungl- inganna auk utanaðkomandi þátta eins og veðurfari. Helstu verkefnin eru leiklist, myndlist, tónlist, fönd- ur, sund, íþróttir, vísindaferðir, fyrirtækjaheimsóknir, starfskynn- ingar, lóðahreinsanir, leikir og söngur. Innra starf Regnbogans byggist á jákvæðu og frjósömu andrúms- lofti innan ramma eðlilegra vinnu- reglna. Fundnir eru styrkleikar hvers og eins og reynt að virkja þá frekar. I starfinu á að felast hvatn- ing til unglinganna að þroska færni sína á jákvæðan og sanngjarnan hátt. Reynslan af starfi Regnbogans hefur verið farsæl. Unglingar, for- eldrar og aðrir sem standa að verkefninu eru ánægðir með árangurinn. Starfið er fólgið í því að búa til verkefni við hæfi fatlaðra unglinga í Reykjavík sem ekki geta unnið daglangt í garðyrkju. Komið er á fót launuðu starfsumhverfi sem aðlagað er getu og hæfni ein- staklinga hverju sinni. Samhljómur stofnana í Reykjavík hefur skilað árangursríku skrefi í átt að heild- stæðari og samfelldari þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Regnboginn sinnir fötluðum unglingum í Reykjavík en því mið- ur aðeins takmarkaðan tíma sum- arsins. Nauðsynlegt er að halda áfram á sömu braut og tryggja aukna velferð barna og unglinga sem glíma við fötlun. Sverrir er félagsráðgjafí á Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur og Kristinn verkefnisstjóri Regnbogans. Austurbakki Tilkynning um rafræna skráningu hlutabréfa í Austurbakka hf. Þann 3. nóvember 2000 verða hlutabréf í Austurbakka hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Islands hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félags- ins, sem eru útgefin í pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. 2 í lögum nr. 131/1997 um raf- ræna eignaskráningu verðbréfa, sbr. ó. gr. laga nr. 32/2000 um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu raf- rænnar eignaskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000 um rafræna eignaskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. .> Skorað er því á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Austurbakka hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til Ausfurbakka hf. á Köllunarklettsvegi 2, 104 Reykjavík, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá, sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings- stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskrán- ingu islands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Stjórn Austurbakka hf. w Listmeðferð - nýleg starfsgrein LISTMEÐFERÐ er tiltölulega ný starfsgrein á íslandi. Vegna þess hversu ung starfsgreinin er hér á landi og til að reyna að koma í veg fyrir misskilning vill stjórn Félags listmeð- ferðarfræðinga á ís- landi koma eftirfar- andi á framfæri. Listmeðferð er þýð- ing á enska heitinu art therapy. Heiti eins og myndþerapía og list- þjálfun hafa verið not- uð síðustu árin bæði innan og utan stofn- ana og hefur það að vonum valdið nokkrum ruglingi. Við undirbúning að stofnun Félags listmeðferðar- fræðinga á Islandi, skammstafað FLIS, var í samvinnu við íslensku- fræðinga valið heitið listmeðferð yfir starfsgreinina og þar af leið- andi varð til starfsheitið listmeð- ferðarfræðingur. Félag listmeð- ferðarfræðinga á íslandi var síðan stofnað þann 12. september 1998. Fyrsti íslenski listmeðferðar- fræðingurinn kom úr námi 1980. Undirstaða listmeðferðarnámsins er myndlist og sálarfræði, síðan tekur við 2ja ára framhaldsháskóla- nám í listmeðferð þar sem megináhersla er lögð á að kenna beit- ingu klíniskrar list- meðferðar. I dag er hægt að stunda viður- kennt nám í t.d. Bret- landi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Hollandi. Fram að þessu hafa ís- lenskir listmeðferðar- fræðingar sótt nám til Bretlands og Banda- ríkjanna. Síðustu tvo áratugi hafa listmeð- ferðarfræðingar verið að skapa sér starfs- grundvöll innan ým- issa stofnana og starfa þeir aðallega á sjúkrahúsum og í skólum. Einnig eru nú starfræktar tvær einkastofur í Reykjavík. Grundvöllur listmeðferðar er myndsköpunarferlið og samband skjólstæðings við listmeðferðar- fræðinginn. Kjarni meðferðarinnar felst í gildi þess að skapa, að mann- eskjan er skapandi vera. Nauðsyn- legt er að greina á milli meðferðar annars vegar, þar sem unnið er með viðkvæma tilfinningalega, hugræna og sálræna þætti í innra og ytra lífi skjólstæðingsins og hins vegar myndlistarstarfa, mynd- listarkennslu og námskeiða í sjálfs- Meðferð Grundvöllur listmeð- ferðar, segir Halldóra Halldórsdóttir, er myndsköpunarferlið. rækt af ýmsum toga. í listmeðferð, sem og annarri meðferð, leggur meðferðaraðilinn áherslu á með- ferðar-rammann sem þarf að fela í sér öruggan stað og aðstæður, samfelldan tíma og kunnáttu til að aðstoða skjólstæðinga við að vinna úr tilfinningum, upplifunum og reynslu í gegnum fjölbreyttan efn- ivið eins og liti, pappír, málningu, leir og gifs. Meðferðir sem byggjast á mynd- list, tónlist og leiklist eru í sívax- andi mæli að taka sér stöðu við hliðina á hefðbundinni samtalsmeð- ferð, fyrir einstaklinga og hópa. Hið talaða mál er aðeins eitt af mörgum tungumálum eða tjáninga- leiðum sem manneskjan hefur yfir að ráða til að leita skilnings á sjálf- um sér og aðstæðum sínum. Höfundur er listmeðferðarfræðing- urd Hvítabandi, Háskðlasjúkrahúsi. Halldóra Halldórsdóttir Klikkiið ÉÍnUa! 'V Verð áður Verðnú adidas gallar ungbama 2.990,° 1.990,- Nylon buxur barna stærðtr 134-164 2.990,- 1.990,- A adidas hlaupaskór dömu og herra 5.990,- 3.990,- % Fleece peysur stærðtrxs-xxxL 4.990,- 3.493,- salomom gönguskór stærðtr 36-48 12.900,- 8.900,- 4^^aerobic skór stærðtr 36-41 6.720,- 3.990,- Ul $t«kkun SPAR SPORT TOPPMERKt A LAGMARKSVERÐI NÓATÚN 17 T S. 511 4747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.