Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sextíu og fímm nauðgunarkærur voru lagðar fram um allt land á síðasta ári R ÚMLEGA eitt hundrað og tíu þolendur nauðg- unar leituðu á síðasta ári til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferð- islegs ofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík annars vegar og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hins vegar. Þar af leituðu rúmlega eitt hundrað til neyðarmóttökunnar í Reykjavík en rúmlega tíu til neyðar- móttökunnar á Akureyri. Flest fóm- arlambanna voru konur á aldrinum sextán til 22 ára eða nálægt sjötíu prósent.Yngst þeirra sem leitað hefur til neyðarmóttökunnar í Reykjavík frá því hún var stofnuð fyrir sex árum vai- tólf ára og sú elsta 78 ára. Flestar nauðgananna fóru fram yfir sumar- mánuðina. Samtals 65 nauðgunarkærur, nær allar frá konum, voru lagðar fram til lögreglunnar á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislög- reglustjóra. Meirihuti kæranna var lagður fram til Lögreglunnar í Reykjavík en í því umdæmi voru flestar nauðganimar framdar. Sé miðað við þann fjölda sem leitar til neyðarmóttöku fyrir þolendur kyn- ferðisbrota og þann fjölda sem leggur fram nauðgunarkæru má leiða líkum að því að tæplega sextíu prósent fóm- arlamba nauðgunar leggi fram kæra í kjölfar ofbeldisins. Lítill hluti þeirra kæra leiðir til opinberrar málshöfðun- ar á hendur meintum geranda. Tölur frá embætti Ríldssaksóknara bera þess vitni. Á síðasta ári vora lagðar fram fimm ákærur á hendur meintum brotamönnum nauðgunar. Fjórar þehra leiddu til sakfellingar en ein þeirra til sýknu. Löggjafinn gerir greinarmun á þeim kynferðisbrotum sem almenn- ingur í daglegu tali flokkar undir nauðgun. Kynferðisbrot löggjafans era því kölluð nauðgun annars vegar og misneyting hins vegar. Nauðgun er lögum samkvæmt það þegar mað- ur með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar öðram manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka en misneyting er það þegar einstak- lingur notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök eða þá að þannig er ástatt um þolandann að hann að öðra leyti getur ekki spornað við verknað- inum eða skilið þýðingu hans. Sam- kvæmt þessu fellur því það undir mis- neytingu til dæmis þegar einstaklingur hefur holdlegt samræði við það drakkna manneskju að hún getur ekki spomað við eða gefið sam- þykki sitt. Greinarmunur löggjafans á þessum tveimur kynferðisbrotum kemur einkum fram þegar ákveða ber refsingu en í skaðabótalögum er kveðið á um að sá sem fremur nauðg- un skuli sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að sextán ________ áram en sá sem frem- ur misneytingu skuli sæta fangelsi allt að sexárum. Flestir þeirra sem Morgunblaðið ræddi við í tengslum við þessa grein gera þó ekki greinarmun á nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar heldur láta orðið nauðgun ná yfir bæði tilvikin. Það sama verður gert í þessari grein. í upplýsingabæklingi frá Stígamótum, sem ber yfirskriftina Nei þýðir nei, segir m.a.: „Það er nauðgun ef einhver hefur við þig sam- farir þótt þú viljir það ekld og hafir sagt nei. Það er líka nauðgun ef ein- hver hefur við þig samfarir og þú hef- ur drakldð það mikið að þú getur ekld gefið samþykki þitt.“ Díana Sigurðar- dóttir, starfsmaður Stígamóta, segir ennfremur að stúlkur og konur eigi alltaf rétt á því að segja nei við sam- förum, jafnvel þótt þær séu komnar upp i rúm eða byrjaðar að hafa sam- ræði við mótaðilann. „Þær eiga alltaf að geta sagt nei. Sé það ekki virt kall- ast það nauðgun." Gerendur í nauðgunarmálum era oftast vinir eða kunningjar þolend- anna samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum og neyðarmóttöku iyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í Reylqavík. Svo dæmi sé nefnt þá leit- uðu 62 einstaklingar, flest konur, sér aðstoðar Stígamóta á síðasta ári Flestar nauðg- anir á sumrin Yfír eitt hundrað manns hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolend- ur kynferðisbrota á ári á síðustu þremur árum. Flestir sem þangað leita eru stúlkur á aldrinum sextán til 22 ára. Arna Schram fjallar um nauðganir í þessari grein og þrjár ungar stúlkur, sem hefur verið nauðgað, seg;]'a frá sárri reynslu sinni og þeim afleiðinfflim sem slíkum glæpum fylgir. Gerendur í nauðg- unarmálum eru oft- ast vinir eða kunn- ingjar þolendanna vegna nauðgunar og afleiðinga þeirra. Rúmlega 66% gerenda í þeim málum var vinur eða kunningi. I 23% tilvika var gerandinn ókunnugur, í 9,5% til- vika var hann maki en í 1,4% tilvika var gerandinn giftur inn í fjölskyld- una. Þá kemur fram samkvæmt upp- lýsingum frá þessum aðilum að of- beldið eigi sér oftast stað heima hjá geranda og því næst heima hjá þol- anda. Einnig era dæmi um að glæpur- inn eigi sér stað í bifreiðum, á skemmtistöðum, í tjaldi eða í húsa- sundum. Eyrún Jónsdóttir, umsjón- arhjúkrunarfræðingur neyðarmót- tökunnar í Fossvoginum, heldur því m.a. fram að æ fleiri dæmi séu um að nauðganir fari fram í fáfórnum húsa- sundum í miðbæ Reykjavíkur. Enn fremur segir hún aukningu í því að gerendur séu fleiri en einn en að í slík- um tilfellum eigi glæpurinn sér oftast stað í heimahúsi þar sem gleðskapur hafi farið fram fyrr um kvöldið. Að sögn Eyrúnar koma fómarlömb nauðgunar til neyðarmóttökunnar all- an ársins hring en þó er meira um slíkar komui- á sumrin. „Svo virðist sem meira sé um nauðganir yfir sum- armánuðina. Einkum á vorin og haustin eða í kringum þann tíma sem skólar slíta starfi eða era að hefja starf.“ Þá segir hún að nauðganir séu gjaman tengdar skemmtunum og áfengisneyslu. ,Á sumrin fer fólk meira út á lífið og á það þá til að drekka ótæpilega og lenda þar með í aðstæðum sem það ræður ekki við,“ útskýrir hún. Eyrún tekur fram sem og fleiri þeir sem Morgunblaðið ræddi við að ekki sé endilega meira um nauðganir í kringum verslunar- mannahelgi en aðrar helgar sumars- ins eða ársins. Díana Sigurðardóttir, starfskona ___________ Stígamóta, segir að til Stígamóta komi alltaf af og til konur sem hafa grun um að þeim hafi verið nauðgað eft- ir að hafa verið byrlað ólyfjan. Dæmi séu um að konur hafi vaknað við skelfilegar aðstæður til dæmis í húsasundum með öll merid þess að þeim hafi verið nauðgað en það síðasta sem þær muni fyrir þann tíma sé þegar þær skildu glasið sitt eftir á skemmtistað eða að þeim hafi verið boðið upp á drykk. Eyrún hefúr sömu sögu að segja. Fómarlömb nauðgunar hafi komið til neyðarmóttökunnar sem telja að þau hafi ekki dáið áfengisdauða heldur verið byrlað lyf. Hún segir þó að hing- að til hafi ekki tekist að færa sönnur á slíkar frásagnir þar sem fómarlömbin hafi komið of seint til neyðarmóttök- unnar til þess að hægt sé að mæla hugsanleg lyf í blóðinu. „Það er því mikilvægt að þolandi kynferðisofbeld- is komi sem allra fyrst á neyðarmót- tökuna hafi hann gran um að hafa verið byrlað lyf.“ Toppurinn á ísjakanum? Þolendum kynferðisbrota er bent á að hafa samband við neyðarmóttöku vegna kynferðislegs ofbeldis í Reykjavík eða á Akureyri strax eftir að ofbeldið hefur átt sér stað. Þeir sem til þekkja telja þó að margir þol- endanna leiti sér ekki hjálpar strax, sumir ekki fyrr en mörgum áram seinna og enn aðrir því miður aldrei. „Okkar tilfinning er að þeir sem hing- að leita séu aðeins toppurinn á ísjak- anum,“ segir Bima Sigurbjöms- dóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku hjá Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri en þar er eins og komið hefur fram starfrækt neyðar- móttaka fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Stígamótakonur hafa líka bent á að til þeirra leiti þolendur yfir- leitt ekki fyrr en ofbeldið sem þær hafi orðið fyifr sé farið að trufla dag- legt líf þeirra verulega frá því sem var og að margir þolendanna komi ekki fyrr en áratug eftir að ofbeldið hafi átt sérstað. Á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis er þolendum m.a. boðið að fara í almenna læknis- skoðun m.a. vegna sýkingarhættu en einnig fer þar fram réttarlæknis- fræðileg skoðun.„Við höfum fengið hingað konur og karla sem eru mjög illa leikin,“ útskýrir Eyrún en bætir því við að sem betur fer sé það al- gengara að áverkar séu minni háttai'. Kannski marblettir eða skrámur sem þó geti sagt heilmikið um atburðinn. Þess vegna m.a. þyki nauðsynlegt að réttarlæknisfræðileg skoðun fari fram. Eyrún tekur þó fram í þessu sambandi að áverkar séu oft minni en tilefni er til vegna þess að þolendur hafi oft metið það svo að ekki borgaði sig að veita neina mótstöðu. „Margar meta það þannig að ef þær myndu veita mótspymu yrði farið enn verr með þær og aðrar tala um að þær hreinlega lamist af skelfingu." Innt eftir afleiðingum nauðgunar segir Díana Sigurðardóttir starfs- kona Stígamóta að slíkt ofbeldi geti haft djúpstæð áhrif á líf þess sem fyr- ir því verður. í upplýsingabæklingi frá Stígamótum segir m.a.: „Þolendur nauðgunar lýsa henni sem því versta og alvarlegasta sem fyrir þá hefur komið. Fyrstu viðbrögðin við nauðg- un geta verið breytileg. Margar stúlk- ur eða konur lýsa þeim sem tilfinn- ingalegum doða, sumar verða ofsa hræddar, aðrar sýnast afar rólegar og yfirvegaðar á yfirborðinu og enn aðr- ar missa alla stjóm á tilfinningum sín- um. “ Síðan er því bætt við að það séu ekki til nein rétt viðbrögð við nauðg- un. Þau séu með ýmsum hætti eins og að ofan greinir. Eyrún Jónsdóttir segir enn fremur aðspurð að líkamlegir kvillar fylgi oft fyrstu dagana á eftir, eins og reyndar eigi við um önnur áföll, til að mynda höfuðverkur, hraður hjartsláttur og kviðverkir. „Þá ftnnst mörgum þol- endum sem þær séu óhreinar og fara því oft í bað.“ Hún vekur þó athygli á nauðsyn þess að fómarlamb nauðg- unar fari ekki í bað eftir ofbeldið fyrr en skoðun hjá réttarlækni hafi átt sér stað vegna þess að með því væri hægt að eyða hugsanlegum sönnunargögn- um. Af sömu ástæðu eigi ekki að henda eða þvo fötum sem fómarlamb- ið var í þegar ofbeldið átti sér stað. Sumar ná sér aldrei að fullu í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 1999 segir að meðal erfiðustu afleið- inga kynferðislegs ofbeldis sé sektar- kennd, skömm, léleg sjálfsmynd, dep- urð, þunglyndi og erfiðleikar í kynlífi sem og við að mynda náin tengsl. Díana bendir á í þessu sambandi að sumar konur nái sér aldrei að fúllu eftir að hafa verið beittar kynferðis- legu ofbeldi en margar hveijar læri þó að lifa með því að þetta hafi átt sér stað. Innt eftir því hvemig þolendur geti unnið sig í gegnum slíka reynslu segir Eyrún mikilvægt að þolendur geti talað um atburðinn við fjölskyld- una eða náinn vin, en einnig bendir hún þeim á að leita sér aðstoðar fag- manna. Þegar rætt er um afleiðingar nauðgunar bendir Eyrún á að mjög margir þolendur lendi í þeirri gryfj'u að kenna sjálfiim sér um það að verknaðurinn skyldi hafa átt sér stað. Sú sjálfsásökun sé reyndar tengd þeirri goðsögn og þeim fordómum í rauninni að konur bjóði margar hveijar upp á nauðgun með ákveðinni hegðun. „Margir spyija hvað fórnar- lambið hafi eiginlega verið að gera með þessum manni, afhveiju hún hafi verið svona klædd og af hveiju hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.