Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 35 LISTIR Les allar tegundir greiöslukorta sem notuö eru á íslandi. Er meö lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraövirkur hljóölátur prentari. „Þjóðlögin okkar eru olnbogabörn...“ Síðastur fyrirlesara föstudagsins var dr. Bjarki Sveinbjömsson sem fjallaði um þjóðlagaáhrif í verkum tónskálda á 20. öld. Sagði Bjarki enn langt í að þjóðlögin væru sjálfsagður hluti af menningarlífi okkar í dag. En stofnun Þjóðlagafélags og Þjóðlaga- hátíðar væru með alvarlegustu til- raunum frá útkomu Þjóðlagasafns Bjama Þorsteinssonar fyrir 90 árum til að vekja athygli á þjóðlaginu og virkja það til lífsins að nýju með al- menningi. Bjarki vék næst að skilgreiningu þjóðlagahugtaksins eins og kemur fram í mergjuðum texta Hallgríms Helgasonar í Tón- menntir A-Ö („sem að vísu þyrfti að þýða á íslenzku að hluta til“), þar sem nefndar em greinar eins og „seiðljóð, galdrasöngur [...] athafnasöngur, há- tíðasöngur; vikivaki og rímnadans; kvæðatónn, forsöngur, stefjasöngur, sverðdans, álfadans [...] mylnusöng- ur, smiðjusöngur, vefai'aljóð, spuna- ljóð, mjaltasöngur og sláttuvísur; bamagælur, kvöldsöngvar, náttúm- ljóð, álfasöngur, trölladans, útilegu- mannasöngur, ljúflingslag, drauga- dans og útburðarstef'. Væri greinilega af nógu að taka. Er komið var að spurningunni um hvenær íslenzk tónskáld færa fyrir alvöra að láta innblásast af hinu þjóð- lega, nefndi Bjarki fyrstan tO Svein- bjöm Sveinbjömsson og lék upptöku af Idyll frá 1925 í flutningi tónskálds- ins og síðar Vikivaka. Eftir Carl Nielsen var leikið brot úr En fanta- sirejse til Færoerne þar sem Góða veizlu gjöra skal birtist úr þoku- hjúpnum og síðan Bára blá í radd- setningu Sigfúsar Einarssonai' frá 1905. Sigfús hefði í formála að Al- þýðusönglögum (1912) sagt: „Þjóð- lögin era okkar olnbogaböm. Við höf- um engan sóma sýnt þeim og enga ræktarsemi. Við höfum borið þau út - allflest. Þá óhæfu verður að bæta fyr- ir [...]“. Meðal fjölmargra annarra dæma dr. Bjarka mætti nefna notkun Páls Isólfssonar á upphafsstefi Þorláks- tíða sem hann sótti úr Þjóðlagasafni Bjarna í Chaconnu sína fyrir nor- ræna kirkjutónlistarmótið í Kaup- mannahöfn 1939. Þar væri þó ekki að finna lítið þekkt lag við Sofðu unga ástin mín sem Jón Leifs hefði útsett, en tekizt hefði að grafa upp fyrir- mynd Jóns á vaxhólki sem hann hljóðritaði á vegum þjóðháttadeildar Berlínarháskóla í lok fyrsta aldai'- þriðjungs. Væri þó eftir að rannsaka nánar áhrif slíkra hljóðritana á tón- sköpun Jóns. Einnig var getið fimmtán þjóð- lagaútsetninga Karls O. Runólfsson- ar fyrir fiðlu og píanó sem m.a. eru sérstæðar vegna tryggðar Karls við ekki aðeins laglínu heldur líka rytma. Þá nefndi Bjarki Systur í Garðshomi (1944) og Adagio (1966) eftir Jón jojkaranna, Kvæðamannafélagsins Iðunnar, Fiðrildanna, Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur og færeysku dansai'anna auk þess sem efni var flutt af námskeiðum þjóðlagahátíðar. Síðustu fyrirlestramir fóra fram í safnaðarheimili Siglufjarðai'kirkju sunnudagsmorguninn 23. júlí og fjöll- uðu um munnlega geymd (Gísli Sig- urðsson) og gömul íslenzk sálmalög (Smári Ólason). Síðan var haldin þjóðlagamessa í Siglufjarðarkirkju kl. 11 (prestur sr. Bragi J. Ingibergs- son) og að henni lokinni var hátíðinni slitið. Af þessari sem af undanfornum tveim greinum ætti að sjást, að hér var allmyndarlega af stað farið - með sextán fyrirlestram, sjö námskeiðum og um níu tónleikum auk annarra uppákoma á fimm dögum. Það sem undirritaður náði að sjá og heyra heppnaðist yfirleitt framar vonum. Skipulag var furðugott miðað við framraun og tímaáætlun stóðst í meginatriðum þrátt fyrir risavaxna dagskrá. Ef eitthvað var saknaði maður kannski helzt fleiri upplýsinga í prentaðri dagskrá um tónverk og sérstaklega flytjendur, því munnleg- ar kynningar, þótt vissulega örvi sambandið við áheyrendur, skila sér alltaf misvel. En að öllu samanlögðu er full ástæða til að óska framkvöðl- um og þátttakendum Þjóðlagahátíð- arinnar á Siglufirði til hamingju með glæsilegt mót sem vonandi á eftir að auðga tónlistarlífið um ókomin ár. Þjóðdansafélagið Fiðrildin frá Egilsstöðum sýndi glímu og forna leiki á þjóðlagahátfðinni, en það var Félag um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, sem gekkst fyrir hátíðinni í samvinnu við Þjóðlagafélagið f Reykjavík með tilstyrk Reykjavfkur, Siglufjarðarbæjar og menntamálaráðuneyt isins. Það sem eftir var Að þessum fyrirlestram loknum lauk undirritaður dvöl sinni á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði, enda um- fjöllunarefni þegar ærin, jafnvel þótt heilir tveir dagar væra enn eftir, troðfullir af dagskrárefni. Þar skal telja tónleika Storma á Ráðhústorg- inu kl. 17, flutning Mörtu G. Hall- dórsdóttur og Arnar Magnússonar á þjóðlaga- og rímnalagaútsetningum kl. 20 í Siglufjarðarkirkju, samískt jojk Oles Larsens Gainos og Elenar Ingu Eira Söra kl. 21:30 í Sfldar- Nordal, notkun hans á Liljulaginu í Sellókonsertnum og Choralis og Vatnsdælingastemmu í Tvísöng (1979). Einnig nefndi hann tónskáld eins og Jóranni Viðar, Jón Ásgeirs- son, Þorkel Sigurbjömsson, Bára Grímsdóttur og raunar fleiri. Meðal nýjustu dæma um útsetningar á ís- lenzkum þjóðlögum væra svo fjögur lög Snorra Sigfúsar Birgissonar úr handritum í Landsbókasafni fyrir sópran og selló. Um tónverk Bjarna Þorsteinssonar, hins mikla þjóðlaga- safnara, væri stundum haldið fram, að áhrifa frá þjóðlögum gætti þar furðulítils en þó gat Bjarki leikið dæmi um undantekningu frá því úr Alþingishátíðarkantötu prestsins frá 1930. í lok þessa viðamikla fyrirlesturs sýndi Bjarki Sveinbjömsson áheyr- endum á tölvuvörpu vefsíðu sína á Netinu, þar sem nú er verið að byggja upp athyglisverðan gagna- grann um íslenzk músíkhandrit Landsbókasafnsins fram að 1800 á slóðinni www.vefsyn.is/ismus. Grannurinn mun kringum miðjan ágúst nk. flytjast yfir á www.ismus,- bok.hi.is. minjasafninu og tónleika djasstríós- ins Flísar kl. 23 í Nýja Bíó sama kvöld. Fyrirlestrar laugardagmorguns vora um bamagælur og þulur (Rósa Þorsteinsdóttir), færeyska þjóðd- ansa (Trygvi Samuelsen) og dans á Islandi á fyrri öldum (Sigríður Val- geirsdóttir). Á Drafnarplani kl. 13:30 var sýning á glímu og fornum leikum í meðförum Þjóðdansafélagsins Fiðr- ildanna frá Egilsstöðum, Norðurs- treymoyar Dansifélags frá Færeyj- um, Þjóðdansafélags Reykjavíkm' og Línudansflokks frá Skagaströnd. Á Sfldarminjasafninu var sýnd sfldar- söltun og harmóníkuleikur kl. 15 og kórsöngvarar og trúbadúrar komu fram kl. 16 auk þess sem götuleikhús- ið Morrinn var á stjái um bæinn allan daginn. Laugardeginum lauk með hátíðardagskrá í íþróttahúsinu með þáttöku Davids Serkoaks, samísku /vmbl.is LLTAf= Œ/TTH\SA/E> /V SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðunto tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Léttur og meðfærilegur GSM posi mcð innbyggðuni pmiturn Útivistarföt - Bakpokar - íþrótta- og útivistarskór - Bolir - Skyrtur - Stuttbuxur - Buxur - Peysur - Rennilásabuxur o.m.fl. HREYSTI Skeifunni 19 ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ->• JOÖ I / I /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.