Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 50

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ ^50 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN Sumarstarf fyrir fötluð ungmenni Kristinn Sverrir Ingvarsson Óskarsson ÞEGAR sumra tek- ur skunda ungmenni út úr skólum í önnur verkefni. Þá gefst þeim tækifæri á að breyta til og takast á við krefjandi hluti. Sumarstarf unglinga Rr mikilvægur þáttur í þroska og sjálfstæðis- þróun ungs fólks. Sumarstarfið er einn af þeim mörgu þáttum sem byggja einstakl- inginn upp til fram- búðar. Því miður hafa ekki allir staðið jafnfætis gagnvart möguleikum á að þroskast og fá laun fyrir erfiði sitt. Fatlaðir unglingar hafa minni möguleika á sumarúrræðum en jafnaldrar þeirra. Að frumkvæði nokkurra aðila ásamt góðum ábendingum foreldra var sett í gang tilraunaverkefnið Regnboginn sumarið 1999 og þvi v framhaldið í sumar. Að Regnbog- anum standa Vinnuskóli Reykja- víkur, fþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Miðgarður fjölskyldu- þjónusta í Grafarvogi, Félagsþjón- ustan í Reykjavík og Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra í Reykjavík. Vegna alvarlegra fatlana, skertr- ar vinnugetu, hegðunarþátta, veik- inda eða annarra ástæðna hefur sumum unglingum ekki boðist full vinna eða tómstundir við sitt hæfi. Þannig var búin til ný úrlausn sem byggist á skapandi og frjósömum krafti unglinganna sjálfra. Regnboginn er tilboð um sumar- starf og tómstundir fyrir hóp 14 til 16 ára fatlaða unglinga, þ.e. at- vinnutengd tómstundaúrræði. Þeim unglingum var boðin þátttaka í starfinu sem ekki höfðu hæfni eða getu til að starfa allan daginn í verkefnum hjá Vinnuskóla Reykja- víkur, þ.e. úrræði fyrir þá einstakl- inga sem ekki höfðu möguleika á almennu starfi eða tómstundum. Markmiðið er þannig jafnt aðgengi unglinga til vinnu og tómstunda, heilsdagsúrræði í tvo mánuði yfir sumarið og viðfangsefni við hæfi hvers og eins. Sumarið 1999 fór starfið fram eftir hádegi. Þá unnu unglingarnir hjá Vinnuskólanum á morgnana og voru í Regnboganum eftir hádegi. Þátttakendur voru 21 fyrsta sumarið. I sumar hefur umfangið aukist þannig að einn hópur er á morgnana og annar hópur eftir há- degi auk þess sem starfið stendur í níu vikur. Nú taka 34 einstaklingar þátt í verkefninu. Eins er ánægju- leg þróun að nokkrir einstaklingar sem höfðu ekki tækifæri síðasta sumar, vegna veikinda og alvar- legrar fötlunar, taka núna fullan þátt í sumarstarfi. Regnboginn Regnboginn er tilboð, segja þeir Kristinn Ingvarsson og Sverrir Oskarsson, um sumar- starf og tómstundir fyrir hóp 14 til 16 ára fatlaða unglinga. Dagleg skipulagning og umsjón Regnbogans er í höndum verkefn- isstjóra og aðstoðarmanns hans. Einnig starfa þar liðsmenn sem hjálpa til í daglegum verkefnum og ungir stuðningsaðilar, þ.e. jafnaldr- ar þátttakendanna, sem eru til að: stoðar og sem félagsskapur. í Regnbogann hefur tekist að fá gott fólk til starfa, hæfileikaríka ein- staklinga með óþrjótandi hug- myndir og elju. Verkefnavalið er fjölbreytt, háð getu og vilja ungl- inganna auk utanaðkomandi þátta eins og veðurfari. Helstu verkefnin eru leiklist, myndlist, tónlist, fönd- ur, sund, íþróttir, vísindaferðir, fyrirtækjaheimsóknir, starfskynn- ingar, lóðahreinsanir, leikir og söngur. Innra starf Regnbogans byggist á jákvæðu og frjósömu andrúms- lofti innan ramma eðlilegra vinnu- reglna. Fundnir eru styrkleikar hvers og eins og reynt að virkja þá frekar. I starfinu á að felast hvatn- ing til unglinganna að þroska færni sína á jákvæðan og sanngjarnan hátt. Reynslan af starfi Regnbogans hefur verið farsæl. Unglingar, for- eldrar og aðrir sem standa að verkefninu eru ánægðir með árangurinn. Starfið er fólgið í því að búa til verkefni við hæfi fatlaðra unglinga í Reykjavík sem ekki geta unnið daglangt í garðyrkju. Komið er á fót launuðu starfsumhverfi sem aðlagað er getu og hæfni ein- staklinga hverju sinni. Samhljómur stofnana í Reykjavík hefur skilað árangursríku skrefi í átt að heild- stæðari og samfelldari þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Regnboginn sinnir fötluðum unglingum í Reykjavík en því mið- ur aðeins takmarkaðan tíma sum- arsins. Nauðsynlegt er að halda áfram á sömu braut og tryggja aukna velferð barna og unglinga sem glíma við fötlun. Sverrir er félagsráðgjafí á Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur og Kristinn verkefnisstjóri Regnbogans. Austurbakki Tilkynning um rafræna skráningu hlutabréfa í Austurbakka hf. Þann 3. nóvember 2000 verða hlutabréf í Austurbakka hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Islands hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félags- ins, sem eru útgefin í pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. 2 í lögum nr. 131/1997 um raf- ræna eignaskráningu verðbréfa, sbr. ó. gr. laga nr. 32/2000 um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu raf- rænnar eignaskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000 um rafræna eignaskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. .> Skorað er því á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Austurbakka hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til Ausfurbakka hf. á Köllunarklettsvegi 2, 104 Reykjavík, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá, sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings- stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskrán- ingu islands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Stjórn Austurbakka hf. w Listmeðferð - nýleg starfsgrein LISTMEÐFERÐ er tiltölulega ný starfsgrein á íslandi. Vegna þess hversu ung starfsgreinin er hér á landi og til að reyna að koma í veg fyrir misskilning vill stjórn Félags listmeð- ferðarfræðinga á ís- landi koma eftirfar- andi á framfæri. Listmeðferð er þýð- ing á enska heitinu art therapy. Heiti eins og myndþerapía og list- þjálfun hafa verið not- uð síðustu árin bæði innan og utan stofn- ana og hefur það að vonum valdið nokkrum ruglingi. Við undirbúning að stofnun Félags listmeðferðar- fræðinga á Islandi, skammstafað FLIS, var í samvinnu við íslensku- fræðinga valið heitið listmeðferð yfir starfsgreinina og þar af leið- andi varð til starfsheitið listmeð- ferðarfræðingur. Félag listmeð- ferðarfræðinga á íslandi var síðan stofnað þann 12. september 1998. Fyrsti íslenski listmeðferðar- fræðingurinn kom úr námi 1980. Undirstaða listmeðferðarnámsins er myndlist og sálarfræði, síðan tekur við 2ja ára framhaldsháskóla- nám í listmeðferð þar sem megináhersla er lögð á að kenna beit- ingu klíniskrar list- meðferðar. I dag er hægt að stunda viður- kennt nám í t.d. Bret- landi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Hollandi. Fram að þessu hafa ís- lenskir listmeðferðar- fræðingar sótt nám til Bretlands og Banda- ríkjanna. Síðustu tvo áratugi hafa listmeð- ferðarfræðingar verið að skapa sér starfs- grundvöll innan ým- issa stofnana og starfa þeir aðallega á sjúkrahúsum og í skólum. Einnig eru nú starfræktar tvær einkastofur í Reykjavík. Grundvöllur listmeðferðar er myndsköpunarferlið og samband skjólstæðings við listmeðferðar- fræðinginn. Kjarni meðferðarinnar felst í gildi þess að skapa, að mann- eskjan er skapandi vera. Nauðsyn- legt er að greina á milli meðferðar annars vegar, þar sem unnið er með viðkvæma tilfinningalega, hugræna og sálræna þætti í innra og ytra lífi skjólstæðingsins og hins vegar myndlistarstarfa, mynd- listarkennslu og námskeiða í sjálfs- Meðferð Grundvöllur listmeð- ferðar, segir Halldóra Halldórsdóttir, er myndsköpunarferlið. rækt af ýmsum toga. í listmeðferð, sem og annarri meðferð, leggur meðferðaraðilinn áherslu á með- ferðar-rammann sem þarf að fela í sér öruggan stað og aðstæður, samfelldan tíma og kunnáttu til að aðstoða skjólstæðinga við að vinna úr tilfinningum, upplifunum og reynslu í gegnum fjölbreyttan efn- ivið eins og liti, pappír, málningu, leir og gifs. Meðferðir sem byggjast á mynd- list, tónlist og leiklist eru í sívax- andi mæli að taka sér stöðu við hliðina á hefðbundinni samtalsmeð- ferð, fyrir einstaklinga og hópa. Hið talaða mál er aðeins eitt af mörgum tungumálum eða tjáninga- leiðum sem manneskjan hefur yfir að ráða til að leita skilnings á sjálf- um sér og aðstæðum sínum. Höfundur er listmeðferðarfræðing- urd Hvítabandi, Háskðlasjúkrahúsi. Halldóra Halldórsdóttir Klikkiið ÉÍnUa! 'V Verð áður Verðnú adidas gallar ungbama 2.990,° 1.990,- Nylon buxur barna stærðtr 134-164 2.990,- 1.990,- A adidas hlaupaskór dömu og herra 5.990,- 3.990,- % Fleece peysur stærðtrxs-xxxL 4.990,- 3.493,- salomom gönguskór stærðtr 36-48 12.900,- 8.900,- 4^^aerobic skór stærðtr 36-41 6.720,- 3.990,- Ul $t«kkun SPAR SPORT TOPPMERKt A LAGMARKSVERÐI NÓATÚN 17 T S. 511 4747

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.