Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR l.ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Ein fogur söngvísa“ Skálholt TONLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Hróðmar Ingi Sigiirbjörnsson: Skálholtsmessa. Marta G. Hall- dórsdóttir sópran, Finnur Bjarna- son tenór, Benedikt Ingólfsson bassi; CAPUT (Kolbeinn Bjarnason, flauta; Eydís Franzdóttir, óbó; Ste- fán Bernharðsson, horn; Freyr Guðmundsson, trompet; Sigurður Þorbergsson, básúna; Kjartan Guðnason, slagverk; Guðrún Ósk- arsdóttir, semball; Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla; Stefán Öm Arnarson, selló; Valdimar K. Sigur- jónsson, kontrabassi). Sljórnandi: Gunnsteinn Ólafsson. Laugardaginn 20. júlíkl. 15. SKÁLHOLTSKIRKJA var þétt setin sumarblíðan s.l. laugardag, þegar messa staðartónskáldsins, Hróðmars I. Sigurbjörnssonar, var frumflutt. Það kom sér vel fyrir verkið, því þó að kirkjan sé rómuð fyrir hljómburð, á hún eins og flestir salir sín takmörk, sem virð- ast fólgin í því hvað sterkur lúðra- blástur og pákusláttur geta hljóm- að hvellt og glymjandi, jafnvel þótt hvert áheyr- endasæti sé skipað. En eins og mörgum er kunnugt verður aukahlutverk áheyr- enda til að draga úr ofhljómgun með búkum sínum seint ofmetið þegar svo ber undir. Samt var á mörkum að dygði til í þessu verki, sem á köfl- um var furðuherskátt við Iúðra- blástur og ketilbumbuslátt og hefði í téðri ómvist komið betur út með ögn varfærinni styrkbeitingu á kraftmestu stöðum. Messan var að formi til e.k. ein- söngvarakantata án kórs, þar sem auk hefðbundinna ordinarúm- messuþátta var skeytt tónsetning Hróðmars á „Ein fögur söngvísa" úr sálmasafni frá 18. öld inn að framan sem Intrioitus, innskoti úr sekvensíu Ólafs helga í miðju, og orkestrun tónskáldsins á „Beata nobis gauidia" úr söngkveri Skál- holtsskólapilta frá 1687 sem Epi- logus í lokin. Auk þess var í stað hefðbundna Credotextans (Symbol- um Nicenum) tónsett latnesk þýð- ing á trúarjátningarsálmi Lúthers, „Vér allir trúum á einn Guð“ úr fyrrgetnu kveri. Þannig átti verkið að tvennu leyti sérstaka tilhöfðun til kirkjustaðarins, auk þess sem svo vildi til að frumflutninginn bar einmitt upp á Ólafsvöku. Það var ekki sízt tvennt sem gladdi eyrað við þetta nýja verk ■Hróðmars. í fyrsta lagi að nútíma- tónskáld skyldi leyfa sér, svo mað- ur segi ekki „þora“, að viðhafa auð- greinanlegan púlsrytma án þess að leggjast í marflatan mínímalisma, og svo hitt, hvað víða gætti velút- færðs - og velheyranlegs - kontra- punkts í raddfærslu, sem bar ekki minna á fyrir skynjanlegan tónalan grunn verksins, þrátt fyrir að öðru leyti samtímalegan stíl. Þetta síð- ara hefði að vísu stundum mátt gera meira spennandi með meiri dýnamík, sérstaklega niður á við, enda verkuðu túttístaðir verksins í heild nokkuð jafnsterkir, ekki sízt hjá einsöngvurunum, sem hefur kannski verið nokkuð órótt í nábýli við þrjá glymjandi lúðra og páku- sett. Samt hefði ekki sakað að laða fram aðeins meiri dulúð, með veik- um og jafnvel sléttum söng á köfl- um, því Skálholtskirkjuskipið ber slíkan flutningsmáta með afbrigð- um vel. Sem fyrr sagði virtist nokkuð herskár andi víða svífa yfir kirkju- verkinu, t.a.m. í inngangi Kyrie- þáttarins sem e.t.v. vegna árþús- undamóta kallaði fram með manni mynd af efsta degi, áður en ró færðist yfir þessa vanalega kyrr- látu miskunnarbæn með hægt bylgjandi þríundarhreyfingu í strengjum og strokinni rörklukku. Einnig kvað nokkuð að fyrrgreindum vígahug í byrjun Gloria á orðunum „qui tollis peccata mundi, miserere nobis“ og „tu solus Altissimus", en á móti komu dansandi léttir staðir eins og „Laudamus te“, sem var ítrekaður aftar í þættinum. Spurn- ing er þó, hvort brávallablærinn hefði ekki um- breytzt í glæsta lofgjörð við aðeins minni styrk. Eftir frekar snöggan endi Glorí- unnar og sembalmillispil hófu tenór og bassi dúett í Lux illuxit úr Ólafssekvensíu við beran sembal- undirleik, sem einnig lauk með all- skyndilegu niðurlagi. Tók þá við Credo, er var borið uppi út í gegn af hægum taktföstum púlsi sem ásamt frumlegri hljómaframvindu í blásurum gerði þáttinn í huga und- irritaðs að sérlega eftirminnilegri lýsingu á píslarsögunni, vandar- höggunum og krossgöngunni, enda þótt Lútherstextinn beindist minna að henni en Níkeutextinn. Einnig mátti heyra sérkennilega notkun á marimbu sem undirstrikaði fyrr- greindu áhrif með þungum takt- föstum hljómum. Drottni var sungin dansandi dýrð í Sanctus með ríkulega hemíóluðum 6/8 takti og hnígandi/ rísandi krómatísku stefi, þótt enn heyrðist sums staðar eftirómur af örlagahrynjandi Credoþáttarins undir niðri. Glaðlegan hátíðarblæ textans og tónlistarinnar hefði þó kannski mátt undirstrika aðeins betur í söngnum, sem hér (sem raunar víðar) virtist í það drama- tískasta. Niðurlag þáttarins var líkt og hin tvö undangengnu allsnöggt, en í þetta sinn meira afmarkað og sannfærandi. Agnus Dei þátturinn var allur á íhugulum nótum, með líðandi miðl- ungsstríðum hljómum og lýdísku- leitu stefjafrumi er minnt gat á upphaf ísland, farsælda frón. Eftir dulúðugan pedalstað í seinni hluta lauk þættinum með ítrekun sópr- ans á inngangsorðunum við edens- sælar hljómsveitarakkorður og klukkuslátt. Lýríkin var sömuleiðis ráðandi í Epilognum með sérlega kliðmjúkri beitingu á tréblásurum svo minnt gat á íslenzka náttúru- fegurð í sól og blíðu; fyrst með ein- söng sópransins, síðan í terzett. Lauk þar með sérstæðu, vönduðu og í flesta staði velheppnuðu kirkjutónverki, sem vonandi á eftir að rata á hljómdisk. Gunnsteinn Ólafsson stýrði flutn- ingnum af nákvæmu öryggi, og ein- söngvararnir stóðu sig einnig af mikilli prýði við oft furðugóðan samhljóm þrátt fyrir allólíkan raddblæ einstaklinga, þar sem skær sópran Mörtu G. Halldórs- dóttur átti kannski helzt til að skera sig úr, enda var enginn alt til að brúa á milli. Natin spilamennska CAPUT-sveitarinnar kom að vanda fáum hlustendum á óvart, en þó að verkið hafi væntanlega verið sniðið fyrir hljóðfæraskipun þá sem 1 boði var, brygði fáum í brún ef bætt yrði í strengjasveitina er til endan- legrar upptöku kemur, enda stök fiðla og selló ekki mikils megnug í átökum við fimm blásara og slag- verk. Lagtá brattann J.S.Bach: Sellósvítur nr.3,4 & 5 í C, Es & c, BWV 1009-11. Sigurður Halldórsson, barokkselló. Laugardaginn 29.júlí kl.17. SVÍTUR Bachs fyrir selló án undirleiks voru aftur á dagskrá í Skálholti eftir tveggja vikna hlé á seinni tónleikum síðastliðins laug- ardags, þegar Sigurður Halldórs- son innti aðra helmingsafborgun sína af sex meistaraverkum hins þáverandi hirðtónstjóra Leopolds fursta í Köthen af hendi og gerðist þar með að líkindum fyrstur ís- lenzkra sellista til að ílytja þessi öndvegisverk í heild á tvennum tónleikum. í þetta sinn við kjörað- stæður, þ.e.a.s. húlffulla kirkju og hæfilegan loftraka fyrir girni- strengi barokksellósins. Hitt er svo annað mál, að erfitt er að ímynda sér atvinnusellista barokktímans fúlsa við beztu stálstrengjum okkar tíma á kostnað frumstæðra girnis- strengja, hefðu þeir verið tiltækir - eða þá við gólfpinnanum. En ætli verði ekki að treysta því að sellisti dagsins hafi sjálfviljugur beygzt undir þetta meinlæti, enda þótt „upprunalegur" flutningur á forn- hljóðfæri hafi lengst af verið kenni- merki Sumartónleika í Skálholti. Gegn rökum upprunaflutnings- sinna mætti reyndar segja, að sér- staklega sígildustu höfuðdjásn tón- bókmenntanna verðskuldi ekkert minna en beztu túlkun og hljóðfæri sem völ er á á hverjum tíma, enda fegurðargildi hverrar hlustenda- kynslóðar við það miðuð. Hitt, að reyna að nálgast meintan fyrir- myndarhljóm sköpunartímans, á vitaskuld einnig fullan rétt á sér - a.m.k. svo lengi sem sú nálgun verður ekki sú eina leyfilega. Því færi svo (eins og blikur hafa verið á lofti um með barokkflutning á síð- ustu árum), er hætt við að lífsnauð- synleg meðsköpun flytjandans myndi stíflast og tónlistin verða að dauðum safngrip. Enginn getur þessutan útilokað hér og nú, að upprunahyggja ofanverðrar 20. ald- ar verði ekki eftir 50 ár talin álíka brosleg hliðstæða við þá ofurróm- antíseringu barokktónlistar sem grasseraði 50-100 árum áður. Flest bendir til að barokkhljóð- færið bjóði upp á minna styrkleika- svið en nútímasellóið, einkum í stærri sölum, þar sem takmörk eru fyrir því hvað veikari endi sviðsins má fara niður án þess að týnast. Alltjent virtist það koma fram af túlkun Sigurðar, sem færðist sjald- an mikið út fyrir p og f. Einnig gætti áberandi fárra sforzandi- áherzlunótna, sem að vísu vilja kalla fram fleiri hljóð úr girnis- strengjum en æskileg þykja. Fyrir vikið verkaði dýnamísk mótun hans heldur fölleit hjá því sem menn eiga að venjast. Enn meir saknaði maður þó ákveðnari styrkrisa á upplögðum stöðum eins og á pedal- köflum, sem hjá Bach eiu sam- bærilegir við spennusafnandi gorma í kyrrstöðu á undan orkulos- un lagferlis eða módúlasjóna. En vera má að upprunafræðingar hafi viljað draga úr slíkri „rómantíser- ingu“, enda stigbreytingar í styrk hvergi merktar í barokknótum - jafnvel þótt stígandi virðist nánast innbyggð á fyrrgetnum augnablik- um. Á hinn bóginn var bergmáls- dýnamíkin öll á sínum stað, og skrautnótunotkun Sigurðar var smekkleg og sannfærandi, enda hófstillt og einkum bundin við kaflaendurtekningar. C-dúr svítan var í heild fremur dauf og enginn þáttur alveg laus við óhöpp. Þó var gaman að nef- kveðinni „sul ponticello“-litun Sig- urðar á Bourrée II (e.k. „tríó“ við Bourrée I), og góð danssveifla var í lokagikknum, einkum í sekkjapípu- pedölunum. Oðru máli gegndi með seinni svíturnar tvær, sem leiknar voru af áberandi meira öryggi. Eft- ir höfugt prelúdíum komu tveir þokkafullir þættir, allemande og courante. Allemandan var örðulaus en líka fremur litlaus. Bourrée- þættirnir tókust einna bezt, mótað- ir af skemmtilegri auvergneskri huppadillu í I og fallega syngjandi tvíröddun í II. Lokagikkurinn hefði hins vegar náð meira flugi með markvissari stórdýnamík. Svíta nr. 5 í c-moll tókst líklega allra bezt. Hún gerir ráð fyrir scor- datura-stillingu efsta strengs úr a niður á g vegna fjórhljómsgripa og hefst á sérkennilega mælskum „forleik innan forleiksins", sem Sig- urður gerði mikið úr með drama- tískum rúbatóum, áður en snerist yfir í gigue-kenndan seinni hluta í 3/8 takti. Allemandan er mjög nið- urskipt í rytma og erfitt að láta sitja vel í púlsi, en tókst samt með miklum ágætum. Courante-dansinn var nokkru sundurlausari en hin tregadjúpa Sarabanda, þar sem margt er sagt með fáum nótum, var hins vegar leikin með mikilli og hrífandi tilfinningu. Gavotturnar I & II voru glæsilega fluttar - II m.a.s. í nákvæmlega sama tempói og I þrátt fyrir síiðandi þríólu- hlaup, enda algengara en hitt að hægja þar á - og gikkurinn var virkilega elegant, þó að vel hefði mátt draga punkteruðu siciliana- rytmíkina aðeins hvassar fram með viðeigandi áherzlum hér og þar. Fyrir bara fáeinum áratugum hefði þótt meiraháttar afrek hjá ís- lenzkum hljómlistarmanni að flytja allar sellósvíturnar á tvennum tón- leikum. Þegar við bætist takmörk- uð sérreynsla á barokkhljóðfæri, myndu sumir m.a.s. kalla atlögu Sigurðar nánast fífldirfsku. Nú hef- ur framboð ílytjenda stóraukizt og gæðastaðallinn hækkað, en eftir sem áður verður að teljast þrek- virki í herlendum knéfiðluleik að ná þessum áfanga, þó ekki hafi þar allt vegið jafnþungt á metunum. En sé miðað við það sem bezt tókst, má engu að síður vænta góðra tíð- inda úr næstu atrennu, gefist spilaranum ráðrúm til að yfirfara snögga bletti og melta betur þessi miklu meistaraverk, sem flestum endast til æviloka. Ríkarður Ö. Pálsson Jet flýgur um loftin blá KVIK- MYNDIR S a in b í ó i ii \ I f a - bakka, Kringlubíó «g Nýja bíó A k ii r e y r i RÓMEÓ VERÐUR AÐ DEYJA ★★ „Romeo Must Die“. Liksljóri: Andrzej Bartowiak. Frameið- andi: Joel Silver. Aðal- hlutverk: Jet Li, Aaliyah, Del- roy Lindo, Henry O, Russell Wong, Isaiah Washington og Anthony Anderson. RÓMEÓ verður að deyja, eða „Romeo Must Die“, er svona gamaldags hefndartryllir eins og við sáum í Hafnarbíói einu sinni nema hann er það sem kallast í daglegu tali miklu flottari. Það eru sömu svipljótu fantai-nir, sami vondi leikurinn, sömu hasaratriðin með reglu- legu millibili og sama hefndin; einhver bölv. óþokki er drepinn og bróðir hans leitar hefnda. Það hefur nánast ekkert breyst nema núna er skotið inn rönt- genmynd um leið og sparkað er í hausinn á óþokkanum svo við getum séð með læknisfræði- legri nákvæmni hvað gerist þegar hann lyppast loksins nið- ur dauður. Og sparkatriðin eru miklum mun flottari. Þegar Bruce Lee varðist með höndum og fótum hélt hann sig að mestu við jörð- ina en í mynd eins og Rómeó verður að deyja hefur aðalhetj- an, sem stundar einhvers konar fjölvarnaríþróttir, með furðu- legum hætti sigrast á þyngdar- lögmálinu og gerir kúnstir í lausu lofti sem maður vanur braggabíói hreinlega skilur ekki. Þetta getur stafað af því að framleiðandi myndarinnar er Joel Silver sem einnig gerði The Matrix og sparkhönnuður myndarinnar er sá sami, Corey Yuen. í „The Matrix“ svifu menn um loftin eins og vera vildi í einhverjum sýndarveru- leika. I Rómeó-myndinni er hins vegar byggt á raunveru- leika, að maður telur, en þó eru sparkatriðin ekki af þessum heimi. Eftir á að hyggja hafa þau kannski aldrei verið það. Hins vegar er vondur leikur- inn ekki ókunnugur og tilbún- ingurinn í dramatíkinni sem skotið er inn á milli hasaratrið- anna skemmtilega gamalkunn- ur. Jet Li er reyndar undan- tekning. Hann er nýjasta viðbótin í Hong Kong-samfé- lagið sem smátt og smátt er að myndast í Hollywood, hasar- myndahetja úr hinu fjarlæga austri sem kemur ágætlega út í Hollywood - mynd af því að leiknin liggur fyrst og fremst í fótaburðinum. Aaliyah heitir mótleikkona hans, er þá í hlut- verki Júlíu (myndin mun byggja að einhverju leyti á ást- arsögunni miklu um Rómeó og Júlíu), og hefði þurft á Iág- marks leiðsögn að halda frá hendi leikstjórans, Andrzej Bartowiak, einkum þegar hún tárfellir. Delroy Lindo er faðir hennar og svolítið á skjön við aðra, virðist telja sig staddan í raunverulegri Shakespeare - uppfærslu. Að því slepptu hefur myndin nokkurt afþreyingargildi og virðist sameina austrið og vestrið í B-myndagerð. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.