Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
174. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hæstiréttur Chile sagður
svipta Pinochet friðhelgi
Santiago. Reuters, AP.
HÆSTIRÉTTUR Chile hefur ákveðið að svipta
Augusto Pinoehet þinghelgi og greiða þannig fyrir
því að hægt verði að leiða einræðisherrann fyrrver-
andi fyrir rétt vegna meintra mannréttindabrota
hans þegar hann var við völd, að sögn heimiidar-
manna í dómstólnum í gær.
Tuttugu dómarar réttarins greiddu atkvæði í
fyrradag um hvort svipta ætti Pinochet þeirri frið-
helgi sem hann nýtur sem öldungadeildarþingmað-
ur en neituðu að greina frá niðurstöðunni fyrr en
úrskurðurinn yrði undirritaður.
Heimildarmenn í dómstólnum, sem vildu ekki
láta nafns síns getið, sögðu þó að samþykkt hefði
verið að svipta Pinochet friðhelginni með ellefu at-
kvæðum gegn níu. Þeir sögðu að ein af ástæðum
þess að ákveðið var að halda niðurstöðunni leyndri
væri að einn eða fleiri dómaranna kynnu að skipta
um skoðun og taka afstöðu gegn Pinochet áður en
úrskurðurinn yrði undirritaður.
Heman Alvarez, forseti hæstaréttar, sagði að
nokkrir dómaranna væru að rita röksemdir úr-
skurðarins og kvaðst búast við því að hann yrði til-
kynntur á morgun þótt það gæti dregist fram á
þriðjudag. Ekki verður hægt að áfrýja úskurðinum.
Mannréttindahreyfingar fagna
Lögfræðingar mannréttindahreyfinga fögnuðu
niðurstöðunni. „Ef þetta er rétt er þetta mikilvæg-
asta dómsniðurstaða í sögu Chile,“ sagði Sebastian
Brett, rannsóknarmaður Human Rights Watch.
„Þetta sýnir að Pinochet er ekki hafinn yfii- lögin.“
Staðfesti dómstóllinn úrskurðinn getur hann leitt
til holskeflu málshöfðana á hendur Pinochet vegna
meintrar aðildar hans að drápum og pyntingum á
vinstrimönnum á 17 ára valdatíma hans frá valda-
ráni hersins 1973. Rúmlega 3.000 manns biðu bana
eða hurfu á þessum tíma og tugþúsundir flúðu land.
Yfirvöldum hafa borist 154 kærúr á hendur Pin-
ochet og dómarinn Juan Guzman hefur óskað eftir
réttarhöldum í einu málanna, sem snýst um morð á
72 pólitískum fijngum í nokkrum borgum skömmu
eftir valdaránið. Lögfræðingur stefnenda, Hugo
Gutierrez, kvaðst ekki vera viss um hvort hann
myndi óska eftir því að Pinochet yrði ákærður strax
þótt hann yrði sviptur friðhelginni. Hann sagði að
svo gæti farið að Pinochet yrði aldrei leiddur fyrir
rétt þar sem málið væri mjög viðkvæmt og myndi
velkjast í dómskerfinu árum saman.
Pinochet, sem er 84 ára, fékk heiiablóðfall a.m.k.
tvisvar í fyrra og læknar hans segja að hann hafi
orðið fyrir varanlegum heUaskaða. Hann þjáist af
sykursýki og notar hjartagangráð. Lögfræðingar
Pinochets segja hann of gamlan tU að muna atburð-
ina nógu vel tU að hægt verði að skipuleggja viðun-
andi málsvöm. Samkvæmt lögum Chile er ekki
hægt að veita sakborningum undanþágu frá ákæra
nema sérfræðingar úrskurði þá „vitskerta“ eða
„andlega vanheUa“.
Pinochet sneri aftur til ChUe í mars eftir að hafa
verið í stofufangelsi í Bretlandi í 503 daga.
Fjölda-
morð í
Kasmír
Enn veikist staða ríkisstjórnar Ehuds Baraks í fsrael
Utanríkisráðherrann farinn
Jammu, Islamabad. AFP, Reuters.
ERKIFJENDURNIR Indland og
Pakistan skiptust á ásökunum í gær
um það hverjir hafa staðið að baki of-
beldisárásum skæruliðahópa í Kas-
mír-héraði á undanfömum dögum
sem dregið hafa a.m.k. 98 manns til
dauða og sært tugi manna.
Arásimar áttu sér stað á þriðju-
dagskvöld í indverska hluta Kasmír
og voru flestir þeirra sem létust
hindúatrúar. Hafa árásirnar valdið
mikilli spennu í héraðinu, ekki síst í
Ijósi þess að í liðinni viku féllust
Mujahideen-skæraliðar múslima,
sem fylgja Pakistanstjórn að málum,
á að hefja viðræður um frið í hérað-
inu. Sagði Pervez Musharraf, leið-
togi pakistönsku hershöfðingja-
stjómarinnar, vopnahlésyfirlýsingu
skæmliðahópsins opna ný tækifæri
og hvatti hann Indverja til að setjast
aftur að samningaborðinu.
Pakistanar fullyrtu í gær að
ákveðnir hópar innan indverska
hersins hefðu staðið að baki tilræð-
inu og í yfirlýsingu utanríkisráðu-
neytis landsins sagði að bráðabirgða-
rannsókn hafi leitt í Ijós að ekki væri
loku fyrir það skotið að indverskir
hermenn hefðu myrt fólkið.
Áfram á friðarbraut
Indverjar sökuðu aftur á móti
Pakistanstjórn um að hafa lagt á ráð-
in um árásimar, sem samtals voru
sjö að tölu. „Engin orð era nægilega
sterk til að fordæma þessar skelfi-
legu ofbeldisárásir, sem án nokkurs
vafa era hluti af skærahernaði sem
fjandsamlegir grannar okkar hafa
hafið gegn okkur,“ sagði Lal Krishna
Advani, innaniTkisráðherra Ind-
lands, í gær. Atal Behari Vajpayee,
forsætisráðherra hét því engu að síð-
ur að halda áfram á friðarbraut en
kenndi jafnframt skæraliðahópum
sem njóta stuðnings Pakistanstjórn-
ar um verknaðinn.
Jerúsalem. AP, Reuters.
ENN svarf að ríkisstjóm Ehuds
Baraks, forsætisráðherra ísraels, í
gær þegar utanríkisráðherrann,
David Levy, sagði af sér og þingið
samþykkti í bráðabirgðaatkvæða-
greiðslu að efna til kosninga.
Barak mun þó geta setið að völd-
um að minnsta kosti fram í október,
því að þingið fór í sumarfrí að lokn-
um fundi í gær. Kvaðst Barak
myndu halda óbreyttri stefnu, m.a. í
friðaramleitunum við Palestínu-
menn.
Fulltrúar þeirra sögðu í gær að nú
yrði Barak að hafa hraðann á. „Ég
held að leiðin til lausnar sé greið
fyrir báða aðila,“ sagði samningafull-
trúi Palestínumanna, Nabil Shaath.
Deiluaðilar hafa sett sér frest til
13. september til þess að komast að
endanlegu friðai’samkomulagi. Hafa
báðir sagt að nokkur árangur hafi
Ehud Barak (t.h.) og David Levy
ræðast við á Israelsþingi í gær.
náðst á ráðstefnunni í Bandaríkjun-
um í síðasta mánuði en henni lauk án
þess að samkomulag tækist.
Barak gerði í gær lítið úr sam-
þykkt þingsins um að efna til kosn-
inga en hún þarf að fara í þrjár um-
ræður til viðbótar. Hann var spurður
hvort hann myndi boða til kosninga á
næstunni og svaraði: „Alls ekki.“
Næst eiga kosningar til þings og
forsætisráðherra að fara fram 2003.
Tillagan í gær var samþykkt með
miklum mun og segja fréttaskýrend-
ur hann til marks um að stjórnar-
andstaðan geti fellt stjórnina hve-
nær sem er.
Sakaði Barak um sviksemi
Nokkrir ráðherrar greiddu at-
kvæði gegn Barak, þ.á m. Levy, sem
skömmu áður hafði lagt fram afsögn
sína. Á meðan atkvæðagreiðslan fór
fram gekk Barak um þingsalinn og
settist m.a. hjá Levy. Éór vel á með
þeim, að því er virtist, og tókust þeir
í hendur.
Skömmu áður hafði Levy haldið
blaðamannafund þar sem hann
greindi frá afsögn sinni og kvaðst
Skrímsla-
veiðar
í Noregi
Óslé. Reuters.
FJÖLÞJÓÐLEGT teymi
skrímslaáhugafólks sýndi í
gær sérsmíðaða gildru, sem
ætluð er til að veiða Seljarðar-
vatnsorminn í Suður-Noregi.
„Þetta er fyrsta ormagildr-
an af sínu tagi í heiminum,"
sagði Jan Sundberg, Svíi sem
fer fyrir 12 manna hópi
skrímslaáhugamanna sem
stendur að tiltækinu. Sjö liðs-
manna hópsins era Svíar, þrír
Norðmenn, einn Kanadamað-
ur og einn Belgi.
Gildran er sex metra löng
og er hólklaga, gerð úr málm-
grind sem nælonnet er strengt
yfir. Lax er notaður í beitu í
þessari nýjustu tilraun til að
fanga vatnaskrímslið „Selmu“
eins og íbúar við Seljarðar-
vatn tíðka að kalla það. Vatnið
er um 15 km langt og er um
170 km suðvestur af Ósló.
Hyggjast leiðangursmenn
taka DNA-erfðaefnissýni úr
skrímslinu, syndi það í gildr-
una, en sleppa því síðan lausu
aftur.
Mun Seljarðarvatnsormur-
inn fyrst hafa sézt í kringum
árið 1750 og flestum frásögn-
um ber saman um að dýrið líti
út eins og langur ormur en
höfuðið líkist mest elgs- eða
hestshaus.
Veitt í soðið
úti á götu
BÖRN í Dhaka, höfuðborg Bangla-
desh, spreyta sig hér á fiskveiðum í
flóðvatninu sem hylur nú flestar
götur í borginni. Gífurlegt úrhelli
hefur undanfarna daga steypzt yfir
Bangladesh og norðanvert Indland
og valdið skaðræðisflúðum.
■ Mannskæð flóð/29
verða á brott úr ríkisstjóminni
ásamt flokksbroti sínu. Sakaði Levy
Barak um að hafa svikið sig og gefið
of mikið eftir í friðaramleitununum.
Sagði hann Barak aldrei hafa gefið
neitt uppi um það hversu langt hann
væri reiðubúinn til að ganga í tilslök-
unum við Palestínumenn en
forsætisráðherrann hefði, er til kom,
í raun gengist inn á að Jerúsalem
yrði skipt en bæði Israelar og Palest-
ínumenn gera tilkall til borgarinnar.
Barak sagði að hann myndi fljót-
lega reyna að stokka upp í stjórninni.
MORGUNBLAÐIÐ 3. ÁGÚST 2000