Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Bjössi er búinn að fá fimm,“ kölluðu félagar Sigurbjörns Sigurbjörnssonar þegar hann landaði þcssum. Upprennandi aflakóngur SIGURBJÖRN R. Sigurbjörnsson, 11 ára Vopnfirðingur, veiddi hvern þorskinn á fætur öðrum þegar börnin á leikjanámskeiði Einherja fóru í fylgd leiðbein- enda sinna niður á höfn í Vopna- firði. Börnin keppa um ýmsa titla, stúlkurnar vilja verða afla- drottningar og drengirnir afla- kdngar og allir keppast um að veiða stærsta fiskinn og þann minnsta. Að sjálfsögðu voru þau öll í björgunarvestum. Sigurbirni gekk manna best meðan blaða- maður staldraði við á bryggjunni, veiddi á stuttum tíma fjóra þorska, þar á meðal þann stærsta sem á land var kominn, og einn marhnút. Stefndi hraðbyri í að hann yrði aflakóngur námskeiðs- ins. Sigurbjöm sagði að best væri að veiða eftir að skip hefði verið að landa, þá kæmi þorskurinn inn í höfnina. Svo háttaði einmitt til í þetta skiptið, nýlega var búið að landa kolmunna í bræðsluna. Norðurlandamót í ökuleikni strætóbflstjdra í Reykjavík Finnar unnu og Islendingar í öðru sæti ÍSLENDINGAR lentu í öðru sæti í keppni norrænna strætisvagna- bílstjóra í ökuleikni sem haldin var sl. laugardag. Finnar urðu Norð- urlandameistarar. Keppnin var haldin á íslandi og fór fram á athafnasvæði Strætis- vagna Reykjavíkur á Kirkjusandi. Norðmenn urðu í þriðja sæti, Dan- ir í því fjórða og lestina ráku Svíar. Fengu þeir skammarverð- laun, líkan af strætisvagni þar sem bílstjórinn snýr aftur. Segir Kjart- an Pálmarsson, talsmaður keppn- innar, að vinni sama landið keppn- ina fimm sinnum eignist það verðlaunin. Segir hann Islendinga eiga einn slíkan grip, klukku sem gengur öfugt en eftir fremur slakt gengi á fyrstu árum íslendinga í keppninni hefur styrkur þeirra eflst mjög. Þannig áttu þeir efsta mann í einstaklingskeppninni í ár og íslenskir bílstjórar voru einnig í fjórða og fimmta sæti. Finni var í öðru sæti einstaklingskeppninnar og Dani í því þriðja. Sex manna sveit frá hverju landi tók þátt í keppninni. Lagðar eru 10 þrautir fyrir bílstjórana og seg- ir Kjartan þær flestar mönnum kunnar frá fyrri keppnum en keppnishaldari kemur þó jafnan með eina nýja þraut. Næsta keppni verður haldin í Finnlandi. Kjartan sagði fram- kvæmdina hafa gengið vel enda sól og blíða allan keppnisdaginn. Morgunblaðið/Porkell Ýmsar þrautir eru Iagðar fyrir í keppni strætisvagnabflsljóra á Norðurlöndum. Tilvaliö i tækifærisgjafir óotsero Borðdúka úr'i'alið er hjá okkur Skiphofti í 7 a: \ 10 5 Reykfavík \Sími 5 5 í 2323 Vidurkenning fyrir frímerkjagerð Gamla skild- ingamerkið fyrirmynd Kristín Þóra Guðbjartsdóttir NÝLEGA hlaut Kristín Þóra Guðbjartsdóttir viðurkenningu írá Graphis Design Annual 2000 lyrir hönnun á frímerki sem gefið var út í tilefhi af því að 125 ár eru liðin síðan fyrst var gefið út fiímerki á íslandi. „Frímerkið sem ég hlaut viðm'kenningu íyrir kom út 1998 en fyrsta íslenska frímerkið var gefið út 1873,“ sagði Kristín Þóra. - Hvaða mynd var á frím- erkinu sem þú fékkst viður- kenningu fyrir? „Hönnunin tók mið af fyrsta skildingafrímerkinu sem kom út 1873. Slík frí- merki voru einlit til aðgrein- ingar frá dönsku frí- merkjunum sem voru tvflit. Þessi fyrstu frímerki voru kölluð skildingafrímerki því verðgildi þeirra var í skildingum. Frímerkið mitt er í bláum lit eins og fyrsta gamla skildingafrímerkið var. í grunninn skrifaði ég „copperplate", sem var skrift sem fólk notaði fyrir 125 árum, það gerði ég til að vísa til bréfasamskipta fyrri tíma. Gömlu frímerkin þóttu mjög stflhrein að gerð og sama máli gegnir með mitt frímerki. Það var valið úr miklum fjölda innsendra frímerkja alls staðar að úr heiminum. Graphis forlagið er alþjóðlegt forlag yfir hönnun almennt, gefur út bækur þar sem fjallað er um hönnun í graf- ík, iðnhönnun, ljósmyndun ogfleira. Það hefur höfuðstöðvar í New York og Sviss og þykir mjög eftirsóknar- vert að komast í þeirra bækur. Það gleður sjálfsímyndina að fá svona „klapp á bakið“.“ -Ert þú fyrsti íslendingurinn sem hlýtursvona viðurkenningu? „Já, fyrir frímerki að því er ég best veit. Ég hef áður fengið viður- kenningu fyrir hönnun á merki sem ég teiknaði fyrir Póst og síma, póst- þjónustumerkið fyrir hraðsending- ar út á land, og komst þá í Graphis Logo.“ -Hefur þú hannað mörg frí- merki? „Já, ég hef hannað tuttugu og eitt frímerki fyrir íslandspóst. Fyrsta frímerkið sem ég gerði var Olymp- íumerkið fyrir vetrarólympíuleik- anna í Nagano 1998, það voru tvö merki og á þeim voru skíðaganga og svig. Næsta merki var í sam- bandi við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar var byggt á gömlum íslenskum máls- hætti sem segir: „AUir fingur eru jafnlangir, þá þeir eru í lófann lagðir.“ Þemað var full mann- réttindi fyrir alla. Það má geta þess að þetta frímerki fyrir Samein- uðu þjóðimar og frí- merkið fyrir 125 ára afmæli ís- lenskrar frímerkjaútgáfu birtust einnig í alþjóðlegu riti fyrir letur- hönnun og skrift - Letter Arts Rev- iew. Þá vil ég nefna frímerki sem ég hef gert og sýna hvali við íslan- dsstrendur.“ - Þegar þú færð svona verkefni er þá myndefnið í þínum höndum ? „Já, ég bæði myndskreyti og hanna frímerkið. Þegar ég t.d. hannaði frímerkið um hvalina þá fékk ég senda beiðni frá Póstinum um að gera merki með hvölum. I upphafi fer fram mikil vinna við að undirbúa og afla sér upplýsinga til að nota í myndina. Ég fann mér bækur og las mér til, hafði samband við sérfræðinga á þessu sviði og síð- an fór ég að rissa upp hugmyndir. ► Kristfn Þóra Guðbjartsdóttir fæddist á ísafirði 28. nóvember 1960. Hún lauk prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla fslands 1984 og fór siðan í Fachhochschule f Hamborg og var þar við nám í textflhönnun í eitt ár. Lauk siðan fram- haldsnámi við Myndlista- og handíðaskóla fslands 1992 í graf- ískri hönnun. Hún hefur starfað að grafiskri hönnun frá því hún lauk námi 1992 og er grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu. Kristín er gift Sigurði Stefáni Jónssyni ljósmyndara. Þegar búið er að gera tillögur þá fara þær fyrir Frímerkjanefnd sem ýmist samþykkir þær eða hafnar þeim og þá þarf að byija upp á nýtt.“ - En hvert er þitt aðalstarf hjá Hvítahúsinu? „Það er margt sem grafískir hönnuðir gera á auglýsingastofu. Þeir hanna merki og bæklinga, vinna hugmyndavinnu fyrir auglýs- ingaherferðir. Þetta er mjög skap- andi vinna og getur gefið manni mikið. Ég hef bara starfað hjá Hvíta húsinu frá því í júní en var áð- ur hjá auglýsingastofunum Góðu fólki og Yddu. íslandspóstur er við- skiptavinur Yddu og þannig má segja að ég hafi komist í kynni við frímerkjahönnun." - Hvernig er grafísk hönnun á vegi stödd hér miðað við erlendis? „Mín skoðun er sú að við séu nokkuð vel á vegi stödd. Við fylgj- umst vel með því sem er að gerast erlendis. Þegar maður er að vinna við hönnun og mynd- skreytingar finnst sum- um að viðkomandi sé bara að dútla eitthvað. En þetta er mikil vinna og krefst þess oft á tíð- um að maður sinni löng- um stundum í alls kyns undirbúningi og viði að sér hug- myndum. Hugmyndimar eru raun- ar alls staðar í umhverfinu og mað- ur verður víða fyrir áhrifum, en það þarf að vinna úr þeim.“ - Hefur þú fengið fleiri verkefni á sviði frímerkjagerðar? „Nei, ekki enn, en vonandi verð- ur það síðar. Fyrir utan þau merki sem ég hefþegar tilgreint hef ég hannað fimm frímerki í seríu sem tengist náttúruvemd á ísiandi og tvö frímerki sem em tileinkuð ár- þúsundamótum - framtíð og fortíð. Einnig má geta þess að á næsta ári verða gefin út frímerki eftir mig á næsta ári en ekki tímbært að segja frá hvert þema þeirra er, það gerir íslandspóstur þegar að útgáfu kemur.“ Eftirsóknar- vert ad kom- ast í bækur Graphis- forlagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.