Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN gallerisauTján LAUGAVHGI - KRINGLUNNI *BRÚÐARGJAFIR AtSÖFNUNARSTELL *GJAFAKORT Bæjarllnd 1-3, Kóp., simi 544 40 44 viðskiptum. Rétt er það því ef íslensk verslun hefði frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur, þ.e.a.s. gæti keypt vör- una þar sem hagkvæm- ast er, þá væri staða hennar önnur en nú er. Hún býr við innflutn- ingskvóta, ofurtolla og vörugjöld á sumum vörum sem háttvirt Al- þingi hefur ákveðið. Frelsi í viðskiptum myndi veita íslenskum landbúnaði samkeppn- islegt aðhald þar sem hann yrði að standa sig betur en áður með hag- kvæmari framleiðslu og hagræðingu svo sóttar séu lýsingar í orðsmiðju Hjálmars. Pálmi í Hagkaupi byggði Kringluna í áðurnefndri grein rifjar Hjálmar upp sögu Pálma í Hagkaup, Jóhann- esar í Bónus og samvinnuverslunar- innar og hvetur verslunarrisa dags- ins í dag til að kynna sér hana. Undir þetta skal tekið því ætíð er gott að þekkja til þess sem vel hefur verið gert. En þegar hann með skírskotun til Pálma Jónssonar lýsir eftir nýjum aðilum „...sem reisa ódýrt verslunar- húsnæði og hugsa um hag neytenda ásamt sínum eigin“ þá verður að benda á að Pálmi stóð fyrir bygg- ingu verslunarmið- stöðvarinnar Kringlan í Reykjavík, sem neyt- endur hafa fyrir löngu staðfest að þeir kunna að meta. Pálmi sá eins og aðrir framsýnir menn að vilji neytenda stóð til þess að fá betri þjónustu í betra um- hverfi en hann hóf verslun sína í. Því var hann fremstur í flokki þegar Kringlan var byggð. Það getur vel verið að einhver hefji verslun í þeirri aðstöðu sem þing- maðurinn lýsir. Menn hafa sem bet- ur fer fullt frelsi til þess. SVÞ - Sam- tök verslunar og þjónustu - verja frelsi í atvinnurekstri og viðskiptum. En umræddur aðili sem Hjálmar lýs- ir eftir þarf þá að glíma við skert verslunarfrelsi af völdum þing- mannsins og formanns landbúnaðar- nefndar Alþingis þegar kemur að innkaupum á landbúnaðarvörum og þetta skerðir möguleika hans til að bjóða bestaverð. Enginn ofsagróði í matvöruversluninni ísland er fámennur markaður og það ásamt legu landsins veldur því að erfitt er að bjóða hér sama verð á vörum og á stórum mörkuðum í Evrópu. Það er enginn vafi á því að verslunin eins og fleiri atvinnugrein- ar, já og jafnvel landbúnaðarnefnd Alþingis, getur bætt starfsaðferðir sínar og leitast við að stuðla að lægra matvælaverði í landinu. Samþjöppun í verslun er ekki einstæð hér á landi heldur alþjóðlegt fyrirbæri sem ein- mitt er staðfesting á viðleitni til að lækka kostnað og auka hagræðingu. Mér er til efs að hægt sé að benda á 270 þúsund manna markað, hvort sem um er að ræða borg eða hérað annars staðar í heiminum, þar sem fjölbreytni atvinnulífs og samkeppni í matvöruverslun er meiri en einmitt á íslandi. Þeir sem reka verslun bera hag neytenda fyrir brjósti og sækj- ast eftir endurkomu ánægðra við- skiptavina. Á því lifír verslunin. Það er enginn ofsagróði í matvöruversl- uninni og benda má á að reikningar helstu keðja á markaðinum eru opnir þeim sem þá vilja skoða. Arðsemi umræddra fyrirtækja hefur ekki verið neitt sérstök og má benda á ýmsar aðrar starfsgreinar þar sem hún er rneiri. Samkeppnisstofnun er nú að boði ríkisstjórnarinnar að kanna sérstaklega matvöruverð og þróun þess hér á landi. Niðurstöður eiga að liggja íyrir í haust og verða þá væntanlega birtar. Því er ekki ástæða til að fjölyrða um þetta fyrr en sú úttekt liggur fyrir. Hjálmari óska ég ánægjulegs sumars og vona að hann íhugi hvað hann getur með beinum aðgerðum lagt til á sínum starfsvettvangi til að stuðla að lægra matvælaverði í land- inu. Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar ogþjónustu. f/.í Viö eigum flott föt í útileguna Diesel gallabuxur, Diesel hettupeysur, Levi's gallajakka, vindbuxur, anorakka, CAT strigaskó, boli í öllum litum, rúllukragapeysur... ... komið sterk inn (án vímuefna!) mbl.is , Verslun og verðlag ATHYGLI hefur vakið að Hjálm- ar Jónsson alþingismaður og for- maður landbúnaðamefndar Alþingis hefur að undanfömu gagnrýnt versl- un í landinu harðlega, einkum fyrir- tæki í matvöruverslun. Það er ágætt þegar málsmetandi menn leitast við að skilja atvinnuvegina og reifa skoð- anir sínar í þeim tilgangi að færa mál til betri vegar. Hér læðist hins vegar að manni sá gmnur að verið sé að vekja athygli á málshefjanda og leita ^jjyinsælda. Hjálmar er nefnilega for- maður landbúnaðarnefndar Alþingis og hefm- því aðstöðu umfram flesta aðra til að hafa áhrif á það landbún- aðarkerfi sem mótar matvælaverð og er viðhaldið með skattfé íslenskra neytenda ásamt vemdargjöldum á innfluttar landbúnaðarvömr. Fákeppni og álagning Hjálmar telur verð á matvælum hér hátt og það stafi af fákeppni og „hálf brjálaðri" smásöluálagningu. Jafnframt segir Hjálmar að það sé mikil spenna á matvörumarkaðinum og fákeppni mikil. Hið rétta er að spenna er á matvörumarkaðinum og vissulega era þar stórir aðilar, en til- vitnuð spenna lýsir því einmitt rétti- lega að samkeppni, einkum um verð, er mikil á þessum markaði. Þetta vita allir sem starfa þama. Sérstakir starfsmenn verslunarkeðjanna aka stöðugt á milli sölustaða og bera saman verð. Minnstu verðbreyting- um er svarað af keppinautunum. Vill ekki afnema ofurtolla á innflutt grænmeti Aðspurður um það í blaðinu Degi hvort leggja eigi af s.k. ofurtolla á innflutt grænmeti til að lækka mat- vælaverð á íslandi þá hefur blaðið eftir honum: „Þessi kveisa í mönnum út _af því að matvælaverð sé svo hátt á íslandi og að það sé borgað svo mikið til þess er bara blekking." Hver er að blekkja hvern? Sam- kvæmt umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins kostai- samn- ingur um framleiðslu sauðfjárafurða, sem undirritaður var í mars sl. og gildir til ársins 2007, ríkið samtals tæpa 17 milljarða á verðlagi í mars 2000. Er það ekki blekking hjá þing- manninum og formanni landbúnað- arnefndar Alþingis að telja þetta bara kveisu sem ekki eigi að hafa orð á. Þetta era þó rúmlega 2,4 milljarð- ar króna á ári aðeins vegna sauð- Verslun >• Islensk verslun, segir Sigurður Jónsson, býr við innflutnings- kvóta, ofurtolla og vörugjöld á sumum vörum sem háttvirt Alþingi hefur ákveðið. fjárafurða. Væri ekki sanngjarnt þegar þingmaðurinn dregur upp mynd af matvælakostnaði kjósenda að geta þess, að auk þess verðs sem greitt er í verslunum greiði þeir með hans blessun nokkra milljarða á ári til viðbótar í sköttum til að vernda heila atvinnugrein fyrir samkeppni? Atvinnugrein sem framleiðir góða vöra sem þó er ekki svo einstök að ekki megi finna hliðstæða vöra ann- ars staðar. Hjálmar segir í grein í Mbl. að frelsi í viðskiptum og frjáls sam- keppni veiti tryggingu fyrir aðhaldi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.