Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/B F H Þótt ekki færi bleyta í bílinn var þörf á rækilegri ræstingu. Laus úr sandbleytu Mývatnssveit. Morgunblaðið. Þorgeirskirkja við Ljósavatn vígð á sunnudag Asatrúarmenn hyggjast blóta við Goðafoss JÓHANNES Steinsson, bflstjóri á ijallardtu hjá Sæmundi, er hér að þrífa rútuna sína á þvottaplaninu í Reykjahlíð. Hann var að koma inn- an frá Urðarhálsi en bfll hans festist þar í sandbleytu á laugardags- morgun. Loks á mánudag kom fjög- urra hásinga öflugur trukkur frá Akureyri sem gat losað rútuna og var þá strax haldið til byggða. Svo heppilega vildi til að önnur stór rdta var í samfloti með bflnum sem fest- ist og gátu farþegar Jóhaimesar, 27 franskir jarðfræðingar, haldið við- stöðulítið áfram með henni yfir Urð- arháls og áfram á Gæsa- vatnaleið. Nd er höpurinn í Landmannalaug- um og stefnir Jóhannes þangað. Hann lét af því að óvenju mikið væri um sandbleytur á söndunum norður af Urðarhálsi og hafa nokkr- ir bflar átt þar í erfiðleikum að und- anfömu. Jökulsá er mjög mikil, eins og margoft hefur komið fram, og þvælist hdn þama um sandana og gerir mönnum skráveifu. Leiðin um Urðarháls og Dyngjuháls,(Gæsa- vatnaleið) er vinsæiii, þó erfið sé, heldur en leið sem mdd var fyrir rdmum áratug norðan Trölla- dyngju. Athuga ber að mögulegt er að sleppa söndum Jökulsár og fara um dfið hraun sunnan Dyngjufjalla, þar er ömgg leið en vissulega sein- farnari en sandurinn ef bleytum sleppir. HINN 6. ágúst næstkomandi verður Þorgeirskirkja að Ljósavatni í Ljósa- vatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu vígð til kirkjulegrar notkunar. Athöfnin hefst kl. 13.30 á jm, að Karl Sigurbjömsson biskup Islands vígh- kirkjuna. Pétur Þórarinsson prófastur Þingeyjarprófastdæmis mun ásamt Arnaldi Bárðarsyni sókn- arpresti þjóna fyrir altari og kór Ljósavatnskh’kju syngja undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur. Að lokinni guðsþjónustu munu nokkrir aðilar taka til máls í kirkjunni og færa henni gjafir. Kaffi verður síðan veitt í safnaðarheimil- inu. Kl. 16 hefst hátíðardagskrá við Goðafoss. Þar munu allir kirkjukórar prófastsdæmisins sameinast, alls um 150 manns, og flytja meðal annars tvö frumsamin lög og texta, sem sam- in voru sérstaklega af þessu tilefni. Bamakór skipaður 100 bömum mun síðan flytja fjögur lög og sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal flytur hátíðarræðu að því loknu. Eftir ræðu sr. Bolla ávarpar Halldór Kristinsson sýslumaður Þingeyjarsýslna samkomuna. Lokaatriði dagskrárinnar er leik- þáttur, sem túlkar þá sögn, þegar Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í Goðafoss. Sú sögn birtist íyrst á prenti í íslands- sögu Jónasar frá Hriflu og sagði sr. Pétur Þórarinsson prófastur í sam- tali við Morgunblaðið, að hún væri talin vera frá miðri 19. öld. Sam- kvæmt sögninni kastar Þorgeir goð- unum í fossinn eftir að hafa tekið kristna trú og losar sig þannig við hin áþreifanlegu tákn fyrir goðmögn ása- trúaiinnar. Öðrum þræði er sögnin tilraun til að útskýra nafn Goðafoss. Rannsóknir á fomum átrúnaði hafa hins vegar sýnt að fossar hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem blótstaðir og því gæti nafngiftin allt eins átt sér uppmna í því, að fossinn hafi verið staður, þar sem goðin vora blótuð. Ásatrúarmenn hyggjast blóta Ásatrúarmenn ætla að koma sam- an við Goðafoss og blóta skömmu fyr- ir hátíðina á sunnudag. Valgehi Sig- urðssyni, sem er í forsvari fyrir norðlenska ásatrúarmenn, finnst að með því að sýna leikþáttinn sé nánast eins og verið sé að sparka í liggjandi mann. „Þegar Þorgeir setur goðin í fossinn, þá er hann bara að blóta. Þetta er engin sorplosun. Mér finnst það sem kirkjan er að gera vera svip- að því að við færam að brenna biblíur og prestshempur.“ Sr. Pétur tekur ekki undir þá stað- hæfingu ásatrúarmanna, að með leik- þættinum sé verið að óvirða ása- trúna. Goðunum sýnd virðing „Þessi leikþáttur er skrifaður af Jónasi Kristjánssyni hjá Árnastofn- un og er mjög vel byggður og hvílir náttúrlega þungamiðjan á því, að Þorgeir var heiðinn höfðingi og þurfti því að takast veralega á við sinn innri mann að velja á milli. Goðin vora hans bestu vinir og hann treysti þeim. Þetta leikrit sýnir kveðju Þor- geirs til goðanna og hann flytur goð- unum ákveðin orð, um leið og hann varpar þeim til hvíldar í fossinum. Ég myndi segja að goðunum sé gert mjög hátt undir höfði og einmitt minnt á það sterklega, að þarna réði heiðinn höfðingi því, að íslendingar urðu kristin þjóð.“ Tíu hestamenn munu leika Þorgeir og fylgdarlið hans og koma ríðandi frá Ljósavatni að Goðafossi. „Þessi þáttur á að vera tákn og undirstrikun á heiðni Þorgeirs og eiginlega benda á þá skynsemi sem hann lét ráða, þegar hann kvaddi goðin, þótt hann segði, að það mætti blóta á laun. Þessi afstaða hans er mjög merkileg og kristnisögu íslands mjög nærri og menn mættu veita því meiri athygli að þama var heiðinn maður að verki.“ Pétur segist hafa skilning á því að fyrirhuguð leiksýning veki við- brögð hjá ásatrúarmönnum. „í sjálfu sér finnst mér ekki óeðlilegt að þeir bregðist við, þegai- þeir fá svona ólj- ósar sagnir af því, hvað þarna eigi að fara fram; að það eigi bara að henda goðunum í fossinn. Þá hugsa þeir sennilega, að þama sé verið að hæð- ast að goðunum, en ég veit það, að ef þeir koma þangað, þá muni þeir hríf- ast af þeim texta, sem verður fluttur. Þama er virðing fyrir goðunum mjög hátt upp hafin og þeim sýnd virðing, nánast eins og við kveðjuathöfn eða útför. Og fossinn er veglegur hvílu- staður. Þess vegna er sagan svona myndræn og hfir með þjóðinni.“ Þér finnst það ekki vera óvirðing við goðin, að þau séu lögð til hinstu hvílu? „Nei, mér hefði þótt það, hefði það verið gert með einhverjum spjátr- ungsskap og háði. Þetta leikrit er ekki sigurhátíð Krists yfir goðunum, heldur einfaldlega tjáning á tilfinn- ingum og baráttu Þorgeirs fyrir því að þarna skyldi einn siður ráða og það hefur öragglega ekki verið sárs- aukalaust af hans hálfu.“ Landsbokavörður Færeyja í heimsókn á íslandi Islendingar og Færeying- ar hafí meiri samskipti Morgunblaðið/Ásdís Vigdís Finnbogadóttir flytur fyrirlestur sinn í Odda í gær. Japanskar konur geta lært mikið af íslenskum MARTIN Næs, landsbókavörður í Færeyjum, hefur verið tíður gestur á íslandi síðan á áttunda áratugnum. Martin, sem á íslenska eiginkonu, Þóra Þórarinsdóttur, hefur þó ekki látið sér nægja að heimsækja ísland. Hann hefur þýtt fjölda bóka úr ís- lensku yfir á færeysku og leggur því sitt af mörkum til að efla samskipti Is- lendinga og Færeyinga. Þau þarf sannarlega að efla að mati Martins. „Mér finnst þau hafa aukist allt of lítið síðan ég kom hingað fyrst á átt- unda áratugnum. Sem dæmi koma fá- ar íslenskar bækur út á færeysku, þó ekki eins fáar eins og færeyskar bæk- ur á íslensku.“ Fyrsta bók sem Martin þýddi var- ljóðabók eftir Snorra Hjartarson en nú síðast þýddi hann Ekkert að þakka eftir Guðrúnu Helgadóttur. Hún kom út sl. vor og er uppseld núna. „Ég hef þýtt um tíu bækur Guðrúnar. Þær STÆKKUN álversins á Grandar- tanga er heldur á undan áætlun ef eitthvað er, að sögn Kristjáns Sturlusonar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs Norðuráls. „Við búumst við að byggingaframkvæmd- um ljúki í desember og að starfsemin geti svo hafist næsta vor,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans mun framleiðslugeta álversins aukast um 50%, úr 60.000 tonnum í 90.000 tonn. Einnig mun starfsmönnum fjölga veralega, en um 50 nýir starfsmenn verða ráðnir vegna stækkunarinnar. Kristján sagði að fyrirtækið era mjög vinsælar í Færeyjum. Fær- eyingar eiga líka auðvelt með að setja sig inn í sögusviðið hér á íslandi vegna þess að aðstæður era frekar líkar í þessum löndum. En það er samt ekki hægt að segja að það sé al- mennur áhugi á íslenskum bókum þó að einstaka bækur verði vinsælar." Einhverjum kynni að detta í hug að það væri létt verk og löðurmannlegt að snara bókum úr íslensku yfir á færeysku vegna þess hve málin era skyld en Martin segir það einmitt gera þýðingarverkið flókið. „Maður verður að passa sig mjög á því að fær- eyskan verði ekki of íslensk í þýðing- unni. Ef það gerist nenna Færeying- ar ekki að lesa bókina.“ Færeyingar era heldur ekki viljugir til að lesa á ís- lensku segir Martin en danskan er þeim aftur á móti mjög töm enda kennd í skólum frá unga aldri. „Um 80% bóka á Landsbókasafn- myndi taka til notkunar nýtt hús- næði fyrir starfsmenn í október næstkomandi þar sem bað- og bún- ingsaðstaða verður til staðar. Um 20% af starfsmönnun álversins búa á höfuðborgarsvæðinu en annað starfsfólk álversins á Akranesi og í nærsveitum. „Þegar starfsmanna- húsið er komið í gagnið er stóram áfanga Iokið,“ sagði Kristján og bætti við; „Álverð lækkaði nokkuð á heimsmarkaði fyrr í sumar en er á uppleið aftur. Ef spár um aukningu álnotkunar í heiminum ganga eftir eru framtíðarhorfur nokkuð bjart- ar.“ inu eru á dönsku. Færeyingar horfa líka langmest til Danmerkur, það er ekki fyrr en nú í seinni tíð að mönnum er farið að detta í huga að læra annars staðar en þar.“ Fáránlegt að fréttir frá Færeyjum fari um Danmörku En þó að Færeyingar horfi mikið til Danmerkur er ekki þar með sagt að Martin sé sáttur við að Islendingar leiti til Danmerkur til að afla sér frétta af atburðum sem gerast í Fær- eyjiun. „Mér blöskraði alveg á dögun- um þegar ég var að hlusta á fréttir ríkisútvarpsins af dvöl Paul Watson, forsprakka Sea Shepard, í Færeyj- um. Fréttaritarinn í Danmörku samdi fréttina og byggði á Berlingske Tid- ende. Við erum með fréttamiðla í Færeyjum og það ætti ekki að vera neitt mál að hafa samband við þá. Mér finnst alveg ótækt að á tímum allrar þeirrar tækni sem er í dag fari frétta- flutningur frá Færeyjum um Dan- mörku.“ Martin vinnur nú að þýðingu bók- arinnar Ekkert að marka eftir Guð- rúnu Helgadóttur auk þýðingar bók- arinnar Lykill að Islendingasögunum eftir Heimi Pálsson. Hana vinnur hann í samstarfi við eiginkonu sína. Auk þess er á stefnuskránni að taka saman þýðingar íslenskra Ijóða sem hann á í handraðanum. En efst í huga hans er nú sýning sem færeyska Landsbókasafnið setti upp í sam- vinnu við konunglega danska bóka- safnið um færeyska stórskáldið Willi- am Heinesen. Hún var fyrst sett upp í Þórshöfn, er nú í Kaupmannahöfn og væntanleg í Norræna húsið í haust. „Þetta er stórmerkileg sýning sem ég vona að sem flestir mæti á.“ SENDINEFND á vegum japanska kvennasambandsins Fusae Ichikawa er stödd hér á landi og hlýddi nefndin á fyrirlestra Vigdísar Finnbogadótt- ur og fleiri í Odda í gær. Vigdís talaði um reynslu sína sem forseti íslands og lýsti viðbrögðum heimsins þegar hún var kosin árið 1980 og varð þá fyrst kvenna í heiminum til þess að gegna slíku embætti. Vigdís sagði það með ólíkindum að ekki skyldi vera lengra síðan að það þótti heims- frétt að kona væri kosin forseti. Japanska kvennasambandið. sem nú sækir ísland heim, er nefnt eftir Fusae Ichikawa, sem barðist fyrir auknum áhrifum kvenna í stjómmál- um í Japan. Að sögn Mitsuko Yama- guchi, stjórnanda sambandsins, geta japanskar konur lært mikið af ís- lenskum kynsystram sínum. Yama- guchi sagði Japan vera á eftir flest- um Vesturlöndum þegar kæmi að jafnréttismálum. „I Japan er mjög skýr verkaskipting milli kvenna og karla. Konurnar sjá um bömin og heimilið en karlarnir vinna úti,“ sagði Yamaguchi í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Japan hefur verið mjög framarlega í efnahagsmálum en jafn- réttismáhn hafa setið á hakanum. Þessu þarf að breyta. Aðeins 7% af þjóðþingi landsins era konur, en hér er hlutfallið miklu hærra. Japan hef- ur verið í efnahagslegri og stjóm- málalegri lægð og meiri þátttaka kvenna gæti haft góð áhrif. Ef fleiri konur láta taka til sín í stjórnmálum geta þær haft meiri áhrif á framtíð sína og þjóðfélagið í heild,“ sagði Yamaguchi. Sendinefndin hlýddi á fleiri fyrir- lestra í Odda í gær. Dr. Auður Styfk- ásdóttir talaði um konur í stjórnmál- um á íslandi og dr. Guðný Guðbjörnsdóttir hélt tölu um völd kvenna í stjórnmálum og í mennta- stofnunum. Dr. Þorgerður Einars- dóttir ræddi um konur í æðri menntastofnunum. Þegar leið á dag- inn heimsótti sendinefndin Alþingi, þar sem Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra hélt ræðu. Um kvöldið tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, á móti nefndinni í.Höfða. Álversstækkun á áætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.