Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Valtýr Jónsson fæddist í Geld- ingaholti í Seylu- hreppi í Skagafirði 10. desember 1924. Hann lést á Land- spitalanum miðviku- daginn 19. júlísfðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jósafatsdóttir og Jón Jónsson, bæði 'vættuð úr Skagafirði. Jón skrifaði undir nafninu Jón Skag- firðingur m.a. ljóða- bók. Systkini Valtýs voru Sæmundur bóndi á Bessa- stöðum og Hansína húsfrú í Reykjavík. Hinn 5. desember 1953 gekk Valtýr að eiga Ósk Jónsdóttur, f. 21. október 1925 frá Fremra-Hálsi í Kjós. Böm þeirra eru Kristinn, f. 30.1. 1954, Soffía, f. 4.11. 1961, og Ingi, f. 14.6.1963. Útför Valtýs fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Valtýr vinur minn er dáinn, hann *er horfinn. í huga mér er það enn óljóst að geta ekki hringt ef spurning vaknar, eða skroppið í kaffihús að morgni dags til að ræða málin. Við vorum báðir farnir að heyra dálítið illa, þess vegna betra að ræða málin augliti til auglitis. Já, þú ert lagður af stað inn í birtuna og ljósið, þér þótti svo vænt um birtuna og ylinn. Fyrsta ferðalagið ásamt Vermundi vini okk- ar var á æskustöðvar ykkar að Vatnshlíð á mörkum Húnavatns- sýslu og Skagafjarðar og Bessastaði i Sæmundarhlíð í Skagafirði. Farar- tækið var Ford ’35. Vermundur í aft- ursætinu með upptrekktan ferða- grammafón, það var mikið sungið. En áhyggjuefnið ólag á vél farar- skjótans. Hún missti afl þegar mest á reyndi. Það var erfitt upp að Staupa- steini í Hvalfirði, líka upp á Vatns- skarð. Vermundur varð eftir hjá for- eldrum og systkinum í Vatnshlíð, við héldum áfram ofan í Skagafjörð það var allt gulli slegið í kvöldsólinni. Ástúðin, umhyggjan og friður- inn í viðmóti foreldra þinna þegar þú komst heim. Og móttökurnar hjá ungu ábúendunum, bróður þínum og mág- konu, og öllum bömun- um þeirra, minning sem aldrei máist. En þá var eftir að komast til Reylqavíkur aftur. Nærtækasti vandinn var Víðimýrarbrekkan úr Skagafirði upp á Vatnsskarð heim til Vermundar. Það er búið að gera ráð- stafanir að fá hesta til að draga bílinn upp, en hann hafði það afturábak. Því í þeim gír er mestur kraftur, hitt vandamálið að stoppa bílinn var önn- ur saga, hann var með teinabremsur sem ekki þekkjast lengur, allt hafðist þetta, en þá var líka vélin ónýt. Við fórum í margar ferðir, skíða- ferðir, hálendisferðir, sumarfrí norð- ur, sólarlandaferðir. Við voram ungir þegar við kynntumst, það var stríð, það var mikil vinna, það var ólýsan- legur húsnæðisskortur, það var heppni að fá inni í herbergiskompu með ókunnugum. Samkomustaður okkar var Austurstræti (rúnturinn). Flest kvöld eftir langan vinnudag fórum við í betri föt og örkuðum nið- ur í bæ. Austurstræti var öðravísi þá, þar var skjól fyrir regni, vindi og snjó, þar eignuðumst við vini, fóram inn í eitthvert skjólið og spjölluðum. Fleiri bættust í hópinn, löbbuðum einn hring, jafnvel tókum leigubfl og ókum rúntinn. Við munum Hinrik sem seinna varð svili þinn, Jóhann Guðmunds, Ingó Giss, systurnar Kristínu og Önnu, líka frænkur þeirra. Þetta vora góðir félagar. Við voram heppnir, þið Vermund- ur fenguð herbergi hjá góðri konu í Samtúni, ég fékk herbergi í Stórholti hjá sómahjónunum Fríðu og Kristni Sím, hann var verkstjóri hjá O. John- son og Kaaber. Það leið ekki á löngu þar til að við vorum allir komnir í fæði til Fríðu, hún bjó til góðan mat, við voram alltaf svangir, það fór mik- ið fyrir okkur. Fríða var okkur sem móðir, það var rétt svo að það væri pláss fyrir barnið þeiraa, hana Maju. Þegar ég loks þroskaðist svolítið, varð mér ljóst hvflíkur öðlingur Kristinn var að þola þessa vöðla inn á þeiraa litla en hlýja heimili. Fljótlega tók hann þig í vinnu og þú gerðist sölumaður sem varð þitt ævistarf ut- an þau ár sem við rákum verslanir saman. Þú varst farsæll og vinsæll í starfi, þú naust trausts alh'a, verðug- ur. Þú varst ekki fyrir félagsmála- vafstur, en þú varst sannur frímúr- ari. Mér þótti gott að þú varst þar þegar ég kom inn. Auðvitað áttir þú traust og trúnað félaganna þar. Ég vil þakka þér Valtýr, við Kollý þökkum þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið með ykkur Osk. Sam- veruna í jólaveislunum hjá Ruth og Vermundi sem dó svo ungur og seinna með Guðmundi og Ruth hjá okkur á gamlárskvöld og hjá ykkur þoraaveislurnar. Hansínu systur þinni sendi ég samúðarkveðjur, Ósk og börnunum ykkar bið ég Guðs blessunar. Hittumst bráðum. Viggó M. Sigurðsson. Elsku Valtýr. Þú varst alltaf einn af okkar bestu og traustustu vinum. í rúmlega fimmtíu ár höfum við tekið þátt í öllum gleðistundum í lífi okkar saman auk þess að hittast og eiga samverastundir öll jól, áramót og flesta páska. Við höíúm ferðast mikið saman og það er minnisstætt að þú lést þig meira að segja hafa það að fara í tjaldútilegur með okkur, þótt þú værir ekki mikið fyrir slík ferðalög. En mikið varstu glaður þegar því tímabili lauk og við fórum að fara til sólarlanda, því sólin og birtan áttu svo vel við þig. Við minnumst ekki síst vináttunn- ar og hjálpseminnar á sorgarstund- um sem þið hjónin sýnduð okkur, því öll göngum við í gegnum sorg og gleði á svo mörgum áram sem við höfum lifað saman. I gegnum tíðina höfum við vina- hópurinn átt svo margar yndislegar stundir, konurnar í saumaklúbbi og seinni árin í klúbbi til að liðka mál- beinið. Á meðan hafið þið strákarnir spilað bridge með alvörasvip og áherslum. Það verður einkennilegt að byrja haustið án þín og við mun- um öll sakna þín sárt. En svona er líf- ið, og við verðum einhvern veginn að reyna að sætta okkur við að einn og einn er kallaður til annaraa verkefna á æðri stöðum. Við þökkum Guði fyrir öll þau ár sem hann gaf okkur með ykkur hjón- unum og þá einstöku vináttu sem aldrei komu hnökrar á öll þessi ár. Elsku Ósk, við samhryggjumst ykkur svo innilega og vonum að góð- ur guð gefi þér og fjölskyldunni allri styrk og heilsu í framtíðinni. Ruth og Guðmundur. Góður og traustur vinur hefur kvatt þennan heim og komið pr að því sem enginn kýs að upplifa. Á slík- um stundum finnur maður fyrir ein- kennilegum tómleika, staldrar við og skynjar hversu lítil og áhrifalaus við eram öll gagnvart almættinu og ör- lögum þeim sem hverjum og einum era ætluð. Valtýr var okkur systrunum og fjölskyldunni allri ákaflega kær vin- ur. Á milli fjölskyldnanna ríkti ein- stakt vinasamband sem var svo náið að okkur fannst þau alltaf vera frændfólk þótt við væram ekkert skyld. Við höfum búið að þessu kæra sambandi frá því að við fóram að muna eftir okkur. Þess vegna er söknuðurinn mikill á þessum tíma- mótum og minningarnar hrannast upp. Við minnumst æskuáranna þegai' Valtýr var eitt af akkeram okkar í líf- inu. Við vissum að við gátum alltaf stólað á hann, sem var okkur mikils virði því við þurftum á því að halda á ákveðnu tímabili. Við minnumst hlýleikans, tryggð- arinnar og hvernig þau hjónin sýndu alltaf áhuga á högum okkar og barn- anna okkar í seinni tíð. Hvernig þau glöddust með okkur í velgengni og sýndu stuðning ef hægt gekk. En Valtýr var orðvar maður og sagði kannski ekki mikið beinum orðum en lét mann alltaf vita á sinn hátt hvað hann hugsaði. Þannig tók enginn eins þétt og hlýtt í höndina og hann gerði. Það er ógleymanlegt. Við minnumst þess einnig hvað það var alltaf sérstakt að koma í heimsókn á heimili þeiraa hjóna, hversu mikil ró og yfirvegun var þar yfir öllu, lífi þeiraa og þeim sjálfum. Gestrisnin var svo sönn og við alltaf svo innilega velkomnar. Það verður mikill missir fyrir for- eldra okkur nú þegar Valtýr lítur ekki lengur inn eftir sundlaugarferð- ir, fær sér kaffibolla og spjallar. Það verður einnig tómlegt fyrir okkur að eiga ekki von á að hitta hann í þess- um heimsóknum. Við kveðjum í dag sannan, góðan og traustan vin. Fyrir okkur hefur það bæði verið þroskandi reynsla og yndisleg tilfinning að hafa átt slíkan mannkostamann að vini, félaga og samferðamanni allt okkar líf. Elsku Ósk, við erum einum færai í fjölskyldunni núna en við munum samt halda áfram að hafa það nota- legt saman. Við sendum þér og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styi'kja ykkur öll. Kristín og Brynja Vermundsdætur. Með fáeinum kveðjuorðum langar mig til að minnast góðs vinar og sam- starfsmanns, Valtýs Jónssonar, en það var fyrir tæpum fimm áratugum að við kynntumst í vinnu hjá sama vinnuveitanda. Eftir það var vinátta okkar óslitin, bæði í leik og starfi og þegar þú stofnaðir þitt eigið fyrir- tæki og hófst störf við það breytti það engu því sambandið milli okkar rofnaði aldrei. Atvikin höguðu því þannig að leiðir okkar lágu aftur saman og minnist ég þess sérstak- lega þegar við fóram oft eftir vinnu á næsta kaffihús og spjölluðum saman yfir góðum kaffibolla um það sem hafði gerst í vinnunni og utan henn- ar. Einnig era ógleymanlegar allar ánægjustundirnar sem við áttum í Frímúrarareglunni, en þaðan áttum við margar sameiginlegar minningar sem aldi'ei gleymast. Nú skiljast leið- ir í bili, kæri vinur, og er ég þess fullviss að við eigum eftir að fara aft- ur á kaffihús saman þegar við sjá- umst á nýjan leik. Þessi fátæklegu kveðjuorð verða mín hinsta kveðja til þín, innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin eiginkonu og börnum. Ég bið góðan Guð að fylgja þér á þeim leiðum sem þú nú hefur lagt út á. Ólafur R. Karlsson. VALTYR JÓNSSON #4 SOLSTEINAR Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Varanleg minnlng er meitluö ístein. m S.HELGASONHF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is t Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og mágur, GEORG MELLK RÓBERTSSON, Eiríksgötu 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 3. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Ásdís Benediktsdóttir, Róbert Mellk, Regína Hjaltadóttir, Kristjana B. Mellk, Regína Guðmundsdóttir, Soffía L. Karlsdóttir, Smári Magnússon, Þorkell Valdimarsson, Benedikt Franklfnsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ferjubakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Víðinesi fyrir einstaka umönnun. Ragnhildur Jónsdóttir, Rúnar E. Geirsson, Þórhildur B. Einarsdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Elsa G. Friedlaender, barnabörn og barnabamabörn. rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt ab300 manns. ITTUB MEÐKAFFI OG TEHTU A EFTIR - SAMA VERD . skoiiS jJígf 0 tinui VEISLAN G3 Glœsilegar veitingar frá Veislunni AusturslrönJ 12 »170 Seltjornornes «Simi: 561 2031 »Fox: 5611008 VEITINGAELDHÚS www.veislan.is . _ cg HJALMFRIÐUR LILJA JÓHANNSDÓTTIR + Hjálmfríður Lilja Jóhannsdóttir fæddist á Gjögri í Ár- neshreppi, 22. nóvem- ber 1913. Hún lést 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhann Karl Hjálm- arsson og Ragnheið- ur Benjamínsdóttir. Fríða, eins og hún var oftast kölluð, gekk að eiga Bene- dikt Sigurðsson frá Brúará árið 1946, hann var fæddur 1. október 1899, d. 8 október 1965. Þau eignuðust 13 börn og eru 11 þeirra á lífí. Fríða olst upp í Hvammi og á Bakka í Bjarnarfirði. Fríða og Benedikt bjuggu á Drangsnesi fram til 1965 er þau fluttu í Hnífsdal. Fríða flutti svo til Keflavíkur 1975 ogbjóþartil 10. apríl 2000 er hún flutti á Garðvang í Garði. Útför Fríðu fer fram frá Keflavíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langar í örfáum orðum að minnast ömmu og langömmu sem hefur nú eftir erfið veikindi öðlast hvfld. Alltaf var gott að koma á heimili hennar þar sem hlýja og jQÁiJxniiiiiiiir H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur ■*- H H H H P E R L A N Simi 562 0200 iiiiixttxtttitt: N H hugulsemi var í fyrirrúmi. Oftar en ekki voram við send heim með prjónles og aðrar hannyrðarvörur, þar sem hún var mikil hannyrða- kona sem aldrei sleppti verki úr hendi. Við geymum minninguna um hana ömmu í hjörtum okkar og þökkum fyrir hafa kynnst þessari stórbrotnu konu. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt ogsvanurábláanvoginn. (DavíðStef.) Kæra amma, þín verður sárt saknað. Benedikt, Magnús Rafn, Fríða Bára, Margrét Jóhanna, Linda Björk, Valur og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.