Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+ Skúli Axelsson
flugstjóri fæddist
í Slangerup í Dan-
mörku 26. janúar
1925. Hann lést í
Lúxemborg 27. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Axel
Petersen kaupmaður
og Guðrún Skúla-
dóttir húsmóðir.
Skúli kvæntist 29.
. nóvember 1952 Vil-
dísi Garðarsdóttur, f.
7.9. 1933. Börn
þeirra eru: 1) Axel, f.
9.4. 1953. Fyrri kona
hans er Ingunn Guðmundsdóttir,
þau skildu. Þeirra börn eru Sara
og Skúli. Seinni kona Axels er
Linda Leifsdóttir. 2) Matthildur, f.
12.11.1954, eiginmaður hennar er
Bjarni Guðmundsson. Börn þeirra
eru Skúli Þór, Vildís og Guðmund-
ur Ingi. Vildís og maður hennar
Eiríkur Böðvarsson eiga Bjarn-
Elsku pabbi, okkur langar til að
minnast þín í stuttri grein um leið og
við þökkum þér samvistirnar í gegn-
um lífið.
Faðir okkar, Skúli Axelsson, var
fæddur 26. janúar 1925. Foreldrar
hans voru Guðrún Skúladóttir hús-
móðir og Axel Petersen fyrrum
kaupmaður í Kaupmannarhöfn en
seinna bókhaldari í Reykjavík.
Pabbi fæddist í Slangerup í Dan-
mörku, en fluttist með foreldrum
sínum til íslands 5 ára gamall. Hann
ólst upp í Reykjavík þar sem hann
og stundaði sína skólagöngu.
Snemma hneigðist hugur hans til
Wiugsins. Því lá leiðin upp á Sand-
skeið þar sem fyrstu flugtökin voru
tekin í svifflugu. Á þeim árum var
ekki boðið uppá frekara nám í flugi á
Islandi, þannig að menn fóru því til
útlanda, oft til Þýskalands, Eng-
lands eða Bandarikjanna til náms í
fluglistinni. Pabbi lærði í Tulsa í
Bandaríkjunum og upplifði sín
ævintýri sem og hluta af heimsátök-
unum seinni. Einmitt á heimleið eft-
ir flugnámið, með Dettifossi, var
pabbi í hópi lánsamra farþega, sem
björguðust af sökkvandi skipinu,
sem hafði verið skotið og sprengt af
öðrum hvorum stríðsaðilanum.
Stuttu seinna lá leiðin aftur á er-
lenda grund. Nú til Englands til
náms í siglingarfræðum. Eftir heim-
komuna þangað hóf pabbi störf hjá
Flugfélagi íslands sem flugmaður.
Einnig vann hann fyrir Flugmála-
stjórn um tíð. Það var á þessum ár-
um sem mamma og pabbi kynntust
og bundust heitböndum. Seinna
réðst hann sem flugmaður til Loft-
leiða. Hann tók þátt í hjálparstarfi
kirkjunnar er stríðið geisaði í Bi-
afra, flaug Sexunni milli Sao Tome
eyjar og meginlandsins með
hjálpargögn. Ekki mun það hafa
verið alveg áhættulaust flug, því í
eitt skiptið kom pabbi heim með
stóran sprengjubút, sem hafði kom-
ið í gegnum skrokk vélarinnar og
inn í stjómklefann.
Pabbi sat í stjórn trúnaðarfélags
'‘atvinnuflugmanna á erfiðum tímum
og munum við systkinin vel eftir öll-
eyju og Kristnýju. 3)
Guðrún, f. 19.7.
1959, d. 22.5. 1964.
4) Guðrún, f. 16.10.
1966, eiginmaður
hennar er Roland
Thull. Þeirra böm
eru Daniel Albert og
Alexander.
Skúli lauk flug-
námi í Tulsa, Okla-
homa i Bandarikjun-
um 1945. Hann nam
siglingafræði í Bret-
landi og hóf siðan
störf sem flugmaður
hjá Flugfélagi ís-
lands. Síðar varð hann flugstjóri
hjá Loftleiðum og Cargolux og
starfaði hjá þessum fyrirtækjum
um þriggja áratuga skeið. Hann
lét af störfum árið 1988, 63 ára að
aldri, eftir farsælan feril.
Útför Skúla fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
um hasarnum og verkföllunum í
kringum þau mál. Hann var aðili að
stofnun flugfélagsins Þórs á Suður-
nesjum sem og flugfélagsins Air
Viking í Reykjavík. Hann var
rekstrarstjóri þess flugfélags um
tíma, en 1971 fluttumst við fjölskyld-
an til Lúxemborgar þar sem pabbi
hóf farsæl störf hjá Cargolux Air-
lines. Honum líkaði afar vel og starf-
aði í Lúx þar til hann lauk sínum
flugmannsferli 63ja ára, en það var
þá hámarks leyfilegur starfsaldur
flugstjóra.
Stuttu eftir starfslokin greindist
pabbi með erfiðan sjúkdóm, sem
hann barðist við hetjulega í ellefu ár
með góðum árangri, en vissulega
setti þetta mark sitt á líf hans og
okkar. Þegar hins vegar allt annar,
óskyldur og ólæknandi sjúkdómur
gerði vart við sig fyrir nokkrum
mánuðum, var fátt um varnir.
Það var ekki meiningin að vera
með langar tölur, heldur að minnast
þín, pabbi minn, og tímanna okkar
saman. Sem betur fer voru þeir
fjölmargir þó að vissulega værir þú
oft fjarri vegna starfans. En oft
fengum við systkinin að fara með
pabba og mömmu í ferð vítt og breitt
um heiminn og okkur þótti slíkt nú
ekkert smá skemmtilegt.
Það var alltaf sérlega gott að
koma í heimsókn til ykkar mömmu.
Gestrisnin og hlýjan var auðfinnan-
leg. Við skemmtum okkur yfir sam-
ræðum um allt milli himins og jarð-
ar. Þú hafðir ávallt mikinn áhuga
fyrir því hvernig okkur reiddi af og
hvað við vorum að gera. Þú barst
alltaf hag okkar fyrir brjósti og
varst mikill fjölskyldumaður og
höfðingi við okkur. Þú hefðir þó
gjarnan mátt vera dálítið höfðing-
legri við sjálfan þig, en svona varst
þú bara. Betri afa en þig gætu
barnabörnin okkar ekki hafa hugsað
sér. Þú varst sérlega duglegur við að
gæta þeirra og barngóður. Enda
hændust þau að þér og það breyttist
ekkert þó að þau yxu úr grasi.
Þú hafðir dálæti á íslensku nátt-
úrunni, góðum bókmenntum og
tungumálinu. Þær eru ófáar kross-
gáturnar sem við leystum í samein-
ingu og úti í Lúx höfðaði þýskan
augljóslega til þín. Það var orðið
drjúgt orðasafnið þar og þýsku-
kunnáttan örugglega talsvert meiri
en þú vildir vera láta. Þú elskaðir að
dunda þér við að lagfæra bilaða hluti
og þá kom nú handlagnin og öll þol-
inmæðin sér vel. Og það var ekki
nema á vissan hátt bara gaman að
tapa öllum skákunum fyrir þér. Þær
hefðu mjög gjarnan mátt vera miklu
fleiri. Þú varst mikill tónlistarunn-
andi og þá sérstaklega djassins, og
þú hafðir unun af að grípa í flygilinn
þinn. Þá kom vel í ljós hversu
músíkalskur þú varst. Þær voru ekki
fáar plöturnar sem þú varst búinn
að safna saman um dagana. Og ég
man hversu lifnaði alltaf yfir þegar
við hlustuðum á góðan og velspilað-
an píanódjass saman, eða fórum á
tónleika. Við vonum að tónleikarnir
haldi áfram hjá þér, elsku pabbi, og
að þér líði vel þar sem þú ert.
Fyrst og fremst varstu ljúfmenni,
pabþi minn, og þannig munum við
alltaf muna þig. Við biðjum Guð að
varðveita þig og halda hlífðarhönd
sinni yfir þér. Við biðjum hann einn-
ig að styrkja móður okkar og hjálpa
á erfiðum tíma. Við þökkum öllum
aðstandendum og vinum auðsýnda
samúð og velvild, bæði í Lúxemborg
sem og hér heima á íslandi.
Þín,
Guðrún, Matthildur og Axel.
Ég kynntist Skúla í Lúxemborg
fyrir 28 árum, hann var þá flugstjóri
hjá Cargolux en ég var að byrja feril
minn sem nýbakaður flugvirki.
Tæpu ári seinna var hann orðinn
tengdafaðir minn og er erfitt að
ímynda sér betri tengdaföður en
hann. Orðin „drengur góður“ eru
manni efst í huga þegar maður
hugsar um Skúla, hann var svo
sannarlega drengur góður, traustur
og trúr fjölskyldu og vinum. Ávallt
reiðubúinn að rétta hjálparhönd í
hvaða formi sem var og víkja úr sæti
ef honum fannst þörf á.
Eitt hans mesta yndi var að gera
við gamla og slitna hluti og sjá þá
verða að nytsömum tækjum enn á
ný. Hann gat eytt jafnvel heilu dög-
unum í að laga eitthvað til að nýta
það áfram þar sem aðrir hefðu hent
og keypt nýtt án nokkurrar um-
hugsunar. Hann gerði þetta meir af
ánægjunni við að vinna með höndun-
um og að sjá hlutinn verða að verð-
mæti á nýjan leik frekar en af nýtni
og sparsemi sem voru þó sterkur
þáttur í hans persónu.
Samviskusemi hans var slík að
þótti sumum nóg um. Kom þetta
fram í starfi jafnt sem og einkalífí. I
starfi sínu sem flugstjóri var hann
sívakandi yfir hagsmunum vinnu-
veitanda síns en á sama tíma var
umhyggja hans fyrir félögum sínum
ekki síðri hvort sem var í flugi eða
frítíma. Umhyggja hans fyrir öðrum
var alltaf augljós og var hann sífellt
með hugann við annarra vandamál
og tilbúinn að leggja á ráðin með
lausnir á þeim.
Umhyggja hans fyrir fjölskyldu
sinni var ekki minni en umhyggja
hans fyrir starfi og félögum. Hann
sýndi mikinn áhuga á velgengni og
vandamálum barna og barnabarna
sinna og var ólatur við að forvitnast
um hag þeirra og leggja á ráðin fyrir
framtíðina.
Skúli var höfðingi heim að sækja
og var ekkert til sparað í heimboð-
um hans og Vildísar. Kom þar ber-
lega í ljós örlæti hans sem var þó að-
allega beint að öðrum en honum
sjálfum. Ekki var síður skemmtilegt
að fá hann heim til sín í kvöldmat,
hann kunni vel að meta góðan mat
og var óspar á hrósið fyrir elda-
mennskuna.
Þær eru margar stundirnar sem
við áttum saman við störf og leik og
minningarnar margar og allar góð-
ar. Ofarlega í huga mínum eru allar
þær stundir sem Skúli var að hjálpa
mér við hinar ýmsu framkvæmdir
og viðhald á heimili okkar Matthild-
ar og var hann þar vel þegin aðstoð.
Hann lét það ekki aftra sér þótt
hann gæti varla staðið uppréttur
fyrir bakverkjum og gerði bara góð-
látlegt grín að ástandinu.
Ég mun sakna þín Skúli minn, þú
varst ævinlega góður félagi og vinur
og ert búinn að vera fastur punktur í
lífi mínu og fjölskyldu minnar í svo
mörg ár að það er erfitt að hugsa til
þess að þín skuli ekki njóta lengur.
Blessuð sé minning þín.
Bjarni Þór Guðmundsson.
I dag kveð ég hinsta sinni mág
minn, Skúla Axelsson, fyrrverandi
flugstjóra. Það er með miklum sökn-
uði sem fjölskyldan kveður fágætan
mann, sem reyndist okkur sem öðr-
um, sem öðluðust vináttu hans, ein-
stakur drengskaparmaður. Fráfall
hans bar að með sneggri hætti en við
var búist en kom þó ekki á óvart, því
Skúli hafði í mörg ár átt við erfiðan
sjúkdóm að stríða. I samræmi við
lífsstíl sinn og skapgerð bar hann
þjáningar sínar í hljóði. Skúla Axels-
syni var ætíð umhugað um að öðrum
liði sem best í návist hans og gagn-
vart fjölskyldu sinni og öðrum sem
til hans leituðu, var hann ætíð reiðu-
búinn til að rétta hjálparhönd. Hann
gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs
sín og var í efnalegu tilliti óháður
öðrum allt frá því að hann hóf lífs-
starf sitt sem flugmaður fyrir rúmri
hálfri öld. Hann greiddi sína reikn-
inga og skuldaði engum neitt.
Skúli var sonur Axels Petersen,
aðalbókara hjá heildverslun Garðars
Gíslasonar í Reykjavík, og eigin-
konu hans, Guðrúnar Skúladóttur.
Móðir Skúla lést þegar hann var
ungur að aldri. Var hún þeim feðg-
um og fjölskyldunni mikill harm-
dauði. Axel, faðir Skúla, var elsku-
legur en fremur fálátur maður og
afskiptalítill. Mun það örugglega
hafa mótað soninn Skúla í því að
standa á eigin fótum. Sá sem þessi
minningarorð ritar kynntist Skúla
Axelssyni um og eftir 1950, þegar
hann gekk í hjónaband með næst-
elstu systur minni, Vildísi. Var hann
þá orðinn flugmaður og íyllti hóp
ungra og glæsilegra fugmanna, sem
voru ft-umherjar á sviði flugs á ís-
landi, innanlands sem utan. Var
hann handhafi flugskírteinis á Is-
landi nr. 11. Er eigi ofsagt um flesta
þessara ungu manna að þeir gerðu
garðinn frægan og ísland komst á
kortið og varð í alfaraleið. íslensk
flugfélög hlutu viðurkenningu vest-
anhafs sem austan. Það var ekki stór
hópur sem stóð að fugmálum á ís-
landi um og eftir 1950. Nú skipta
þeir þúsundum, auk þess sem ferða-
iðnaðurinn á allt undir góðum
flugsamgöngum til og frá landinu.
Skúli Axelsson var einn af þátt-
takendunum í þessu ævintýri.
Snemma árs 1945 lauk hann flug-
námi í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkj-
unum. Þá geisaði seinni heimsstyrj-
öldin enn. Einu samgöngurnar sem
Islendingar höfðu aðgang að voru
Fossarnir, futningaskip Eimskipa-
félags íslands. Skúli tók sér því far
heim með ms. Dettifossi ásamt fleiri
Islendingum. Hinn 24. febrúar 1945
varð mikil sprenging í skipinu, þeg-
ar það var skammt undan Irlandi, og
sökk Dettifoss á 5 mínútum. Fónist
15 manns en 30 björguðust í björg-
unarbát og á fleka, sumir við illan
leik. Skúli var einn þeirra sem
komst á fleka. Var þessu fólki síðan
bjargað af bresku herskipi. Mátti
hér litlu muna að allir færust. Aldrei
var fullkomlega upplýst, hvort hér
hefði þýskur kafbátur verið að verki
eða skipið rekist á tundurdufl. Þó
mun hið fýrrnefnda vera sennilegra.
I frásögn af þessum harmleik, þar
sem 15 manns fónist, segir sem fyrr
er getið, að Dettifoss hefði sokkið í
sæ á aðeins 5 mínútum. Var því
kraftaverk hversu margir lifðu slys-
ið af. Ósjálfrátt leiðist hugurinn að
þessum atburði, þessum 5 mínútum
milli lífs og dauða, þegar hugsað er
til lífsferils Skúla mágs míns, sem í
áratugi gegndi flugstjórastarfi á
hraðfleygum flugvélum, risaþotum,
með farsælum hætti og skilaði ætíð
öllum í höfn, heilum á húfi.
Skúli ræddi lítið um flugstjórnar-
störf sín eða annað sem að honum
laut. Hann rækti störf sín af skyldu-
rækni og samviskusemi og vildi sem
minnst láta á sér bera. Segja má að
hann hafi verið svo til samfellt við
flugstjórn í 35 ár eða þar til hann
hætti störfum sem flugstjóri hjá
Cargolux árið 1988, 63ra ára að ald-
ri. Þetta er löng starfsævi við flug og
flugstjórn. Mest var þetta langt al-
þjóðaflug. Fyrst hjá Loftleiðum hf.
yfir Norður-Atlantshaf milli Evrópu
og Norður-Ameríku og síðan í 17 ár
hjá Cargolux víðsvegar um heiminn.
Erfitt er fyrir leikmenn að gera sér
grein fyrir hvílíkt álag það hlýtur að
vera á flugáhöfnum að stunda þessi
störf hátt uppi í háloftunum ár eftir
ár og í aratugi.
í hugum flestra eru nútímaþotur
sem vega hundruð smálesta full-
hlaðnar eitt af undrum nútímaheims
og ekki heiglum hent að fjalla um
þessi tæki. Mikils er því um vert að
þeir sem með stjórnvölinn fara séu
yfirvegaðir og jafnan í góðu jafn-
vægi. Þannig var Skúli Axelsson.
I öll þau ár sem við þekktumst sá
ég hann aldrei bregða skapi. Hann
var fastur fyrir og hafði ákveðnar
skoðanir en setti þær fram af hóg-
værð og rökfestu. Væri að honum
gengið, brosti Skúli sínu góðlega
brosi og sýndi viðkomandi umburð-
arlyndi og skilning. Skúli Axelsson
var í orðsins fyllstu merkingu góður
maður. Þótt hann eyddi stórum
hluta ævi sinnar uppi í háloftunum
var hann ætíð nálægt okkur. Hann
var til staðar. Og það er svo ein-
kennilegt að sú tilfinning er ríkust í
huga okkar sem kveðjum Skúla vin
okkar í dag.
Við þurfum ekki annað en að
horfa upp í himingeiminn, þá finnum
við nálægð hans. Því mun Skúli
aldrei vera okkur horfinn.
Guðmundur H. Garðarsson.
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum.
Húmar eins og haustar aú
í hjartans leynum.
(K.J.)
Það er líkt og að bresti strengur
innra með manni við andlát góðs vin-
ar og í einu vetfangi fannst mér ég
skynja grunntóninn í vísu fjalla-
skáldsins hér að framan, þegar mér
bánist tíðindin um fráfall Skúla
Axelssonar.
Kynni okkar Skúla hófust eftir að
við báðir eignuðumst húsnæði við
sömu götu í Reykjavík og konur
okkar urðu góðar vinkonur. Framan
af árum lágu vegir okkar þó ekki
mikið saman, enda var Skúli oftsinn-
is fjarri vegna starfa sinna sem flug-
stjóri. Enda þótt fjölskyldan settist
að erlendis vegna starfa Skúla, rofn-
uðu ekki þau vináttubönd, sem
bundist höfðu og minnist ég margra
gleðiríkra stunda með þeim hjónum
og fjölskyldu; bæði hér í Reykjavík
og á heimili þeirra í Lúxemborg.
Þau héldu heimili á báðum stöðum
og dvöldu þar til skiptis.
Skúli var einn þeirra traustu og
öruggu flugstjórnarmanna, sem
ekki aðeins skynjuðu ábyrgð sína,
heldur áttu til að bera bæði dóm-
greind og eðlisávísun til að meta all-
ar aðstæður hverju sinni á réttan
hátt og víkja hvergi frá ítrustu var-
kárni. Hann var því mjög farsæll
flugstjóri alla sína lífstíð.
Hann naut sín vel í vinahópi og
var honum þá gjarnan tamt að hafa
hnyttyrði á vörum, sem vöktu kátínu
viðstaddra. Hann var þeirrar gerð-
ar, að manni leið vel í návist hans;
enda viðræðugóður og glaðsinna að
eðlisfari.
Árið 1959 urðu þau hjón fyrir
þeirri miklu sorg að missa yngsta
barn sitt, aðeins fimm ára að aldri.
Þegar ég hugsa til þessarar lífs-
reynslu þeirra, finnst mér aðdáun-
arvert hversu Skúli og fjölskyldan
hefur getað lifað með sorginni í
gegnum árin. Hitt dreg ég ekki í efa,
að þessi örlög hafi markað djúp sár í
vitund þeirra. Það má halda því
fram um hinn látna, að hann hafi
verið tveggja heima barn og veit ég
ekki, hvort það var ísland eða Lúx-
emborg, sem stóð hjarta hans nær.
Hitt vissi ég, að hann mat ísland
mikils og nú þegar hann hefur kvatt
þennan heim finnst mér sjálfum eins
og Skúli sé kominn heim, þegai-
hann verður nú vígður íslenskri
mold.
Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt jafn sviplega og nú
og aldrei er svo svart í sorgarranni
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.
Ingvar.
t
Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir,
barnabarn og frændi,
VILHJÁLMUR EINARSSON,
Spóarima 1,
Selfossi,
sem lést sunnudaginn 30. júlí, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn
4. ágúst kl. 13.30.
Ingibjörg Eva Arnardóttir, Gunnar Sveinsson,
Einar Nílsen,
Arndís Ey, Ingvar Örn,
Guðfinna Rós, Daníel Óskar,
Elfa B. Þorleifsdóttir, Örn Sigurðsson,
Eydís Vilhjálmsdóttir
og frændsystkini.
SKÚLI
AXELSSON