Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 27 ÚRVERINU Arsskýrsla Rf 7 milljónir í hagnað RANNSÓKNARSTOFNUN fisk- iðnaðarins hefur gefið út ársskýrslu sína, en þar kemur fram að stofnunin var rekin með 7 milljóna króna tekju- afgangi á síðasta ári. Tekjur jukust frá fyrra ári um 17% og voru um 356 milljónir króna en rekstrargjöld voru um 349 milljónir króna. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins rekur nú fimm útibú, í Reykjavík, á Akureyri, ísafirði, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum, en þau tvö síðast- nefndu fluttu í nýtt húsnæði á árinu. Hjörleifur Einarsson forstjóri segir í ávarpi sínu að árið 1999 hafi verið unnið að því að byggja upp og tryggja fjárhagslegan grunn Rf en það sé nauðsynleg forsenda þess að stofnun- in sinni hlutverki sínu sem er að stunda rannsóknir, framkvæma mæl- ingar og prófanir, veita ráðgjöf, miðla upplýsingum og annast fræðslu fyrir sjávarútveginn, matvælaiðnað og tengdar greinar. Rf stóð að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu og má nefna ráðstefn- una „From catch to consumers" sem haldin var í Kópavogi í september og norrænu skynmatsráðstefnuna sem haldin var um svipað leyti. Rf tók þátt í mörgum verkefnum á árinu en velta rannsóknarsviðs stofnunarinnar hef- ur tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Þjónustumælingar sveifluðust sem íyrr í takt við sjávarútveginn en þjón- ustumælingar er stærsti tekjuliður Rf ef ríkisframlag er fráskilið. Stærstur hluti efna- og örverumæl- inga fer fram í Reykjavík en mæling- ar drógust heldur saman á lands- byggðinni að Neskaupstað undan- skildum. -----*-H------ Of heitt í Norðursjó NIÐURSTÖÐUR rannsóknar á veg- um rannsóknamiðstöðvar fiskveiða og fiskeldis í Bretlandi (CEFAS) og birt var í tímaritinu Nature gefa til kynna tengsl milli hækkandi yfir- borðshita í Norðursjó og hnignun þorskstofnsins á hafsvæðinu. Hitastig sjávar í Norðursjó hefur hækkað á imdanförnum áratug en á sama tíma hefur þorskveiði dregist saman úr 200 þúsund tonnum árið 1980 í 100 þúsund tonn að meðaltali á árunum 1990 til 1998. Hrygning tókst þó mjög vel árið 1996 en þá var vorið óvenju kalt. Það skilaði sér í góðri veiði 1998. CEFAS telur að einnig megi rekja hnignum þorskstofnsins til ofveiði og bendir á að stór hluti stofnsins sé veiddur áður en fiskur- inn nær kynþroska. Fiskimenn vilja auk þess kenna jarðhræringum í Norðursjó um ófarir þorskstofnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.