Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 53P~ -■-- Takmörkin voru háleit en út- koman fráleit BROTTKAST á fiski hefur verið mikið í umræðunni í fjölmiðlum undanfarið. Ráðamenn vildu ekki leggja við hlustir frekar en fyrri daginn, en dæmin eru mýmörg. Nú ætla þeir að gera þetta að lög- reglumáli, hræða menn frá því að greina frá göllum, sem eru á þessu fína kvótakerfi, því besta í heimi, og vilja að allt sé slétt og fellt. Ummæli fiskistofustjóra um að brottkastið væri álíka refsivert og fíkniefnasmygl voru ósmekkleg og lýsa hvaða hug hann ber til sjó- manna. Umræða í fjölmiðlum árin 1986 og 1987 um að miklu magni af smáfiski væri hent af togurunum var höfð eftir sjómönnum. Meðal- Brottkast Kvótinn átti að koma í veg fyrir stækkun fískiskipaflotans, segir Halldór Hall- dórsson, en annað hefur komið í ljós. þyngd á lönduðum afla hjá togur- unum þessi ár var undir 2 kg, sem þýðir að mikið magn af smáfiski fór fyrir borð á þessum ái-um. Þessu neituðu fiskifræðingar, sjáv- arútvegsráðherra og Kristján Ragnarsson og sögðu ýkjur. Aður en kvótakerfið var sett á 1984 var fiski aldrei hent af vertíð- arbátum. Þetta skrímsli, sem kvótakerfið er, lofsyngja háskóla- menn okkar sumir hverjir og ferð- ast um heiminn með áróður fyrir þessari hringavitleysu. Alþingi set- ur samkeppnislög og fleiri lög sem ganga þvert á það sem viðgengst í sambandi við kvótalögin. Sjómenn á ísfisktogurum fá helmingi lægra verð en þeir, sem landa á fisk- mörkuðum, þótt samningar kveði á um hæsta verð eins og í öðrum löndum, en þar fer allur fiskur á markað. Sem sagt, sumir sjómenn eru að róa upp á hálfan hlut, því í flestum tilfellum munar allt að I helmingi á verði á mörkuðum og því verði sem fyrirtækin borga þegar ísfisktogarar landa hjá eigin fyrirtæki. Þetta skerðir hlut sjó- manna, skekkir samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja, sem kaupa fiskinn á mörkuðunum á miklu hærra verði og verða að selja á sömu mörkuðum. Samkeppnislögin eru í góðum gír. Það rekst hvað á annað í þessu kvótaskrímsli. Einkaleyfin minna á þegar kóngurinn á Englandi gaf aðlinum allt land, en það er langt um liðið síðan það gerðist og þótti með slíkum eindæm- um að enn er vitnað í það óréttlæti. Þeim er vorkunn á Alþingi, því þeir eiga margir beinna hagsmuna að gæta í sambandi við kvótann. Einn virtasti hagfræðingur heims, Joseph E. Stiglitz, ráðgjafi Halldór Halldórsson Bandaríkjaforseta, var á ferð hér á landi fyrir stuttu og gaf hann kvótanum fall- einkunn. Kvað hann kvótann stuðla að byggðaröskun og vera eingöngu fyrir fáa sterka aðila. Það er sorglegt til þess að hugsa að um- boðsmenn sjómanna í vél og á dekki, Helgi Laxdal og Sævar Gunnarsson, skuli vera hlynntir þessu kvótakerfi, sem fækk- ar störfum og stuðlar að því að hópur sjó- manna rær upp á hálfan hlut. Kvótinn átti að koma í veg fyrir stækkun fiskiskipaflotans, en ann- að hefur komið í ljós. Á árunum 1984-2000 hefur vélarafl flotans aukist um rúman helming eða 50-^ 60% og rúmlestaaukning orðið um 10-20%, en botnfiskveiðin hefur dregist mikið saman. Margir bátar og skip liggja verkefnislaus stóran hluta ársins í höfnum víða um landið. Takmörkin voru háleit en útkoman fráleit. Höfundur er skipstfdri. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette komum Götuleikhússins og eflaust þætti mörgum það þunnur þrettándi ef Götuleikhús Hins hússins setti ekki svip sinn á þjóðhátíðardaginn, en það hefur verið ómissandi hluti hátíðarhaldanna undanfarin ár. Unglist, Listahátíð ungs fólks, hefur verið fastur liður á haustin. Unglist hefur borið á borð fyrir okk- ur allt það helsta sem hefur verið á döfinni í listsköpun ungs fólks; graffiti, rokk, jazz, kóramót, tísku- sýningar, ljósmyndun, dans og svona mætti lengi telja. Af framantöldu má það vera Ijóst að menningarstarfsemi er stór þátt- ur í starfinu í Hinu húsinu. En margar góðar hugmyndir hafa fæðst andvana vegna fjárskorts þvi eins og önnur menningarstarfsemi hangir hún á horriminni. Það er erf- itt að réttlæta það fyrir vinnusamri þjóð að almannafé sé veitt til þess að ungt fólk fái „að leika sér“. Hver er hagkvæmni þess? Mannauð er erfitt að verðleggja en þeir sem læra að virkja sköpunarkraft sinn öðlast færni og þroska hæfileika sem eru eftirsóknarverðir í nútíma samfé- lagi t.d. samvinnufærni, félags- þroska, frumkvæði, gagnrýna hugs- un og hugmyndaauðgi. Þeir eru því vel undh’ það búnir að takast á við óráðna framtíð. Er það ekki góð fjárfesting? Höfundur er verkefimsljóri menningarsveitar Hins hússins. Þiutýt^xæ,{ir {ja££iöiffíim oÞ£ar é&rt o^ ti/fiaKýéraipöa. öpr-a rieaarmar /aftsins, /o-&rt máþá /a/Ja ? /iö /öpursu-einar ^öx^um á re£a mM' mtfr£ra, efi o££ar éærist sptjta fírá saöræsam /önoiam, stasclam s£o/ast á /axoi6ra£ ár s£ipam, sem írotxaö /afia i sf>ós eöa so££iö i oljápis, xa{x/ausir £iýft/a er/exctir- s/ómexx íýaröi o££ar. /Cir£ja er o££ar ströxdix op kaftiö op {j/a££iö, puöspja//datfsixs v-axmáttar maxxsixs t £í{i op alaaöa. YmUTSSYNING Tll MINNINGAR UM ÞORPSSKÁLDIÐ i PÁimsm DAGANA: 3. ■ 13. ÁGLISI2000 IÍÁ Kl. 14:00 ■ 20:00 VESTURBYGGÐ — SAMSTARFSVERKEFNI REYKJAVÍK f if ^ ÁRIÐ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.