Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚTIHÁTÍÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGINA Börnin verða í fyrirrúmi í flestum samkomum helgarinnar. Fjölskyldu- skemmtanir um allt land Verslunarmannahelgin nálgast nú óðum og líklegt að fjöldi fólks verði á faraldsfæti um þessa mestu ferðahelgi landsmanna. Margt er í boði fyrir þá sem vilja sækja skipulagð- ar skemmtanir og greinilegt að meiri áhersla er lögð á fjölskylduvæna skemmtun í ár en oft áður. Kántríhátíð á Skagaströnd í sjöunda skipti Bjöm Hrafnsson, skipuleggjandi Kántríhátíðar, segir meira lagt í skemmtun lyrir bömin í ár en nokk- um tíma áður. „Það ætti að vera nóg við að vera fyrir alla fjölskylduna," segir hann. Sérstök bamaskemmtun verður yfír daginn en bömin geta líka tekið þátt í margs konar dagskrá og meðal annars bragðið sér í Tívolí. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar mun halda uppi fjörinu alla helgina auk þess sem fleiri tónlistar- menn munu troða upp. Snöramar koma saman eftir langt hlé og kántrí- kóngurinn Hallbjöm Hjartarson mun taka lagið. Kántríbandið Buffalo Wayne frá Lúxemborg og 35 manna þjóðlagasveit frá Svíþjóð taka einnig þátt í að halda uppi stemmningunni. Á sunnudaginn verður haldin gospel- messa þar sem Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur Hóla- neskirkju, messar og syngur gospel- kór við messuna ásamt einsöngvuram og hljómsveit. Ymislegt fleira verður í boði. Ekkert kostar inn á hátíðina sjálfa en gestir borga 500 krónur fyrir nóttina á tjaldstæði og greiða fyrir einstaka dagskrárliði. Ævintýraland fyrir fjölskylduna á Siglufirði Síldarævintýrið á Siglufírði mun leggja enn meiri áherslu á fjölskyld- una í ár en oft áður enda verður viða- mikil dagskrá fyrir bömin alla helgi- na. „Við ætlum að búa til ævintýraland fyrir fjölskyiduna. Það verður stanslaus dagskrá fyrir bömin á daginn og skemmtidagskrá á sviði á kvöldin," segja skipuleggjendur há- tíðarinnar. Síldarstemmningin er stór hluti af hátíðarhöldunum á Siglufirði og geta gestir fylgst með síldarsöltun á plani og teygað að sér andrúmsloft, tónlist og tíðaranda þessa tímabils. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 3.500 krónur og fá gestir armbönd sem veita þeim aðgang að gistingu og öll- um þeim dagskrárliðum sem í boði verða svo sem hestaferðum, kajak- róðri, sundi, skemmtisiglingum og dansleikjum. Meðal hljómsveita sem spila á Siglufirði um helgina era Butt- ereup, Terh'n og Freisting. Fjölskylduhátíð í Lónkoti Ferðaþjónustan í Lónkoti heldur fjölskylduhátíð um verslunarmanna- helgina. í risatjaldi á staðnum verður dagskrá fyrir bömin á daginn og ball fyrir fullorðna á kvöldin. Meðal þess sem boðið verður upp á er sjóstanga- ferð, silungsveiði, m'u holu golfvöllur og siglingar um „Gullna þríhyming- inn“, Þórðarhöfða, Drangey og Málm- ey. Ekkert kostar inn á svæðið en selt er inn á einhverja dagskrárliði svo og ferðir sem era í boði. Engir eftirlitslausir unglingar á Akureyri Hátíðarhöld á Akureyri verða meira miðuð við fjölskyldufólk en oft áður og er lögð áhersla á að unglingar undir 18 ára aldri séu ekki í reiðileysi á staðnum. Að sögn Kristrúnar Lind- ar Birgisdóttur, eins af skipuleggj- endum, hefur aldurstakmark á tjald- svæði að Hömram veríð hækkað úr 16 ára aldri í 18 ára aldur og verða tjald- gestir krafðir um skilríki. Auk þess er fjölskyldutjaldstæði í Kjamaskógi þar sem skátar munu vera með skipu- lagða dagskrá fyrir bömin. Á Ráð- hústorgi verður einnig fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir böm og full- orðna á daginn þar sem Ávaxtakarfan mun meðal annars troða upp. Dans- leikir verða haldnir á skemmtistöðum í bænum um alla helgina og verða Skítamórall, Land og synir og Greif- amir meðal þeirra sem spila þar. Greitt er fyrir tjaldstæði og inn á dansleiki en að öðra leyti er enginn aðgangseyrir að hátíðinni. Margt um að vera á Mývatni Fjölskylduhátíð verður nú haldin í þriðja skipti á Skútustöðum við Mý- vatn. Boðið verður upp á dagskrá fyr- ir alla fjölskylduna um helgina, leiki, skemmtanir og skipulagðar göngu- ferðir um náttúraperlur svæðisins svo eitthvað sé nefnt. Krakkamú geta meðal annars sótt kýmar í haga og fylgst með mjaltatímanum. Á föstudagskvöldið verður dansleikur í Idölum með tríóinu B.S.G. sem sam- anstendur af Björgvini Halldórssyni, Sigríði Beintemsdóttur og Grétari Örvarssyni. Á laugardagskvöldið verður haldin grillveisla og útidans- leikur með hljómsveitinni Kalk. Gest- ir greiða fyrir tjaldstæði og einhveija dagskrárliði en ekkert gjald verður inn á svæðið. Hagyrðingakeppni á Alfaborgarséns Fjölmargt verður til skemmtunar á Álfaborgarséns í Borgarfirði eystra en hátíðin er nú haldin í þriðja skiptið. Meðal þess sem verður á dagskrá er hagyrðingamót, knattspyrnumót, ævintýraferðir út í náttúruna fyrir bömin, grillveisla og margt fleira. Dansleikir verða um helgina með hjjómsveitunum Tríó Bassa, Nefnd- inni og Kvöldgestum Jónasar en þar fer Jónas Sigurðsson Sólstrandargæi í fararbroddi. Skipuleggjendur leggja áherslu á fallegt umhverfi í Borgar- firði og segja þar meðal annars vera landsins bestu aðstæður til fuglaskoð- unar og mikið um merktar gönguleið- ii'. Aðgangseyrir er enginn en borgað er inn á einhveija dagskrárliði. Todmobile og Selma á Neistaflugi Neistaflugsmenn á Neskaupstað leggja í ár meiri áherslu á skemmtun fyrir alla fjölskylduna en áður hefur verið gert. Meðal annars verður hús- dýragarður settur upp í lystigarðin- um, Gunni og Felix munu skemmta alla helgina, Sigga Beinteins verður með bamatónleika auk þess sem meðlimir úr Ávaxtakörfunni munu skemmta. Haldið verður blakmót og gólfmót og kveiktur varðeldur svo fátt eitt sé nefnt. Ýmsir tónlistar- menn munu halda uppi fjörinu. Má þar nefna Todmobile og Selmu Björnsdóttur, tríóið B.S.G. og Butt- ercup. Skipuleggjendur era bjartsýn- ir enda segja þeir veðrið alltaf leika við austanmenn í ágústmánuði og enginn von sé á öðra um helgina. Enginn aðgangseyrir er inn á svæðið en gestir greiða fyrir miða á dansleiki. Sixties spilar á Klaustri Á Kirkjubæjarklaustri verður ekki skipulögð útihátíð í ár en óvenju margt verður í boði til afþreyingar fyrir þá gesti sem sækja staðinn heim, þá sérstaklega fyrir bömin. Meðal annars fer fram olsen olsen keppni, götubolti, ratleikur, sögustundir, and- litsmálun og fleira skemmtilegt. Varðeldur verður tendraður og haldin flugeldasýning. Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi í félagsheimilinu á laugardagskvöldið. Merktar göngu- leiðir era víða í kringum Kirkjubæj- arklaustur og þar er meðal annars golfvöllur sem gestir geta nýtt sér. Greitt er fyrir tjaldstæði og einhveija dagskrárliði en annars kostar ekkert inn á svæðið. Sálin á Þjóðhátíð Það verður margt um að vera í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð og fjöl- breytt skemmtun í boði fyrir alla ald- urshópa. Þjóðhátíð var fyrst haldin í Eyjum á þúsund ára afmæli land- náms árið 1874 og hefur hátíðin verið haldin á hverju ári alla þessa öld. Að sögn skipuleggjenda hefur talsverður fjöldi fólks pantað sér flug til Vest- mannaeyja í vikunni fyrir hátíðina til þess að lengja dvölina enda mikil stemmning í Eyjum dagana fyi'h verslunarmannahelgi. Hátíðarhöldin byrja á Húkkaraballi í Týsheimilinu á fimmtudagskvöld og mun Sóldögg leika þai’ fyrir dansi. Stefán Hilmars- son og Sálin verða í Herjólfsdal um helgina auk þess sem hljómsveitimar Á móti sól, Dans á rósum og Áttavillt munu sjá um að skemmta Þjóðhátíð- argestum. Óvenju fjölbreytt og þétt dagskrá verður í boði fyrir krakkana að sögn skipuleggjenda. Meðal ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.