Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 35 LISTIR Les allar tegundir greiöslukorta sem notuö eru á íslandi. Er meö lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraövirkur hljóölátur prentari. „Þjóðlögin okkar eru olnbogabörn...“ Síðastur fyrirlesara föstudagsins var dr. Bjarki Sveinbjömsson sem fjallaði um þjóðlagaáhrif í verkum tónskálda á 20. öld. Sagði Bjarki enn langt í að þjóðlögin væru sjálfsagður hluti af menningarlífi okkar í dag. En stofnun Þjóðlagafélags og Þjóðlaga- hátíðar væru með alvarlegustu til- raunum frá útkomu Þjóðlagasafns Bjama Þorsteinssonar fyrir 90 árum til að vekja athygli á þjóðlaginu og virkja það til lífsins að nýju með al- menningi. Bjarki vék næst að skilgreiningu þjóðlagahugtaksins eins og kemur fram í mergjuðum texta Hallgríms Helgasonar í Tón- menntir A-Ö („sem að vísu þyrfti að þýða á íslenzku að hluta til“), þar sem nefndar em greinar eins og „seiðljóð, galdrasöngur [...] athafnasöngur, há- tíðasöngur; vikivaki og rímnadans; kvæðatónn, forsöngur, stefjasöngur, sverðdans, álfadans [...] mylnusöng- ur, smiðjusöngur, vefai'aljóð, spuna- ljóð, mjaltasöngur og sláttuvísur; bamagælur, kvöldsöngvar, náttúm- ljóð, álfasöngur, trölladans, útilegu- mannasöngur, ljúflingslag, drauga- dans og útburðarstef'. Væri greinilega af nógu að taka. Er komið var að spurningunni um hvenær íslenzk tónskáld færa fyrir alvöra að láta innblásast af hinu þjóð- lega, nefndi Bjarki fyrstan tO Svein- bjöm Sveinbjömsson og lék upptöku af Idyll frá 1925 í flutningi tónskálds- ins og síðar Vikivaka. Eftir Carl Nielsen var leikið brot úr En fanta- sirejse til Færoerne þar sem Góða veizlu gjöra skal birtist úr þoku- hjúpnum og síðan Bára blá í radd- setningu Sigfúsar Einarssonai' frá 1905. Sigfús hefði í formála að Al- þýðusönglögum (1912) sagt: „Þjóð- lögin era okkar olnbogaböm. Við höf- um engan sóma sýnt þeim og enga ræktarsemi. Við höfum borið þau út - allflest. Þá óhæfu verður að bæta fyr- ir [...]“. Meðal fjölmargra annarra dæma dr. Bjarka mætti nefna notkun Páls Isólfssonar á upphafsstefi Þorláks- tíða sem hann sótti úr Þjóðlagasafni Bjarna í Chaconnu sína fyrir nor- ræna kirkjutónlistarmótið í Kaup- mannahöfn 1939. Þar væri þó ekki að finna lítið þekkt lag við Sofðu unga ástin mín sem Jón Leifs hefði útsett, en tekizt hefði að grafa upp fyrir- mynd Jóns á vaxhólki sem hann hljóðritaði á vegum þjóðháttadeildar Berlínarháskóla í lok fyrsta aldai'- þriðjungs. Væri þó eftir að rannsaka nánar áhrif slíkra hljóðritana á tón- sköpun Jóns. Einnig var getið fimmtán þjóð- lagaútsetninga Karls O. Runólfsson- ar fyrir fiðlu og píanó sem m.a. eru sérstæðar vegna tryggðar Karls við ekki aðeins laglínu heldur líka rytma. Þá nefndi Bjarki Systur í Garðshomi (1944) og Adagio (1966) eftir Jón jojkaranna, Kvæðamannafélagsins Iðunnar, Fiðrildanna, Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur og færeysku dansai'anna auk þess sem efni var flutt af námskeiðum þjóðlagahátíðar. Síðustu fyrirlestramir fóra fram í safnaðarheimili Siglufjarðai'kirkju sunnudagsmorguninn 23. júlí og fjöll- uðu um munnlega geymd (Gísli Sig- urðsson) og gömul íslenzk sálmalög (Smári Ólason). Síðan var haldin þjóðlagamessa í Siglufjarðarkirkju kl. 11 (prestur sr. Bragi J. Ingibergs- son) og að henni lokinni var hátíðinni slitið. Af þessari sem af undanfornum tveim greinum ætti að sjást, að hér var allmyndarlega af stað farið - með sextán fyrirlestram, sjö námskeiðum og um níu tónleikum auk annarra uppákoma á fimm dögum. Það sem undirritaður náði að sjá og heyra heppnaðist yfirleitt framar vonum. Skipulag var furðugott miðað við framraun og tímaáætlun stóðst í meginatriðum þrátt fyrir risavaxna dagskrá. Ef eitthvað var saknaði maður kannski helzt fleiri upplýsinga í prentaðri dagskrá um tónverk og sérstaklega flytjendur, því munnleg- ar kynningar, þótt vissulega örvi sambandið við áheyrendur, skila sér alltaf misvel. En að öllu samanlögðu er full ástæða til að óska framkvöðl- um og þátttakendum Þjóðlagahátíð- arinnar á Siglufirði til hamingju með glæsilegt mót sem vonandi á eftir að auðga tónlistarlífið um ókomin ár. Þjóðdansafélagið Fiðrildin frá Egilsstöðum sýndi glímu og forna leiki á þjóðlagahátfðinni, en það var Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, sem gekkst fyrir hátíðinni í samvinnu við Þjóðlagafélagið f Reykjavík með tilstyrk Reykjavfkur, Siglufjarðarbæjar og menntamálaráðuneyt isins. Það sem eftir var Að þessum fyrirlestram loknum lauk undirritaður dvöl sinni á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði, enda um- fjöllunarefni þegar ærin, jafnvel þótt heilir tveir dagar væra enn eftir, troðfullir af dagskrárefni. Þar skal telja tónleika Storma á Ráðhústorg- inu kl. 17, flutning Mörtu G. Hall- dórsdóttur og Arnar Magnússonar á þjóðlaga- og rímnalagaútsetningum kl. 20 í Siglufjarðarkirkju, samískt jojk Oles Larsens Gainos og Elenar Ingu Eira Söra kl. 21:30 í Sfldar- Nordal, notkun hans á Liljulaginu í Sellókonsertnum og Choralis og Vatnsdælingastemmu í Tvísöng (1979). Einnig nefndi hann tónskáld eins og Jóranni Viðar, Jón Ásgeirs- son, Þorkel Sigurbjömsson, Bára Grímsdóttur og raunar fleiri. Meðal nýjustu dæma um útsetningar á ís- lenzkum þjóðlögum væra svo fjögur lög Snorra Sigfúsar Birgissonar úr handritum í Landsbókasafni fyrir sópran og selló. Um tónverk Bjarna Þorsteinssonar, hins mikla þjóðlaga- safnara, væri stundum haldið fram, að áhrifa frá þjóðlögum gætti þar furðulítils en þó gat Bjarki leikið dæmi um undantekningu frá því úr Alþingishátíðarkantötu prestsins frá 1930. í lok þessa viðamikla fyrirlesturs sýndi Bjarki Sveinbjömsson áheyr- endum á tölvuvörpu vefsíðu sína á Netinu, þar sem nú er verið að byggja upp athyglisverðan gagna- grann um íslenzk músíkhandrit Landsbókasafnsins fram að 1800 á slóðinni www.vefsyn.is/ismus. Grannurinn mun kringum miðjan ágúst nk. flytjast yfir á www.ismus,- bok.hi.is. minjasafninu og tónleika djasstríós- ins Flísar kl. 23 í Nýja Bíó sama kvöld. Fyrirlestrar laugardagmorguns vora um bamagælur og þulur (Rósa Þorsteinsdóttir), færeyska þjóðd- ansa (Trygvi Samuelsen) og dans á Islandi á fyrri öldum (Sigríður Val- geirsdóttir). Á Drafnarplani kl. 13:30 var sýning á glímu og fornum leikum í meðförum Þjóðdansafélagsins Fiðr- ildanna frá Egilsstöðum, Norðurs- treymoyar Dansifélags frá Færeyj- um, Þjóðdansafélags Reykjavíkm' og Línudansflokks frá Skagaströnd. Á Sfldarminjasafninu var sýnd sfldar- söltun og harmóníkuleikur kl. 15 og kórsöngvarar og trúbadúrar komu fram kl. 16 auk þess sem götuleikhús- ið Morrinn var á stjái um bæinn allan daginn. Laugardeginum lauk með hátíðardagskrá í íþróttahúsinu með þáttöku Davids Serkoaks, samísku /vmbl.is LLTAf= Œ/TTH\SA/E> /V SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðunto tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Léttur og meðfærilegur GSM posi mcð innbyggðuni pmiturn Útivistarföt - Bakpokar - íþrótta- og útivistarskór - Bolir - Skyrtur - Stuttbuxur - Buxur - Peysur - Rennilásabuxur o.m.fl. HREYSTI Skeifunni 19 ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ->• JOÖ I / I /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.