Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Filmundur efnir til kræsilegrar bíöveislu í Háskólabíói dagana 3.-14. ágúst Oskar frændi í heimsókn FILMUNDUR verður í sérlegu hátíðarskapi nú rétt fyrir, um og eftir verslunar- mannahelgina. Efnt verður til sannkallaðrar gala-veislu íyrir unnendur gæðamynda þar sem á boð- stólum verða myndir sem allar eiga það sameiginlegt að hafa unnið Óskarsverðlaunin margfrægu og virtu í flokki erlendra mynda. Margh’ eru þeirrar skoðunar að handhafar yþessara verðlauna eigi hinar einu sönnu „bestu“ myndir árs hvers - mun fremur en handhafar hinna „stóra“ verðlauna óskarsverðlauna- hátíðarinnar, verðlaunanna sem nær eingöngu eru veitt myndum á ensku. Nær undantekningarlaust hefur ósk- arsverðlaunaakademían útnefnt gæðamyndh- sem með tíðinni hafa orðið sígildar - myndir sem bíóunn- endur hafa unun af að endurnýja kynni sín við reglulega, ekki síst ef færi gefst á að sjá þær í upprunaleg- um heimkynnum þeirra - á hvítu * breiðtjaldi myrkvaðs bíósalar. Film- undur hefur tekið saman lítinn kon- fektkassa með sex gómsætum óskarsverðlaunamolum sem opnaður verður í Háskólabíói í dag og tæmist ekki fyrr en að rúmri viku liðinni. Þetta eru dönsku myndimar „Babett- es Gæstebud" og „Pelle Erobreren", ítalska myndin „Cinema Paradiso", spænska myndin ,3elle Époque", franska myndin „Indochine" og tékkneska myndin „Kolya“. Konfekt fyrir augu og maga Gestaboð Babettu fékk Óskarinn árið 1988 og varð þar með fyrsta danska myndin til að hreppa verð- launin eftirsóttu. Þetta er sannkölluð * sælkeramynd gerð eftir sögu Karen- ar Blixen og er að mörgu leyti óður til matargerðar. Leikstjórann Ga- briel Axel þekkja margir lands- menn eftir að hann gerði „Rauðu skikkj- una“ hér á landi á sjöunda áratugn- um. Danir gerðu það ekki endasleppt og hrepptu annan Óskar að ári liðnu og enn var það fyrir mynd sem gerð var eftir sígildu dönsku skáldverki. Nú var röðin komin að myndgerð Bille August á meistaraverld Martins Andersen-Nexö um Pelle sigurveg- ara. August hafði fram að því gert nokkrar aldeilis magnaðar myndir í heimalandinu, þar á meðal tvær upp- vaxtarsögur Bjarne Reuters, „Zappa“ og „Tro, Háb og Kærlighed" en Pelle sigurvegari kom honum end- anlega á alþjóðlega kvikmyndakortið þar sem hann hefur starfað síðan við góðan orðstír. Það er mörgum trúlega sérstakt gleðiefni að fá að sjá Cinema Paradiso eftir ítalska leikstjórann Giuseppe Tomatore á hvíta tjaldinu á ný því bíóunnendur eru gjarnir á að nefna hana meðal allra bestu kvikmynda sögunnar og hún hefur verið ofarlega á listum sem kvikmyndatímarit hafa tekið saman um bestu kvikmyndir tuttugustu aldarinnar. Þessi ljúfsára saga af Sikileyingnum Toto litla, ást- arsambandi hans við kvikmyndimar og vináttu við sýningarmanninn Al- fredo hefur heillað fólk um allan heim upp úr skónum. Auk Óskarsverðlaun- anna 1990 féllu henni í skaut dóm- nefndarverðlaunin í Cannes og á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíð- inni, bresku BAFTA-verðlaunin, bandarísku Golden Globe-verðlaunin og franski Césarinn - geri aðrir bet- ur. Andrej Chalimon heillaði bíóunnendur upp úr skónum sem Kolya. Það er ekki oft sem Óskar gamli hefur fallið gamanmyndum í skaut sem gef- ur til kynna hversu sérstök myndin er í raun enda má telja næsta ómögulegt að nokkur maður sé með skeifu á munni eftfr að hafa horft á hana. Nýjasta Óskarsverðlaunamyndin sem Filmundur býður upp á í þessum fríða flokki er ekki af verri endanum því þar fer tékkneska myndin Kolya eftir Jan Sverák sem hreppti Óskars- verðlaunin sem besta erlenda myndin árið 1997. Vinsældir myndarinnar urðu afar langvinnar hér á landi, reyndai' Ukt og allra hinna Óskars- verðlaunamyndanna er hér hafa verið nefndar. Myndin segir líka einkar magnaða sögu af sambandi úrills og miðaldra piparsveins og fimm ára drenghnokka, Kolya, sem pipar- sveinninn neyðist til að taka að sér. Snáðinn Andrei Chalimon vann áhorfendur algjörlega á sitt band með næmri og skemmtilegri túlkun á Kolya htla og munu eflaust margii' vilja endumýja kynni sín við hann. Sex myndir, sex Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu myndina - auk all- ra hinna verðlaunanna sem allt of langt mál er að telja upp hér. Það er því gleðitíð framundan. Ekki einungis með varðéldi, gleði og gítarglamri úti- hátíðanna heldur einnig með bíó- veislu í boði Filmundar og Óskars frænda. árið 1993. Þetta er epísk stórmynd eftir Régis Wargnier sem gerist á fjórða áratugnum á síð- ustu árum franskrar byggðar á yfirráða- svæði Frakka í Indó- kína, er náði yfir stór landílæmi um og í kringum Víetnam. Franska stórleikkonan Catherine Deneuve fékk mikið lof fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu og var m.a. titnefnd til Oskarsverðlauna sem besta leikkona og vann franska Césarinn árið 1993. Spánargleði og tékknesk vinátta Max Von Sydow og Pelle Hvenegaard fara á kostum í Pelle sigurvegara. Franskar myndir hafa oft unnið til Óskarsverðlauna sem bestu erlendu myndimar og var Indókína sú níunda í röðinni þegar hún hreppti hnossið Ári síðar, eða 1994, var röðin komin að Spánverjum og leik- stjóranum Femando Traeba. Hin léttleikandi og rómantíska gleði- mynd hans, Belle Époque, vann þá hug og hjörtu bandarísku Osk- arsverðlaunaakademíunnar líkt og gerst hafði einnig heima fyrir þar sem myndin sópaði að sér nær öllum Goya-verðlaunum sem í boði vora. I NGÓLFSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 5 5 1 5080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.