Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 42
.42 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eg vil
nefna þig
Þótt landið sé fagurt og frítt eins
ogþað kemurfyrir, erégsammála
Tómasi: Landslagyrði lítils virði,
efþað héti ekki neitt.
Þegarégferðastum
landið þykir mér
margt skemmtilegt.
Mér finnst gaman að
virða fyrir mér lands-
lagið, veifa hestum í girðingum og
spjalla við sessunauta. Ef þeir eru
ekki sofandi. Mér finnst líka gam-
an að skrúfa niður rúðuna og
syngja hástöfum með útvarpinu.
Stoppa í sjoppum. Taka bensín.
Kaupa harðfisk.
Einna skemmtilegast finnst mér
samt að spá í ömefni og staðar-
heiti á þeim svæðum sem ferðast
er um. Það hefur mér þótt síðan ég
var síli og gat lesið vegahandbaek-
ur á ferð án þess að verða bflveik.
Þótt landið sé fagurt og frítt eins
og það kemur fyrir, er ég sammála
Tómasi sem orðaði þetta skýrt:
Landslag yrði
VIÐHORF
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
lítils virði, ef
það héti ekki
neitt.
Bæjarnöfn-
in eru kafli út
af fyrir sig í flokknum staðarnöfn.
Á fyrstu ferðaárunum gat ég hleg-
ið oft og lengi að nöfnum eins og
Stóra-Kroppi, Hurðarbaki, Gröf
og Rugludal. Mér fannst
Kaldrananes líka heldur kúnstugt
nafn, sem og Hrútatunga og
Bragðavellir. Síðan hafa mörg
bæst í hópinn, falleg eða furðuleg.
Sums staðar vantar þó skilti við
heimreiðamar og ég velti því
stundum fyrir mér hvort ástæðan
sé einfóld leti eða feimni við að
flagga skondnu nafni.
Svo eru það hreppaheitin, en
fyrir þau hljóta að vera framleidd
skilti með sérstakri framlengingu.
Islensk hreppanöfn em nefnilega
ekkert venjulega löng; Hvalfjarð-
arstrandarhreppur, Stafholtst-
ungnahreppur, Lundarreykjadals-
hreppur. Eg hef heyrt um fólk
sem heitir svo löngum nöfnum að
það kemst ekki fyrir í þjóðskrá -
dálkamir í ömefnaskrá íslands
hljóta að vera óvenjubreiðir.
Þá eru það fjallanöfnin. Þau eru
býsna fjölbreytt, því heitin enda
ekki nærri öll á viðliðnum -fjall
eins og ætla mætti í fyrstu. Þannig
era Baula, Keilir, Esja, Dímon og
Kögur allt fjöll, án þess að það
komi fram í heitum þeirra. Það
krefst því lágmarksþekkingar á
landafræði Islands að ráða í leiða-
lýsingar þar sem þessi og önnur
sambærileg fjallaheiti koma fyrir.
En það era ekki aðeins fjöll sem
heita ekki ,,-fjöll“ sem auðga ör-
nefnaflórana. Málin flækjast enn
meira þegar kemur að kennileitum
sem hafa fleiri en eitt nafn. Þannig
er því til að mynda háttað með
Hrútfell á Kili. í íslandshandbók-
inni er það skráð undir heitinu
Hrútfell, en í lýsingu þess segir:
„Nokkur ruglingur er á nafni
fjallsins. Algengast mun að kalla
það Hrútafell en Amesingar nefna
það þó oftar Hrútfell. Norðlend-
ingar kalla fellið Regnbúða- eða
Regnbogajökul." Þarna hafa ein
fjögur nöfn fest við sama fjall, sem
eykur ekki aðeins á fjölbreytni
heldur getur hreinlega valdið mis-
skilningi. Eða deilum, eins og
gerðist á sínum tíma með Hver-
fjall/Hverfell, gjóskugíg í Skútust-
aðahreppi hvers nafn menn
greindi á um. Ömefnanefnd fjall-
aði um málið en úrskurður hennar
var kærður þannig að til kasta
menntamálaráðuneytis þurfti að
koma. Ráðuneytið úrskurðaði að
gígurinn skyldi heita Hverfjall á
kortum Landmælinga Islands, en
Hverfell skyldi fylgja í sviga.
Ömefni era þannig augljóslega
ekki steingerður kimi í tungumál-
inu heldur lifandi eins og allir hin-
ir. Ný örnefni bætast líka reglu-
lega við; nýjasta dæmið er áður
ónefndur tindur í Skaftafellsfjöll-
um sem í sumar var opinberlega
nefndur Ragnarstindur til heiðurs
Ragnari Stefánssyni, fyrsta þjóð-
garðsverði í Skaftafelli. Svo
skemmtilega vill til að núverandi
þjóðgarðsvörður í Skaftafelli heitir
einnig Ragnar, en það mun þó ekki
hafa ráðið úrslitum um nafnavalið.
En það er ekki nóg með að örn-
efni bætist við - þau geta líka horf-
ið. Sum falla í gleymskunnar dá;
týnast í móðu tímans eða lúta í
lægra haldi fyrir öðram nöfnum.
Annað sem getur gerst er að
kennileitið sjálft hverfi, sökkvi í
sæ, þomi upp, fari undir hraun eða
eyðist með öðram hætti. Með slík-
um landbreytingum hverfur örn-
efnið og með því heill heimur af
sögum og minningum. Það er
söknuður að örnefnum sem týnast.
Alveg eins og það er söknuður að
kennileitum sem hverfa.
Einn sterkasti leikurinn í bar-
áttu Hálendishópsins gegn virkj-
unarframkvæmdum við Eyja-
bakka, var að mínu áliti útgáfa
h'tils bæklings sem dreift var með-
al gesta baráttufundarins fræga í
Háskólabíói í nóvemberlok 1998,
Með hálendinu gegn náttúruspjöll-
um. Þetta var lítill einblöðungur,
þéttletraður íslenskum ömefnum.
Kjamyrtum, dularfullum, falleg-
um og dýrðlega fjölbreyttum öm-
efnum. Blöðungnum fylgdi sú
skýring að ef fyrirhugað miðlunar-
lón vegna Fljótsdalsvirkjunar yrði
að veraleika, myndu kennileitin
sem orðin vísuðu í hverfa undir
vatn eða mannvirki vegna fram-
kvæmdanna. Eftir myndu standa
orðin tóm, ömefni sem ættu sér
enga stoð eða tilvísun í veraleikan-
um. Eg man að gestum fundarins
var einnig boðið að draga úr öskju
litla miða með stökum nöfnum af
fyrmefndum lista. Þannig tók
hver og einn heim með sér sitt eig-
ið ömefni sem honum fór kannski
að þykja vænna um en önnur.
Einkavin í útrýmingarhættu.
Og þannig er því gjaman háttað
með ömefni, okkur finnst við eiga
eitthvað í þeim. Alla vega sumum,
svo sem þar sem við búum, ölumst
upp eða eigum oft leið um. Ömefni
eru skemmtileg því í þeim býr ým-
ist vitneskja um þjóðtrú, sögulega
atburði, menn, misskilning, viðhorf
eða dagdrauma horfinna kynslóða.
Sum ömefni segja heila sögu í
sjálfu sér. Svo eru það hin sem
hljóma undarlega, torskildu nöfnin
eins og Dofinsfjöll, Emstruleið og
Dufgusdalur. Orð sem kalla á að
maður lesi sér til, kfld á kort og
kaupi sér jafiivel í kjöifarið farmiða.
Til þess að eignast minningu um
staðinn, bæta ömefninu í safnið sitt.
Forvitnileg kennileiti era ótelj-
andi á Islandi og sennilega ekki
seinna vænna að halda af stað og
heimsækja Forvöð, Lolla, Röndólf,
Skyndidal, Upptyppinga, Ræn-
ingjatanga. Stoppa í sjoppu.
Kaupa harðfisk. Og syngja hástöf-
um með útvarpinu.
LAUFEY GUÐNÝ
KRISTINSDÓTTIR
+ Laufey Guðný
Kristinsdóttir
fæddist í Skarði í
Landsveit, Rangár-
vallasýslu 31. des-
ember 1930. Hún
lést á Landspítalan-
um 25. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristinn Guðnason,
bóndi og hreppstjóri
í Skarði, og kona
hans Sigríður Ein-
arsdóttir, ljósmóðir
frá Berjanesi í
Landeyjum.
Hún var yngst fimm systkina;
elst var Laufey, f. 1920 en dó
barn að aldri (1925); Guðrún
Sigríður, f. 1921, húsfreyja í
Hvammi í Landsveit; Guðni, f.
1926, d. 1998, bóndi og hrepp-
stjóri í Skarði; Hákon, f. 1928, d.
1995, kaupmaður í Keflavík.
Laufey giftist 22. september
1956 Einari Eiðssyni trésmið, f.
27. mars 1926, d. 14. nóvember
1986, sonur hjónanna Eiðs Árna-
sonar og Birnu Guðnadóttur frá
Svalbarðseyri. Þau eignuðust
þrjár dætur; Sigríði, f. 27. jan-
úar 1957, búsett í
Reykjavík; Birnu, f.
13. júlí 1961, búsett
í Edinborg, en
hennar maður er
James Hine og eiga
þau eina dóttur, Ell-
en Melkorku, f. 29.
ágúst 1999; og Ell-
en Maríu, f. 16. maí
1966, búsett í
Reykjavík og á hún
eina dóttur, Hildi
Guðjónsdóttur, f. 4.
júní 1985.
Laufey ólst upp í
Skarði og eftir
barnaskólanám fór hún á hér-
aðsskólann á Núpi í Dýrafirði og
lauk þaðan landsprófi. Hún
starfaði í mörg ár á tannlækna-
stofu Viðars Péturssonar. Hún
hélt til Danmerkur og vann á
hóteli um tíma og stundaði í
framhaldi af því nám í lýðhá-
skóla í Svíþjóð. Á síðari árum
vann hún ýmis verslunarstörf.
Utför Laufeyjar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Skarðskirkjugarði í
Landsveit.
Hinn 25. júlí síðastliðinn lést besta
amma sem hægt er að hugsa sér að
eiga. Með fráfalli ömmu myndast
stórt skarð sem aldrei verður fyllt
nema með góðum minningum sem
verða vel geymdar.
Þótt sjúkdómur væri að kvelja
ömmu lét hún ekkert á því bera, fór
þangað sem hún ætlaði sér og hlakk-
aði alltaf til ef eitthvað skemmtilegt
var í vændum. Á yngri áram var ég
mjög oft heima hjá ömmu. Þegar ég
kom stóð hún við eldavélina og var
ávallt að elda því hún vissi að ég væri
að koma. Maður fór aldrei svangur
frá henni. Og þar sem amma vildi allt-
af vera fín og vel tilhöfð skildi hún vel
að unglingsstúlku eins og mig langaði
í allt og allt.
Síðan ég man eftir mér hefur
amma verið mér góð í alla staði. Þar
sem ég er eina barnabamið sem fékk
að kynnast henni ætla ég að hjálpa
Ellen Melkorku, litlu frænku minni,
sem enn er svo lítil, að minnast henn-
ar vel.
Sambandið milli mín og ömmu var
mikið og gott, því á ég eftir að sakna
þess að geta ekki hringt í hana og
spjallað um hvað hefur gerst þann
dag. Það verður einnig leiðinlegt að
geta ekki heimsótt hana þegar mig
langar tfl.
Nú veit ég að þér líður vel því þú
ert komin til afa og annarra ástvina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Hildur Guðjónsdóttir.
Laufey Guðný Kristinsdóttir, kær
vinur okkar hjóna, er gengin. Allt of
fljótt og snöggt þótt við vissum vel
um veikindi hennar til margra ára.
Hún bar sig alltaf vel þrátt fyrir
miklar þrautir, brosti sínu fallega
brosi og sagði: „Þetta á víst bara að
vera svona.“
Vinátta og tengsl okkar Laufeyjar
og Einars Eiðssonar eiginmanns
hennar, sem lést langt um aldur
fram, hófst þegar Dóra systir mín
giftist bróður Laufeyjar, Guðna í
Skarði, fyrir um 50 áram. Það er
skammt stórra högga á milli hjá ljöl-
skyldunni því Guðni lést fyrir rúmu
ári.
Drengimir okkar og telpumar
þeirra hafa fylgst að alla sína ævi.
Þau hafa verið virkilegir vinir enda
dvalið langtímum saman í Skarði og
leitað hvert annað uppi á stóram
stundum lífsins. Við Laufey þurftum
alltaf að fylgjast vel með yngri kyn-
slóðinni. Oft var talað saman um
landsins gagn og nauðsynjar. Skrítið
er að geta ekki slegið á þráðinn og
fengið ráðleggingar um hitt og þetta,
t.d. bakstur eða matartilbúning. Allt
sem Laufey gerði var svo fint, fallegt
og gott. Veislur sem haldnar verða á
heimili okkar (ef Guð lofar) verða
ekki svipur hjá sjón án Laufeyjar.
Þar áttum við hauk í homi.
Stundum sagði Laufey er við hitt-
umst: „Eitthvað ertu fín Magga.“ Þá
varð ég óskaplega montin því hræsni
átti Laufey ekki til. Gætum við á ein-
hvem hátt stutt við bakið hvor á ann-
arri gerðum við það.
Sárt er að kveðja góða vininn, en
björtu minningamar lifa. Ein fyrsta
minning mín um Laufeyju er þegar
hún gekk í brúðarskarti upp að altari
Skarðskirkju, þar sem Einar beið
hennar. Allt var svo fagurt.
Síðast man ég Laufeyju á sóttar-
sæng kvöldið áður en hún dó ótrúlega
hressa í anda og alltaf jafn laglega. í
dag skilja leiðir.
Vottum við fjölskyldu Laufeyjar
okkar dýpstu samúð.
F.h. fjölskyldunnar,
Margrét Sæmundsdóttir.
Horfin er yfir móðuna miklu föð-
ursystir mín, Laufey Guðný Kristins-
dóttir frá Skarði í Landsveit. Nú að
leiðarlokum langar mig að minnast
hennar með nokkram orðum. Á
æskuheimilinu heima í Skarði í hópi
kærra foreldra og systkina fékk hún
það veganesti sem hún mat svo mikils
á lífsleiðinni. Þar lærði hún til allra al-
mennra verka. Laufeyjar mun ég áv-
allt minnast fyrir glæsileika, snyrti-
mennsku og vandvirkni. Að loknu
lýðháskólanámi í Svíþjóð kom hún
heim og hóf störf á tannlæknastofu
Viðars Péturssonar. Við þau störf
sem og önnur kom vel fram hversu
vandvirk og nákvæm Laufey var í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Það kunni vinnuveitandi hennar, Við-
ar, svo sannarlega að meta. Störf
Laufeyjar á tannlæknastofunni vora
upphaf af sterkum vináttutengslum
Laufeyjar og fjölskyldu við Viðar og
Ellen konu hans. Ómetanleg vináttu-
bönd sem aldrei rofnuðu.
Hún giftist Einari Eiðssyni árið
1956 og stofnuðu þau heimili sitt í
Reykjavík. Heimili þeirra bar ávallt
vitni um snyrtimennsku og gestrisni
þeirra hjóna. Eg var þeirrar gæfu að-
njótandi að alast upp í Skarði og njóta
kærleika hennar sem hún sýndi
æskuheimili sínu. Stundum fékk ég
að fara í orlofsferðir til Reykjavíkur,
dvelja á heimili þeirra og kynnast
borgarlíftnu í fylgd elstu dóttur Lauf-
eyjar og Einars. Ekki var það henni
síður kært að dæturnar fengju að
kynnast hennar æskusveit og því sem
hún mat svo mikils á lífsleiðinni.
Næstelsta dóttirin, Birna, dvaldi tíu
sumur í Skarði og komu þau oft að
heimsækja ættingja og vini austur.
Árið 1986 missir Laufey lífsföranaut
sinn og var missir hennar mikill en
harm sinn bar hún í hljóði. Samheldn-
ar héldu Laufey og dæturnar áfram.
Síðustu ár hefur hún haldið heimili
með Sigiíði dóttur sinn að Álfheimum
44. Undanfarin ár hefur öllum verið
ljóst að Laufey gekk ekki heil til
skógar. Því var það ómetanlegt að
henni auðnaðist að vera með okkur
og ættinni allri á ættarmóti 22. júlí
síðastliðinn þó kveðja bæri bráðar að
en okkur hugði. Við fráfall Laufeyjar
koma ótal minningar upp en þær
mun ég geyma og ávallt minnast í
hjarta mínu. Laufey var gæfusöm í
sínu einkalífi, átti góðan eiginmann
og saman eignuðust þau þrjár dætur
sem bera foreldram sínum gott vitni
og ömmustelpurnar Hildi og Ellen
Melkorku. Það er dýrmæt minning,
Hildur mín, að hafa átt góða ömmu
sem kenndi þér að dansa Óla Skans,
skrappu í bæinn og keyptu eitt og eitt
dress og ótalmargt fleira gerðuð þið
saman. Þessum minningum átt þú
eftir að miðla til litlu frænku þinnar.
Minningin um góða ömmu mun lifa.
Eg votta dætram, tengdasyni, barna-
bömum og systur innilegrar samúð-
ar. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú
hefur verið mér og mínum.
Helga Fjóla Guðnadóttir.
Mig langar að minnast alnöfnu
minnar með nokkram orðum. Þegar
ég kom í þennan heim fyrir þrettán
áram var ekki vafi í huga foreldra
minna að ég ætti að heita eftir henni
frænku minni. Eg man ekki eftir
Laufeyju frænku öðravísi en glæsi-
legri, fallegii og góðri konu. Laufey
fylgdist alltaf vel með öllu sem ég tók
mér fyrir hendur og þó sérstaklega
hvemig mér gengi í hestamenn-
skunni. Laufey frænka ólst upp í
sveit en hún fluttist til Reykjavíkur
en þrátt fyrir að hafa búið í höfuð-
borginni mest alla ævinna þá hafði
hún alltaf auga fyrir dýram. Eg man
hvernig ég drakk í mig sögumar af
Laufeyju frænku þegar hún kom
heim í rúninginn og hvað hún var
myndarleg og rösk í öllu sem hún
gerði.
Láttu nú (jósið þitt,
logaviðrúmiðmitt.
Hafðuþarsessogsæti,
signaðiJesúmæti.
(Höf. ók.)
Mig langar á skilnaðarstundu að
orða hinstu kveðju mína til hennar
eins og hún skrifaði alltaf sjálf á kort-
in til mín, um leið og ég hugsa til
hennar með söknuði.
Kær kveðja. Þín nafna,
Laufey Guðný Kristinsdóttir.
Alla frænka mín dó á þriðjudags-
morgun. Þótt dauðinn sé það eina
sem við eigum víst í þessu lífi kemur
hann ofast nær óvænt, einnig þegar
fók eins og Alla og hennar nánustu
era farin að búa sig undir það versta.
Á laugardagskvöldið voram við fjöl-
skyldan á ættarmóti þar sem minnst
var forfeðara okkar frá Skarði í
Landsveit. Þetta átti eftir að verða
síðasta ættarmót Öllu. Það brá
skugga á þessa annars vel heppnuðu
fjölskylduhátíð að hún var flutt það-
an, í sjúkrarúmið sem hún átti ekki
eftir að yfirgefa. Alla frænka stóð
mér einna næst af frændfólki mínu af
hennar kynslóð. Það kom til vegna
áralangrar vináttu minnar og Siggu
dóttur hennar. Eg var heimagangur
á öllum heimilum þessarar fjöl-
skyldu, í Mávahlíðinni og á Selja-
brautinni á meðan Einar var enn á lífi
og síðustu árin hjá Siggu og Öllu í
Álfheimunum. Þrátt fyrir að ég hafi
verið búsett í útlöndum hálfa ævina
og misst sjónar á mörgum gömlum
vinum og kunningjum rofnuðu
tengslin við þær mæðgur aldrei.
Þetta er ekki síst að þakka þeirri
tryggð og einstöku gestrisni sem ég
naut alltaf af þeirra hálfu. Það er oft
notað sem mælikvarði á gestrisni, að
viðkomandi sé alltaf með heitt á
könnunni. Alla og Sigga létu mig
helst aldrei yfirgefa landið öðravísi
en ég væri búin að þiggja hjá þeim
rausnarlegt matarboð með öllu til-
heyrandi. Þegar ég hugsa um Öllu í
gegnum árin og meira að segja á
banabeðnum, daginn áður en hún dó,
sé ég fyrir mér þessa fallegu einstak-
lega vel tilhöfðu konu. Einhver innri
rödd rak mig í heimsókn til hennar á
sjúkrahúsið daginn áður en hún lést.
Jafn sárkvalin og kvíðin og hún var