Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný skip og flutninga- kerfí hjá Eimskip Annað tveggja skipa Eimskips sem tekin verða í notkun í október. EIMSKIP hefur ákveðið að gera umfangsmiklar breytingar á flutn- ingakerfi félagsins í Evrópusigling- um, sem koma til framkvæmda í október næstkomandi. Skipakostur félagsins verður endumýjaður í tengslum við þessar breytingar og tekin verða í notkun stærstu og full- komnustu skip sem félagið hefur verið með í rekstri. Eftir breyting- arnar fækkar skipum félagsins í fostum áætlunarsiglingum úr níu í sjö en engu að síður eykst flutnings- getan. Tvö nýleg systurskip með 1.457 gámaeininga burðargetu, verða tek- in í notkun í október og leysa þau fjögur skip af hólmi, þar af þrjú leiguskip. Nýju skipin verða á nýrri siglingaleið félagsins. Viðkomuhafn- ir verða í Reykjavík, á Grundar- tanga og Eskifirði hér á landi og er- lendis í Færeyjum, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Skipin eru smíðuð í Orskov Værft í Danmörku árið 1995. Burð- argeta þeirra er nálægt 50% meiri en í Brúarfossi, sem nú er stærsta skip í rekstri félagsins. Lengd skip- anna er 165,6 metrar og breidd 27,2 metrar. Skipin geta tekið á þilfari 11 gáma á breiddina í stað 9 á Brúarfossi og verður Jakinn, gáma- krani félagsins í Sundahöfn, lengdur til að geta náð til allra gáma skip- anna. Skipin henta vel til að sinna fjölþættum flutningaþörfum við- skiptavina félagsins, segir í fréttatil- kynningu frá Eimskip, hvort sem er í innflutningi eða útflutningi. Skipin eru t.d. með um 400 frystigáma- tengla og á ýmsan hátt sérhönnuð til frystigámaflutninga og er hægt að fylgjast með hitastigi og ástandi frystigáma úr brú skipanna. Þau eru einnig sérstaklega hönnuð með það í huga að geta flutt hágáma í lestum, en notkun slíkra gáma hefur verið að aukast á undanfömum ár- um. Á skipunum eru tveir 40 tonna kranar, sem gerir lestun og losun skipanna mögulega þar sem ekki eru kranar í landi. Skipin rista 8,95 metra fulllestuð, sem er nokkuð meira en djúprista núverandi skipa félagsins. Þrátt fyr- ir það komast þau auðveldlega að bryggju í Reykjavík og á öðrum þeim höfnum sem siglt verður til hér á landi og erlendis. Aðalvél skipanna er MAN B&W með um 21.000 hestöfl sem skilar skipunum áfram með 20 sjómflna hraða á klukkustund. Til saman- burðar eru hraðskreiðustu skip fé- lagsins nú með um 17 sjómflna ganghraða. Gert er ráð fyrir 14 manna áhöfn á hvoru skipi en auk þess aðstöðu fyrir a.m.k. sex far- þega. Á skipunum verða íslenskar áhafnir og þeim verða gefin fossa- nöfn. Eimskip hefur tryggt sér kauprétt á skipunum og er kaup- verð þeirra beggja um 3,5 milljarð- ar króna. Ekki hefur verið gengið endanlega frá fjármögnun skipanna en gert er ráð fyrir því að þau verði fjármögnuð með leigukaupasamn- ingi í stað beinna kaupa. Aukin flutningsgeta með færri skipum í fréttatilkynningu Eimskips seg- ir að markmiðið með þessum breyt- ingum sé að auka hagkvæmni í rekstri siglingakerfisins og styrkja samkeppnishæfni félagsins með öfl- ugri og afkastameiri skipakosti. Undanfarin ár hefur Eimskip rekið sex skip í siglingum til Evrópuhafna sem hafa verið með flutningsgetu frá 400 og upp í 1.000 gámaeiningar. Tvö skip hafa siglt á „Suðurleið", til Bretlands og Hollands með viðkomu í Vestmannaeyjum, tvö hafa siglt á „Norðurleið“, til Færeyja, Þýska- lands og Skandinavíuhafna og tvö á „Strandleið“, til Færeyja, Bretlands og Hollands með viðkomu á Eski- firði. Siglingakerfi félagsins br.eytist þannig að í stað sex skipa á sigl- ingaleiðum til Evrópu munu fjögur skip annast alla gámaflutninga fé- lagsins til og frá höfnum á megin- landi Evrópu og Skandinavíu. Þrátt fyrir fækkun skipa mun flutnings- geta félagsins aukast nokkuð í sigl- ingum milli fslands og Evrópu. Áætlun skipa á „Suðurleið“, sem sinnt hefur álflutningum frá Straumsvík, ásamt útflutningi frá íslandi og innflutningi frá Imming- ham og Rotterdam, verður óbreytt. Eitt skip verður áfram í vikulegum strandflutningum við ísland og ekki eru fyrirhugaðar sérstakar breyt- ingar á hálfsmánaðarlegum Amer- íkusiglingum tveggja skipa félags- ins. í tengslum við þessar breytingar verður leiguskipunum Thor Lone, Hanse Duo og Hanse- wall skilað úr leigu og Brúarfoss verður settur á sölulista. Selfoss og Lagarfoss verða í siglingum til Immingham og Rotterdam og Bakkafoss og Goðafoss í Ameríku- siglingum. Mánafoss verður áfram í strandsiglingum. Breytingarnar á siglingakerfi og skipastól Eimskip hafa verið í und- irbúningi í nokkum tíma og eru lið- ur í að auka flutningsgetu og hag- kvæmni í rekstri og taka í notkun yngri og fullkomnari skip. Vélknúin hlaupahjól eru ný tískubóla - óvissa um notkunarreglur Hjólin skilgreind sem létt bifhj ól , , .... Morgunblaðið/Kristinn Alexander a velhlaupahjolinu. NÝVERIÐ hófst sala á vélknúnum hlaupahjólum hér á landi og fellur notkun þeirra undir aðra grein umferðarlaga. Að sögn lögreglu eru hjólin skilgreind sem létt bif- hjól og þurfa ökumenn hjólanna að nota hjálm, Ijúka skellinöðruprófi og vera fimmtán ára eða eldri. Samkvæmt skilgreiningunni, sem kom frá dómsmálaráðuneytinu í vor, eru hjólin bæði skráningar- og tryggingaskyld og má eingöngu aka þeim á götum en hjólin ná allt að 35 kílómetra hraða. Nýlega var ökumaður á vél- knúnu hlaupahjóli kærður fyrir það að aka hjólinu hjálmlaus á göngustíg án réttinda en sam- kvæmt skilgreiningu dómsmála- ráðuneytisins þurfti ökumaðurinn að hafa skellinöðrupróf til þess að aka hjólinu. Einnig gerðist hann brotlegur fyrir að aka hjólinu á göngustíg en það er bannað með lögum. Að sögn lögreglu eru öku- menn sem aka réttindalausir og án þess að nota hjálm sektaðir og tek- ið er á málinu eins og hverju öðru umferðarlagabroti. Meiri líkur á því að slasa sig á línuskautum Að sögn Einars Kára Möller, sölumanns hjá Mótorsporti, hafa fimmtíu hjól selst frá því að fyrir- tækið hóf sölu á þeim fyrir rúmum þremur mánuðum. Einar sagðist ekki vita t.il þess að nein reglugerð væri til um notkun hjólanna og ökumönnum væri einungis skylt að vera með hjálm. Foreldrar Alexanders Hafþórs- sonar tóku í sama streng en AI- exander keypti vélknúið hlaupa- hjól fyrir stuttu. Hann varð fjórtán ára í gær og notar hjólið til þess að heimsækja vini sína í Grafarvogin- um og tekur það með í strætó þeg- ar hann fer á knattspyrnuæfingar með Fram. „Ég nota hjólið helst ekki á ak- vegum eða þar sem umferð er mik- il,“ sagði Alexander í samtali við Morgunblaðið í gær en foreldrar hans taka það ekki í mál. Þau vilja ekki að hann sé á skellinöðru og telja meiri líkur á því að Alcxander slasi sig á línuskautum en á hlaupa- hjólinu. Að þeirra sögn vissu þau ekki til þess að neinar reglur væru til um notkun hjólanna. „Þetta er gaman og sparar manni tíma. Vinur minn á líka svona hjól,“ sagði Alexander en að hans sögn hefur hann aldrei lent í neinum vandræðum þegar hann hefur verið á hjólinu. „Maður pass- ar sig bara og ég hef aldrei dottið. Dekkin eyðast bara of fljótt,“ sagði Alexander. Amma hans lánaði hon- um fyrir hjólinu en þau kosta frá 76.000 krónum. Um 26% Is- lendinga vilja búa erlendis RÖSKLEGA 26% íslendinga segj- ast vilja búa í öðru landi til frambúð- ar, samkvæmt könnun Gallup. Þetta er í þriðja sinn sem Gallup spyr þjóð- ina að þessu og aldrei fyrr hafa jafn- fáir viljað búa erlendis, en árið 1994 sögðust um 27% vilja það og árið 1995 sögðust tæplega 34% vilja það. Næstum 28% þeirra sem nefna land eða svæði sem þeir vilja búa á nefna Danmörku og tæplega 14% nefna Bandaríkin. Einungis rúmlega 4% aðspurðra sögðust helst vilja búa í Noregi en fyrir fimm árum vildi um fimmtung- ur landsmanna helst búa þar. Þá nefndu mun færri Þýskaland og Sví- þjóð nú en áður. Á hinn bóginn nefndu fleiri Bretland, Spán og Ital- íu.FIeiri karlar en konur vilja búa er- lendis til frambúðar, eða um 29% karla, en rúmlega 23% kvenna. Mik- ill munur er hvort fólk vill búa er- lendis til frambúðar eftir aldri svar- enda. Þannig vilja næstum 43% þeirra sem eru 18 til 24 ára búa er- lendis en einungis rösklega 14% þeirra sem eru 55 til 75 ára. ISLAND l# Snæfellsnes SNÆFELLSNES Sérkort 1:100 OOO Nýtt og nákvæmt sérkort af Snæfellsnesi í mælikvarðanum 1:100 000 með öllum upptýsingum fyrir ferðamenn. Mál og mennincj malogmanning.is Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500 Landspítalinn í Fossvogi Verktaki greiddi 1,6 milljónir í dagsektir FRAMKVÆMDUM við E-álmu Landspítalans í Fossvogi, sem hóf- ust fyrir þremur árum, er lokið en þeim seinkaði nokkuð og þurfti verktakafyrirtækið Háberg að greiða um 1,6 milljónir króna dag- sektir. Aðalsteinn Pálsson, for- stöðumaður byggingardeildar Landspítalans, sagði að dráttur hefði orðið á steypunni á sjöundu hæð álmunnar og að það hefði vald- ið töfunum. Hann sagði að tafirnar hefðu ekki raskað starfsemi spítal- ans á neinn hátt. Heildarkostnaður vegna fram- kvæmdanna við E-álmuna er um 450 milljónir króna en í álmunni eru m.a. gjörgæsla og skurðdeildir sjúkrahússins. Aðalsteinn sagði að verktakinn hefði átt að ljúka steypuvinnu síðastliðið haust en það hefði dregist fram að áramót- um. Hann sagði að öðrum verk- þáttum, m.a. frágangi utanhúss, hefði lokið í sumar. Næst ráðist í endurbætur á A-álmunni Aðalsteinn sagði að Landspítal- inn í Fossvogi væri kominn vel til ára sinna og að mikil endurnýjun biði húsnæðisins. Hann sagði að næst á dagskrá væri að ráðast í endurbætur á A-álmunni og að þar ætti m.a. að skipta um glugga og gera við útveggi. Þá sagði hann að einnig þyrfti að endurnýja inni á deildum spítalans. Aðalsteinn sagðist gera ráð fyrir því að kostnaður vegna fyrirhug- aðra utanhússviðgerða yrði rúm- lega 300 milljónir króna og að framkvæmdir ættu að geta hafist á næsta ári ef fjárveiting fengist frá ríkinu í verkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.