Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 27 ÚRVERINU Arsskýrsla Rf 7 milljónir í hagnað RANNSÓKNARSTOFNUN fisk- iðnaðarins hefur gefið út ársskýrslu sína, en þar kemur fram að stofnunin var rekin með 7 milljóna króna tekju- afgangi á síðasta ári. Tekjur jukust frá fyrra ári um 17% og voru um 356 milljónir króna en rekstrargjöld voru um 349 milljónir króna. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins rekur nú fimm útibú, í Reykjavík, á Akureyri, ísafirði, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum, en þau tvö síðast- nefndu fluttu í nýtt húsnæði á árinu. Hjörleifur Einarsson forstjóri segir í ávarpi sínu að árið 1999 hafi verið unnið að því að byggja upp og tryggja fjárhagslegan grunn Rf en það sé nauðsynleg forsenda þess að stofnun- in sinni hlutverki sínu sem er að stunda rannsóknir, framkvæma mæl- ingar og prófanir, veita ráðgjöf, miðla upplýsingum og annast fræðslu fyrir sjávarútveginn, matvælaiðnað og tengdar greinar. Rf stóð að ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu og má nefna ráðstefn- una „From catch to consumers" sem haldin var í Kópavogi í september og norrænu skynmatsráðstefnuna sem haldin var um svipað leyti. Rf tók þátt í mörgum verkefnum á árinu en velta rannsóknarsviðs stofnunarinnar hef- ur tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Þjónustumælingar sveifluðust sem íyrr í takt við sjávarútveginn en þjón- ustumælingar er stærsti tekjuliður Rf ef ríkisframlag er fráskilið. Stærstur hluti efna- og örverumæl- inga fer fram í Reykjavík en mæling- ar drógust heldur saman á lands- byggðinni að Neskaupstað undan- skildum. -----*-H------ Of heitt í Norðursjó NIÐURSTÖÐUR rannsóknar á veg- um rannsóknamiðstöðvar fiskveiða og fiskeldis í Bretlandi (CEFAS) og birt var í tímaritinu Nature gefa til kynna tengsl milli hækkandi yfir- borðshita í Norðursjó og hnignun þorskstofnsins á hafsvæðinu. Hitastig sjávar í Norðursjó hefur hækkað á imdanförnum áratug en á sama tíma hefur þorskveiði dregist saman úr 200 þúsund tonnum árið 1980 í 100 þúsund tonn að meðaltali á árunum 1990 til 1998. Hrygning tókst þó mjög vel árið 1996 en þá var vorið óvenju kalt. Það skilaði sér í góðri veiði 1998. CEFAS telur að einnig megi rekja hnignum þorskstofnsins til ofveiði og bendir á að stór hluti stofnsins sé veiddur áður en fiskur- inn nær kynþroska. Fiskimenn vilja auk þess kenna jarðhræringum í Norðursjó um ófarir þorskstofnsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.