Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Borgarfjördur eystri Morgunblaðið/Bryndls Brautin iiggur upp á hdlmann þaðan sem varpstaðir ýmissa fugla- tegunda sjást vel. Á vappi meðal lundanna Á BORGARFIRÐI eystra er nú hægt að skoða fjölskrúðugt fuglalíf úr nokkurra metra fjarlægð en þar hefur verið komið upp göngubraut úr timbri uppi á hólma við höfnina. Þar verpa tugir þúsunda lunda, nokkur hundruð ritur, á þriðja þús- und æðarfuglar og 100-200 fýlapör. Brautin var byggð til að fólk gæti séð varpið og fuglana í návígi án þess að fæla fuglana. Það hefur gengið ágætlega, að sögn Magnús- ar Þorsteinssonar, oddvita Borgar- fjarðarhrepps eystra, fyrir utan að nokkrir tugir lundapara sem bjuggu næst gangbrautinni hafa ekki skilað sér í varp. Af brautinni má skoða fuglana úr aðeins nokk- urra metra fjarlægð og segir Magnús að þeir séu nú orðnir ótrú- lega gæfir þó að fólk sé á ferli. „Fuglinn styggist helst þegar fólk gengur bak við hann en á meðan hann hefur viðkomandi í sjónmáli þá er hann rólegri." Ungarnir sveltir að heiman Fyrri hluta sumars sjást aðeins fullvöxnu fuglamir en ungarnir skríða ekki úr holunum fyrr en seinnipartinn í ágúst þegar þeir hafa verið sveltir út. „Foreldrarnir bera í þá fæðu þar til þeir eru orðn- ir feitir og sællegir, en síðan hætta þeir að fæða þá svo þeir grennist, en í fyrstu eru þeir ófleygir vegna fitu. Þeir fara aldrei upp úr holun- um fyrr en þeir era orðnir fleygir svo það má segja að þeir séu sveltir upp úr holunum, en þegar þeir fara loksins út, fljúga þeir beint út á haf.“ Göngubrautin var opnuð árið 1997 og þá var aðeins opið frá 13- 17 á daginn til að venja lundann við umferð. „Þessi framkvæmd hefur mælst vel fyrir og hafa flestir ferðamenn nýtt sér aðstöðuna. Við höfum lengt opnunartímann í áföngum til að venja lundann við umferð og nú er opið frá 10-19 á daginn," en á morgnana og seint á kvöldin er lundinn viðkvæmur fyrir umferð og þarf að fá að vera í friði, að sögn Magnúsar. Á öðrum stað í hólmanum hefur einnig verið kom- ið upp útsýnispalli þaðan sem hægt er að virða fyrir sér rituvarp í klettunum í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Hólminn er ekki eini staðurinn til fuglaskoðunar í firðin- um því síðastliðið vor var sett upp fuglaskoðunarhús í þorpinu þar sem samtímis er hægt að skoða allt að 20 fuglategundir í fjörunni og segir Magnús fuglalífið vera fjöl- skrúðugast í maí og júnf. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Himbriminn á Þingvallavatni HIMBRIMINN, bátur Þingvalla- vatnssiglinga, verður í útsýnissigl- ingum um Þingvallavatn alla verslun- armannahelgina, þ.e.a.s. laugardag, sunnudag og mánudag. í fréttatilkynningu frá Þingvalla- vatnssiglingum segir að báturinn taki 20 manns í sæti og lagt verði upp frá bryggjunni á Skálabrekku í Þing- vallasveit klukkan 11, 14 og 17 en einnig er hægt að fara á öðrum tím- um eftir samkomulagi. í ferðinni verður spjallað um það helsta sem fyrir augu ber í landslag- inu, sagðar sögur af mannlífí við vatn- ið og lífríki þess undir yfirborðinu. Hægt er að velja um þijár mislang- ar leiðir; einnar og hálfrar klukku- stundar hring um vatnið, tveggja og hálfrar stundar hring með viðkomu í Amarfelli og stutta eyjasiglingu, sem tekur um 40 mínútur. I fréttatilkynningu segir enn frem- ur að hægt sé að setja saman sérstak- ar ferðir sem henta hverjum hóp fyrir sig og til dæmis er hægt að renna fyr- ir fisk og grilla í fjöranni, fara í fjall- göngu eða leiki. Auk hinna hefðbundnu útsýnissigl- inga hafa óvissuferðir og starfs- mannafélagaferðir notið mikilla vin- sælda. Þá er hægt að leigja bátinn sérstaklega í veiðiferðir. Á siglingunni gefst færi á að kaupa létta hressingu eins og til dæmis heimabakaðar skonsur með reyktum Þingvailasilungi. Nánari upplýsingar um ferðir Himbrimans er á slóðinni www.himbriminn.is. Lagarfljótsormurinn stoppar við Húsatangg Gamanmál í indjánatjaldi Norður-Héraði LAGARFLJÓTSORMURINN er farþegafeija sem gengur áætlunar- ferðh- um Lagarfljótið, eða Fljótið eins og heimamenn kalla það gjarna, yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Hefðbundin siglingaleið ferjunn- ar er frá Egilsstöðum upp í Atlavík þar sem stoppað er, síðan er siglt aftur til Egilsstaða og umhverfi Fljótsins skoðað í ferðinni. Um borð er hægt að fá keypta hress- ingu allt frá gosi, sælgæti og kaffi upp í súpu dagsins og steiktan sil- ung úr Lagarfljóti. Skipstjórinn Aðalsteinn Valdi- marsson lýsir því sem fyrir augu ber á leiðinni og segir það helsta í sögu staðanna sem sjást á Fljóts- bakkanum. Einnig er sögustund íyrir krakkana um borð þar sem sagt er frá orminum í Fljótinu, Sig- ríður Halldórsdóttir segir söguna en hún er spiluð af geisladiski. Röskun vegna þurrka Að sögn Sigurðar Ananíussonar framkvæmdastjóra hefur nýting verið nokkuð góð í sumar og al- gengur fjöldi í ferðunum 50 til 110 manns en það er það hámark sem feijan má bera samkvæmt íslensk- um reglum. Þess má geta að þegar feijan var smíðuð í Rússlandi var gefið upp að hún mætti bera 425 manns. Nokkur röskun varð á ferð- um ferjunnar í lok júlí vegna þess að vatnsborð Lagarfljóts lækkaði veralega vegna þuirkanna sem þá gengu yfir. En það komst strax I lag aftur þar sem grafið var upp úr innsiglingunni og lokur settar íyrir við Lagarfossvirkjun svo aftur hækkaði í Fljótinu. Vegna þessa þurfti aðeins að sigla einn dag frá bráðabirgðaflotbryggju við Skipa- læk. Morgunblaðið/Sig Að Gylfi Björnsson leikur undir fjöldasöng á heimleiðinni og skipstjór- inn Aðalsteinn Valdimarsson leiðir sönginn. Grillmeistarinn Sigurður Ananíasson framkviemdastjóri Lagar- fljótsormsins ber sig fagmannlega að við grillið. Landgangurinn er að uppistöðu gamall hertrukkur sem Hákon á og bakkað er út í fljótið til móts við ferjuna. Vinsælustu ferðirnar á fimmtudögum Sigurður segir að vinsælustu ferðirnar séu á fimmtudögum en þá er lagt upp í seinni ferð klukkan 17 og siglt upp í Atlavík þar sem stoppað er í hálfa klukkustund og teknir fai-þegar. Þaðan er siglt yfir Fljótið að Húsum í Fljótsdal þar sem lagt er að Húsatanga og feijan Lagarfljótsormurinn er bundin við Tangann, sem Lagarfljótsormur- inn hinn eini sanni var bundin við í fymdinni, og þar liggja þeir bundn- ir hlið við hlið í þrjá klukkutíma og fer hið besta á með þeim. Meðan Ormarnir liggja bundnir við Húsatangann fara farþegarnir í land og ganga til tjalds sem Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Bene- diktsdóttir skógarbændur á Húsum hafa reist á Fljótsbakkanum. Geng- ið er í land um allsérstæðan land- gang sem að uppistöðu er gamall hertrakkur sem Hákon á og bakkað er út í Fljótið til móts við ferjuna. í tjaldinu fer Hákon bóndi með gamanmál fyiir farþegana og segir söguna um uppruna ormsins í Lag- arfljóti og þegar hann var kveðinn niður í regindjúp Fljótsins og tjóðr- aður með rammasta galdri við Húsatanga þar sem hann hefur leg- ið bundinn síðan. Grill og harmonikuleikur. Meðan fólk hlustar á sögur bónda grillar Sigurður Ananíasson ofan í mannskapinn og slegið er upp átveislu mikilli. Á harmoniku leikur Gylfi Björnsson á Hofi. Þegar áti og gamanmálum er lok- ið er skipið leyst frá Húsatanga en gætt er vel að því að sá gamli losni ekkiog siglt er áleiðis til hafnar á Egilsstöðum. Á leiðinni leikur Gylfi á harmonikuna undir fjöldasöng sem skipstjórinn Aðalsteinn gjarn- an leiðir. • Ferðir eru alla daga nema mánudaga klukkan 12.30 og klukkan 17. Á föstudögum og laugardögum er aukaferð klukkan 21.15. —' Indjánaljaldið á Húsatanganum er byggt úr heimafengnu lerki. Uppistöðurnar eru lerkibolir og þiljað utan á þá með lerkifjölum. Strompurinn er tjaldaður hreindýraskinni og bálkurinn kringum eldstæðið inni í tjaldinu er líka þakinn skinnum af lömbum og hreindýrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.