Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að koma á TOJVLIST Iðnó FRAMTÍÐ ARTÓNLEIKAR Tónskálda- og hljómlistarmanna- hópurinn „Atonal Future“. Hlynur Aðils Vilmarsson: Grindverk; Maxbox. Daníel Brynjar Franzson: Oiseaux Exotiques de Reykjavík. Arnar Bjarnason: Divertimento. Kolbeinn Einarsson: Nine. Áki Ás- geirsson: Pesci d’inferno. Gunnar Andreas Kristinsson: Bitonai Past. Áki Ásgeirsson, trompet, plötuspil- ari, rafsuðutæki, slagverk; Berg- lind M. Tómasdóttir, þverflauta, piccoloflauta, altflauta; Gunnar A. Kristinsson, píanó, hljóðgervill; Hlynur A. Vilmarsson, pianó, slag- verk, horvél, útvarpstæki; Ingólfur Vilhjálmsson, klarínett, bassaklar- ínett, Es-klarínett; Kristín María Gunnarsdóttir, klarínett, bassa- klarínett; Snorri Heimisson, fagott, slagverk. Kvikmyndagerð: Mold- varpan (Erpur Sigurðarson, Sig- urður H. Magnússon, Starkaður Barkarson og Valur Brynjar An- tonsson). Þriðjudaginn 1. ágúst kl. 20:30. HVORT framtíðin, eða nánar til- tekið músík hennar, verður „atón- öl“, veit hún aðeins sjálf. Og meðan prentuð stefnuyfirlýsing er enn ókomin (komi hún þá nokkurn tíma) frá íslenzka hljómlistar- mannahópnum sem nefnir sig svo alþjóðlega „Atonal Future", er óm- ögulegt að vita hvort nafngiftin lýsir bjartsýni, svartsýni eða gálgahúmor aðstandenda gagnvart „Zukunftsmusik" 21. aldar. Og hvort hún að mati hópsins verður tónlist, hljóðlist eða eitthvað allt annað. Að fengnum þriðja ársskammti þeirra Framtíðartónleysingja í Iðnó á þriðjudagskvöldið var hall- ast ég að gálgahúmornum. A.m.k. var sem fyrr brugðið á glens annað slagið og skipzt á gamni og alvöru. Og enn og aftur var fullt hús. Enda hæfileiki hópsins til að taka sig mátulega alvarlega - án þess þó að slaka á flutningsgæðum - greinilega eitthvað sem höfðar til áheyrenda, ekki sízt í yngri kantin- um. Eftir flestu að dæma hafa níu- menningarnir ungu rambað á gjöf- ula formúlu með því að blanda saman akademískri framsækni, áhrifum frá hrynbundinni dægur- músík og tónleikhúsgjörningum og tengja á milli með stuttum en skondnum myndbandsinnskotum. Formúlu sem vonandi fær að þróast áfram, svo ferskleikinn haldi fullum blóma. Listin að koma á óvart er nefni- lega afstæð - enda fátt hvimleiðara en tónlist sem gerir út á hið óvænta of lengi í senn. Þrátt fyrir áratuga reynslu framsækinnar tón- sköpunar af áreitisfræði (eða hvernig sem ber að íslenzka „infor- mation theory"), hefur enn ekki tekizt að finna algilda formúlu fyr- ir óvæntleikanum, og þaðan af síð- ur hvernig halda skal óskiptri at- hygli hlustandans. Þar skilur líklega á milli vísinda og listar. Að ekki sé talað um fyndni, sem í list hins skipulagða tíma hittir gjarnan snarpast þegar minnst varir og endist í öfugu hlutfalli við gróf- leika. Ágætt dæmi um þetta var upp- hafsatriði tónleikanna, rafverkið „Grindverk" eftir Hlyn Aðils Vil- marsson. Orgía af skruðningum og talsslítrum á dávænum hljóðstyrk, sem hristi duglega upp í myrklögð- um salnum, en þekkti samt sinn vitjunartíma - ca. 1 mínútu - og lauk áður en hláturslost hlustenda náði að umturnast í réttláta reiði. Næstur til að sletta úr klaufum var Davíð Brynjar Franzson með verki sem bar hið framandlega klingj- andi heiti „Oiseaux Exotiques de Reykjavík“ fyrir piccolo- og alt- flautu, B-, Es- og bassaklarínett, píanó, fagott og trompet. Hvort með suðrænum farfuglum var átt við hið gamelan-kennda upphaf verksins skal ósagt. Öllu heima- vanari stefhrif fólust m.a. í barns- legum lagabrotum og hrynmynztr- um sem hljómuðu líkt og söngglefsur úr leikskóla, þ.á m. eitt er minnti sláandi á Orff-staðinn „Manda liet, manda liet, min Geselle chumet niet!“ í þessu hálf- káótísk-dadaísku samhengi var óneitanlega fyndið að heyra líka klassískar tilvitnanaslettur eins og upphaf 40. sinfóníu Mozarts eða menúett Önnu Magdalenu, og vera má að enn fleiri „exótískir" fuglar hafi blakað vængjum í þessu held- ur sundurlausa en víða spaugilega verki. Tónfall varð snemma í þriðja at- riðinu, þegar flautuleikaranum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Finnski karlakórinn Laulu Sepot. "ww** •'■gif•._v L—-. v Finnskur karlakór í Þingeyjarsýslum Laxamýri. Morgunblaðið. NÝLEGA var karlakúrinn Laulu Sepot frá Mántyharju í Finnlandi á ferð um Þingeyjarsýslur. Karlakór- inn Hreimur bauð til múttöku í Ýdölum með veisluhöldum og þar sungu Finnarnir m.a. lög eftir Ma- deoja, Sibelius og Puhakka, sem cr einn kúrfélaga. Auk þessa sungu þeir eitt. lag á íslensku, Blástjörn- urnar, sem þeir höfðu undirbúið fyrir komuna til Islands. Jún Ásgeir í Aðaldal hafði sent þeim textann á spúlu svo þeir gætu æft sig og vakti athygli hve vel þeim túkst til við sönginn. Kúrfélagar ferðuðuðst um báðar Þingeyjarsýslur og túku m.a. lagið í Ásbyrgi undir berum himni og varð þeim að orði að þar væru þeir komnir í heimsins besta túnleikasal. óvart duttu nótur af stóli, en í næstu at- rennu Divertimentós Arnars Bjarnasonar fyrir piccolo, B-/Es- klarínett, fagott og trompet gekk allt að óskum. Kvartettinn var framan af mótaður af smáþagna- skotinni staccato-áferð, er smám saman varð meira líðandi, unz leiddi aftur í rithátt upphafsins undir lokin. Verkið var allheilstæð- ara á svip en hin tvö fyrri og gerði glettilegar kröfur til samtaka spilamennsku, sem flytjendur stóðu vel undir með aðdáunar- verðri hrynskerpu. Blásarakvintettinn „Nine“ fyrir flautu, klarínett, bassaklar., fagott og trompet eftir Kolbein Einars- son var líklega burðugasta tónverk kvöldsins, þrátt fyrir nokkra fram- úrstefnueffekta eins og klappa- skrölt og tvíhljómablástur („multi- phonics"), og bar m.a. vott um fágað skynbragð á klasahljóma- beitingu og vandaðri raddfærslu. Framvindan var skýr, hvert leiddi eðlilega af öðru, og endaði myndaði fallegt bogaform með klappaskrölti upphafsins í niðurlagi í glimrandi túlkun þeirra fimmmenninga. Að undangengnu videó-innskoti um matreiðslu fiskisúpu var frap- reitt uppákomuverk eftir Áka Ás- geirsson, „Pesci d’inferno" eða Helfiskar, fyrir fagott, tvö klarín- ett, rafsuðutæki, plötuspilara, út- varpstæki, borvél og slagverk. Þessi skringilega „áhöfn“ efldi óhjákvæmilega væntingar tónleika- gesta um meiriháttar sprell, og ekki síður eftir að hafa verið kynnt sérstaklega áður í sjónvarpsfrétt- um. En þótt kakófónían vissulega kallaði fram brosviprur á stangli, hefði oft mátt ná fram verulega meiri áhrifum með skýrari notkun utangarðshljóðfæranna, bæði hlu- strænt og sjónrænt - t.a.m. með afmarkaðri kaflaskiptum og antí- fónískum meðulum í anda spurn- inga og svara, í stað yfirgnæfandi túttí-áferðar eins og hér var gert. Minnisstæðust í „Bitonal past“ fyrir flautu, 2 klarínett og fagott eftir Gunnar Andreas Kristinsson var flíkun Liljulagsins forna, fyrst í flautu, síðan í þríundum með klarínett, við þrárytmískan pedal fagottsins. Þrátt fyrir fleiri aftur- hverf atriði eins og fúgatókafla var þó einnig brugðið á leik með ýmist grótesku eða dadaísku tónmáli, og hélt verkið þokkálega athygli, þó að heildarsvipurinn væri nokkuð rysjóttur. Síðast á skrá var „Maxbox" eftir Hlyn Aðils fyrir C-/G-/piccolo- flautu, bassaklarínett, trompet, píanó, hljóðgervil og slagverk. Eins og undirtitillinn „Fll, F7, F12 og F5“ bar með sér var stykk- ið í 4 þáttum. Sá fyrsti var í e.k. mínímalískum framúrstefnurokk- stíl með veikróma liggjandi klasa- hljóma inn á milli, F7 sló á arab- ískulega dulúðarstrengi með ,jungle“-djassívafi, F12 lét gamm- inn geisa á 4 tóna örstefi með tré- blakkaundirslætti, og í F5 sveif meistari Weill yfir frumskógar- vötnum með sköruðum þrástefjum og bullandi krossrytmum í allvel- heppnaðri samsuðu. Dagskráin í Iðnó var fjölbreytt og vel upp byggð, enda ekki á áheyrendum að sjá að neinum hefði leiðzt. Öðru nær. Atonal Fut- ure uppskar dúndrandi og stapp- andi undirtektir að leikslokum af þeirri gráðu sem sjaldan heyrist þegar flaggskip þjóðartónskútunn- ar vestur á Melum lýkur dags- verki, og duldist engum, að Tón- laus framtíð er komin til að vera. Ríkarður Ö. Pálsson Tónlist við texta skýhnoðranna BÆKUR Ljoð MEÐ BRESTíBOGA eftir Maríu Skagan. Prentsmiðjan Oddi. 2000 - 53. bls. ÞAÐ er nokkuð vítt til allra átta í ljóðabók Maríu Skagan, Með brest í boga. Kvasðin spegla samt fátt betur en umhverfi og æviskeið. Öðrum þræðinum er bókin því óður til sunnlensks landslágs í Vest- ur-Landeyjum og á hinn bóginn túlkar hún reynslu daganna á aldursskeiði athugaáranna þegar tekist er á við áraun tímans og forgengileikans. Jafnframt er staldrað við í heimi minninganna þótt veruleikinn og nú- tíminn sé aldrei langt undan: „Og ég bara gömul kona sem / enn á sér til- vist angandi af stör / austur í Vestur- Landeyjum." Mörg kvæða Maríu eru annað tveggja knöpp, kjarnyrt ljóð full með visku áranna eða lengri kvæði, eins konar örsögur sem eru þá gjarnan minningaleiftur. I sumum kvæðun- um grípur María til nokkuð algengs myndmáls sem í raun vekja litla um- hugsun: „Vetrarhrímtrjám / vaxinn gluggi / veiðir kvöldsólarskin / í loðna möskva“ og „Búin kvikum seglum / norðurljósa ekur gullin / skeið mánasigðarinnar / reistu stefni myrkbláan / marinn svo það gneista / fleygar stjörnur und / kjölfarinu á himnafestinguna". Hér er vissulega ekki illa ort en einhvern veginn finnst mér þessar hátimbruðu mynd- ir falla í skuggann af mun persónu- legri ljóðum, hvunndagslegum og einlægum sem víða má finna í bók- inni. Þó eru nokkrar tálgaðar nátt- úrumyndir áhrifamiklar, t. d. í kvæð- inu Rúnir: Hvassar rista fjallseggjar rúnir á himinhvelið blátt og óendanlegt. Svo nákomin ljóð og kær. Áhrifamest þykja mér raunar hin persónulegustu ljóð Maríu þar sem hún fmnur styrk í veikleika sínum. I kvæðunum Högg og Vonandi endur- tekur hún svipuð þemu. I Höggi ligg- ur ljóðmælandi á sjúkrabörum eftir áfall og fram hjá gengur ung stúlka fjaðrandi skrefum „og það var eins og tónlist / við texta skýhnoðranna / í bláma haustsins“. Skáldkonan segist vona að sú kona muni aldrei fá á sig svipað högg og hún. í kvæðinu Von- andi kemur sama ósk fram þegar tvö lítil börn kyssa hana í sjúkralegu: Tvö hálfútsprungin blóm. Tvö lítil skær ljós. Vonandi kemur aldrei frost. Vonandi kemur aldrei stormur. Slík ljóð senda frá sér margræða merkingu. Vissulega túlka þau von og ósk en þau túlka líka andstæðu sína, brestinn í boganum og kannski ekki síst þá vitund að lífið sé brot- hætt. En í þeirri visku er fólginn meginkjarni skáldskaparins - sam- líðan með öllu sem lifir. Ég tel því að ljóðabók Maríu Skagan beri vott um mikinn persónulegan þroska, sam- líðan og umfram allt þegar best læt- ur einlægan og persónulegan skáld- skap. Bókina Með brest í boga má fá hjá Máli og menningu. Skafti Þ. Halldórsson María Skagan Nýjar bækur • ÍSLANDSSAGA ístuttu máli er eftir Gunnar Karlsson. I bókinni Islandssaga í stuttu máli birtist yfirlit íslandssögunnar í hnotskurn í hnitmiðuðum texta og fjölda mynda, „kjör- ið til glöggv- unar og upp- rifjunar", segir í kynn- ingu. Höfundur bókarinnar, Gunnar Karlsson, er prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands og hefur skrifað fjölda kennslubóka og fræðirita. Bókin er gefin út samhliða á íslensku og ensku. Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 72 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Skaparinn ehf. hannaði káp- una. Verð: 1.780 kr. • ARKITEKTÚR Á ÍSLANDI - LEIÐAR VÍSIR er eftir Birgit Abrecht. Bókin er handhægt leiðsögurit í máli og myndum, jafnt heimamönnum sem er- lendum gestum og sýnir þverskurð af íslenskri bygging- arlist að fomu og nýju. Kynntar eru 150 byggingar af ýmsum toga í öllum lands- hlutum. Allar eiga þær það sammerkt, þó hver með sínum hætti sé, að skipta máli í sögu íslenskrar húsagerðarlistar. Texti bókarinnar er á íslensku, þýsku og ensku og hún er prýdd fjölda litmynda, teikn- inga og korta. Birgit Abrecht er arkitekt að mennt og hefur rekið eigin teiknistofu í Keltem í Suður- Þýskalandi frá 1989. Hún er tíður gestur á íslandi og hefur aflað sér víðtækrar þekkingar á íslenskri byggingarlist. For- málsorð ritar Pétur H. Ár- mannsson sem hefur verið fag- legur ráðgjafi höfundar við gerð bókarinnar. Útgefandi erMál ogmenn- ing. Bókin er 324 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Káp- una hannaði Anna Cynthia Leplar. Bókin er Bók mánaðar- ins í ágúst og kostar 3.130 kr., en hækkar í 4.480 kr. frá og með 1. september. Hláturgas til Húsa- víkur SJÖUNDI áfangi farandsýn- ingarinnar Hláturgas, lækna- skop frá vöggu til grafar, verð- ur opnaður á Heilbrigðisstofnun Þingey- inga, Húsavík, föstudaginn 4. ágúst kl. 15, en sýningin kemur frá Fjórðungssjúkrahúsi Akur- eyrar. Á sýningunni er að finna fjölda skopteikninga eftir inn- lenda og erlenda höfunda, en af íslenskum teiknumm má nefna Þorra Hringsson, Hallgrím Helgason, Brian Pilkington, Gísla Ástþórsson og Halldór Baldursson. Efnið er ýmist gamalt eða unnið sérstaklega fyrir Hláturgasið. Hláturgas er unnið í samstarfi við Islands- deild Norrænna samtaka um læknaskop (Nordisk selskap for medisinsk humor). Það er Islenska menningarsamsteyp- an art.is sem stendur að þess- ari farandsýningu sem er í boði Glaxo Wellcome á íslandi. Næst fer sýningin til Sjúkra- húss Suðurlands á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.