Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUMBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 45-
j SIGRIÐUR GUÐRUN
STEINDÓRSDÓTTIR
+ Sigríður Guðrún Steindórs-
dóttir var fædd 29. ágúst
1921. Hún lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 26. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar hennar voru
Guðný Sigurðardóttir frá Merki-
gili, Saurbæjarhr., Eyf., f. 30. nóv-
ember 1892, d. 6. janúar 1964 og
Steindór Pétursson frá Álftagerði
í Mývatnssveit, f. 4. ágúst 1882, d.
29. júní 1956. Sigríður átti tvo
bræður, Pétur, f. 22. febrúar 1925
og Einar, f. 15. júní 1927. Báðir
eru þessir bræður hennar látnir.
Það voru erfiðir tímar þegar Sig-
ríður Steindórsdóttir var að alast
upp. Fátækt var almenn og unnið
J hörðum höndum til að hafa í sig og á.
i Sigríður vann við búskap foreldra
I sinna, og víðar, fram yfir tvítugt.
Aldrei held ég hún hafi fundið
óblandna sveitasælu í endurminning-
um frá þessum árum. Hún var fædd
veikburða og var aldrei heilsuhraust
og fékk vondan sjúkdóm á miðjum al-
dri. Hún hlífði sér þó ekki um ævina,
vann stundum meira en heilsan leyfði.
Með dugnaði og sparsemi vann hún
sér á þessum árum fyrir skólavist á
Laugalandi í Eyjafirði. Þar dvaldi
hún einn vetur við nám og líkaði þar
vel, bæði námið og kynni við skóla-
systur og starfsfólk. Stundum rifjaði
hún upp ýmis spaugileg atvik þegar
vel lá á okkur. Eftir þennan vetur
vann hún það sem til féll en lengst
starfaði hún við Fjórðungsssjúkra-
húsið á Akureyri (FSA), eða í 40 ár.
Þar vann hún af trúmennsku og
dugnaði svo eftir var tekið. Ekki hygg
ég það marga daga sem hún var frá
vinnu þessi 40 ár. Skyldurækni og
orðheldni voru henni í blóð borin. Á
! þessum árum leigði Sigríður á ýms-
um stöðum við misjafnar aðstæður. Á
því varð breyting þegar hún keypti
íbúð á Möðruvallastræti 1 fyrir 30 ár-
um. Nú var hún komin í nágrenni við
vinnustaðinn og var það mikill munur
í vondu veðri og ófærð. Þessa íbúð lét
hún smám saman standsetja, fékk sér
húsgögn, því nú var breytt högum til
hins betra. Hún réði ráðum sínum
sjálf, þvi sjálfstæð vildi hún umfram
|| allt vera. Hún var rausnarkona en
j vildi helst ekkert þiggja af öðrum. í
Möðruvallastrætinu skapaði hún sér
hlýlegt heimili. Engan óþarfa kærði
hún sig um. Bækumar mat hún mest
enda átti hún marga góða bókina.
Sigga las mikið meðan sjónin leyfði.
Reglulega fór hún á Amtsbókasafnið
til að líta í blöðin og fá bækur að láni.
Hún var hög í höndum og vandvirk
við útsaum og prjónaskapur hennar
var mjög vel unninn og fallegur. Hún
B var hlédræg úr hófi fram og fáskiptin
og lítið gefin fyiir fjölmenni. Náin
kynni held ég hún hafi ekki haft af
mörgum á lífsleiðinni, en hún lagði
fólki gott til þá sjaldan slíkt bar á
góma. Mest hélt hún sig heima við að
afloknum vinnudegi. Hún átti símtöl
við nokkrar vinkonur og þessi símtöl
glöddu hana alltaf og styttu dagana.
Fyrir um 20 árum fór Sigga að heim-
sækja aldraða foreldra mína reglu-
lega en þau bjuggu á Gilsbakkavegi á
jfl Akureyri. Faðir minn var móðurbróð-
ir Siggu og var kært með þeim systk-
inum frá bamæsku. Sigríður Guðný
systir mín heitir í höfuðið á Guðnýju
föðursystur okkar. Þessar heimsókn-
ir Siggu var skemmtileg tilbreytni
fyrir alla aðila. Mamma sló upp smá-
veislu í hvert sinn og við dætur henn-
ar kölluðum þetta „Siggukvöld“.
Sigga naut sín vel í kyrrðinni á Gils-
bakkavegi og dvaldi oft lengi fram
eftir. Á veturna lét hún mömmu oft
( vita þegai’ hún var aftur komin til síns
fi heima. Á meðan þrekið entist heiin-
* sótti hún oft gamlar konur á Dvalar-
Sigríður mun hafa fæðst í S.-Þing.
en élst upp á bæjunum Gullbrekku
og Kffsá í núv. Eyjafjarðarsveit,
en foreldrar hennar enduðu bú-
skap sinn í Öxnadal á bæjunum
Húlum og Hraunshöfða. Sigríður
taldi alltaf að æskuslóðir sínar
hefðu legið um Öxnadalinn. Hún
var búsett á Akureyri öll sín full-
orðinsár þar til hún lést nærri átt-
ræð. Hún var ógift og bamlaus.
Utför Sigríðar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
heimilinu Hlíð sem hún hafði kynnst á
lífsleiðinni. Einnig hafði hún gott
samband við bróðurbömin, einkum
Steinunni og Þóreyju, og þeirra fjöl-
skyldur. Sigga gladdist innilega yfir
velgengni skyldfólksins í lífinu og
andlitið varð eitt sólskinsbros þegar
hún talaði um þau yngstu - litlu krílin.
Eftir að faðir minn lést, og móðir
mín bjó ein um nokkur ár á Gils-
bakkaveginum, hélt Sigga alltaf
tryggð við hana. En þegar móðir mín
fluttist til okkar Eiríks uppi í Þómnn-
arstræti, breyttust Siggukvöld í
Siggudaga. Þeir vora líka á vissum
dögum og okkur öllum til ánægju og
treystu enn betur vináttu- og skyld-
leikaböndin. Þegar öll fjölskylda mín
var flutt suður fyrir fjóram áram, lof-
uðum við hvor annari að hafa stöðugt
símasamband. Það var erfitt að
kveðja hana og við kvöddumst með
tregabrosi. Við spjölluðum oft saman
þessi fjögur ár. Hún var alltaf hress í
máli en heilsan versnaði er á leið og
síðasta ár var erfitt. Hún var engin
manneskja til að vera ein þó svo yrði
að vera. Úm síðustu áramót fór hún á
FSA og síðan á Kristnes. En fyrir
rúmum mánuði fékk hún dvöl á Hh'ð
en þar hafði hún sótt um pláss fyrir
rúmlega níu áram þegar hún hætti að
vinna. Þrjár vikur varð sú dvöl. Þar
gat hún horft út um gluggann austur í
Heiðina, einnig niður undir Möðru-
vallastræti og suður í garðinn á Höfð-
anum þar sem hinsta hvíla hennar
yrði við hlið Péturs bróður sms.
Sigga var vön að segja: „Ég hef allt
sem ég þarf.“ - En það segir ekki allt.
Ég kveð þig með þakklæti, kæra
frænka mín. Þú varst góð, sterk og
æðrulaus. Blessuð sé minning þín. -
Hvíl þú í friði.
Ég og systur mínar Margrét, Sig-
ríður, Álfhildur og íjölskyldur okkar
vottum öllum aðstandendum djúpa
samúð.
Rósa Pálsdóttir.
+
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Oddeyrargötu,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 23. júlí
síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jósef Sígurðsson, Sveinbjörg Jónsdóttir,
Leó Sigurðsson,
Sigríður Þorsteinsdóttir
og systkinabörn.
+
Faðir minn, fósturfáðir og afi,
FRIÐÞJÓFUR PÉTURSSON,
fyrrv. lögregluþjónn
og töskugerðarmaður,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir laugar-
daginn 29. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn
11. ágúst.
Gunnhildur Friðþjófsdóttir,
Sigurður Harðarson,
Soffía Tinna Gunnhildardóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
GUÐRÚN ARNALDS,
Barmahlíð 13,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
1. ágúst síðastliðinn.
Þorsteinn Arnalds,
Ari Arnalds, Sigrún Helgadóttir,
Hallgrímur Arnalds, Helga Eyfeld,
Hrefna Arnalds, Sigurður Gils Björgvinsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur,
SIGURÐUR RAGNAR GUNNLAUGSSON,
lýtaskurðlæknir,
Ránargötu 30a,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 4. ágúst kl. 10.30.
Jóhanna Kristín Tómasdóttir,
Unnur Svava Sigurðardóttir,
Sigríður L. Sigurðardóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
j. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
alínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ri
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU SVANDÍSAR GÍSLADÓTTUR,
er lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur miðviku-
daginn 26. júlí síðastliðinn, fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 5. ágúst
kl. 11.00.
Bragi Heigason,
Helga Helgadóttir,
Einar Helgason,
Gísli Helgason,
Ágúst Helgason,
Þorbjörg M. Jónasson,
Birgir Sigurbjartsson,
Hulda Gísladóttir,
Sigríður J. Hálfdánsdóttir,
Þóra K. Runólfsdóttir,
Guðbjörg Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sonur, bróðir og barnabarn
JÓHANN ÁSGEIR JÓNSSON,
frá Hnífsdal,
lést á Landsspítalanum sunnudaginn 30. júlí.
Útförin fer fram frá (safjarðarkirkju laugar-
daginn 5. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar-
félag fatlaðra á Vestfjörðum.
Erna Stefánsdóttir,
Jón H. Sveinsson,
Örn Hermann Jónsson,
afar, ömmur og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa hlýhug í
orði og verki í veikindum og við andlát ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, fóstur-
föður, sonar, bróður og mágs,
ÞÓRARINS JÓNSSONAR,
Túngötu 22,
Húsavík.
Helga Þuríður Árnadóttir,
Eggert Þórarinsson, Ruth Þórarinsdóttir,
Bergljót Friðbjarnardóttir, Sigurður Ólafur Friðbjarnarson,
Jón Þórarinsson,
Laufey Jónsdóttir,
Hólmfríður Jónsdóttir,
Valgerður Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Þórdís Jónsdóttir,
Unnur Baldursdóttir,
Hafliði Jósteinsson,
Kormákur Jónsson,
Hákon Þórðarson,
Hólmfríður Þorkelsdóttir,
Jón Gauti Böðvarsson.
+
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför föður okkar,
fósturföður, afa og langafa,
EYÞÓRSÞÓRÐARSONAR
kennara,
Stekkjargötu 3,
Neskaupstað.
Hallbjörg Eyþórsdóttir, Stefán Pálmason,
Elínborg Eyþórsdóttir, Sigfús Guðmundsson,
Ólína Þorleifsdóttir,
Þorleifur Þorleifsson, Ellen Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HULDU PÁLÍNU VIGFÚSDÓTTUR,
Eskihlíð 10,
Reykjavík.
Guðrún Erla Skúladóttir, Jóhannes Gfslason,
Nanna Eiríksdóttir,
Kristín Valdimarsdóttir, Halldór Kjartansson,
Björn Valdimarsson, Mariska van der Meer,
Margrét Birna Valdimarsdóttir, Vaiur Símonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
í