Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Stríð á risaþotumarkaðnum EMIRATES flugfélagið frá Mið-Austurlöndum var fyrst flugfélaga til þess að leggja inn pöntun á heimsins stasrstu farþegaþotu, Airbus A3XX, sem mun geta flutt allt að 656 farþega á tveimur hæð- um. Emirates hyggst festa kaup á fimm farþega- vélum og tveimur fragtflutningavélum til að byrja með, en alls nemur andvirði þeirra um 1,5 milljörð- um bandarískra dala, eða um 118 milljörðum ís- lenskra króna. Fast á hæla Emirates fylgdi Air France, sem hefur pantað tíu vélar fyrir andvirði rúmra tveggja milljarða bandaríkjadala. Airbus skýrði frá því um miðja síðustu viku að alls hefðu borist pantanir á 22 vélum. Félagið hafði áður tilkynnt að framleiðslunni yrði ekki hleypt af stokkunum fyrr en 50 vélar hefðu verið pantaðar því ella stæði verkefnið ekki undir sér en það er hið fjárfrekasta í sögu flugvélaframleiðslu. Nemur kostnaðurinn við þróun vélanna alls 10,7 milljörð- um bandaríkjadala eða um 840 milljörðum ís- lenskra króna. Áætlað er að framleiðsla hefjist á næsta ári en vélamar verði teknar í notkun árið 2006. Fljúgandi skemmtiferðaskip Risaþoturnar verða framleiddar í nokkrum út- gáfum og taka á milli 481 og 656 farþega, eða allt að 150 farþegum meira en Boeing 747-400 sem er stærsta farþegaflugvél sem nú er í notkun í heim- inum. Nýju þotumar hafa 43% meira gólfrými en nokkur önnur farþegaþota og þær munu geta flog- ið tæpa 13.000 km án þess að þurfa að taka elds- neyti. Vélamar verða á tveimur hæðum og hafa upp á ýmsa möguleika að bjóða hvað varðar skipulagn- ingu á rými. Þær hafa verið hannaðar í líldngu við skemmtiferðaskip, með fyrirferðarmiklum stigum milli hæða og rúmgóðum svæðum hér og þar sem koma má upp bömm, veitingastöðum eða skrifstof- um. Nokkiir hugsanlegir kaupendur, þ.á m. Virgin flugfélagið, hafa látið uppi hugmyndir um að koma íyrir spilavíti, líkamsræktarsal og jafnvel svefn- herbergjum um borð í vélunum. Emirates flugfélagið gerði þó út um allar vanga- veltur um notkun á rými og sagðist ekki ætla að gera þotumar að fljúgandi skemmtiferðaskipum, heldur nota aukið pláss til þægindaauka fyrir far- þega. Það yrði gert bæði með því að auka rými milli sæta og breikka ganga svo farþegar gætu gengið um vélina á hinni sjö klukkustunda löngu flugferð milli Dubai og London. Emirates er eitt fjöldamargra flugfélaga sem hafa staðið í ströngu við að komast að á Heathrow flugvelli, sem er einn sá fjölfamasti í heimi og er talið að stærri flugvélar muni leysa hluta þess vanda sem ofsetnir flugvellir þurfa að glíma við. Yfirburðum Boeing ógnað Boeing hafa haft yfirburði á risaþotumarkaðn- um í rúm þrjátíu ár með Boeing 747 vélum sínum en nú stendur þeim ógn af Airbus A3XX og hafa nú tilkynnt um framleiðslu á stærri vélum en þeir hafa nokkm sinni framleitt. Nýju Boeing risaþotumar verða lengri gerð hefðbundnu 747 vélanna og munu rúma 522 í sæti. Áætlað er að framleiðsla þeirra geti hafist á næstu sex til níu mánuðum og kostnaður við þróun Áætlanir Airbus um fram- leiðslu á nýrri risaþotu, A3XX sem mun verða stærsta farþegaþota heims, hafa nú fengið byr undir báða vængi eftir að fyrir- tækinu bárust pantanir á 22 þotum nýverið. Þar með hef- ur verið hreyft við veldi Boeing fyrirtækisins á risa- potumarkaðnum og hyggst það svara samkeppninni með stærri Boeing vélum. Sigríður Dögg Auðunsdótt- ir hefur fylgst með málinu í Bretlandi. REUTERS Áætlanir Airbus um framleiðslu á nýrri risaþotu, A3XX, sem kemur til með að verða stærsta far- þegaþota heims, hafa nú fengið byr undir báða vængi eftir að fyrirtækinu bárust. pantanir á 22 þotum fyrr í vikunni. þeirra verði einungis fjórðungur af kostnaði A3XX. Ennfremur munu vélamar verða tilbúnar til notkunar árið 2005 eða allt að einu ári á undan Air- bus vélunum. Airbus og Boeing greinir á um hve mikil þörf sé fyrir risaþotur af þessari stærð í heiminum. Airbus heldur því fram að þörf sé á allt að 1500 slíkum þot- ur á næstu tuttugu árum. Boeing heldur því hins vegar fram að þróunin hafi orðið sú að smærri þot- ur séu notaðar í auknum mæli til þess að fljúga lengri vegalengdir og bendir á að British Airways hafi skipt mörgum Boeing 747 vélum sínum út fyrir 777 gerðina sem er talsvert minni og fullyrðir að einungis sé þörf íyrir um 500 vélar af stærri gerð en Boeing 747-400 á næstu tveimur áratugum. Boeing spáir því einnig að á sama tímabili muni flugfélög heimsins panta 22.300 flugvélar fyiir andvirði einnar og hálfrar milljónar milljóna bandaríkjadala. Ri'kisstjórnir styðja verkefnið Breska ríkisstjórnin hefur stutt við bakið á A3XX verkefninu með því að leggja fram lán að andvirði 530 milljónir sterlingspunda, eða um 63 milljarða íslenskra króna, en talið er að framleiðsla vélanna skapi allt að 22.000 ný störf í Bretlandi. Franski samgöngumálai-áðherrann, Jean-Claude Gayssot hefur skýrt frá því að Frakkar hafi ráð- gert að verja um 90 milljónum franskra franka á þessu ári til verkefnisins og öðrum 8 milljörðum fram til ársins 2005. Ráðherrar úr ríkisstjórnunum landanna fjög- urra sem standa að verkefninu, Bretlandi, Frakk- landi, Spáni og Þýskalandi, hafa sagt að opinber stuðningur tii verkefnisins sé í fullu samræmi við samkomulag milli Evrópusambandsins og Banda- ríkjanna sem gert var árið 1992 um opinberan stuðning við framleiðslu stærri flugvéla. Bandaríska ríkisstjórnin hefur hins vegar íhug- að að stefna Airbus Industrie fyrir alþjóðavið- skiptaráðið, World Trade Organisation, sem leyfir ekki opinberan fjárstuðning við framleiðslu flug- véla sem ætlaðar eru til notkunar í hagnaðarskyni. Breski iðnaðarráðherrann, Stephen Byers, skýrði frá því fyrir skömmu að löndin fjögur væru meir en viljug til að láta Bandaríkjamönnum í té allar upplýsingar varðandi fjárstuðninginn og að hann tryði því að hann væri fyllilega lögmætur. Bandaríkjamenn vilja kæra Bandaríkjastjórn er sögð vera undir miklum þrýstingi, bæði frá Boeing, sem kemur til með að tapa verulegum fjármunum ef A3XX hlýtur gott brautargengi og einnig frá bandaríska þinginu sem lítur á fjárstuðninginn sem evrópsk ódrengileg- heit. Ef mótbárur Bandaríkjamanna verða teknar til greina gætu ríkisstjórnimar fjórar sem fjárfest hafa í Airbus verkefninu átt von á fyrirskipun frá alþjóðaviðskiptaráðinu um að breyta lánunum eða láta þau niður falla. Alþjóðaviðskiptaráðið gerir sérstaka grein fyiir því að fjárstuðningur við verkefni sé í formi láns sem ekki er hægt að hagnast á. Boeing og pólitískir stuðningsmenn fyrirtækisins halda því hins vegar fram að lán bresku ríkisstjómai-innar til verkefnis- ins séu á mun betri kjörum en nokkurt bankalán og stangist því á við skilgreiningu ráðsins. Boeing fjargviðrast sérstaklega yfir því að end- urgreiðslur lánanna séu bundnar við sölu vélanna og heldur því fram að það nægi ekki til þess að rík- isstjórnimar fái alla upphæðina greidda til baka, enda segist Boeing ekki vera jafn bjartsýnt og Air- bus varðandi fjölda véla sem ætlunin er að selja á næstu tuttugu ámm. Talsmaður Boeing hefur sagt opinberlega að hvort sem áætlanir Airbus standist eður ei, ætti fyrirtækið samt sem áður að vera skyldugt til að afla fjár til verkefnisins meðal einkaaðila, en ekki opinberra aðila, líkt og Boeing gerði þegar það réðst í framleiðslu 777 vélanna. Hagnaður Þorbjarnar hf. 84 milljónir Þorbjörn hf. Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan.-júní 2000 1999 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 1.229 1.150 +6,9% Rekstrargjöld 884 825 +7,2% Afskriftir 160 127 +26,0% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -62 -5 +1140% Reikn. tekjuskattur 40 55 -27,3% Aðrar tekjur og gjöld 2 49 -95,9% Hagnaður ársins 84 187 -55,1% Efnahagsreikningur 30.06.OO 30.09.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 4.737 3.975 +19,2% Eigið fé 1.155 1.111 +4,0% Skuldir 3.582 2.864 +25.1% Skuldir og eigið fé samtals 4.737 3.975 +19,2% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 24,38% 27,55% Veltufjárhlutfall 1,03 0,94 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 280 248 +12,9% HAGNAÐUR af rekstri Þorbjamar hf. í Grindavík eftir skatta á iyrstu sex mánuðum ársins 2000 var 84 milljónir króna, sem svarar til 6,8% af tekjum, samanborið við 187 milljónir fyrir sama tímabil á síðasta ári, sem var 16,2% af tekjum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði á tímabil- inu var 345 milljónir króna, eða 28,0% af tekjum, en var 325 milljónir á síð- asta ári, eða 28,2% af tekjum. Hagn- aður af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 122 milljónir, 9,9% af tekjum, en 193 milljónir í fyrra, 16,8% af tekjum. Veltufé frá rekstri var 280 milljón- ir, eða 22,8% af tekjum, og eigið fé 1.155 milljónir 30. júní síðastliðinn, og hefur hækkað um 109 milljónir frá áramótum. Eiginfjárhlutfall var 24,4% í lok tímabilsins. Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjamar hf., segir að afkoma félagsins hafi verið eins og reiknað hafi verið með. „Fjármagnskostnað- ur var hins vegar meiri en reiknað var með í upphafi og skiptir þar mestu að gengistap varð af erlendum lánum, en niðurstaðan er mjög góð,“ segir Eiríkur. „Félagið var með hæsta veltufé frá rekstri sem það hefur ver- ið með frá upphafi. Hagnaðurinn eftir skatta er lægri en á síðasta ári, enda var félagið með mikið af óreglulegum tekjum í fyrra. Þá hafa afskriftir auk- ist frá fyrri hluta ársins 1999 vegna fjárfestinga á síðastliðnu ári í veiði- heimildum og skipum.“ Eiríkur segir að næstu mánuðir muni einkennast af fyrirhugaðri sameiningu Fiskaness hf. og Valdimars hf. við félagið og að hagræðing vegna þess muni byrja að skila sér á næsta rekstrarári. Góð langtímaíjárfesting Smári Rúnar Þorvaldsson, hjá Greiningu og útgáfu íslandsbanka- FBA, segir að hagnaður Þorbjamar hf. hafi verið nokkru lakari en spá FBA gerði ráð fyrir. Fjármunamynd- un í fyrii-tækinu sé mjög í takt við spá bankans og að mati Greiningar og út- gáfu Íslandsbanka-FBA sé Þorbjörn hf. góður langtímafjárfestingakostur. „Líkur eru á að fyrirhuguð sameining við Valdimar hf. og Fiskanes hf. muni leiða til aukins virðisauka fyrir hlut- hafa. Framlegð félagsins var mjög góð, eða 28%, og munar þar mestu um góðan árangur af rekstri frysti- togara félagsins. Hafa ber í huga að nokkur árstíðasveifla er í núverandi rekstri Þorbjamar hf. og því ekld við- búið að núverandi starfsemi skili jafn miklu á síðari hluta ársins. Hins veg- ar mun samruninn leiða til þess að þessi árstíðabundna sveifla minnkar í framtíðinni. Það er þó óvarlegt að gera ráð fyrir jafn góðum rekstrar- árangri á síðari hluta ársins þar sem einhver kostnaður fylgir samrunan- um og ekki er útlit fyrir að samlegð- aráhrifa gæti fyrr en á næsta ári,“ segir Smári Rúnar. íslensk midlun hf. eykur hlutafé Uppsagn- ir á Yest- fjörðum ÍSLENSK miðlun (ÍM), sem er með úthringi- og símsvömnar- þjónustu, er auk stórrai- stöðv- ar í Reykjavík með fjarvinnslu- stöðvar á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Félagið er með dótturfyrii-tæki á Raufarhöfn og Stöðvarfirði en tii viðbótar era starfandi fjarvinnslustöðv- ar á Ólafsfirði, Vestfjörðum og í Hrísey. í þessum fjarvinnslu- stöðvum á ÍM 30% hlut, en heimamenn eiga afganginn og eru þetta sjálfstæð fyrirtæki. Erfiðleikar hafa verið í rekstri þessara þriggja fjarvinnslu- stöðva sem IM er aðeins hlut- hafi í en rekur ekki. Ekki rekstrarforsendur að óbreyttu Komið hefur fram að í Hrísey þarf verkefnum að fjölga til að reksturinn geti borið sig og for- stöðumaður ÍM á Ólafsfirði, Hannes Garðarsson, sagði stöðuna svipaða þar. Hann sagði að ekkert væri að gera á daginn en kvöldvinna væri fyrir fimm starfsmenn. Hannes sagði verkefnaöflun í höndum IM í Reykjavík, en Raufarhöfn og Stöðvarfjörður hefðu for- gang að verkefnum og að fjar- vinnslustöðin í Ólafsfírði gæti ekki lifað lengi nema verkefn- um fjölgaði. Uppsagnir hjá ÍM á Vestfjörðum hf. Á Vestfjörðum hefur sýslu- maður lokað fyrirtækinu ís- lenskri miðlun á Vestfjörðum hf., en að sögn Fritz Más Jör- genssonar, framkvæmdastjóra IM í Reykjavík, horfir til betri vegar. Fritz segir að í dag verði opnað á ný, en í gær hafi starfs- fólki verið sagt upp. Þeim upp- sögnum fylgi endurráðningar- ákvæði og stefnt sé að því að ganga frá endurráðningum fyr- ir 25. ágúst. Fritz segir lánsloforð upp á 10 milljónir króna liggja fyrir frá Byggðastofnun með þeim skilyrðum að ÍM í Reykjavík breyti 10 milljónum króna af skuldum IM á Vestfjörðum í hlutafé. Þá sé verið að semja við fleiri um að breyta skuldum í hlutafé. Hann sagðist telja að útlitið væri ekki dökkt ef þess- ar breytingar næðu fram að ganga og að fyrirtækinu fyrir vestan tækist að byija á ný með nokkuð hreint borð, því búið væri að afla margra verkefna sem hefjast mundu á næstu vikum. Spurður um áhrif þessara erfiðleika á ÍM sagði Fritz að vissulega fyndi félagið fyrir þessu því það væri búið að leggja í mikinn kostnað vegna fjarvinnslunnar og ætti hlut í þessum fyrirtækjum. Þess bæri þó að geta að þetta væra sjálfstæð fyrirtæki með sér- staka stjórn og þau sæju um eigin verkefnaöflun og allan rekstur. Hlutafjáraukning og sam- starf við norskt fyrirtæki Fritz sagði einnig um ÍM, þ.e. móðurfyrirtækið, að verið væri að vinna að aukningu hlutafjár fyrh’tækisins. Hlutafé hefði verið selt til fjárfesta hér á landi en einnig hefði verið handsalað loforð við fyrirtæki í Noregi, Multi Net Partner eða MNP, um kaup þess á 10% hlut í ÍM. Norska fyrirtækið starfar á sama sviði og IM og hyggjast fyrirtækin eiga með sér margs konar samstarf í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.