Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
1
FRÉTTIR
Kjaradeila fískimanna við LIÚ og SA
Verðmyndun afla
ágreiningsefnið
31 KJARADEILU hefur verið vísað
til ríkissáttasemjara það sem af er
árinu. Þar af eru átta deilur enn
óleystar en í gær tókust samningar
milli Vélstjórafélags Islands og Sam-
taka atvinnulífsins vegna Áburðar-
verksmiðjunnar.
Tólf kjaradeilur hafa verið leystar
í húsakynnum embættisins án sátta-
meðferðar. Haldnir hafa verið 199
fundir í sáttamálum og auk þess 150
samningafundir í málum sem ekki
var vísað til ríkissáttasemjara eða
vísað síðar. Þá hafa verið haldnir á
þriðja hundrað fundir í undirhópum.
Af þeim kjarasamningum sem gerðir
voru hjá ríkissáttasemjara 1997 og
1998 eru 44 lausir í haust á tímabilinu
30. september til 31. desember. Eru
flestir þeirra vegna starfsmanna hjá
ríki og sveitarfélögum. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá ríkis-
sáttasemjara.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar til
liðs við ríkissáttasemjara
Meðal óleystra deilna eru kjara-
deilur samtaka fískimanna (Sjó-
mannasamband Islands, Farmanna-
og fískimannasamband íslands, Vél-
stjórafélag Islands og Alþýðusam-
band Vestfjarða) við Landssamband
íslenskra útvegsmanna og Samtök
atvinnulífsins. Eitt aðalágreinings-
efnið varðar verðmyndun á aflahlut
sjómanna. Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari segir að sjómenn hafi
lengi haldið því fram að í samningum
þeirra segi að þeir eigi að fá hæsta
gangverð íyrir afla hverju sinni.
Þetta hafi verið túlkað á ýmsan hátt.
Sjómenn viija að tekið sé mið af verði
á fiskmörkuðum. Það sé hins vegar
ekki gert nema að hluta til og oft séu
bein viðskipti innan sama fyrirtækis
þar sem sami aðili er eigandi skips og
fyrirtækis. Einnig hafi verið samið
við skipshafnir um hvað sé greitt fyr-
ir aflann. Þarna sé í raun um að ræða
gamla kröfu sjómanna um að grund-
völlur þeirra að aflahlut verði sá að
allur fiskur fari á markað. Þórir segir
að nú sé að hefjast vinna við að skoða
þetta mál. Hann segir að hugsanlega
verði reynt að fitja upp á fleiri kost-
um en einum þegar þar að kemur en
þessi umræða sé enn á byijunarstigi.
Ríkissáttasemjari hefur leitað til
Þórðar Friðjónssonar, forstjóra
Þjóðhagsstofnunar, til að leggja
hönd á plóg í þessari forkönnun með
því að kanna sérstaklega þá umgjörð
laga og reglna er varðar verðmynd-
unina og hugmyndir um breytingar á
þeim sem ætla mætti að gætu orðið
til þess að jafna ágreininginn. Niður-
stöður hans verða hafðar til hliðsjón-
ar við frekari viðræður viðsemjenda.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
I heyskap
Aðalheiður Jónsdóttir rakaði hey á
túninu í Haga í Aðaldal í sumarblíð-
unni á sunnudag. Það er ekki ama-
leg^. að stunda bústörf þegar viðrar
eins og gert hefur undanfarna
daga.
Ráðherra felur
landlækni upp-
lýsingaöflun
Neysla e-
taflna er
ekki að
minnka
INGIBJÖRG Pálmadóttir,
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, greindi frá því
á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun að hún hygðist fela
Landlæknisembættinu upp-
lýsingaöflun um neyslu e-
taflna og alvarlegar afleiðing-
ar hennar. Ástæðan er sú að
ekki virðist hafa dregið úr
neyslu e-taflna með sama
hætti og dregið hefur úr
neyslu annarra vímuefna.
Upplýsingum verður safnað
á sjúkrahúsum, heilsugæslu-
stöðvum, hjá læknum og emb-
ætti landlæknis. Markmiðið
er að athuga hversu algengt
það sé að fólk leiti til lækna
vegna neyslu e-taflna og gera
ungmennum grein fyrir þeirri
hættu sem fylgi notkun efnis-
ins. Ráðherra gerir ráð fyrir
því að úttekt landlæknis verði
skilað innan nokkurra vikna.
Bilun í sæstrengnum Cantat 3 í gærmorgun milli Færeyja og Vestmannaeyja
Ekkert netsamband
við útlönd í fjórar
klukkustundir
BILUN varð í Cantat 3-sæstrengnum
kl. 6.20 í gærmorgun. Talið er að sæ-
strengurinn hafi slitnað á milli Fær-
eyja og Vestmannaeyja. Líklegast
þykir að veiðarfæri togara hafi slitið
strenginn í sundur. Af þessum sökuin
var ekkert netsamband við útlönd í
tæplega fjórar klukkustundir og trufl-
un varð á símasambandi til útlanda.
Þegar strengurinn slitnaði við Fær-
eyjar rofnaði einnig samband um
hann til Norður-Ameríku. Um fjórar
klukkustundir tók að stilla spennu-
gjafa sem var nauðsynlegt til að hægt
væri að flytja símtöl og gögn um sæ-
strenginn vestur um haf. Bilunin hafði
nokkuð mismunandi afleiðingar fyrir
símafyriríækin og nokkrar truflanir
urðu á starfsemi Flugmálastjómar
vegna bilunarinnar í Cantat 3 en eng-
ar tafir urðu á flugi.
Varaleiðir um gervihnetti
Þegar Cantat 3-sæstrengurinn
slitnaði í gærmorgun rofnaði netteng-
ing landsmanna. Fjórum klukku-
stundum síðar eða kl. 10.06 tókst að
koma sambandinu á aftur um vestur-
leið sæstrengsins. Þar með komst
langstærsti hluti netsambands til út-
landa í gagnið á ný. Flestum símtölum
Landssímans til Evrópu var ennfrem-
ur beint vestur um haf en þaðan voru
þau flutt með ýmsum leiðum til
Evrópu. Um hádegið var talsamband
Landssímans komið í eðlilegt horf.
Öllum talrásum hafði þá verið komið á
varaleiðir um gervihnetti. Meginhluti
þess gagnaflutnings sem fór um Cant-
at 3 var þá einnig kominn á varaleiðir,
ýmist um jarðstöðina Skyggni eða
jarðstöð Landssímans á Höfn í
Homafirði.
Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningarmála
Landssímans, segir að talsamband
viðskiptavina fyrirtækisins við útlönd
hafi ekki rofnað. Fjórðungi talrása til
útlanda sé ævinlega beint um jarð-
stöðina Skyggni og þaðan um gervi-
hnött.
Rofinn jarðstrengnir sleit
talsamband Islandssúna
Um leið og tókst að koma á sam-
bandi um vesturleið Cantat 3-sæ-
strengsins komst síma- og netsam-
band Islandssíma hf. í samt lag að því
er segir í frétt frá fyrirtækinu. Símtöl
og gagnaflutningur viðskiptavina
fyrirtækisins til útlanda fóru um fjar-
skiptakerfi Islandssíma í Bandaríkj-
unum. Rétt fyrir klukkan 11 varð bil-
un í jarðstreng í Bandaríkjunum til
þess að sambandið rofnaði á ný. ís-
landssími taldi sig þá eiga rétt á vara-
sambandi um gervihnött um jarð-
stöðvar Landssímans. Eyþór
Amalds, forstjóri Íslandssíma, segir
að símtöl viðskiptavina Íslandssíma
hafi farið um varaleið Landssímans í
um 20 mínútur áður en lokað hafi ver-
ið fyrir þá leið. Hann segist undrandi
á þessum vinnubrögðum. I fréttatil-
kynningu frá Íslandssíma segir að
komi bilun upp í útlandaumferð ís-
landssíma eigi hún að færast yfir á út-
landagátt Landssímans eins og sam-
tengisamningui' fyrirtækjanna frá 2.
nóvember sl. kveður á um.
Íslandssími knúinn
til nauðungarsamninga
Eyþór segir að Landssímanum hafi
verið óheimilt að loka fyrir varaleið
eftir að Islandssími hafi tengst henni.
Eftir að Ijóst varð að Landssíminn
ætlaði ekki að leyfa símtöl íslands-
síma um varaleiðir hafi fyriríækið
neyðst til að ganga tii nauðungar-
samninga við Landssímann. I frétta-
tilkynningu frá Landssímanum í gær
segir að fyrirtækið hafi gert samning
við Íslandssíma um að tryggja
fyrirtækinu varaleið um gervihnetti
fyrir talsamband. Óvenjulegt sé að
slíkt sé gert með svo skömmum
fyrirvara og til svo skamms tíma.
Landssímanum hafi hinsvegar þótt
sjálfsagt ogeðlilegt að bregðast skjótt
við beiðni Íslandssíma. Eyþór segir
þetta undarlega yfirlýsingu í ljósi þess
að Islandssími hafi þegar haft
samning við Landssímann um
varaleiðir. „Þvi finnst okkur mjög
ósmekklegt að hann skuli telja það
mikla greiðasemi að opna þetta á ný,“
segir Eyþór. Hann segir að það eina
sem sé óeðlilegt við málið séu
viðskiptahættir Landssímans. „Sem
betur fer emm við að reisa okkar
eigin jarðstöð og það kemur nú æ bet-
ur í ljós að við verðum að treysta á
okkur sjálfa. Við eigum von á að geta
komið á varasambandi við útlönd
hraðar en landsmenn hafa búið við
b
fram að þessu,“ segir Eyþór.
Misskilja samtengisamninginn
Ólafur Þ. Stephensen segii' að ís-
landssími hljóti að misskilja sam-
tengisamninginn. Samningurinn
tryggi Íslandssíma ekki aðgang að
varaleiðum sem Landssíminn hafi
komið sér upp. Viðskiptavinir Lands-
símans hljóti að hafa forgang á vara-
leiðir fyrirtækisins. Ólaíúr segir að
síðastliðinn vetur hafi /arið fram .
samningaviðræðui' milli Íslandssíma
og Landssímans. Landssíminn hafi I
þai' boðið Íslandssíma aðgang að 1
varaleiðum í gegnum jarðstöðvar sín-
ar gegn sanngjörnu gjaldi. „íslands-
sími sleit þeim viðræðum og hafði ekki
áhuga á þeirri þjónustu fyrr en í dag,
enda hefur fyrirtækið marglýst því yf-
ir að það ætli sjálft að tryggja vara-
leiðir sínar. Það mátti öllum vera ljóst
í þessum viðræðum að aðgangur að
varaleiðum væri ekki hluti af sam- L
tengisamningnum. Íslandssími getur |
því ekki komið nú og farið fram á að
Síminn tryggi fyiirtækinu varaleiðir f
fyrir ekki neitt. Trygging varaleiða er
stór hluti af kostnaðinum við að veita
millilandasímaþjónustu og skiljanlegt
að menn freistist til að spara sér
hann,“ segir Ólafur.
í fréttatilkynningu frá Landssím-
anum kemur fram að Landssíminn og
færeyska símafélagið Fproya Tele
hafi samið við þýska fyrirtækið OSAE
um botnrannsóknir vegna nýs sæ- I
strengs, sem áformað er að leggja frá |
Seyðisfirði til Færeyja og áfram til 1
Skotlands. Rannsóknimar hefjast 15.
ágúst.
Sérblöð í dag
KR réð ekki við dönsku
vörnina / C2
Meiðsli Jóns Arnars
orðum aukin / C1
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is