Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 68
.68 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM MYNPBOND ' Flugkappar í vanda Ósýnilegur bandamaður (Active Stealth) Spennumynil ★ Leikstjóri: Fred Olen Ray. Handrit: Steve Latshaw. Aðalhlutverk: Dan- iel Baldwin, Fred Williamson, Hannes Janecke, Shannon Whirry. (92 mín) Bandaríkin. Háskólabíó, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Þetta er önnur myndin á stuttum tíma sem fjallar um hinar ofurtækni- væddu Stealth-orrustuflugvélar Bandaríkjahers og baráttu þeirra við vonda eitur- lyfjabaróna í Suð- ur-Ameríku. Ef einhverjum fannst hin myndin fín þá ætti hann endilega að kíkja á þessa, því hún er margfalt betri að öllu leyti, þó sama spreng- ingin sé notuð oftar en einu sinni þegar óvinaflugvélarn- ar springa. Þrátt fyrir að hafa leik- stýrt meira en 40 myndum á síðustu 10 árum nær leikstjórinn Fred Olen Ray að gera lélega en prýðilega áhorfanlega flugspennumynd. Þess má geta að Ray hefur leikstýrt okkar íslenska stórleikara Gunnari Hansen (Leatherface í „Texas Chainsaw Massacre"), en myndin hét því ágæta nafni „Hollywood Chainsaw Hookers“. Af öðrum myndum leik- stjórans má nefna „Scream Queen Hot Tub Party“, „Masseuse 1 og 2“ ^og ,A-ttack of the 60 foot Center- fold“. Leikararnir eru langt frá sínu besta en fara samt ekki allt of mikið í taugarnar á manni fyrir utan Shann- on Whirry sem getur alls ekki leikið þótt líf hennar lægi við. Færeysk vegamynd Heim í heiðardalinn (Bye Bye Bluebird) Vegamynd ★★★ Leikstjóri og handritshöfundur: Katrin Ottarsdóttir. Tónlist: Hilm- ar Om Hilmarsson. Aðalhlutverk: Hildigunn Eyðfinnsdóttir, Sigri Mitra Gaini, Johan Dalsgaard. (90 mín) Færeyjar. Myndform, 1999. Myndin er öllum leyfð. Rannvá (Hildigunn Eyðfinnsdótt- ir) og Barba (Sigri Mitra Gaini) eru tvær vinkonur sem ættaðar eru frá Færeyjum en kynntúst ekki fyrr en þær komu út í hinn stóra heim, þar sem þær hafa búið mest alla sína ævi. Þær koma til Færeyja og í fyrstu virðist tilgangur þeirra bara vera skemmt- analegs gildis en brátt kemur í ljós að hvor um sig hef- ur dulinn ásetning með ferðinni. Sjó- maðurinn Rúni (Johan Dalsgaard) dregst inní ferðalag þeirrá og keyrir þær út um allt en hann eins og þær hefur óleysta þætti úr fortíðinni og alltaf þegar hann stígur út úr bflnum kemur hann blár og marinn til baka. Þessi mynd er einstaklega einföld, einlæg og fersk í allri uppbyggingu. Klæðnaður stúlknanna er mjög eftir- minnilegur og vel notaður í samspili við landslag Færeyja. Af stöllunum tveimur er Sigri Mitra mun betri og ræður bæði við kynbombuhlutverkið og hið dramatíska á meðan Hildi- gunn stígur nokkur feilspor í drama- tíska hlutanum, en hlutverk hennar er ekki eins iitríkt og Sigri. Leik- stjórn Katrinar Ottarsdottur er eilít- ið óhefluð en það gerir myndina ein- >nitt svo sjarmerandi. Ottó Geir Borg Flestar myndir Ritchies fjalla um keppni, í Smile er það fegurðarsamkeppni ungpía. MICHAEL RITCHIE BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Ritchie er einn fjölmargra leikstjóra sem hafa komist á tiltölulega skömmum tíma í hóp hinna bestu og brunnið síðan jafnskjótt út aftur eft- ir að hafa skilið eftir sig nokkrar góðar myndir sem halda nafninu á lofti. Ritchie er sonur háskólaprófess- ors, fæddur í Wisconsin 1939, en ólst upp í háskólabænum Berkeley í Kaliforníuá umbrotum sjöunda ára- tugarins. Utskrifaðist sem sagn- fræðingur frá Harvard, þar sem hann komst í kynni við leiklistina. Einkum sem leikstjóri og vakti at- hygli sem slíkur fyrir uppsetningu á gamanleikritinu Oh Dad, Poor Dad, Mama Hung You in the Closet and I’m Feeling Sad. Háskólamenntunin vék fyrir leikstjóminni, Ritchie komst að í sjónvarpi og á blað sem leiksljóri vinsælla þátta á borð við Dr. Kildare, The Man From UNCLE og Run for Your Life. Sem ieiddi til að Ritchie var falið að gera langa mynd byggða á einkaspæjarasögu Raymonds Chandler, The Big Clock, og var hún sýnd í tveimur hlutum við góðar undirtektir. Fleiri sjón- varpsmyndir fylgdu í kjölfarið, þ.á m. The Survivors, byggð á metsölu- bók Harolds Robbins, sem þá var vinsælastur reyfarahöfunda, og þótti hún lukkast mjög vel. Leiðin til Hollywood opnaðist. Fyrsta verkefni Ritchies á vest- urströndinni, Downhill Racer (’69), er tengt aðaláhugamáli leiksljórans, íþróttum, sem hafa verið honum hugleikið umfjöllunarefni. Þessi fyrsta kvikmynd fékk mjög góða dóma og var einkar vel mönnuð, m.a. Robert Redford og Gene Hackman. Prime Cut (’72) fylgdi í kjölfarið, óvenju harðsoðin glæpa- mynd þar sem Lee Marvin og Gene Hackman eru sannarlega í essinu sínu sem leigumoröingi og undir- heimabarón. Hackman er grunaður um að stela frá glæpasamtökunum í Chicago, sem senda Marvin á vett- vang til að koma skikk á hlutina. Rit- chie sýnir Hitchcock virðingu sína með skemmtilegri endurgerð atrið- sins er Cary Grant verður fyrir flug- vélarárásinni á kornakrinum í North By Northwest, og myndin er að mörgu Ieiti ásjáleg þó hún hafi ekki elst vel. Ritchie fylgir krimmanum Prime Cut vel eftir með The Candidate (’72), einni sinni bestu mynd, sem fjallar, eins og nafnið bendir til, um kosningabaráttu, en ein slík, milli Michael Ritchie átti eftirminni- lega góðan kafla á áttunda ára- tugnum. George Bush yngri og A1 Gore, er einmitt í uppsiglingu þessa dagana. Nú var skammt stórra högga á milli, Ritchie var allt í einu orðinn heitasti leikstjórinn á markaðinum því næsta mynd hans, Smile (’75), er meinfyndin gamanmynd með ádeilu- broddi sem vann hug og hjörtu gagnrýnenda sem áhorfenda. Strax árið eftir kom næsta mynd Ritchies fram á sjónarsviðið, Bad News Bears, þar sem fjallað er um versta ungliðið (little league) Banda- ríkjanna f hornabolta, með fyllibyttu (Walter Matthau) íþjálfarastóli. Bet- ur fer en á horfist er liðinu bætist góður liðsauki í hinni gallhörðu Tat- um O’Neal. Þau Matthau og O’Neal eru virkilega skemmtileg á að horfa. Matthau heitinn sjaldan betri á lit- ríkum ferli og sú stutta er allt að því í Pappírstungls-formi. í Semi Tough (’77) sækir Ritchie enn og aftur umfjöllunarefnið í miskunnarleysi íþróttakeppninnar. Myndin er allt í senn; rómantísk gamanmynd, grínaktug ádeila á heim íþróttanna, þar sem flest snýst um að græða peninga, og drama. Burt Reynolds og Kris Kristofferson fara ágætlega með hlutverk sam- heija og vina sem báðir eru ást- fangnir af sömu stúlkunni (Jill Clayburgh), dóttur eiganda liðsins, sem leikinn er af krafti af Robert Preston. Fyrsta ábendingin um að frægð- arsól Ritchies færi lækkandi var meðferð hans á reyndar aulalegri bók Peters Benchleys, The Island (’80). Virkilega vond endaleysa um sjóræningja á 20. öld. Myndin var jafnframt ein af verstu myndum Michaels Caine, sem þó kallar ekki allt ömmu sína í hlutverkavali. Di- vine Madness með Bette Midler, sem kom út sama ár, varð ekki til að Gene Hackman og Robert Redford í brunmyndinni Downhill Racer. bæta hlutina - né The Survivors, mislukkuð gamanmynd með Matt- hau og Robin Williams. Aftur reis Ritchie upp með Fletch (’85), sem hann getur þakkað að tals- verðu leyti grínöktugum leik Chevy Chase í titilhlutverki einkaspæjara, meistara dulargervanna. Wildcats var enn ein íþróttamyndin, að þessu sinni var vesalings Goldie Hawn að reyna að koma einhverju formi á ruðningslið í stórborgarslömmi. Hinir þá óþekktu Woody Harrelson og Wesley Snipes á meðal garpa. Enn átti Ritchie inni hjá kvik- myndaiðnaðinum og var treyst fyrir Eddie Murphy í The Golden Child (’86). Utkoman fjarri því að eiga nokkuð skylt við þann eðalmálm. Sömi sögu að segja um The Couch Trip (’88), þeir Matthau, Dan Akr- oyd og Charles Grodin voni hver öðrum verri í illa skrifaðri mynd. Næst reyndi leiksfjórinn fyrir sér í glæpagríninu Diggstown (’92), sem reyndist enn ein mistökin, en líkt og í myndunum á undan var handritinu fyrst og fremst um að kenna hvernig fór. Jafnvel James Woods, Bruce Dern og Louis Gossett Jr. gátu ekki bjargað málunum. Síðan hefur hvorki gengið né rek- ið hjá Ritchie. Cops and Robbersons (’94) var síðasta myndin sem sýnd hefur verið hérlendis. A Simple Wish (’97) rataði beint á myndband og síðan hefur hinn fyrrum eftir- tektarverði leiksfjóri stai'fað á upp- hafsreitnum, sjónvarpinu. Sæbjörn Valdimarsson Sígild myndbönd SMILE (1975) ★★★!/2 Fáséð perla frá áttunda ára- tugnum fylgir fegurðarsam- keppni ungi’a stúlkna í Kaliforn- íu. Leikstjórinn skrásetur keppendur á einkar skemmtileg- an og skynsamlegan hátt, stúlk- urnar eru sjálfstæðar persónur í meðförum hans og myndin kem- ur skemmtilega á óvart. Rósin í hnappagati Ritchie er meinfyndin nærskoðun á fegurðarsamkeppni ungpía. Nánast óaðfinnanleg blanda gamans, drama og heim- ildarmyndar þar sem satíran er efst á baugi og smáborgarar allra landa fá óþægilega á baukinn. Bruce Dern, Geoffrey Lewis og Michael Kidd, allir óborganlegir. THE CANDIDATE (1972) ★ ★★V2 Námnast sígild mynd um bak- tjaldamakkið í stjórnmálaheimin- um, drauminn um betra stjórnar- far, tálsýnina í pólitíkinni. Robert Redford er fylginn sér í hlutverki ungs hugsjónamanns og lögfræð- ings sem vill láta gott af sér ieiða og býður sig fram í öldungadeild- inni. Kemst að því fullkeyptu, að það eru ekki mannkostir og heið- arleiki sem tryggja þingmanns- störfin. Frábærlega vel leikstýrð mynd sem virkar jafnvel sem háð og spott og dramatísk ádeila. DOWNHILL RACER (1969) ★★★% Robert Redford sýnir einn sinn besta leik á glæstum ferli í hlut- verki smábæjarmanns sem hyggst vinna heiminn á brunskíð- unum og svífst einskis fyrir frægðina. Gene Hackman er einnig firnagóður sem þjálfari hans sem kemur honum í hóp hinna útvöldu. Bestu þættir myndarinnareru þó í hlíðum Alp- anna þar sem brunbrekkumar og skíðaíþróttin hefur sjaldan verið mynduð af jafnmikilli virðingu fyrir tignarlegu umhverfinu og íþróttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.