Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 46
-46 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNÍNA MARGRÉT EGILSDÓTTIR + Jónína Margrét Egilsdóttir fædd- ist í Kerling-adal 26. maí 1903. Foreldarar hennar voru Egill Gunnsteinsson og Ingibjörg Ólafsdóttir. Jónína Margrét eign- aðist hálfsystur, Ar- björgu Arnadóttur, sem nú er látin og þijú alsystkin: Stúlku sem lést á unga aldri, Guðrúnu sem nú er látin og eftirlifandi bróður, Einar. Eiginmaður Jónínu Margrétar var Magnús Sigurðs- son, f. 8. maí 1901 í Lágu-Kotey, d. 18.12. 1983. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur, f. 13.2. 1926, maki Magn- ea Oddný Þórðardóttir, f. 7.12. 1927. Börn þeirra: a) Magnús, ógiftur. b) Sigríður Þórdís, maki Sigurður Frímann Þóroddsson. Böm þeirra eru Karen og Ingólf- ur. c) Jónína Margrét, maki Gísli Brynjólfsson. Böm þeirra em Brynjólfur Gísli og Magnea , henn- ar sonur Tyrece Gísli Angel. 2) , Ingimundur, f. 23.7. 1927, d. 19.1. 1970. 3) Sigríður Sóley, f. 14.3. 1929, maki Hörður Þórðarson, f. 1.10.1931. Bömþeirra eru: a) Mar- grét, maki Svavar Magnússon. Börn þeirra em Ása Sóley, Kristín, maki Magnús Ómarsson, þeirra dætur em Una Margrét og Lilja. b) Helga Magnea, maki Hafliði Jó- hann Hafliðason. Böm þeirra eru Hafliði Hörður, Sign'ður Sóley, Þórður og Harpa Rut. c) Inga Mjöll, maki Guðlaugur Þór Ás- geirsson. Börn þeirra em Bryndís. ? Bjartur og Hlynur. d) Guðný, maki: Valur Emilsson. Börn þeirra era Dagbjört Inga, hennar maki Matthew Sercombe, Helga, Elín og Katrín. e) Hrönn, synir hennar og Hermanns Bjamasonar em Arnór, Þórður. f) Hörður, maki Margrét Dóra Ámadóttir. Börn þeirra eru Vil- borg, Dagný, Þórð- ur. g) Þórður, f. 13.4. 1964, d. 15.12. 1985. h) Svanhildur Ólöf, maki Þorfinnur Hjaltason. Börn þeirra eru, Pálmi, Hörður, Ásdís, óskírð stúlka. 4) Björgvin Ólafur, 24.6. 1930. 5) Rósa, f. 13.4. 1932, maki Bárður Brynj- ólfsson, f. 10.1. 1928. Böm þeirra em a) Margrét, maki Bjarni Áskelsson, börn þeirra: Ágúst Elv- ar, Áskell Fannar. b) Guðrún Bryiya, maki Rúnar Ásbergsson. Börn þeirra em Tinna Berg, Ómar Berg. c) Ágústa, maki Einar Jóns- son. Böm þeirra era Sveinn og Ástrós. 6) Guðfinnur, f. 2.4. 1934, maki Sólrún Guðmundsdóttir, f. 31.5.1941. Börn þeirra eru a) Guð- mundur Heiðar, b) Guðrún Jóna, hennar böm og Ragnars Kjarans Elíssonar em Sólrún Lilja, Dagný Ósk, Róbert Kjaran. c) Magnús Grétar, maki Júlía Hrönn Möller. Böm þeirra em Magni Freyr og Katrín Rut d) Harpa Björg , sam- býlismaður hennar er Gylfí Þór Harðarson. 7) Einar, f. 11.8. 1936, maki Elsa Tangolamos, f. 27.1. 1952. Bam þeirra er Jónína Kri- stín. 8) Bjami, 16.9. 1938, maki Lolita Magnússon. Börn þeirra eru a) Javier. b) Noelía. c) Sergio. 9) Jó- hanna, f. 20.11. 1940, d. 13.1. 1997, maki José Alonso Femander. Bam þeirra er Kurt Magnús, maki Kar- ína. Börn þeirra eru Nfels Magnús, Per Jóhannes. 10) Stúlka óskírð, f. 1942, látin sama ár. 11) Þórir, f. 20.5.1944.12) Guðgeir Ellert, 23.5. 1947. Útfór Jónínu Mai’grétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hálísystur móður minnar minnist ég hér frá bernsku- og æskuárum er við áttum saman á heimili okkar í Nýjabæ 1918-1925 þar til hún flutti að Lágu-Kotey. Kærar em þær minningar er við áttum sameigin- legar frá friðsælu og glaðlegu heim- ili foreldra minna. Dagleg störf kröfðust ái’vekni allra á heimilinu utan bæjar sem innan frá morgni til , kvölds. En fastur liður í lífi fjöl- skyldunnar var að hlýða á húslest- urinn úr Péturshugvekjum sem hús- bóndinn las með nokkuð sérstöku lestrarlagi. En einmitt þessi þáttur varð til að sameina fjölskylduna um leið og verkum dagsins lauk. Mar- grét átti vissulega sinn mikla þátt í glaðlyndi heimilisfólksins og sam- heldni. Hún var létt í spori, fljót til starfa og snúninga og handlagin svo af bar svo sem einkennt hafði margt ættmenna hennar. Á unglingsárum sínum gladdist hún á skemmtisam- komum innan sveitarinnar þótt skemmtiatriðin væra fábreytt. Einn ^ixniimiiiiny H« H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur PERLAN Sími 562 0200 1111IITIIII II I11*. var sá háttur í sambandi við skemmtanir innan sveitarinnar að orðhagir menn ortu brag sem svo var nefndur í tilefni broslegra atvika en aldrei getið höfundar svo lesend- ur urðu að geta sér til um heiti höf- undar. Margrét þótti sérlega fljót til að þekkja einkenni höfundar bæði ljóðs og lags og minntist þessa fram á síðustu ár. Ekki eru mörg ár síðan hún átti þátt í að rifja upp slíkt ljóð og broslegt atvik. En samtímis lék um andlit hennar gleðibros er hún minntist höfundar og tilefni Ijóðsins. En unglings- og þroskaárin liðu og framtíðin beið. Það var stutt á milli bæjanna Lágu-Koteyjar og Nýjabæjar. Gagnkvæm vinátta myndaðist milli fjölskyldnanna strax er foreldrar mínir fluttu að Nýjabæ vorið ^ 1918 jafnt meðal yngri og eldri. I fjölmennum systk- inahópi í Lágu-Kotey var þá ungur maður sem orð lék á fyrir dugnað, sérstaka handlagni til allra verka og hugprýði. Þessi ungi maður var Magnús, fæddur 7.5. 1901 sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar, f. 11.4. 1859, d. 30.4. 1919 og Kristínar Guðmundsdóttur, f. 29.9. 1864, d. 28.2. 1920, en alls eignuðust þau 13 börn, sem nú eru öll látin. Síðast þeirra dó Ágústa, fædd 1909, en hún dó 26. júní sl. Þau Margrét og Magnús felldu hugi saman, en brúðkaupsdagur þeirra var 4. júní 1925. Á því ári hófu þau búskap í Lágu-Kotey, bjuggu þar í 30 ár, 1925-1955, en þau vora síðustu ábúendur þar. Áð- ur en þau hófu búskap kepptist Magnús við að endurbæta íbúðar- húsið svo við var unað. Allmörgum rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir alh ab300 manns. EINNIG LÉTTfUR HÁDEGISMATUR MEÐKAFFI OG I FKTIJ A EITIK - SAMA VERI) . Woa/a 4 "Oí/nul VEISLAN Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 »170 Sehjornofnes »Simi: 561 2031 »Fox: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is _ _ ....-...... Cff áram síðar byggði hann íbúðarhús frá granni og vandaði svo sem kost- ur var en það brann 1957. Þá höfðu útihúsin verið endurnýjuð. Miklar breytingar voru í vændum í lífi fjölskyldunnar. Hjónin höfðu ákveðið að bregða búi og flytja úr Meðallandinu. Snemma vors 1955 fór Magnús ásamt tveimur sona sinna, þeim Björgvini og Guðfinni, til Kópavogs sem þá var í hraðri uppbyggingu, bar upp erindi sitt við Finnboga Rút og sótti um lóð og byggingarrétt og fékk strax jákvætt svar og leyfi fyrir lóðinni á Melgerði 24. Framkvæmdir hófust strax þeg- ar vissum skilyi’ðum hafði verið full- nægt. Oft minntist Magnús á þau greiðu svör sem hann fékk við beiðni sinni. Feðgarnir unnu svo kappsamlega að eftir var tekið og dáðst að afköstum bóndans austan úr Meðallandi og sona hans. Tak- mark þeirra var að koma bygging- unni það langt fyrir haustið að hægt væri að að sækja Margréti og börn- in og flytja í íbúðina. Þessu tak- marki var náð og flutt var í íbúðina þótt hún væri ekki fullbúin. Á haust- dögum 1955 kvöddu hjónin frændur og vini eftir fjölda ára kynni og margþætt vinsamleg samskipti. I Lágu-Kotey eignuðust þau hjónin 12 börn, ein stúlka dó í bernsku aðeins rúmlega tveggja mánaða gömul. Ekki var auður í búi þeirra í Lágu-Kotey en komust þó vel af enda var Magnús alltaf eftir- sóttur í hvers konar vinnu og tók meðal annars að sér byggingu íbúð- arhúsa. Guð og gæfan fylgdi fjölskyld- unni. Nokkur barnanna hafa stað- fest ráð sitt og búið í haginn fyrir vaxandi fjölskyldu. Sjálfur fékk Magnús vinnu við smíðar hjá Flug- félagi Islands og vann þar meðan heilsa og kraftar leyfðu, en hann dó 18. desember 1983. Það var oft gestkvæmt hjá þeim hjónum í Melgerði 24 eins og var í Lágu-Kotey. Gestrisni var þeim allt- af í blóð borin frá fyrstu áram hjú- skapar þeirra. Kærar voru þeim fréttir og heimsóknir frænda og vina austan úr Meðallandi er bára þeim hverskonar tíðindi um afkomu einstaklinga og sveitar. En þangað leitaði hugur þeirra oft. Ái'in hafa liðið svo sem rás tímans er. Vinir hverfa en minningar lifa. Hjónin frá Lágu-Kotey gleymast ekki og þau störf sem þau unnu fjöl- skyldu sinni og samborguram. Blessuð sé minning þeirra. Ingimundur Ólafsson frá Nýjabæ. Nú kveð ég með söknuði elsku ömmu mína, Jónínu Margréti. Þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem þú veittir mér. Ur Spámanninum: Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að og árin sem þú varst með okkur verða að minningu, þú hefur gengið um meðal okkar og skuggi anda þíns verið ljós okkar því hvað er það að deyja annað en standa nakin í blænum og hverfa inn í sólskinið heitt við höfum unnað þér. Elsku mamma og systkini, sendi ykkur samúðarkveðjur. Guð blessi þig, amma mín. Svanhildur Olöf Harðardóttir. Ég kveð með söknuði ömmu mína Margréti. Ég veit að hún var tilbúin til að fara enda orðin 97 ára gömul. Á svona stundu lítur maður til baka og minningamar hrannast upp, það var alltaf gott að koma í Melgerðið til ömmu og afa, amma var fljót að setja á borðið tertur og smákökur sem hún hafði bakað og fannst mér flatkökurnar sem hún bakaði sér- lega góðar. Amma hafði gaman af fallegum fötum og sýndi hún mér oft kjól , peysu eða eitthvað fallegt sem Hanna dóttir hennar sendi henni frá Spáni. Amma sat sjaldan auðum höndum hún prjónaði og heklaði mikið og era þeir margir dúkarnir sem hún heldaði handa ættingjum og vinum. Ég veit að amma saknaði afa , hann dó árið 1983, en amma átti stóra fjölskyldu sem hugsaði vel um hana og má þar sérstaklega nefna Björgvin son hennar sem bjó á efri hæðinni í Mel- gerði. Hugsaði hann um hana með mikilli alúð og gerði henni kleift að búa lengur heima en annars hefði orðið. Amma var í Sunnuhlíð síðustu þrjú árin og talaði hún oft um það hve vel var hugsað um hana þar. Elsku amma, hafðu bestu þakkir fyrir allt, Guð blessi þig. Þín Helga Magnea Harðardóttir. Elsku amma. Þá ertu farin í ferð- ina löngu. Þú varst ekkert ósátt við það, þér fannst árin vera orðin nógu mörg. 97 ár eru hár aldur, en þú barst þau svo vel. Það er margs að minn- ast þegar litið er til baka. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa í Melgerðið. Þú töfraðii’ fram kökur og kleinur á augabragði og flatkök- urnar sem þú bakaðir vora algjört lostæti. Aldrei féll þér verk úr hendi. Vettlingarnir sem þú prjón- aðir handa okkur og dúkamir sem þú heklaðir fram á þína síðustu daga era engu líkir. Það var alltaf svo gaman að tala við þig og stund- um kom hún upp „Meðallands- þrjóskan“, sem við kölluðum svo, þegar við voram að rökræða, og hlógum að. Ég veit að þú ert búin að hitta afa og þá sem á undan þér fóra, og þau hafa tekið vel á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma mín. Guð geymi þig. Margrét Harðardóttir. í dag kveðjum við ömmu eftir langa og gæfuríka ævi. Þegar minnst er gamallar konu er af mörgu að taka. Amma náði því að verða 97 ára og hress þar til undir það síðasta, um jólin sat hún uppi og heklaði dúka. Fólk rak upp stór augu þegar maður sagðist fara til ömmu sem komin var yfir nírætt og biðja um vettlinga og dúka sem hún bjó til sjálf. Þegar við vorum litlar fórum við oft í Kópavoginn með foreldrum okkar og syskinum í heimsókn til ömmu og afa, þar var alltaf opið hús og alltaf mai’gt um manninn enda stór fjölskylda. Maður beið spennt- ur eftir að komið væri að því að hún byði manni bita, pönnukökur, klein- ur og allskonar góðgæti var ávallt á boðstólum. Síðan eftir að við stofn- uðum sjálfar fjölskyldur fór maður áfram í heimsókn til ömmu og hún tók alltaf mjög vel á móti okkur og bömunum okkar. Mamma fór oft til ömmu og hjálp- aði henni með húsverkin eftir að amma átti erfitt með það sjálf. Það lýsir ömmu mjög vel og umhyggju hennar fyrir öllum þegar hún hringdi síðan og athugaði hvort mamma væri ekki ábyggilega komin heilu og höldnu heim. Þegar maður hefur lifað svo lengi hefur maður upplifað bæði gleði og sorg. Amma hefur þurft að sjá á eft- ir mörgum, þremur börnum, afa og svo bróður okkar. Nú færð þú amma að sjá þau öll aftur og við vitum að þú átt eftir að líta eftir honum Þórði fyrir okkur. Við þökkum fyrir allt sem þú hef- ur gefið okkur. Hvíl í friði og megi guð geyma þig. Guðný og Hrönn. Nú er hún amma okkar farin yfir móðuna miklu, til fundar við Drott- in, en hún trúði því að þar lyki leið okkar ailra. Við vitum að hún hefur fundið afa og börnin sem á undan henni voru farin. Við systkinin ólumst upp við þau forréttindi að hafa afa og ömmu við höndina alla okkar barnæsku. Varla leið sá dagur að við komum ekki í Melgerði, bæði á leið úr skóia eða bara til að fá bita úr „skúffunni" sem geymdi alltaf eitthvað gómsætt áður en litið var inn í bflskúr til að skoða hvað afi og Björgvin vora að gera þar. Myndin í minningunni sýnir hana sitjandi í horninu í stofunni með prjóna eða heklunál, því aldrei féll henni verk úr hendi, eða þá við handsnúnu saumavélina sem hún notaði lengi vel. Oft sátum við hjá ömmu og afa langa stund og spjölluðum um heima og geima. Margar sögur voru sagðar úr Meðallandinu af skips- ströndum sem þar urðu og bara hinu daglega lífi í sveitinni þeirra sem þau voru svo stolt af. Þau gáfu okkur þá gjarnan nammi sem við kölluðum svo, er var bara venjuleg- ur molasykur. Stóra stundirnar vora þegar amma sýndi okkur „skápinn“ í svefnherberginu, þar sem allt var til, að okkur fannst. ÁIls konar hlutir, gamlfr og nýir, sem geymdu endalausar minningar. Ekki má gleyma jólum og ára- mótum, sem voru stórar stundir, þar sem fjölskyldan hittist og gladd- ist saman. Endalaust væri hægt að skrifa um þann tíma sem við áttum með ömmu og allt það sem hún kenndi okkur. Þær minningar mun- um við geyma í hjörtum okkar. Sem betur fer fengu börnin okkar Margrétar og Sirrýar að kynnast langömmu sinni. Magnea og Binni komu oft í heimsókn bæði í Mel- gerði og Sunnuhlíð og Karen og Ingólfur þegar þau komu í heim- sókn frá Hvammstanga. Það er ekki öllum gefið að ná þeim háa aldri sem amma náði, og halda þeirri góðu heilsu sem hún hafði mest allan tímann, þeirri reisn og góðu minni. Nú hin síðustu ár þurfti hún á hjálp annarra að halda og undi hún því ekki alltaf vel. En með góðri hjálp barna sinna og Magneu tengdadóttur sinni, sem var henni mjög kær, sætti hún sig við orðinn hlut. í tæp þrjú ár dvaldi hún í Sunnu- hlíð þar sem henni leið ve.l og skal öllu starfsfólki þar þökkuð góð um- önnun. Elsku amma, hafði þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hvfl í friði. Magnús, Sigríður, Margrét og fjölskyldur. Elsku langamma okkar. Okkur langar til að kveðja þig með nokkr- um orðum. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farin til Guðs, en við vitum að nú ertu hamingjusöm, því nú ertu hjá langafa aftur. Við eigum margar, fallegar og góðar minningar um þig. Við munum þegar við komum til þín í Melgerði. Þá sagðir þú okkur alltaf að fara og fá okkur bita úr skúffunni þinni inni í eldhúsi og mjólkurglas með. Seinna þegar við fórum að eldast vildum við vera eins og fullorðna fólkið og fá kaffi með bitanum okkai’ og kannski einn, tvo sykunnola. Við munum líka hvað þú varst stolt og ánægð þegar ég vildi ferm- ast í upphlutnum þínum eins og mamma okkar áður. Þegar kom svo að því að Binni fermdist varst þú svo leið yfir því að sjá þér ekki fært að komast í ferminguna, þannig að við ákváðum að koma til þín á ferm- ingardeginum, og þú varst svo ánægð að við skyldum koma. Svo kom að því að þú eignaðist lítið langalangömmubarn, hann Tyr- ece Gísla sem þú kallaðir alltaf Gísla litla, þú varst alltaf svo ánægð þeg- ar hann kom í heimsókn og þú talað- ir mikið um hann, hversu yndislegt barn þér þætti hann. Við minnumst þess líka að næst- um alltaf þegar við komum til þín í Sunnuhlíð varstu að hekla dúka og vildir alltaf gefa okkur dúka. Það var alltaf ánægjulegt og gaman að koma í heimsókn til þín, elsku lang- amma, því þú varst alltaf ánægð að sjá okkur. Elsku langamma, við söknum þín mikið og viljum þakka fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu. Bless, elsku langamma. Þín, Magnea, Oddný, Brynjólfur Gísli og Tyrece Gísli. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.