Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ffladelfíu. AP. Bush hringir eftirlíkingu af Frelsisklukkunni á flugvellinum í Ffladelfíu í gær, þar sem hann var boðinn velkominn á landsþing repúblikana. Bush vel fagnað í Ffladelfíu GEORGE W. Bush, forsetafram- bjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, kom til Fíladelfíu í gær þar sem landsþing flokksins stendur nú yfir. Var honum vel fagnað af stuðningsmönnum. Sagði Bush við þá, að ef allt gengi að ósk- um „eruð þið nú að horfa á næsta forseta Bandaríkjanna". Bush mun í dag veita útnefningu flokksins til forsetaframboðs form- lega viðtöku. Móttökuathöfnin í gær var á þjóðlegum nótum og lagði Bush sitt af mörkum með því að hringja eftirlíkingu að Frelsis- klukkunni, sem varðveitt er í Ffla- delfíu, sem er fyrrverandi höfuð- borg Bandaríkjanna og var vettvangur sjálfstæðisyfírlýsingar- innar. Kvaðst frambjóðandinn hlakka til að taka þátt í landsþinginu og sagði það senda „svo jákvæð og vongóð skilaboð" til Bandaríkjamanna. „Við getum ekki beðið eftir að taka þátt í hátíðahöldunum með ykkur öllum,“ sagði Bush, en með honum í íor var eiginkona hans, Laura. Komu þau með flugvélinni sem Bush hefur notað í kosningabarátt- unni og hafði hún verið skreytt með nöfnunum Bush-Cheney skrifuðum stórum stöfum á skrokkinn og skreytt rauðum og bláum röndum. Dick Cheney tók í gærkvöldi form- lega við útnefningu sem varafor- setaefni flokksins. Bush braut í gær þá reglu sem hann hafði sjálfur sett sér, að ráðast ekki á andstæðinga með nafni, og sagði að bandaríska þjóðin vildi ekki „fjögur ár í viðbót af Clinton- Gore“. Var hann reiður vegna þeirr- ar ásökunar Bills Clintons forseta að Bush falaðist eftir atkvæðum fólks á þeim forsendum að hann væri ríkisstjóri og „pabbi hans var forseti“. A þriðjudagskvöldið kom til átaka milli lögreglu og fólks sem var með mótmælaaðgerðir skammt Á MEÐAN repúblikanar hrósa for- setaframbjóðanda súium, „brjóst,- góða flialdsmanninum“ George W. Bush, á landsþingi flokksins í Ffla- delfíu í Bandaríkjunum eru demó- kratar þar skammt frá að reyna hvað þeir geta til að koma höggi á hann með því að grafast fyrir um ríkisstjóraferil hans í Texas. Hópur demókrata er við þessa iðju í húsi aðeins rúma þijá kfló- metra frá íþróttaleik vanginum sem repúblikanar hafa lagt undir þing sitt. Kanna þeir hvemig staða mála hefur verið í Texas síðan Bush varð þar ríkisstjóri 1995, t.d. að mengun sé verst í Texas af öllum ríkjum Bandaríkjanna, þar séu hlutfalls- lega flestir íbúa sem ekki hafi sjúkratryggingar og flest börn er búi við fátækt. Er þetta notað á daglegum fréttamannafundum, í sjónvarps- auglýsingum og á nýrri vefsíðu de- frá íþróttaleikvanginum sem hýsir landsþingið. Var fólkið m.a. að mót- mæla dauðarefsingum og lög- regluofbeldi. Hrópaði það: „Burt með kapítalistasvínin." Um 300 voru handteknir. Byrjar með heiðarleika Sama kvöld ávarpaði öldunga- mókrata, sem hefur slóðina www.Iknowwhatyoudidin- Texas.com, eða „www.Ég veit hvað þú gerðir í Texas.com". Einnig er þetta efni notað af svonefndri „Sannleikssveit Texas“, sem er skipuð um 20 kjöraum embættis- mönnum og fbúum i Texas sem hafa slæmar sögur að segja þaðan. „Þetta eru ekki árásir. Við erum bara að segja frá staðreyndum," sagði Ed Rendell, formaður lands- nefndar Demókrataflokksins. „Ef sannleikurinn kemur sér illa verður að hafa það.“ Landsnefnd Repúblikanaflokks- ins og liðsmenn Bush, er hafa sínum eigin rannsóknarhópi á að skipa, reyna að gera lítið úr atlögum de- mókrata. „Þeir eru rétt eina ferð- ina að reyna að rangfæra feril Bush sem ríkisstjóra og villa um fyrir al- menningi," sagði Dan Bartlett, tals- maður Bush. deildarþingmaðurinn John McCain þingið, en í vetui- keppti hann við Bush um útnefninguna til forseta- frambjóðanda. Bar hann mikið lof á fyrrverandi keppinaut sinn. „Ef þið teljið föðurlandsást vera meira en hnyttin orð, og að þjónusta í þágu samfélagsins eigi að vera meira en ljósmynd, skulið þið greiða Bush at- kvæði.“ Hvatti McCain alla Bandaríkja- menn, bæði repúblikana og demó- krata, jafnt sem óháða, til að veita nauðsynlegum umbótum brautar- gengi. Bush hefur í kosningabaráttunni sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vera ekki mjög vel að sér í utanrík- ismálum, en aðalráðgjafi hans í öryggismálum, Condoleezza Rice, sem starfaði með föður Bush er hann var forseti, sagði á þriðjudags- kvöldið að enginn þyrfti að velkjast í vafa um getu frambjóðandans til að fást við heimsmálin. „Þetta byrjar allt með heiðarleika í [Hvíta húsinu],“ sagði hún. „Geor- ge W. Bush stendur við orð sín. Jafnt vinir sem óvinir munu geta treyst því að hann segi sannleik- ann.“ Bob Dole, sem var forsetafram- bjóðandi repúblikana fyrir fjórum árum, ávarpaði einnig þingið, og kvaðst tala fyrir munn þeirra hundraða þúsunda „þögulu hetja“ sem ekki hafi átt afturkvæmt úr styrjöldum. Sagði hann að það væri meiri heiður fólginn í að vera í ein- kennisbúningi Bandaríkjanna í stríði en að verða forsetaframbjóð- andi Repúblikanaflokksins. Óheppileg auglýsing London. AFP. BANDARÍSKA vikuritið Newsweek baðst í gær afsök- unar á auglýsingu, sem birtist innan um mikla umfjöllun þess um Concorde-slysið í síð- ustu viku. Var stefið í henni flugtak og lending. Newsweek kvaðst bera fulla ábyrgð á þessum „skelfilegu" mistökum en í opnuauglýs- ingu var mynd af hjólabúnaði breiðþotu ásamt þessari fyrir- sögn: „Gott gengi er ekki bara flugtak og lending." Var auglýsingin frá sviss- neska bankanum UBS og hafa forsvarsmenn hans einnig beðist afsökunar. Auglýsingin var innan um 10 síðna umfjöllun um Concorde-slysið í síðustu viku en þá fórust 109 manns með vélinni og fjórir á jörðu niðri. Textinn með henni var svona: „Allt skiptir máli. Stefnið hátt en gleymið ekki smáatriðun- um.“ Talsmaður Newsweek sagði að fyrir útgáfuna hefði verið kannað hvort einhverjar auglýsingar væru í ritinu frá flugfélögum eða flughöfnum en láðst hefði að skoða aðrar auglýsingar eins og t.d. þessa frá svissneska bankanum. Auglýsingin var á fyrr- nefndum stað í ritinu vestan- hafs og í 45.000 eintökum í Bretlandi en annars staðar í blaðinu í öðrum Evrópuútgáf- um. Þurrkar í Texas MIKLIR þurrkar hrjá nú stóra hluta Texas-ríkis í Bandaríkjunum og hafa íbúar í smábænum Electra í norðurhluta ríkisins verið beðnir um að nota klósett sín fimm sinn- um áður en þeir sturta niður, til þess að spara vatn. „Við höfum áður þurft að skammta vatn, en aldrei svona harkalega," hafði CNN-sjónvarpið eftir Joe Youree, íbúa í Electra, sem er um þrjú þúsund manna bær. Hver um sig má nú nota eitt þúsund gallon af vatni á mánuði, en hver Bandaríkjamaður notar að meðaltali helming þess magns bara í að sturta niður úr klósettinu í hverjum mánuði. Þetta er þriðja árið í röð sem þurrkar geisa í Texas og hafa íbúar í fjölmörgum byggðarlögum verið beðnir að fara sparlega með vatn. Sums staðar er bannað að kveikja eld utandyra, og gæsla er við Gua- dalupe-ána til þess að tryggja að vatn úr henni sé ekki tekið ófrjálsri hendi. / „Eg veit hvað þú gerðir í Texas.com“ Ffladelfíu. Reuters. Innrásarinnar í Kúveit minnst á Vesturlöndum og í Irak Vedrine fordæmir við- skiptaþvinganirnar Lundúnum, Bagdad. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRA Frakk- lands, Hubert Vedrine, hvatti til þess í gær í tilefni af þvi að tíu ár voru liðin frá innrás írakshers í grannríkið Kúveit, að endi yrði bundinn á „grimmilegar, óskilvirk- ar og hættulegar" viðskiptaþving- anir Sameiriuðu þjóðanna gegn Ir- ak. Sagði hann í blaðaviðtali að framhald viðskiptaþvingana SÞ ógnaði samfélagsgerð íraks og þar með stöðugleikanum í Miðaustur- löndum. „Þær eru grimmilegar því þær refsa aðeins írösku þjóðinni og þeim sem veikastir eru fyrir,“ sagði Vedrine í viðtali við dagblaðið Al- Hayat sem gefið er út í Lundúnum. „Þær eru óskilvirkar því þær koma ekkert við stjórnina sem sér engan hvata í því að hefja samvinnu, og þær eru hættulegar því þær stuðla að sundrungu samfélagsins," sagði Vedrine í viðtalinu. Tíu ár eru síð- an SÞ hrintu umfangsmiklum við- skiptaþvingunum gegn frak í fram- kvæmd og hefur þeim verið haldið áfram þar sem írösk stjórnvöld hafa sýnt lítinn samstarfsvilja í að ljóstra upp um áform sín um smíði gereyðingarvopna. Frakkar, ásamt Rússum og Kínverjum, þremur af þeim fimm ríkjum sem eiga fasta- fulltrúa í öryggisráði SÞ, eru and- vígir stefnu Bandaríkjamanna og Breta í málefnum íraks og telja að með viðskiptaþvingunum stuðli Vesturlönd að eymd og einangrun í írak og bjóði þar með hættunni heim. Albright á öndverðum meiði Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lýsti stefnu Bandaríkjastjórnar í mál- efnum írak í blaðagrein sem birtist í Financial Times í gær og leiddi þar rök að því að Saddam Hussein íraksforseti hefði aukið neyðina í landinu í þeim tilgangi að hljóta samúð umheimsins. „Hann hefur unnið að því sleitu- laust að láta líta út fyrir að stjórn hans sé fórnarlambið í stað þess að viðurkenna að írak þjáist vegna eigin árásargirni, lyga og óvægins metnaðar," sagði Álbright í grein- inni. „Hann vonar að þjáningar þjóðar hans muni versna þannig að þrýstingur í þá veru að aflétta við- skiptaþvingunum aukist,“ sagði Al- bright og bætti við að ágóðann myndi forsetinn aðeins nýta til smíðar nýrra gereyðingarvopna. Stjórnvöld í Bagdad minntust árásarinnar á Kúveit í gær og í máli þeirra kom fram lítil eftirsjá. Ríkisfjölmiðlar í landinu beindu reiði sinni að stjórnvöldum í Kúveit og kenndu þeim um árásina og tímabundna innlimun smáríkisins sem 19. héraðs íraks. Málgagn Ba- ath-flokksins sagði að írökum hefði „ekki boðist neinn annar kostur" en að senda hersveitir til Kúveit og uppræta ráðabrugg Bandaríkja- stjórnar og Kúveit gegn Bagdad. Dagblaðið al-Jumhouriya sagði: Það sem írak gerði 2. ágúst 1990 var að nýta lögmætan rétt sinn til að verjast umfangsmiklu ráða- bruggi sem beint var gegn fullveldi okkar og einingu." Kúveitar minntust innrásarinnar einnig í gær og hvöttu stjórnvöld í Bagdad til að skila um sex hundruð kúveiskum stríðsföngum sem þeir telja að hafi verið færðir til Iraks á undanhaldi hersveita Saddams eft- ir Persaflóastríðið 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.