Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HVERNIG
KOMAST SKAL
HJÁ NAUÐGUN
Bdá fara iA án fata - það espar
suma korlmena
Ekkí fora úf ífötum—hvoðo fatsem
er espa suma karímem.
Sdd farö út eín oð kvöldí - fxið
espar karímenn.
fldd fara út með vín konu þínní —
sumir karlmenn espasf víð
fjö'donn.
Bdá fara út með víní þínum—sumír
vínir manns geto rxjuðgoð.
Ekki vera heimo ~ choðnír gestir
og skyldmenní geto nouðgoð.
For&st að vera bam — mmír
ncwðgpror „æsosr" cf Btlum feipuro.
Forðlst oð vera ökfrooof — sumír
nauðgarar „velfö séd' elárí kcmur,
Ekki eíga fdður, ofa, frærdo eða
bróður — það eru þeir ættíngior
sem ííkbgasttr eru iil ao naoðga
vngum konvm.
Sdd eiga nágratma -þeir nouöga
oft konum,
Ekki vera hrædd — þé ertu
fómariamb.
Ekki vera ó#alam—þó ertu ögrun.
Og til frekara öryggis
EKKI VERA Tll
Sarrrfök um kvennaathvarf
sakynnum Síigamór
hvort mér hefði verið nauðgað en
ég þvemeitaði. Nú gat ég sagt hon-
um satt. Það var rosalega erfitt að
fara til læknis. Eg grátbað hann að
nota ekki tækið sem víkkar leg-
göngin. Hann varð að bén minni og
kom mjög rélega að mér. Það var
engin örverusýking í leggöngunum,
bara sveppasýking enn eina ferðina.
Sársaukinn var sálrænn og ég þurfti
að gefa mér tíma. Hann var ánægð-
ur með að ég væri að leita mér
hjálpar.
Ég er núna búin með hópinn í
Stígamótum, samtals 45 klukku-
stundir. Ýmiss konar tilfinningar
hafa komið upp í kjölfar þess að
rifja atburðinn upp. Stundum verð
ég öskureið út í nauðgarann og
stundum vorkenni ég honum.
Stundum langar mig að hitta hann
og segja honum til syndanna en ég
efastum að það hefði nokkuð upp úr
sér. Ég hef ekkert hitt hann síðan
afneituninni lauk. Stundum verð ég
hrædd þegar ég er ein með strák-
um, hvort sem ég þekki þá eða ekki.
Ég fæ stundum flassmyndir af at-
burðinum þegar ég stunda kynlíf.
Það er mjög erfitt. Ég veit núna að
ég má stöðva kynlífið þegar mér
hentar og það hjálpaði mér mikið
þegar ég gerði það í fyrsta sinn. Ég
veit að þetta var ekki mér að kenna,
ég var ung, saklaus stelpa og hann
mátti ekki gera þetta við mig. En oft
eru tilfinningamar aðrar en skyn-
semin segir til um. Ég ásaka enn þá
sjálfa mig. Ég er mjög vond við
sjálfa mig, mikið verri en ég myndi
nokkurn tfmann vera við 15 ára
stelpu sem lenti í því sem ég lenti.
Mér finnst ég hafa verið heimsk en
samt veit ég að ég var það ekki.
Þessu fylgir mikil togstreita. Kynlíf-
ið er enn þá mjög misjafnt. Ég veit
ekki hvenær það lagast en mikið
hlakka ég til. Ég veit að ég þarf að
sætta mig við að eiga líkama með
þessa reynslu og ég þarf að láta mér
þykja vænt um hann eins og hann
er. Hann á jú eftir að fylgja mér alla
tíð. Ég á góðan kærasta sem styður
mig eftir fremsta megni og ég veit
að ég get þetta ailt saman.
Óska þess að hann
viti hvað hann gerði mér
Mér finnst fólk oft tala mjög óvar-
lega um nauðganir og ég verð mjög
reið. Þetta er ekkert gamanmál.
Mér finnst umræðan vera mjög
ómarkviss. Nauðganir eru alltaf
tengdar verslunarmannahelginni
og gerendur eru sagðir ókunnugir.
Það er ekki þannig. Gerendur eru
langoftast vinir, kunningjar eða
ættingjar. Strætisnauðganir bíó-
myndanna eiga sér mjög sjaldan
stað. Það eru ekki fleiri nauðganir
um verslunarmannahelgi heldur en
hveija aðra helgi. Hættan er alltaf
til staðar. Það eina sem langflestar
nauðganir eiga sameiginlegt er að
áfengi er í spilinu. Oftast eru bæði
fórnarlamb og gerandi undir áhrif-
um. Einnig snýst umfjöllunin um að
stelpur kæri nauðgunina en fæstar
treysta sér til þess og fæst málin
enda á réttlátan hátt. Fyrir mér var
aðalatriðið ekki að kæra eftir fjög-
urra ára afneitun. Ég þurfti hjálp
við að koma tilfinningunum í réttan
farveg. Ég óska þess samt að þessi
maður viti hvað hann hefur gert
mér og að hann fái hjálp við sfnum
vandamálum. Ég get ekki ímyndað
mér hvað getur verið í gangi hjá
manni sem framkvæmir svona voða-
verknað.
Oft eru fómarlömbin dæmd (sbr.
það sem gerðist á Húsavfk) og þau
sögð ljúga. Að sjálfsögðu er mikið
léttvægari glæpur að Ijúga um ill-
virki en að framkvæma slfkt. Einnig
þykir fréttnæmt ef stelpa lýgur
þessu en ekki ef hún segir satt. At-
hugið að hver sem er getur verið
gerandi og að hver sem er getur
orðið fómarlamb. Ég er bara venju-
leg stelpa sem gengur vel í skóla og
tek virkan þátt í lífsgæðakapp-
hlaupinu. Ég gæti verið dóttir þín,
systir eða besta vinkona. En þessi
reynsla hefur rist djúpt í sálina
mfna en ég veit að núna er ég á
réttri leið. Ég stefni upp á við og
kannski get ég einhvem tfmann
nýtt mér þessa reynslu sem styrk.
Með þessari sögu vil ég leggja
mitt af mörkum við að gera umræð-
una umþennan annan alvarlegasta
glæp á Islandi og víðar (á eftir
morði) markvissa. Ég bið ykkur öll
TAKI fórnarlamb kynferðislegs
ofbeldis, sem er yfir átján ára ald-
ri, þá ákvörðun að kæra ofbeldið
snýr það sér til lögreglunnar í því
umdæmi sem það býr í og leggur
þar fram formlega kæru á hendur
ofbeldismanninum. í kærunni
kemur fram vitnisburður kæranda
á atburðinum. Hafi kærandinn lagt
fram kæru strax eftir ofbeldis-
verkið er honum vísað til neyðar-
móttöku fyrir þolendur kynferðis-
brota þar sem m.a. fer fram
ítarleg líkamsskoðun hjá réttar-
lækni. Ljósmyndir eru teknar af
hugsanlegum áverkum og sýni
tekin af hugsanlegu sæði sem sent
er í DNA-rannsókn. Þar er kær-
að gæta orða ykkar þegar þessi
málefni eru rædd og tala af þekk-
ingu fremur en vanþekkingu. Ef
fordúmar gegn okkur fórnar-
lömbum væru minni yrði auð-
veldara fyrir okkur að leita réttar
okkar og fá tilskilda hjálp.
Ég vona að þessi saga geti hjálp-
að fórnarlömbum til að leita sér
hjálpar og fengið gerendur til að
hugsa sinn gang.
anda jafnframt skipaður réttar-
gæslumaður sem gætir hagsmuna
hans og aðstoðar hann í málaferl-
inu. Eftir að kæran hefur verið
lögð fram hjá lögreglu hefur hún
rannsókn á atburðinum. Hinn
kærði er kallaður til og tekin af
honum skýrsla, vettvangur er
rannsakaður og hugsanleg vitni yf-
irheyrð svo dæmi séu nefnd. Þegar
lögreglan telur málið fullrannsak-
að er það sent til Ríkissaksóknara
sem tekur ákvörðun um það hvort
málið verði höfðað gegn hinum
kærða. Ef svo er er gefin út ákæra
á hendur honum. Sé þolandi kyn-
ferðislegs ofbeldis undir átján ára
aldri fer málið í svolítið annan far-
veg vegna þess að dómari ber þá
ábyrgð á yfirheyrslunni yfir þol-
andanum.
Að sögn Björgvins Björgvins-
sonar, lögreglufulltrúa hjá lög-
reglunni í Reykjavík, eru öll mál
tengd kynferðislegu ofbeldi for-
gangsmál hjá lögreglunni. „Slíkum
málum er reynt að hraða eftir
fremsta megni. Reynslan hefur þó
sýnt okkur að rannsókn þessara
mála getur tekið nokkra mánuði,“
segir hann.
Neyðar-
móttaka
fyrir þol-
endur
kynferð-
isbrota
Á LANDSPÍTALANUM í
Fossvogi í Reykjavík og á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri eru neyðarmóttökur
fyrir þolendur kynferðislegs
ofbeldis. Þangað er þolendum
ráðlagt að koma eftir að of-
beldið hefur átt sér stað.
Þjónustan sem þar er veitt er
ókeypis.
Það fyrsta sem þolanda er
boðið upp á er læknisskoðun
þar sem fyrst og fremst er að
sögn Eyrúnar Jónsdóttur,
umsjónarhjúkrunarfræðings
móttökunnar í Reykjavík,
verið að hugsa um manneskj-
una sjálfa. Áverkar eru metn-
ir á þolanda, athugað er hvort
hann hafi sýkst og honum eru
gefin fyrirbyggjandi lyf.
„Mjög margar konur, sem
ekki ætla að kæra, vilja fá
þessa skoðun. Þeim finnst
þær vera hreinni og líður bet-
ur á eftir,“ útskýrir Eyrún.
Ennfremur er í skoðuninni
tekin sýni sem hugsanlega
væri hægt að nýta sem sönn-
unargögn.
Þegar þessari skoðun er
lokið er að sögn Eyrúnar hlúð
að manneskjunni; henni veitt
sálræn skyndihjálp og andleg
aðhlynning. Félagsráðgjafi
eða sálfræðingur ræðir við
þolandann og metur það
hvort rétt sé að hann fái
ókeypis sálfræðiviðtöl í allt að
tíu skipti. Þá er þolandanum
bent á þá þjónustu sem í boði
er hjá Stígamótum.
Skipaður
réttargæslumaður
Öllum þeim sem koma til
neyðarmóttakanna er boðið
að ræða við lögmann þeim að
kostnaðarlausu, hvort sem
ætlunin sé að kæra atburðinn
eða ekki. Þolandanum er með
öðrum orðum skipaður réttar-
gæslumaður en lögum sam-
kvæmt er með því verið að
bæta réttarstöðu þeirra ein-
staklinga sem beittir hafa
verið ofbeldi. Réttargæslu-
maðurinn, sem er lögmaður,
upplýsir þolandann um hans
rétt og ákveði þolandinn að
kæra fylgir lögmaðurinn því
máli eftir.
Stígamót
STÍGAMÓT eru óformleg
grasrótarsamtök kvenna gegn
kynferðislegu ofbeldi sem tóku
til starfa hinn 8. mars árið 1990.
Frá því samtökin hófu starf-
semi sína hafa yfir 2.800 ein-
staklingar leitað sér aðstoðar
hjá Stígamótum vegna afleið-
inga kynferðislegs ofbeldis.
Starfskonur Stígamóta veita
fórnarlömbum ofbeldis og ætt-
ingjum þeirra persónulega ráð-
gjöf í formi einkaviðtala en
einnig er boðið upp á þátttöku í
sjálfshjálparhópi, þar sem eru
að jafnaði fimm til sex konur og
tveir leiðbeinendur sem sjálfir
hafa unnið úr þeirri sáru
reynslu að hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi.
Starfskonur Stígamóta veita
einnig ráðgjöf í gegnum síma.
Símaþjónustan er ókeypis og er
númerið: 800 6868.
Skrifstofa Stígamóta er opin
alla virka daga frá kl. 9 til 19.
IIJ
VERKFÆRA
TOSHUR
-margar stærðir
RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 • FAX 568 0215
rafver@simnet.is
W
3^
KOSTABOÐ
Allt oð
afsláttur
Fagleg rábgjöf
Fullkomin tölvuteiknun '
riform
Fyrsta flokks hönnunarvlnna kAtóni6A(Ihúsn. Fönix)sfMi:5524420
Hvaða leið fer kæran?