Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 43
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 43 MINNINGAR þennan dag dáðist ég að því að henni var þrátt fyrir allt umhugað um að líta sem best út, vel naglalökkuð og að biðja Siggu að gleyma ekki að koma með hárburstann hennar síðar um kvöldið. Þetta átti eftir að verða okkar síðasta samverustund og ég held við höfum vitað það báðar. Við þessi leiðarlok þakka ég Öllu frænku minni óteljandi ánægjulegar samverustundir og sendi frænkum mínum Siggu, Birnu, Ellen Maríu og Hildi mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín Jóhannsdóttir. í dag verður til moldar borin kær föðursystir mín, Laufey. Eg man ekki eftir mér öðruvísi en Laufey, Einar og dæturnar væru hinn hlutinn af fjölskyldunni. Þegar ég sem barn fór með foreldrum mínum til Reykja- 0 víkur á þriðjudögum í ýmsar útrétt- ingar fékk ég oftai’ en ekki að fara og Ivera hjá þeim í Mávahlíðinni. I seinni tíð hafa yfirleitt allai- Reykjavíkur- ferðir endað á að líta inn hjá Laufeyju og Siggu í Álfheimunum. Það voru famar margar skemmtilegar útileg- ur saman þar sem tjaldið hjá Lau- feyju og Einari var aðalsamkomutja- ldið. Þá þótti þetta tjald stórt. Það var fimm manna með himni og nóg pláss fyrir alla. I miðjunni var litill prímus hafður og á honum elduð uxa- halasúpa, sem var ómissandi í þess- I um ferðum. í febrúar sl. fórum við j sex konur saman til Edinborgar til að vera viðstaddar skím Ellenar Mel- korku. Það er gaman að skoða mynd- irnar frá þeirri ferð og sjá hvað Lau- fey naut hennar þó svo hún treysti sér ekki alltaf til að fylgja okkur. Hún var svo ánægð að geta farið og verið viðstödd þessa stóru stund hjá Bimu því heilsa hennar var ekki góð þetta síðasta ár hennar. Við fjölskyldan eigum sumarbústað í Þrastaskógi og i eigum við margai- góðar minningar || frá vem með Laufeyju þar. í bvrjun júlí vom Laufey og Sigga í viku í sumarbústað í Selvík og áttu þar góð- an tíma. Við komum í heimsókn á laugardagskvöldið og þá var Laufey í essinu sínu þegar húsið var fullt af fólki og hún með eina veisluna enn. Laufey var einstaklega gestrisin og naut sín vel að taka á móti gestum. Ekki var hún lengi að baka nokkrar pönnukökur og þótti börnunum mín- Jj um það vera bestu pönnukökur í í| heimi. Á öllum afmælum þeirra hefur * * Laufey frænka mætt með stóran disk fullan af upprálluðum pönnukökum. Ef hún hefiir ekki komist sjálf hefur hún sent þær með Siggu. Laufeyju verður seint þökkuð um- hyggja hennar fyrir mömmu, mér og fjölskyldu minni í veikindastríði föður míns fyrir fimm árum. Hún stóð eins og klettur við hlið okkar og reyndist !Íj mömmu mikil stoð á erfiðum stund- um, þótt hún væri ekki sjálf heils- K uhraust. Hún var hörð við sjálfa sig ™ þegar á þurfti að halda. Eftir að þær voru báðar orðnar ekkjur, Laufey og mamma, nutu þær áfram félagsskapar hvor annarrar og ferðuðust víða saman, bæði innan- lands og til útlanda. Þær ferðir voru þeim báðum til mikillar ánægju. Hugsun um velferð dætra hennar og dótturdætra var mikil og átti Hild- ur þar stórt pláss. Þegar ég lít til g| baka stendui’ eftir góð minning um góða frænku sem hugsaði af hlýhug ™ til mín og minna. Ég og fjölskylda mín sendum Siggu, Birnu, Ellen Maríu, Hildi, Ell- en Melkorku og Jim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Dúnu systur hennar, sem sér á eftir þriðja systkini sínu á fimm árum og erein eftir af Skarðssystkinum, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það kemur engin frænka í stað Laufeyjar. Hvíl í friði. Guðrún Hákonardóttir. Við kveðjum í dag kæra vinkonu okkar Laufeyju. Fyrir tæplega hálfri öld stofnuðu ungar stúlkur með sér saumaklúbb. Klúbburinn vai1 sam- ansettur af frænkum, vinkonum og samstarfsstúlkum, alls sjö að tölu. Áður er látin ein úr hópnum, Ásgerð- ur, blessuð sé minning hennar. Fyrst hittumst við einu sinni í viku, svo leið lengra á milli. Við höfum gengið ævi- gönguna saman og deilt bæði sorg og gleði. Hannyrðir voru okkur öllum mikið áhugamál í fyrstu, en það sem síðar varð meira um vert var samver- an og félagsskapurinn, bara að hitt- ast. Makarnir voru boðnir út at borða á vorin fyrir sjóðinn, sem við vinkon- urnar söfnuðum í. Gleðistundir voru þessi kvöld, sem lifa enn í minning- unni. Laufey var glæsileg, greind kona og sá alltaf spaugilegar hliðar á lífinu, en hún gat líka verið ákveðin. Hún var höfðingi heim að sækja. Sauma- klúbbar hjá Laufeyju voru alltaf vel undirbúnir og dætur hennar áttu sinn þátt í að gera þær stundir sérstak- lega gleðiríkar fyrir hópinn hér á ár- um áður. í okkar hópi var Laufey tákn eilífrar æsku, sem við vorum stoltar af að hafa í okkar návist. Undirrituð og Laufey fóru báðar í hjartaaðgerð árið 1991 og þá nálguð- umst við mun meira. Við styrktum hvor aðra og deildum sameiginlegiá baráttu okkar við aðstæðumar og samkenndin var miki]. Mér var ljóst frá upphafi, að hennar ganga var þyngri en mín. En Laufey var þraut- seig og dugleg og ákveðin í að halda áfram af reisn, sem hún svo gerði fram á síðasta dag. Saumaklúbburinn þakkar nú sam- fylgd okkar kæru vinkonu. Ástvinum hennar sendum við samúðarkveðjur, guð styrki dætur hennar við upphaf þess nýja kafla, sem nú er að hefjast í lífinu. Blessuð sé minning göfugrar vin- konu, móður og ömmu. Súsanna Kristinsdóttir. Á ferðum um ókunnar slóðir er einkum þrennt sem skilur eftir dýr- mætar minningar: stórbrotið lands- lag, fagurt yeður og hugþekkt sam- ferðafólk. I einni slíkri ferð urðu fyrstukynni þeirra sem þetta rita við Laufeyju Kristinsdóttur. Hún var þar í för með þremur vinkonum sín- um. Þannig hagaði til að við urðum borðnautar og með þeim hætti hófust kynni okkar. Að gamni okkar skírð- um við þær fljótlega fjögra laufa smárann. Fyrst í stað var Laufey fremur hlédræg og fáorð. Án efa hef- ir þar valdið nokkru um að hún gekk ekki heil til skógar og sjúkdómurinn sem varð hennar dauðamein minnti oftar en ekki á sig. Engu að síður gat þá, sem ekki þekktu til, síst grunað að hún væri líkt og varfleygur og særður fugl sem flýr í skjól. Hún bar langvar- andi veikindi með aðdáanlegu æðru- leysi og sálarþreki til síðasta dags. Laufey Kristinsdóttir var kona fríð sýnum og fáguð í framkomu. Hún var kynborin dóttir hinnar tignarlegu fjallabyggðar sem fóstraði hana. Þar er henni búin hinsta hvíla við hlið eig- inmanns síns. Fjögra laufa smárinn hefir fellt sitt fyrsta blað. Við sem eft- ir erum þökkum samfylgdina en stöndum hljóð eftir. Er ftiglar heQa flug og morgunsöng og fagna því, að þómar dagur nýr. Þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfertæru lind - öll, nema þessi eina, hvíta hind. (Davíð Stefánsson.) Dætrum og ættingjum sendum við samúðarkveðj ur. Björn og Aðalgeir. Laufey vai’ ljósgeislinn í lífi okkar. Ein af þessum guðs gjöfum, sem aldrei fást fullþakkaðar. Bara mál- rómurinn, fasið og áherslurnar voru gleðiuppspretta. Þegar mikið lá við gat Laufey nefnilega líka lagt áherslu á mál sitt á mjög óvenjulegan hátt, jafnvel með sjálfum andardrættinum. Þá gat viðmælandinn ekki annað en bara horft á hana, sannfærður. Þetta var einnig í stíl við sjálf til- svörin, hnyttin og fyndin. Svo glóðu fögru bláu augun, Ijósu lokkarnir dönsuðu og kankvíst bros og sigur- visst færðist yfir andlitið. Laufey fæddist á öðlingsheimilinu Skarði á Landi, í miðri þjóðbrautinni inn á Landmannaafrétt og Fjallabak, Veiðivötn, Helli og Laugar. Kristinn, pabbi hennar, var hreppstjóri sveit- arinnar, annálaður hesta- og ferða- maður. Móðir hennar, Sigríður, var ljósmóðir sveitarinnar í áratugi, skemmtileg með afbrigðum, einstak- ur dugnaðarforkur, gerðar- og rausn- arkona. Laufey ólst því upp við margmenni stórbýlisins, gestagang og stjómsýslu, því þinghús sveitarinnar og kirkjan voru á staðnum, veiðileyf- in, fjallskilin, réttarseðillinn og hesta- kaupin. Sá einstaki kraftur og gleði, sem ljómaði löngum af Skarðsheimilinu, smitaði út um allt þjóðfélagið. Sér- staklega eftir að virkjanafram- kvæmdii- hófust á hálendinu við Tungnaá og hundruð ef ekki þúsun- dir manna áttu lögheimili í Skarði. Guðni hreppstjóri í Skarði, bróðir Laufeyjar, var landsfrægur gleði- og rausnarmaður. Stærsti bóndi lands- ins og örugglega oft sá skemmtileg- asti. 011 stórfjölskyldan átti sitt ann- að heimili í Skarði. Þangað var farið í fríum og þar ólst æskan upp. Laufey átti yndislegan mann, Ein- ar Eiðsson, skipasmið norðan úr Pálsgerði í Eyjafírði. Mér var oft starsýnt á þetta fallega og yndislega fólk á ættarmótum og heima í Skarði. Þjóð, sem á göfuga og elskulega ein- staklinga, á framtíðina fyrir sér. Laufey mátti sjá af Einari fyiir hálf- um öðrum áratug og beið þess lengi ekki bætur. Síðast sá ég frænku mína fyrir að- eins nokkrum vikum, sporlétta og brosandi, þar sem hún skundaði í leikfimi. Ég vissi, að hún hafði átt við veikindi að stríða, þótt ekki bæri hún það utan á sér frekar en fyrri daginn. Ljósmæður á Landinu tóku líka hisp- urslaust á móti börnum, þótt þær væru sjálfar karlægar. Landsveitin er á svo margan hátt drottning fegurðar og tignar. Bara heitið Landið er metnaðarfullt og eð- allundað. Hekla í hásæti og sérhver skynjar hana á sinn hátt. Við Hvammsafleggjarann kemur hún núna um hásumarið skyndilega öll í fang okkar heit, hlý, ljós og ástrík. Við Fellsmúla hefur hún bætt við sig hirðmeyjum, Búrfelli og Bjólfelli. Un- aður og ást fyllir loftið, frjóvið er í fjallinu, glóandi hrauninu, vötnunum og grasinu. Móðir jarðar á ástarfund í geislabliki fegurðarinnar. Landið verður til, jörðin hefast, lífið sjálft vaknar, - „hver vinur annan örmum vefur“. Algleymi ástar og fegurðar. Þetta eigum við fjölskyldan og þjóðin öll sameiginlegt, enginn hjart- ans ís fær það frá okkur tekið. Við þörfnumst hvors annars og saman er- um við meiri en við sjálf. Ég votta systrunum, bai’nabörn- unum, vinum og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Algóður guð gef- ur og tekur, því erum við hans hvort sem við lifum eða deyjum. Yndislega frænku taki hann nú sér í faðm og veiti henni sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. + Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU MATHIESEN. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem annaðist hana af einstakri alúð og umhyggju. Dunda, Marty, Patsy, Kathy, Laura, Hrund, Jón, Magnús, Gilla, Liz, Jón og fjölskyldur. Guðrún, Steffí og fjölskyldur. Davíð og Steffí. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, THEODÓR H. KRISTJÁNSSON kennari, Kambahrauni 11, Hveragerði, lést á Landspítalanum, Hringbraut, laugar- daginn 29. júlí. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Kristján Theodórsson, Pála María Árnadóttir, Soffía Theodórsdóttir, Þröstur Stefánsson, Hálfdán Theodórsson, Þóroddur Þórarinsson, Guðmundur Helgi Þórarinsson, Laufey J. Sveinbjörnsdóttir, Þór Indriðason, Anna Marý Ingvadóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir mín, AUÐUR JAKOBSDÓTTIR ZOLLER, lést þriðjudaginn 4. júlí síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í Charleston, Suður-Karólínu. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra G. Hafsteinsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA MARGRÉT EGILSDÓTTIR frá Lágu-Kotey, Melgerði 24, sem lést miðvikudaginn 26. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Ingólfur Magnússon, Sigríður Magnúsdóttir, Björgvin Magnússon, Rósa Magnúsdóttir, Guðfinnur Magnússon, Einar Magnússon, Bjarni Magnússon, Þórir Magnússon, Guðgeir Ellert Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Magnea Þórðardóttir, Hörður Þórðarsson, Bárður Brynjólfsson, Sólrún Guðmundsdóttir, Elsa Tangolamos, Latíta Magnússon, + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR HÓSEASDÓTTIR, Skólavörðustíg 40, Reykjavík, sem lést mánudaginn 24. júlí st., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Örn Bjarnason, Gréta M. Bjarnadóttir, Hreinn Bjarnason, Sigríður Bjarnadóttir, Jón Davíðsson, f Jón B. Bjarnason, Ingunn Guðmundsdóttir, Broddi B. Bjamason, Sóley Guðmundsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR J. KRISTJÁNSSON, Seljahlíð, heimili aldraðra, Hjallaseli 55, Reykjavík, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 23. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Unnur Guðjónsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðni Þórðarson, Heba Guðmundsdóttir, Orri Hjaitason, Ágústína Guðmundsdóttir, Pétur Yngvi Gunnlaugsson, Guðjón Guðmundsson, Sigríður Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.