Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐID, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Hitar síðustu vikna hafa haft góð
áhrif á kornrækt víða um land
- Búist við mik-
Íllí uppskeru
... , , ... Morgunblaðið/Arnaldur
Bifreioin er mikio skemmd eftir veltuna.
UPPSKERUHORFUR í kornrækt
eru mjög góðar á landinu öllu og hafa
hitar síðustu vikna haft jákvæð áhrif
á ræktina, að sögn Ólafs Eggerts-
sonar, formanns Landssambands
kornbænda og bónda á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum, þar sem stunduð
hefur verið kornrækt samfleytt í 40
ár. Ólafur sagðist búast við mikilli
uppskeru um næstu mánaðamót, þar
sem sumarið væri búið að vera eitt
^það albesta sem hann myndi eftir
fyrir kornrækt.
„Síðasta sumar var frekar slakt á
Suðurlandi, þar sem töluvert mikið
rigndi og júní var kaldur en fyrir
norðan var uppskeran góð,“ sagði
Ólafur. „Nú er þetta aftur á móti
mjög gott og jafnt um allt land. Ef
ágúst verður í meðallagi og ekki
kemur næturfrost býst ég við því að
uppskera verði mikil á landsvísu.“
Ölafur sagði að í kornrækt væri
fyrripartur sumars viðkvæmasta
^►tímabilið og að þegar júm' og júlí
væru liðnir væri mesta hættan yfir-
staðin. Hann sagði kornið þrífast
best á heitum sumrum en gott væri
Islensk-
ameríska
og Innnes
kaupa Frón
ÍSLENSK-AMERÍSKA verslunar-
félagið ehf. og Innnes ehf. hafa keypt
allt hlutafé Kexverksmiðjunar Fróns
1 "*ehf. af Eggerti Magnússyni og fjöl-
skyldu.
Egill Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Islensk-ameríska, segir að
markmiðið með kaupunum sé að
styrkja stöðu Íslensk-ameríska og
Innness á íslenskum kexmarkaði og
nýta þekkingu fyrirtækjanna til enn
frekari markaðssetningar á vörulín-
um Fróns. Verksmiðjan verður flutt
af Skúlagötunni í Reykjavík en ekki
hefur verið ákveðið hvert. Egill segir
að þekking innan Islensk-ameriska og
Innness í að byggja upp vörumerki
muni nýtast vel í markaðssetningu á
framleiðslu Fróns og fyrirhugað sé að
auka fjölbreytni verksmiðjunnar.
Eggert Magnússon, stjómarfor-
" -"inaður Kexverksmiðjunnar Fróns,
segir að reksturinn hafi gengið mjög
vel, það hafi vædð og dafnað að undan-
fömu en aðstæður á markaði séu
þannig að stækka þurfi þessa einingu.
■ Markmiðið/Bl
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Aukin
fíkniefna-
löggæsla
um helgina
LÖGREGLAN hefur undirbúið
aukna fíkniefnalöggæslu um kom-
andi verslunarmannahelgi. Lög-
reglustjórar um allt land hafa gert
sérstakar ráðstafanir og Ríkislög-
reglustjóri hefur lögreglumenn og
leitarhunda tiltæka til aðstoðar þar
sem þörfin verður mest á landinu.
Embætti Ríkislögreglustjóra
sendir á vettvang þrjú teymi tveggja
lögreglumanna sem verða staðsett á
Suður- og Austurlandi, Norður- og
Vesturlandi og í Vestmannaeyjum,
alls sex lögreglumenn og þrír fíkni-
efnaleitarhundar. Tollgæslan mun
jafnframt veita liðsinni þar sem þörf
krefur með mannskap og leitarhund-
um.
------M-*-------
Bíll valt
við Reykja-
nesbraut
BÍLVELTA varð við Reykjanes-
braut á fjórða tímanum í gær. Bif-
reiðin var á suðurleið þegar ökumað-
ur missti stjóm á henni. Bifreiðin
lenti utan vegar þar sem hún valt.
Slysið varð á bæjarmörkum Hafnar-
fjarðar og Voga. Ökumaðurinn var
einn í bflnum og var hann fluttur á
slysadeildina í Fossvogi. Meiðsl hans
eru ekki talin alvarleg en bifreiðin er
mikið skemmd.
110 konur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar síðasta ár
Rúmlega 70% á
aldrinum 18-22 ára
YFIR eitt hundrað og tíu einstak-
lingar, nær allt konur, leituðu til
neyðarmóttöku fyrir þolendur kyn-
ferðislegs ofbeldis á síðasta ári. Þar
af leituðu um eitt hundrað til neyð-
armóttökunnar á Landspítalanum í
Fossvogi en rúmlega tíu til neyðar-
móttökunnar á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Flestar þeirra
sem þangað leituðu em konur á
aldrinum átján til tuttugu og
tveggja ára eða nær sjötíu prósent.
Þá voru lagðar fram samtals 65
nauðgunarkærur til lögreglunnar á
síðasta ári, flestar þeirra til lög-
reglunnar í Reykjavík en í því um-
dæmi vom flest brotanna framin.
Eyrún Jónsdóttir, umsjónar-
hjúkmnarfræðingur á neyðarmót-
tökunni í Reykjavík, metur það svo
að rúmlega helmingur þeirra sem
leita til móttökunnar vegna nauðg-
unar leggi fram kæru í kjölfarið.
Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmað-
ur, sem einnig hefur verið skipaður
réttargæslumaður nokkurra brota-
þola í kynferðisafbrotamálum, segir
það sömuleiðis reynslu sína að þeir
sem verði fyrir nauðgun veigri sér
við að leggja fram kæm. Segir hún
ástæðuna einkum þá hve rannsókn-
in á málinu sé erfið fyrir þolandann.
„Það vakna alltaf upp öðmvísi
spurningar í kynferðisbrotamálum
en öðrum málum. Þegar einstak-
lingur er rændur spyr enginn við-
komandi hvort hann hafi aðstoðað
við ránið en þegar um kynferðis-
brot er að ræða beinist rannsóknin
mikið að brotaþolanum sjálfum og
hvað hann hafi verið að gera.“
Mest um nauðganir á sumrin
í umfjöllun í Morgunblaðinu í
dag um nauðganir kemur m.a.
fram, að flestar nauðganir eru yfir
sumarmánuðina. Reynslan sýnir að
ekki sé meira um nauðganir um
verslunarmannahelgina frekar en
aðrar helgar sumarsins. Þá kemur
fram að gerendur nauðgunar séu í
flestum tilfellum vinir eða kunn-
ingjar þeirra sem nauðgað er og að
nauðganir tengist gjarnan skemmt-
unum og áfengisneyslu. Algengast
er að glæpurinn sé framinn heima
hjá geranda en næstalgengast að
hann sé framinn heima hjá þolanda.
Þá eru dæmi þess að nauðganir fari
fram inni á skemmtistöðum, í bílum
og í fáförnum húsasundum.
Fram kemur að fæstar þær kær-
ur sem lagðar eru fram í
nauðgunarmálum leiða til þess að
opinbert mál sé höfðað á hendur
meintum brotamanni. Samkvæmt
upplýsingum frá embætti Ríkissak-
sóknara voru fimm ákærur lagðar
fram í nauðgunarmálum á síðasta
ári. Fjórar þeirra leiddu til sakfell-
ingar en ein þeirra til sýknu.
I umfjölluninni um nauðganir
segja þrjár ungar stúlkur, sem hef-
ur verið nauðgað, frá sárri reynslu
sinni og þeim afleiðingum sem of-
beldið olli þeim.
■ Flestar/18
að hafa rakt vor. Kornrækt er
stunduð víða um land en helstu
ræktunarsvæðin eru Borgarfjörður,
Skagafjörður, Eyjafjörður, Þingeyj-
arsýsla, Fljótsdalshérað, Austur-
Skaftafellssýsla, Mýrdalur og Suð-
urland. Ólafur sagði að í sumar væri
korn ræktað á um 1.200 til 1.400
hekturum á landinu öllu.
íslenskt sáðkorn lofar góðu
Ólafur sagði að bændur hefðu
mest notast við sáðkorn frá Norður-
löndum en að nú væri nýtt íslenskt
afbrigði að ryðja sér til rúms.
„Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins hefur unnið að því síðustu 10 til
15 ár að kynbæta korn fyrir íslensk-
ar aðstæður. Nú er svo komið að
búið er að þróa afbrigði sem er fljót-
þroskaðra og þolir íslenska veðráttu
betur en önnur. Þessu korni var sáð
nú í vor og mér sýnist það um hálfum
mánuði fljótara í þroska en aðrar
tegundir. Ég geri ráð fyrir að ís-
lenskir bændur muni nota það í rík-
um mæli á næstu árum og að þeim
muni fjölga.“
Vatn hækkað í Gengissiginu
LÓN í Kverkfjöllum, sem gengur
undir nafninu Gengissigið, hefur
breytt um ásýnd og er orðið vatns-
meira en það var í fyrra. Haukur
Grönly, skálavörður í Kverkfjalla-
skála, segir að þarna sé jarðhiti og í
fyrra hafí verið hvít strönd með
hverum umhverfis vatnið. Vatns-
borðið hefur nú hækkað og strönd-
in er horfin. Haukur segir að tals-
vert sé um að ferðamenn skoði lónið
og hefur fslenskum ferðamönnum
Qölgað mest. Vatnið sjálft er í stöð-
ugri kælingu vegna íshruns í það.
:> E R E □ , 1 5
Slys í Vatns-
fellsvirkjun
VINNUSLYS varð í Vatns-
fellsvirkjun í gærkvöldi. Maður
slóst þar utan í víravirki og
hlaut áverka á hálsi og höfði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð út til að sækja mann-
inn kl. 7.50. Maðurinn er þó
ekki talinn mikið slasaður en
öruggara þótti að flytja hann
undir læknishendur með þyrl-
unni.