Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 43 í seinni tíð leiðbeindi ég þér oft á gítarinn, þú sagðir mér fróðleiksmola um Bítlana eða eitthvað annað, eitt- hvað sem ég vildi heyra, enda við báð- ir staðreyndagalnir. Svo tók ég upp hljómsveitina þína, þú spilaðir á bassa eins og ég, og ég var svo stoltur af þér. Oft tókum við í spil eða ræddum um pólitík, eða heimspeki. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á mörgu... óvenju- legt fyrir dreng á þínum aldri og af þinni kynslóð, og þótt manni fyndist stundum eins og þær væru ekki ígrundaðar af reynslu, eða maður væri ósammála þeim, var ekki að efa að hér fór hugsandi ungur maður. Þinn staður var Flatey. Enginn í fjölskyldunni af okkar kynslóð kom þar oftar, eða var lengur. Þú varst lundakóngurinn, eyjajarlinn; í þér rann blóð forfeðra okkar úr eyjunum. Hafið var hluti af þér, þú varst eitt með söltu loftinu. Nú ertu dáinn, horf- inn sjónum. Við hin þreyjum jarðvist- ina áfram án þess að njóta við þig samvista framar, utan ljúfra minning- anna. Elsku Ásdís. Elsku Róbert. Elsku Regína mín, Smári, Benni og allir sem elskuðu blessaðan drenginn, alltaf svo hressan, fyndinn, ljúfan og góðan: Við munum aldrei gleyma honum. Hann verður alltaf við hlið okkai'. Það nægir að hugsa um hann, með lokuð augu eða opin. Heyra öra og kvika röddina, sjá stóra brosið, geislandi augun og glettinn vangann. Ég sé bros í skýjunum, rauðglóandi hlýju, salt loftið, nýjandag. (Hrólfur Sæmundsson.) Þinn frændi, Hrólfur. Hásumar og bjart yfir öllu, lífið alltumlykjandi og fáan grunar illt. Þá dimmir mitt í heiðríkjunni, dumbung- ur og þoka lykja land, reiðarslagið dynur. Ekki björt þoka með ljósa kyrrð og full af eftirvæntingu eins og í kvæði Snorra Hjartarsonar, Einn á gangi, þar sem gamall maður verður ungur öðru sinni, heldur dimm þoka, hál og banvæn, höggið er þungt eins ogblý. Ungur maður í uppnámi, hvorki barn né fullorðinn, lífsreyndur um margt og leitar fyrir sér af ákafa þess sem á lönd að vinna og lífsgátur að leysa en samt svo óreyndur enn og einn á báti, brothættri skel á slóðum þar sem skerin eru skeinuhætt og boðarnir rísa oft hærra en bæði fyrr og síðar á ævinni. Flest erum við svo heppin að lifa af þennan háska, þó aðrir komi síðar, náum höfnum og nemum lönd, stór og smá og alla vega eins og gengur. Ekki hann, ekki Goggi litli sem er ekki lengur lítill heldur var að verða stór. Samt bar hann gæfu til að skilja eftir bjartar minningar og góðar okk- ur sem eftir lifum. Minningar um glaðan dreng og ungan mann sem bjó yfh' miklu, gamansemi, margbrotnum gáfum og lífsþrótti sem hann vissi ef til vill ekki alveg hvað hann ætti að gera við. Hann þurfti að glíma við margt og sýndi oft að hann bjó yfir miklu. Það var bjart yfir honum Georg og verður um ókomin ár. Við áttum saman bjarta daga og nætur vestur í Flatey og fórum bæði langai- ferðir og stuttar saman á litlum báti út í eyjar að fanga lunda í háf. Þegar hann fékk að spreyta sig á þeim veiði- skap í fyrsta sinn var hann ekki hár í loftinu og réð illa við langan og þung- an háfinn. Það var niðurbrotinn drengur sem kom heim í Grýluvog með einn rytjulegan fugl eða tvo. En ekki leið á löngu þar til Georg varð mesti veiðimaðurinn í hópnum, eng- inn okkar hinna stóð honum á sporði og allir gátu gengið að því vísu að hann kæmi heim með mestan aflann úr hven-i ferð. Og þegar eitthvað var að veðri og sjórinn úftnn var gott að vita af Gogga í hópnum, vakandi, traustum ogfumlausum. Hann bjó yf- fr ríkri ábyrgðarkennd og honum var treyst þrátt fyrir ungan aldur. Börn- unum sýndi hann einstaka nærgætni og elstu kynslóðinni alúð sem seint gleymist. Unglingamir Oddur og Auður sem alltaf sóttust eftir að vera með þessum myndarlega frænda sín- um úti í Flatey sakna líka vinar í stað. Enda kemur á daginn að vinimir em margir og felmtri slegnir, flestir á sama reki og Georg var sjálfur. Við hugsum til þehra af alhug og óskum bæði þeim og öllum ástvinum Georgs gæfu og styrks á þessari erfiðu stundu. Við eigum eftir að minnast Georgs fyrir hlýjuna, tónlistina, lund- ann, húmorinn, dugnaðinn, nærfæm- ina, íbyggni og ótal stundir í Flatey og annars staðar þar sem stórfjölskyld- an hefur safnast saman í gleði og sam- heldni. Við munum glaðan dreng sem leitaði svara við stómm spurningum. - Og þögnin er eins og þaninn streng- m-. Torfi Hjartarson og Svandís Svavarsdóttir. Eg man öll sumrin sem við áttum saman í Flatey. Alltaf tókst þú mér og talaðir við mig sem jafningja þó að ég væri þremur ámm yngri. Við áttum góðar stundir saman í lundaveiði og hamflettingum, ég var alltaf að kepp- ast við að hafa við þér í þessu með misjöfnum árangri. Eg man í fyrra- sumar þegar alltaf bættist í húsið og við skiptum um herbergi á hverri nóttu þar til að lokum höfðum við sof- ið í öllum herbergjunum nema eld- húsinu og búrinu. Oft töluðum við saman langt fram á nætur, og alltaf höfðum við eitthvað til að tala um, allt milli himins og jarðar. Ég man líka eftir þeim fjölmörgu skiptum þegar við spiluðum saman í Flatey, þú á gít- ar og ég á píanó eða hljómborð. Til dæmis þegar við héldum algjörlega óundirbúna tónleika úti í Vogi við misjafnar undirtektir viðstaddra. Ail- ar þessar minningar á ég eftir að geyma um þig alla mína ævi. Guð geymi þig. , Oddur Ástráðsson. Goggi vinm- okkar lést af slysförum hinn tuttugasta og annan júlí síðast- liðinn. Þetta er staðreynd sem við vin- imir höfum átt erfitt með að sætta okkur við og munum sennilega aldrei almennilega átta okkur á. Það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki lengur hitt hann eða talað við hann. Hann var tónlistarfíkill númer eitt, tvö og þijú. Ekki eru það margir sem við höfum kynnst sem hafa verið svona hugfangnir af tónlist eða því sem var skylt tónlist. Ást hans á Bítl- unum og fleiri góðum „sixties" bönd- um var mikil og einlæg. Goggi var yfir höfuð bara ofsalega góður strákur og góður vinur. Við gerðum okkur eigin- lega ekki grein fyrir hve vænt okkur þótti um Gogga fyrr en við misstum hann. Það er gamla máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“. Það var alltaf svo gaman að koma heim til Gogga og Róberts fóður hans því þeir létu manni líða alveg eins og heima hjá sér þótt maður fengi ekki alltaf að vera með í slagnum um sjónvarpsfjarstýringuna.Við strák- amir getum ekki annað en þakkað fyrir það að hafa fengið að njóta fé- lagsskapar Gk)gga öll þessi ár og þó að við hefðum viljað að þau hefðu orðið flefri þá eigum við óendanlega marg- ar góðar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu. Elskulegum foreldrum hans, þeim Róberti og Ásdísi, Regínu systur hans og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Foreldrum hans þökkum við jafnframt þann styrk og þann kærleik sem þau hafa sýnt okkur, vinum Gogga, á undan- fömum erfiðum dögum. Hafþór, Gunnar, Ármann, Máni, Alexander og Eyvindur. Elsku frændi minn. Ég ætlaði ekki að trúa mömmu þegar hún sagði mér að þú værir ekki lengur okkar á með- al. Þetta var rosalegt áfall, aðeins 18 ára gamall. Þú varst rétt byrjaður að lifa lífinu. Það var allt það besta eftir. Þegar svona hlutir gerast fer mað- ur alltaf að rifja upp gamlar, góðar minningar. Það fyrsta sem ég mundi eftir var þegar ég og Sigga frænka fómm að kalla þig „Groli“. Okkur fannst það sko rosalega fyndið. Þá voram við sko á rosalegu gelgju- skeiði! Og þegar við þrjú sváfum í Nesi, hjá ömmu og afa á Selfossi. Við sváfum inni í sjónvarpsherbergi. Þú varst sofnaður en ég og Sigga héldum vöku hvor fyrir annarri með enda- lausu flissi, eins og alltaf á þessum tíma. Þú hraust svo hátt! Ég ákvað að reyna bragðið sem er alltaf notað í bíómyndunum, þú veist, að taka fyrir nefið á fólki. Þá rankar það oftast við sér og hættir að hijóta. Ég tók fyrir nefið á þér í von um viðbrögð, en ekk- ert gerðist nema það að þú gast ekki andað því munnurinn á þér var lokað- ur. En ég ætlaði sko ekki að gefast upp. Eftir smástund var ég farin að vorkenna þér svo að ég varð að sleppa og mikið varstu feginn, án þess þó að vakna. En þú hættir þó að hijóta. Og á þessu mikla gelgjuskeiði varst þú sko krúttið okkar Siggu. Með svo bollulegar kinnar sem var svo gimi- legt að klípa í, og mikið hrikalega fór það í taugamar á þér... á endanum. Það er svo miklu meira af minning- um sem búa mér í brjósti sem ég mun alltaf geyma. Algjörir gullmolai-. En ég ætla ekkert að fara að skrifa það núna, það væri efni í heila bók. Þú veist það hvort eð er allt sjálfur, getur Ástkær sonur, eiginmaöur, faðir, tengdafaðir HAUKUR ÁKASON, Sólbrekku 17, Húsavík, sem lést miðvikudaginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Garðar, Húsa- vík. Steinunn Sveinsdóttir, Agnar Hauksson, Sveinn Hauksson, Áki Hauksson, Arna Þórarinsdóttir, Haukur Hauksson, Rósa Friðriksdóttír. + Föðursystir okkar, SIGRÍÐUR STEINDÓRSDÓTTIR, Möðruvallastræti 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 26. júlí. Hún verður jarðsett frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Krabbameinsfélag Akureyrar njóta þess. Steinunn Einarsdóttir, Haukur Einarsson, Þórey Einarsdóttir, og fjölskyldur. sagt vinum þínum það í nýja lífinu þínu. En nú skiljast leiðir okkar að sinni. Við hittumst aftur þegar ég kem til þín. Farðu í friði og guð geymi þig- Lífið mun allt léttar falla, ljósið vaka í hugsun minni, efégmáþigaðeinskalla yndið mitt í fjarlægómni. (Friðrik Hansen.) Þín frænka, Rakel. Það var stutt hjá þér sumarið, vin- ur, þú svona ungur, fallegur og elsk- aður - farinn -. Mér finnst kalt þótt ylbjartir dag- amir líði hver öðram fegurri. Það situr fugl á grein við gluggann. Sérðu hann, frændi? Það er eins og hann viti-allt- I smæð sinni dásamar hann hvem drottins dag og syngur í gleði sinni. Ég umvef minningu þína, frændi, elsku og þakklæti fyrir alla lífsins dagana. Og dásama hvem fugl á grein sem syngur drottni til dýrðar. Ég bið þess að þú sofir rótt feg- urstu nóttina í sumri. Elsku Robbí frændi, Ásdís, Regína, Lilla, Karen, Marilyn og aðr- ir aðstandendur, Guð styrki okkur í sorgokkar. Berglind Karitas Þórsteinsdóttir. Elsku besti Goggi, ég vil fá að kveðja þig með fáeinum orðum sem liggja mér svo á hjarta. Það skall á mig með þvílíkum sársauka að frétta að þú værir fallinn frá. Sumarið hefur fcilnað, sólin gleður mig ekki, ég hugsa bara til þín og fjölskyldu þinn- ar og ég finn svo tíl. Ég þakka þér fyrir samverastun- dirnar, kímnigáfuna og fyrir að vera fyrirmynd bamanna minna. Allt sem pabbi þinn hjálpaði og leiðbeindi mér í um uppeldi sá ég í þér og sá lærdóm- ur hefur borið afar fallegan og já- kvæðan árangur. Það era nokkur ár síðan að við höf- um umgengist, en á þeim tíma varst þú að vaxa úr grasi og þótti mér vænt um að fylgjast með þér. Þér fannst af- ar gaman að horfa á sjónvarpið og fara í bíó og varst manna fróðastur um kvikmyndir, en samt sem áður gat pabbi þinn stundum platað þig á sin- fóníutónleika sem þér þóttu víst bara mjög ánægjulegir. Þú stækkaðir ört og buxumar sem pössuðu um haustið - vora of litlar í febrúar. Pabbi þinn vildi alltaf vera þér innan seilingar og þið vorað með alls konar skilaboða- tækni í gangi. Þið vorað svo miklir mátar og ef eitthvað kom upp á milli ykkar þá var það alltaf gert upp innan smástundar. Þið gátuð rætt málin. Þú hafðir fermst vorið áður en ég kynntist ykkur pabba þínum og hann sagði mér að þú hefðir mikið velt fyrir þér hvort þú tryðir á Guð eða ekki. Þannig gekkst þú með jafnaðargeði, þú spáðir í lífið og veginn með aðgát og næmi. „Þar sem jökulinn ber við loft hætt- ir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu“ (Halldór Laxness). Við Kiistín og Bjössi þökkum þér, Goggi, fyrir að hafa verið svo lánsöm að hafa kynnst þér og biðjum nú Guð að vemda þig. Elsku Róbert og Ásdís og fjöl- skyldur, megi Guð gefa ykkur styrk og trú í ykkar miklu og þungu sorg. Sigríður Gottskálksdóttir. Þegar sólin skarar sínu fegursta, er oft eins og það sé forboði um myrkur. Nú hefur sólin verið dugleg við að gleðja okkar litlu hjörtu, en þegar síst varir dregur þramuský fyrir sólu. Hann Georg er dáinn var það fyrsta sem mamma mín sagði þegar ég heyrði í henni á laugardegi, laugar- degi myrkurs og sorgar. Það er und- arlegt þetta líf, alltaf skal það koma á óvart þegar síst skyldi, engan granaði annað en að Georg ætti lífið framund- an, enda varla byijaður að lifa því. Ekki var nema rúm vika síðan ég sá hann síðast, myndarlegan ungan mann á sólríkum degi, degi sorgar,— Hver sá maður sem sá feðgana Robbí og Georg saman, sá strax að þama var sólargeisli föður á ferð, sólargeisli sem nú hefur sest í hinsta sinn. Elsku Robbí, Ásdís, Regína, Lilla og aðrir aðstandendur. Megi guð styrkja ykk- ur í ykkar miklu sorg. Þorsteinn Þ. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BALDVINA GOTTLIEBSDÓTTIR, Ólafsvegi 6, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 31. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Ólafsson og böm. + Bróðir okkar og mágur BALDVIN MAGNÚSSON, f.v. bóndi, Hrafnsstaðakoti, Dalvík, lést 1. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Magnúsdóttir, Guðmundur Magnússon, + Hjartans þakkir til allra sem sýndur okkur samúð og vinarhug við andlát ástkærrar dótt- ur okkar, SIGRÍÐAR RÓSU GUNNARSDÓTTUR, Einnig þakkar fjölskylda hennar í Noregi auðsýnda samúð. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Auðunsson, Gróa Eyjólfsdóttir. Árni Magnússon, Alfa Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.